NT - 05.01.1985, Blaðsíða 10

NT - 05.01.1985, Blaðsíða 10
 Laugardagur 5. janúar 1985 10 LlL nad heilla 60ara: Hulda Jensdóttir ■ Afmæli og fagnaöur í tilefni þess er í raun og veru undirstrik- un á gleði og þakklæti fyrir alla dagana sem gefist hafa til lífs og starfs. í dag er heiöurskonan Hulda Jensdóttir forstööukona Fæð- ingarheimilis Reykjavíkur 60 ára. í tilefni þess sendi ég henni hugheilar hamingjuóskir - með gleðina og þakklætið efst í huga. „Ég veit ekki hvað bíður þín litla barn en ég vona að þú sért velkomið og hendurnar sem snertu þig fyrst hafi verið kær- leikans hendur.“ Þessi orð Huldu sjálfrar er hún sagði á ári barnsins 1979, hljóma í eyrum mér nú. Ég trúi því að ljósmóður- hendurnar sem tóku á móti litlu stúlkunni Huldu í Jökulfjörð- um 5. janúar 1925 hafi verið hlýjar - en hitt veit ég að ntóðirin tók á móti henni með kærleika. Hulda er fædd að Kollsá í Grunnavíkurhreppi í Norður- ísafjarðarsýslu. Foreldrar henn- ar voru Jens Jónsson og Jó- hanna Jónsdóttir sem er enn á lífi. Fjölskyldan fluttist síðar til Akureyrar og þar átti Hulda sín bernsku- og unglingsár. Árið 1949 lauk Hulda námi í Ljósmæðraskóla íslands og eftir eins árs starf sem Ijósmóðir á Fæðingardeild Landspítalans fór hún til náms erlendis í þrjú ár til þess að kynna sér nýjungar og fullnuma sig í fæðingarhjálp. Eftir heimkomuna 1953 verð- ur Hulda umdæmisljósmóðir í Garða- ogBessastaðahreppi. Þá þegar markaði unga Ijósmóðirin ný spor varðandi fæðingarhjálp og hóf skipulega fræðslu í slök- un og líkamsrækt barnshafandi kvenna. Þessi starfsemi var ný- mæli hér á landi og sýndist sitt hverjum. Þar kom að landlækni barst kæra vegna þessa framtaks Huldu og var henni gert skylt að standa fyrir máli sínu, sem hún og gerði. Lauk fundum hennar og landlæknis á þann veg að hann hvatti hana eindregið til þess að halda ótrauð áfram sínu brautryðjandastarfi - enda var Vilmundur Jónsson vitur og framsýnn maður. Hulda var bæði þá og síðar vakandi fyrir öllum nýjungum og hefir sótt þekkingu sína til hinna ýmsu landa, en þarna sem og oftar beindist athyglin og þekkingarlcitin að því sem til góðs mætti verða íslenskum mæðrum og börnum og raunar báðum foreldrum, því strax á árinu 1954 gefur iiún einnig verðandi feðrum kost á fræðslu um fæðingu barna sinna á nám- skeiðum um foreldrafræðslu. Oft tekur það nokkurn tíma hjá fólki að tiíeinka sér nýjungar svo sem þessa fræðslu. „En tímarnir breytast og mennirnir með“, því nú er þessi fræðsla og nærvera föður við fæðingu barna sinna talin eðlileg og sjálfsögð - og í ljós hefir komið að mörgum hefur það verið góð og farsæl reynsla. Á árunum 1950-1960 og raun- ar löngu fyrr ríkti mikið neyðar- ástand í Reykjavík hvað snerti rými fyrir fæðandi konur. En fyrir samtök og baráttu kvenna var úr því bætt með stofnun og rekstri Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem opnað var 18. ágúst 1960. Réðst Hulda Jensdóttir þar tihforustu, undirbjó og mótaði alla gerð þess. Hún innleiddi þar kenningar dr. G.D. Read um foreldrafræðslu ásamt ýms- um nýjungum sem síðar áttu eftir að verða sjálfsagður þáttur í starfsemi fæðingarstofnana og heilsugæslustöðvar hér á landi. Síðar ruddi hún kenningum franska læknisins dr. Fredric Leuboyer braut en hann lagði mikla áherslu á barnið og um- hverfi þess við fæðinguna. í þessum efnum sem og um marg- ar nýjungar hefur það lögmál gilt að einhver hefur þurft að vera í fararbroddi og tilbúinn að takast á við hvert það ljón sem er á veginum kann að verða, og á þann veg unnist sigur í fjölda góðra mála. Árið 1962 gafa Hulda út bók- ina „Slökun og eðlileg fæðing" til þess að koma þeim kenning- um til sem flestra. Á Fæðingarheimili Reykja- víkur hefur alltaf verið að því stefnt að skapa hlýlegt og rólegt umhverfi og hagnýt fræðsla fyrir nýorðnar mæður og foreldra verið þar til staðar. Mikil gifta og blessun hefur fylgt heimilinu frá byrjun og til þessa dags undir stjórn Huldu Jensdóttur. Hulda hefur verið í stjórn Sambands norrænna Ijósmæðra og verið fulltrúi íslenskra ljós- mæðra á Norðurlanda- og al- þjóðamótum Ijósmæðra og flutt þar erindi. Hulda er þjóðkunn fyrir skoðanir sínar, málflutning og framgang allan og baráttu fyrir hugðarefnum sínum og fyrir að veita liðstyrk hverju því máli er hún telur að til góðs megi verða. Trúarvissa Huldu og virðing hennar fyrir lífinu og sköpunar- verki þess gerir hana sterka og farsæla konu, sem nýtur virðing- ar og trausts. Kæra Hulda! Heill þér sex- tugri, síunga kona og sómi ís- lenskra Ijósmæðra. Steinunn Finnbogadóttir t Fósturmóðir okkar Vigdís Jónsdóttir lést að Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 3. janúar. F.h. ættingja og vina Viggó Guðmundsson Hjalti Þorsteinsson. