NT - 20.01.1985, Blaðsíða 4

NT - 20.01.1985, Blaðsíða 4
■ dans nnslu Sunnudagur 20.janúar 1985 4 M Sigríður Eyþórsdóttir leikkona með nokkra krakka í leikrænni tjáningu. M Sköpunargleðin og innri kraftar fá útrás M Hér er h ver með sínu lagi... ■ Þið hafíð kannski séð lienni bregða fyrir á götum miðbæjarins. Hún er smávaxin, dökkhærð með há kinnbein og himinblá augu. Hún er svo létt og kvik í hreyfíngum að á hverri stundu býst maður við því að hún taki sig á loft eins og fugl og setjist á næstu trjágrein og fái sér blund. En hún er einmitt gædd þeim öfundsverða eiginleika að geta sofnað hvenær sem er, hvar sem er og vaknað eftir skamma stund, endurnærð. Ekki veitir henni af hvíldinni, því hún kennir dans og spuna flesta daga vikunnar. Hún heitir Hafdís Árnadóttir og er einn af aðaleigendum og kennurum Kramhússins við Bergstaðastræti. Sleggjan vann fyrir pabba Hafdís var rétt að Ijúka við að kenna nokkrum nemenduni úr Leiklistarskólanum þegar blaðamann bar að garði. „Ég ér fædd og uppalin á Hjalt- eyri," segir Hafdís um leið og hún sveipar sig stóru hvítu prjónasjali, en það settist að henni hrollur eftir átökin. „Þar var pabbi bóndi. Hann kom austan úr Skaftafellssýslu, en eignaðist grýttan landskika á Hjalteyri. Hann braut landið til ræktunar og notaði stóra sleggju til að mylju grjótið. Það er alveg ótrúlegt og í fyrra gaf pabbi mér þessa sleggju. Ég var auðvitað voða ' stolt yfir gjöfinni en svo ætlaði ég að lyfta henni upp en hún bifaðist ekki. Þá sagði ég, iss pabbi þú muldir ekkert grjót með þessari sleggju, þetta eru bara ofurkarlasögur í þér. Þá sagði pabbi. ég vann ekki með sleggjunni. hún vann fyrir mig. Og það var alveg rétt. Hann hafði náð vissu lagi á sleggj- unni og beitti ákveðnum rythmaogöndunartækni þann- ig að þetta varð átakaminna fyrir hann. Svona hefur þetta verið hjá þessum mönnurn í gamla daga, sem unnu eins og hestar. í sOd á sumrin Við krakkarnir á Hjalteyri unnum í síldinni á sumrin frá því við vorum sjö ára, en Hjalteyri var mikið síldarpláss á þessum árum. Við bogruðum ofan í tunnur og lyftum, beygð- um okkur og teygðum allan daginn og fannst við geta allt. en auðvitað skemmdum við á okkur bakið. Ég fann það vel þegar ég byrjaði í gagnfræðaskólanum að Laugum í Reykjadal, en þangað fórunt við öll á heinta- vist frá Hjalteyri. Ég var ótta- legur stirðbusi og það var í raun hrein tilviljun að ég lenti í íþróttakennslu. Eftir þriggja ára nánt að Laugunr langaði nrig að komast í týðháskóla í Danmörku, en fékk hvergi inni nema á Sönderborg, sem er íþróttaskóli. Þar fengu nem- endur svo kallaða „lederud- dannelse" og höfðum réttindi til að kenna hjá íþróttafélögufn. Ég fékk kennararéttindi í sundi. en það var það eina sem ég kunni. Á undan sinni samtíð Þegar heim kom gerðist ég sundkennari en dreif mig síðan á íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Þá var nýkomin heint frá námi mjög merk kona, Mínerva Jónsdóttir, en hún hafði lært í skóla Rudolf Laban í London. Rudolf Lab- an var brautryðjandi og fram- úrstefnumaður í dansi unr og upp úr aldamótum og hafði þá ntikil áhrif. Á síðustu árum hafa hugmyndir hans rutt sér til rúnts enn á ný. Labankerfið byggir á því að tjá hugmyndir og tilfinningar nteð líkamshreyfingum. Kenn- arinn gefur nemendum ákveðna hugmynd, til dæmis stef úr náttúrunni og eiga nem- endur að spinna úr því. Mín- erva fylgdi hugmyndum Lab- ans í kennslunni. en þær mættu ekki miklum skilningi hjá nem- endum. Þeir höfðu komið á Laugarvatn til að fá hefð- bundna íþróttakennslu. Stofnaði eigin skóla Eftir að ég útskrifaðist frá Laugarvatni kenndi ég sjúkra- leikfimi hjá Jóni Þorsteinssyni í þrjú ár. Hann var góður kennari og kenndi hann mér að þjálfa bakveikt fólk, sem er alveg nauðsynlegt að kunna því hér er bakveiki mjög algeng. Á sunrrin vann ég sem flugfreyja og langaði að lokum að breyta til og fór til Kaup- mannahafnar í skóla Lis Bur- meister Hrynjandi og hreyfing. Lis var undir sterkum áhrifum frá bandaríska dansmeistaran- um Martha Graham og lagði ég mesta áherslu á kóreó- grafíu. Þegar heim kom hafði ég lítinn áhuga á að gerast kenn- ari við skólana, svo ég opnaði eigin skóla, Leikfimiskóla Haf- dísar Árnadóttur, þetta nafn

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.