NT - 05.01.1985, Blaðsíða 1

NT - 05.01.1985, Blaðsíða 1
Helgarveðrið Þaö verður hægviðri um allt land en heldur kólnandi frá því sem verið hefur. Skýjað með köflum og að mestu úrkomulaust. Einhverjir Ríkisstjórnin stokkuð upp: Ráðherraskipti í mánuðinum - Þorsteinn og Friðrik inn fyrir núverandi ráðherra ■ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum NT gæti ný verkaskipting og þar með nýr ráðherralisti ríkisstjórnar Steingríms Hermannsson- ar legið fyrir 28. janúar n.k. og samkvæmt sömu heimildum er líklegt að á þessum ráðherralista verði nöfn bæði Þorsteins Pálssonar og Friðriks Sophussonar sem komi í stað tveggja núverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Breytingar þessar á ríkis- stjórninni tengjast fyrirhuguð- um stjórnkerfisbreytingum, þar sem m.a. er gert ráð fyrir því að ráðuneytum verði fækkað úr 13 í 10, þ.e. Hagstofan verði lögð niður og félagsmálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti einnig. Hjá Steingrími Hermannssyni ann- arsvegar og Þorsteini Pálssyni og Friðrik Sophussyni hinsvegar er nú lögð mikil áhersla á að samkomulag náist um að af- greiða þessar breytingar strax og þing kemur saman. Það kall- ar óhjákvæmilega á að þing- flokkar verða að ákveða skipt- ingu ráðuneyta og ráðherra upp á nýtt. Verkefni ráðuneyta eru ákveðin með reglugerð en ekki lögum og því er hægt að breyta verkaskiptingu ráðuneyta og færa þannig öll verkefni undan félags- og viðskiptaráðherra áður en þing kemur saman 28. janúar. Þó ráðuneytunum fækki inun ráðherrafjöldinn standa í stað því gert er ráð fyrir að hver ráðherra fari aðeins með einn málaflokk. Því þarf að stokka upp ráðherralistann og sant- kvæmt heimildum NT hefur Þorsteinn Pálsson víst fylgi til ráðherrastójs í foringjaliði Sjálf- stæðisflokks og e.t.v. Friðrik Sophusson líka. Því er ljóst að einn eða tveir af ráðherrum flokksins falla út í atkvæða- greiðslu, og er þar hclst talað um Albert Guðmundsson, Matthías Bjarnason og Geir Hallgrímsson. Tæplega er búist við breyting- um hjá- Framsóknarflokknunt en þó gæti Guðmundur Bjarna- son komið í stað Jóns Helgason- ar eða Alexanders Stefánsson- ar. Þessi nýskipan er talin for- senda fyrir því að þeir Þorsteinn og Friðrik snúist ekki beinlínis á móti ríkisstjórninni og knýi frant kosningar í apríl/maí. Þá hefur Steingrímur Hermanns- son lýst því yfir í fjölmiðlum að forsenda þess að ríkisstjórnin eigi líf fyrir höndum sé að stjórnarsamstarfið verði endur- skoöað. Bjórsmyglið á Eskifirði: Sjónarvottur að smygli í vetur ■ Upplýst er að smyglið nteð togaranum Hólma- nesi, sem greint var frá í NT milli hátíða. er ekki hið fyrsta með því skipi. „Ég get staðfest að að- faranótt 3. nóv. sl. kom ég og kunningjakona mín að manni á strönd Helgu- staðahrepps með 30-50 bjórkassa," sagði Halldór Jóhannsson, Eskifirði, er hann hafði samband við NT í gærkvöld. Sagðist hann hafa skýrt lögreglu frá þessu í yfir- heyrslum, í gær, og lagt fram myndir er hann tók af bjórkössunum. Maðurinn sem komið var að tengist útgerð togarans Hólmaness, er smyglað var úr á Þorláks- messu. Sagði Halldór að bjór- inn er hann sá hafi verið ferjaður úr togara sem var að koma úr siglingu og lá á firðinum miðjum. Landabruggari tekinn ■ Landabruggari í Rcykjavík var handtekinn í gær og lítilsháttar magn af ianda og ófullkontin tæki voru gerð upptæk hjá honum. Lögreglunni hafði borist til eyrna að maöurinn seldi brugg en hann neitaði því við yfirheyrslur. Honum var sleppt síödegis í gær.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.