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Sigríður Gísladóttir lést á Sólvangi í Hafnarfirði 27. desember s.l. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskapellu mánudaginn 7. janúar kl. 16.30. Jarðsett verður frá Staðarhólskirkju þriöjudaginn 8. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. Ferð verður frá BSÍ sama dag kl. 8.00. Finnur Þorleifsson Kristinn Finnsson Þorleifur Finnsson Ásdís Arnfinnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Vönduð Krossgátu- bók ársins 1985 ■ Ó.P. -útgáfan hefur gefíð út bókina Krossgátubók ársins ’85. Höfundur bókarinnar er Hjört- ur Gunnarsson. Bókin er prent- uð í Offsettprenti en teikningu og hönnun kápu annaðist Jens Guðmundsson. í bókinni eru samtals 77 krossgátur með ýmsu sniði. Margar eru með því gamla og góða sniði sem allir kannast við en aðrar eru ærið nýstárlegar. Nú eru orðin ekki lengur aðeins lárétt og lóðrétt heidur einnig í bugðum, sveigjum og hringum og á ská. Meira að segja eru krossgáturnar ekki allar í slétt- um fleti heldur er í Krossgátu- bók ársins fyrsta þrívíddar- krossgátan sem hér hefur sést. Aðalsmerki bókarinnar er þó að hvergi er slegið af kröfum um „móðurmálið klárt og kvitt“. Þannig að krossgáturnar eru þroskandi og lærdómsríkar fyrir hvern þann er spreytir sig á þeim um leið og þær eru skemmtilegar og fjölbreytileg- ar. Höfundur bókarinnar, Hjört- ur Gunnarsson íslenskukenn- ari, hefur langa reynslu í að semja krossgátur og hefur löngu unnið sér viðurkenningu allra þeirra sem kynnst hafa kross- gátum hans í ýmsum blöðum og tímaritum. Þessi bók er því fengur öllum þeim sem unna vel gerðum og vönduðum krossgátum. í fyrra gaf Ó.P. útgáfan út krossgátu- bók með svipuðu sniði og nú og eftir sama höfund. Sú bók hlaut miklar vinsældir og er nú uppseld. ■ Ólympíuleikar frímerkja- safnara árið 1986, verða haldnir í Bandaríkjunum, og heitir sú sýning: AMERIPEX ’86 Bandaríkjamenn halda sína áttundu alþjóðafrí- merkjasýningu AMERIPEX ’86 dagana 22. maí til 1. júní 1986. Samtök frímerkjasafn- ara standa að sýningunni í samvinnu við póststjórnina og fjársterka einstaklinga, formaður sýninganefndar- innar er Lester Winick, er hann félagi í FF og sýndi ■ flugbréfasafn sitt hér á Nor- dia ’84, en eins og mönnum er kunnugt hlaut safnið gyllt- silfur verðlaun þar. Ameri- pex ’86 hefur til umráða rúmlega 30.000 fermetra í sýningarhöll nálægt alþjóð- aflugvellinum O’HARÉ í Chicago, samningar hafa verið gerðir við hótel og gististaði þar nálægt sem hæfa fjárhag sem flestra. Kynningarrit sem er 104 blaðsíður er nýkomið út og birtir það sýningarreglur FIP og sérreglur sýningarinnar. Sýningarnefndin hefur til- nefnt og samið við 6 heims- þekkt uppboðsfyrirtæki sem munu halda uppboð á sýn- ingunni og verða uppboðs- listar gefnir út í nafni hennar, þeir sem eiga og vilja selja frambærilegt efni ættu að hafa samband við eitthvert eftirtalinna fyrirtækja: David S. Feldman, S.A. P.O. Box 81, 1213 Onex, Geneva, Sviss. Stanley Gibbons Ltd. 399 Strand, London, WC 2R OSX. England. Steve Ivy Philatelic Auction, 7950 Elmbroom, Dallas, Texas 75247 U.S.A. Barry J. Rieger Ltd. 350 N Clark St. Chicago. Illinois 60610, U.S.A. Jacques C. Schiff, Jr. 195 Main St. Ridgefield Park, N.J. 07660. U.S.A. Robert A. Siegel Auction Galleries, Inc., 160 East 56 St., New York, N.Y. 10022. U.S.A. Gaman væri ef íslenskir safnarar tækju þátt í Ameri- pex ’86 sem sýnendur, við eigum nokkur söfn sem eru frambærileg á alþjóðasýning- um. Kynningarrit 2 er í vinnslu og í því munu verða ýtarlegri upplýsingar um sýn- o co 03 I inguna. Umboðsmaður Am- eripex ’86 er og mun hann veita