NT - 17.12.1984, Blaðsíða 26

NT - 17.12.1984, Blaðsíða 26
■ Þeir félagar hjá Barcelona, Archibald og Venebles hafa átt gott ár fram að þessu. Nú er spurning hvort „El Barca“ sé komið á tapbraut? Holland: PSV óstödvandi - vann Ajax sannfærandi Frá Rcyni Þór Finnbogasyni frcttamanni NT í Hollandi: Ajax-PSV .....................14 ■ Leiks þessa var beðið af mikilli eftirvæntingu þar sem liðin eru í fyrsta og öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni. Flestir veðjuðu á Ajax þar sem þeir höfðu ekki tapað leik til þessa og hafa mjög góðum einstaklingum á að skipa. Lið PSV byggir aftur á móti á liðsheildinni. PSV hóf leikinn af miklum krafti, lá í sókn og fékk góð tækifæri. Ajax náði ekki að sýna neitt, en þó lá í loftinu að liðið gæti bætt við sig. Það gerðist þóekki þvíá 16. mínútu skoraði Ernie Brandts fallegt mark, 0-1. PSV tvíefldist við þetta, og sótti enn stífar. Á 29. nínútu skoraði svo PSV aftur, Rene Vander Gijp var að verki. Pannig var staðan í hálfleik. Seinni hálfleikur var á sama hátt og sá fyrri. Leikmenn PSV lágu í sókn, og sóknarmenn Ajax sáust ekki. Á 51. mínútu var Rene Vander Gijp aftur á ferð og skoraði 3-0. Pað kom öllum jafnmikið á óvart hve Ajaxliðið var slakt. Par vantaði alít skipulag og einhvern til að byggja upp sóknir. Hjá PSV aftur á móti byggðist aílt á því hve liðsheildin var góð. Á 74. mínútu tókst PSV að gera út um leikinn og var þar Valke að verki.Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að Ajax náði að rétta hlutfallið aðeins með marki Austurríkismannsins Felix Gasselich. Stórsigrar Týs Frá Sigfúsi G. Guð- mundssyni fréttamanni NT í Eyjum: ■ Týrarar unnu stórsig- ur á ÍBH bikarkeppninni í handknattlcik hér í Eyj- um um helgina. Úrslit urðu 33-14 Eyjaliðinu í hag. Liðin inættust svo ai'tur, að þessu sinni í 3. deildinni, og þá vann Tyr 28-14. Pjálfari Ajax sagði eftir leik- inn að óskiljanlegt hefði verið hve liðið var slakt. „Við vorum aldrei nógu ógnandi og vörnin brást algerlega. Við áttum ein- faldlega slæman leik og ekkert er við því að gera þó það hafi verið gegn PSV.“ Pjálfari PSV sagði eftir leik- inn: „Við lékum agaðan bolta og það bar árangur. Við erum með bestu liðsheildina í Hol- landi nú.“ Den Bosch-Feyenoord . . 1-2 Den Bosch hefði ekki átt að vera mikil hindrun fyrir Feye- noord þar sem liðið er í tíunda sæti í hollensku deildinni en Feyenoord í því þriðja. Annað kom á daginn. Feyenoord var mjög lélegt í fyrri hálfleik. Liðið náði aldrei að ógna veru- lega, og réði lítt við baráttuglatt lið Den Bosch. Den Bosch tók forystuna á 43. mínútu, Vander Horst skoraði. Sanngjörn staða í hálfleik. Feyenoord hafði vaknað við vondan draum, og sótti stíft í ■ Stefán Konráðsson Stjörn- unni og Ragnhildur Sigurðar- dóttir UMSB urðu hlutskörp- ust á Flugleiðamótinu í Borð- tennis um helgina, en þar voru mættir til leiks sterkustu borð- tennisleikararlandsins. Athygli vakti í karlaflokknum að Stefán sigraði Tómas Guðjónsson KR í úrslitaleik, en Tómas hefur verið nánast ósigrandi í borð- tennis undanfarin ár hér á landi. Stefán sigraði Tómas í spennandi úrslitaleik, sem end- aði 3-2. Stefán sigraði þó nokk- uð örugglega í oddahrinunni, 21-9, Tómas Sölvason KR varð þriðji og Kristján Jónasson Víkingi fjórði. Ragnhildur varð öruggur sig- urvegari í kvennaflokki, önnur upphafi seinni hálfleiks. Fljót- lega gaf Gullitt fallega fyrir markið og Houtman skallaði inn 1-1. Eftir þetta var ein- stefna að marki Den Bosch. Mario Bein stjórnaði spilinu eins og herforingi hjá Feye- noord, og honum tóícst á 63. mínútu að skora stórglæsilegt mark með fallegu skoti, 1-2. Mörk Feyenoord hefðu átt að geta orðið fleiri, en þeim tókst ekki að bæta við. Pétur Pétursson er enn meiddur og lék ekki með Feye- noord í leiknum. Önnur úrslit i hollensku deildinni: MW-Twente ................3-0 Sparta-ZwoUe..............2-2 Excelsoior-Haarlem........0-1 AZ 67-Volendam ...........3-0 Sittard-Roda JC...........0-0 G.A.Eagles-Utrecht .......3-1 NAC-Groningen.............1-2 Staða efstu liöa: PSV Eindhoven . 16 10 6 0 47-16 26 Ajax........... 15 12 2 1 47-19 26 Feyenoord...... 15 10 2 3 44-22 22 Groningen ..... 16 8 5 3 31-18 21 Twente ........ 16 8 3 5 31-27 19 varð Kristín Njálsdóttir UMSB þriðja Sigrún Bjarnadóttir UMSB og fjórða Arna Sif Kjærnested Víkingi, þrefaldur sigur UMSB. Borðtennis: Stefán sigraði - Ragnhildur vann kvennaflokkinn ________Mánudagur 17. desember 1984 26 íþróttir Spánn: Loksins tapaði Barcelona leik Atkinson vill kaupa Ernie Brandts Frá Reyni Þór Finnbogasyni frcttuinanni NT í Hollandi: ■ Framkvæmdastjóri Manchester United á Eng- landi, Ron Atkinson varvið- staddur leik Ajax og PSV í hollensku úrvalsdeijdinni í knattspyrnu í gær. Ástæðan fyrir því er áhugi Man. Unit- ed á Erniet Brandts leik- manni PSV Eindhoven. Áhugi Manchester vakn- aði eftir leik PSV við Man Utd í Evrópukeppninni í haust, þar sem Brandts var mikilvægasti varnarmaður PSV. Eftir þessa Evrópuleiki hefur Atkinson fylgt Brandts fast eftir og hefur m.a. gert tilboð í hann upp á 10 mill- jónir ísl. króna. PSV sýndi tilboðinu ekki áhuga, en Atkinson hefur ekki misst móðinn. Búist er við því að Atkin- son noti helgina til viðræðna og benda allar líkur til þess að gengið verði frá samning- unum. Ef PSV fær nógu gott tilboð getur PSV varla sagt nei, þrátt fyrir að Brandts sé lykilmaður í liðinu. Brandt átti frábæran leik í sigurleik PSV gegn Ajax í gær. eftir 14 taplausa leiki í röð ■ Eftir að hafa ekki tapað leik í 15 skipti í röð þá kom Barcelona loks niður á jörðina er Bilbao vann „El Barca" í Bilbao, 1-0. Þetta gerir það að verkum að Real Madrid er nú aðeins 3 stigum á eftir Barce- lona en Real vann sigur á liðinu sem var í þriðjasæti, Valencia. Leikurinn í Bilbao ætlaði þó ekki að geta hafist vegna þess að skipasmíðaverkamenn ruddust inná völlinn til að mót- mæla niðurskurði í þeirra stétt. En þegar leikurinn hófst þá voru þeir Barcelónamenn mun betri án þess að skapa sér teljandi færi. Það var svo út- herji Bilbao, Salinas sem skor- aði eina mark leiksins á 71 mínútu rneð fallegu skoti sem markvörður Barcelona réði ekkert við. Real Madrid fékk góðar mót- tökur á heimavelli sínum eftir að hafa lagt Anderlecht að velli í UEFA-keppninni fyrr í