mönnum nauðsynlegar upplýsingar; Páll H. Ásgeirsson Smáraflöt 9, 210 Garðabæ. Sími (91) 42872. Auk Lester eru fleiri með- limir í Klúbbi Skandinavíu- safnara í Bandaríkjunum viðriðnir þessa sýningu og eiga margir þeirra góða kunningja meðal safnara hér á landi. Þar sem minnst er á frí- merkjauppboð hér að ofan og ég hefi oft skrifað um þann hátt á sölu frímerkja. Vií ég vinsamlegast benda þeim lesendum mínum, er áhuga kynni að hafa á slíkri sölu, á að með því að skrifa „íslensk frímerki, s/f, Póst- hólf 161, 202 Kópavogi" og senda kr. 25.00 með bréfinu, geta þeir fengið sendar á íslensku upplýsingar um slíkt, ásamt erlendum upp- lýsingum og bæklingi um þennan söluhátt. Er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa. Að lokum skal á það bent að frímerkjalistinn“ íslensk frímerki 1985“ er nú kominn út og fæst hann væntanlega í næstu bóka- eða frímerkja- verslun, eða þá beint frá ísafoldarprentsmiðju. Sigurður H. Þorsteinsson Messur ■ Guðsþjónustur í Reykjvík- urprófastsdæmi sunnudaginn 6. janúar 1984. Árbæjarprestakall Barna- og fjölskyldusamkoma í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Fyrirbænir í Safnað- arheimilinu 9. janúar kl. 19.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 2.00. Sr. Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns- son. Breiðholtsprestakall Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 í Breiðholtsskóla. Sr. Lárus Hall- dórsson. Bústaðakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Guðsþjónusta kl. 2.00. Organleikari Guðni Þ. Guð- mundsson. Sr. Pálmi Matthías- son prédikar. Aldraðir íbúar sóknarinnar sem óska eftir bíl- fari fyrir messuna láti vita í síma 35507 milli kl. 10 og 12 á sunnu- dag. Félagsstarf aldraðra mið- vikudag milli ki. 2 og 5. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Barnasamkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11.00. Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur á Breiðabólstað prédikar. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Messa kl. 11.00. Sr. Stefán Snævarrfyrrv. prófasturprédik- ar. Sr. Þórir Stephensen og sr. Andrés Ólafsson fyrrv. prófast- ur þjóna fyrir altari. Sr. Þórir Stephensen. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 2.00. Altaris- ganga. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson sóknarprestur í Skál- holti prédikar. Organleikari Árni Arinbjarnarson. Sr. Hall- dór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur 8. jan. fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. Laugard. 12. jan. kl. 10-14 sam- vera fermingarbarna. Landspítalinn Messa kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja Messa kl. 2.00. Sr. Halldór Gunnarsson í Holti prédikar. Sr. Tómas Sveinsson. Kársnesprestakall Laugardagur: Barnasamkoma í Safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.00. Sunnudagur: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Sr. Árni Pálsson. Laugarnesprestakall Laugard. 5. jan. guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð kl. 11.00. Sunnudagur: Hátíðamessa kl. 11.00 (ath. breyttan messu- tíma). Mánud. 7. jan. fundur í kvenfélagi Laugarnessóknar kl. 20.00. Þriðjud. 8. jan. bæna- guðsþjónusta kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Neskirkja Laugardagur: Samverustund aldraðra kl. 15.00. Þrettánda- gleði: Stuttur leikþáttur, álfa- saga og söngur. Gengið í kring um jólatréð. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Heimir Steinsson préd- ikar. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Ósk- ar Ólafsson. Miðvikudagur, fyrirbænamessa kl. 18.30. Sr. Guðmundur Ósk- ar Ólafsson. Seljasókn Barnaguðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 10.30. Barnaguðsþjón- usta í íþróttahúsi Seljaskóla kl. 10.30. GuðsþjónustaíÖldusels- skólanum kl. 14.00. Ath. inn- gangur frá vestri. Fimmtudagur 10. janúar, fyrirbænasamvera Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknar- prestur. Seltjarnarnessókn Barnasamkoma í sal Tónskól- ans kl. 11.00. Sóknarnefndin. PRESTAR REYKJAVÍKUR- PRÓFASTSDÆMI: Hádegis- fundur í Hallgrimskirkju mánu- daginn 7. janúar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.