vik- unni. Argentínumaðurinn sí- skorandi Valdano sá svo um að sigurinn félli Real í hlut er liann gerði eina mark leiksins á 23.mín. ÚRSLIT: Malaga-Valladolid................3-1 Athletic Bilbao-Barcelona........1-0 Sevilla-Sporting.................0-1 Real Madrid-Valencia.............1-0 Racing-Hercules..................2-0 Real Zaragoza-A Madrid...........1-1 Elche-Real Murcia................0-0 Espanol-Real Sociedad............1-3 Osasuna-Real Betis...............1-2 STAÐA EFSTU LIÐA: Barcelona ...... 16 10 5 1 30 12 25 Real Madrid .... 16 9 4 3 19 11 22 Real Sociedad .... 16 6 7 3 17 8 19 RealBetis....... 16 6 7 3 21 14 19 Valencia ....... 16 5 8 3 17 8 18 Sporting ....... 16 5 8 3 16 13 18 A.Madrid........ 16 6 6 4 19 15 18 Met hjá Eðvarð Þ. Eðvarðssyni ■ Eðvarð Þ. Eðvarðsson frá Njarðvík setti eitt Is- landsmet í sundi í Evrópu- bikarkeppninni í sundi sem haldin var í Bergen í Noregi um helgina. Eðvarð synti 200 metra fjórsund á 2:10,19 mínútum á laugardag. Tveir íslendingar inættu til leiks á mótinu, Eðvarð og Ragnar Guðmundsson skriðsundsmaður, en þeir æfa báðir sund af miklu kappi hjá danska félaginu Neptun, þar sem Guðmund- ur Harðarson faðir Ragnars og fyrrum landsliðsþjálfari er þjálfari. Eðvarð keppti einnig i 200 metra baksundi á laugardag, synti á 2:06, 5 mín. og varð í 10. sæti. Hann komst því ekki í úrslit, frekar en í fjórsund- inu þar sem hann varð í 13. sæti. - Ragnar keppti í 400 metra skriðsundi á laugar- dag, og varð í 15. sæti á 4:19,76 mín. í gær keppti Eðvarð í 100 metra baksundi, synti á 59,67 sekúndum og varð í 12. sæti. Eðvarð var aðeins frá sínu bcsta, en hans besti árangur hefði dugað honum í úrslit, svo mjótt var á munum. Ragnar keppti í 1500 metra skriðsundi í gær, varð í 14. sæti á 16:31,13 mín. Johan Cryuff: Er ráðgjafi hjá Roda JC Frá Reyni Þór Finnbogasyni fréttamanni NT í Hollandi: ■ Knattspyrnufélagið Roda JC Kerkrade, sem er í áttunda sæti hollensku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu, hefur verið mikið í fréttum hér upp á síð- kastið. Fyrir nokkrum vikum var þjálfari liðsins Hans Eykemiroik rekinn þar sem óánægja var með frammistöðu liðsins undir stjórn hans. Það barst einnig í tal að núverandi „fjármagnari" (sponsor) liðsins myndi draga fjárstuðning sinn l til baka að þessu keppnistíma- bili loknu. Fjármagnarinn vildi þó ekki taka ákvörðunina á eigin spýtur, heldur fékk knatt- spyrnukempuna Johan Cryuff til liðs við sig. Gryuff mun einnig gefa liðinu tækni- lega ráðgjöf frá og með 1. janúar n.k. „Það verður aðal- lega um ráðgjöf varðandi kaup og sölu á leikntönnum að ræða, ef annað bætist við kemur það í ljós í viðræðum við stjórn Roda,“ sagði Gruyff sjálfur. Cruyff mun fylgjast með nokkrum leikjum Roda á næst- unni, og hefur þegar fylgst með tveimur leikjum liðsins. Hann var m.a. viðstaddur leik Roda og AZ 67 um síðustu helgi, og varð það fyrsti leikurinn í lang- an tíma sem liðið hefur unnið. í gæt gerði liðið markalaust jafntefli. Það er því eins og liðið hafi barist fyrir lífi sínu vitandi af Cruyff á pöllunum. 1

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.