NT - 20.01.1985, Blaðsíða 9
Sunnudagur 20.janúar 1985 9
M Hinn 13 ára lækna-
stúdent, Mushfíg Kerimov
(t.h.) í hópi samstúdent-
anna.
Unga fólkið hér sýndist mér
vera yfirleitt laglegt og gjörvi-
legt. Þjóðin er ólík Rússum að
yfirbragði, fólk er grannleitt
og fíngert að jafnaði og dökkt
yfiriitum og mér var sagt að
stúlkur í Moskva sæktu í karl-
menn héðan, sem ganga mjög
í augun á þeim. Þá spillir
auðvitað ekki að Azerbajdan-
ar cru taldir vei efnaðir, eins
og fyrr er minnst á.
Margar konurnar cru með
afbrigðum laglegar og margt
var ntér sagt af þcint breyting-
um sem orðið hefðu á hlut-
skipti þeirra eftir byltinguna,
þegar þær máttu loks taka ofan
andlitsblæjurnar. Sú breyting
varð þó að gerast nrjög hægt og
varlega, því trúarhefðirnar
voru gamlarogstrangar. Land-
ið var múhameðskt menning-
arsvæði og eintir vissulega eftir
af því enn sums staðar að
konur eru óframfærnar í karla-
hópi og halda sig í láginni. En
mikill er munurinn, sé Itugsað
til ástandsins í grannríkinu
íran. Það er ekki fjær en svo
að orrustuflugvélar fylgja far-
þegavélum sem til Bakú koma,
vegna hernaðarskarks írana og
íraka.
Allt virtist þetta unga fólk
sem á vegi mínum varð vera að
læra eitthvað, enda háskólalíf
mikið í Bakú. Mér er í minni
er ég hitti Mushfig Kerimov,
þrettán ára gamlan stúdcnt í
læknisfræði. Þetta undrabarn
var ofan úr sveit og sá yngsti er
sest hafði á háskólabekk í
þessu landi. Mushfig var afar
óframfærinn er ég ræddi við
liann um bæinn hans uppi í
sveit þar sem hann bjó nteð
foreldrum sínum, er bæði voru
kennarar, og fimm systkinum.
Ein þriggja systra hans og
bróðir voru líka við læknis-
fræðinám, en þau höfðu ekki
byrjað fyrr en á öllu hærri aldri
að vonum. Menntaskóla lýkur
fólk almennt sautján ára.
Mushfig sagðist samt hafa
heyrt að hann væri yngsti stúd-
entinn í læknisfræði í öllum
Ráðstjórnarríkjunum og er
það ckki ósennilegt. Hann var
einn af 1400 stúdentum er
settust í deildina í ár.
Já, það ber ekki á öðru en
að æskan hafi nóg fyrir stafni
þarna suður við Kaspíahafið.
En þótt þarna hafi tímar breyst
og fátt sé unt ungt fólk í
moskunni Tasa Pir við guðs-
þjónustur, líkt og verður í
Dómkirkjunni á sunnudögum,
þá skynja ég hér að stöðugt
lítur það gamla til með því
unga á sinn hljóða hátt. Alltaf
er hið unga á leiöinni að ein-
hverju spánnýju markmiði,
sem aldrei er að vita hvort
reynist svo vera til, þótt herrar
heimsins segist í éngum vafa.
Þannig hefur það löngunt
verið. En fortíðin og upprun-
inn eru á sínum stað, djúp eins
og Kaspíahafið undir þunnri
og marglitri olíubrák nýrrar
aldar.
V Kvöldstemmning við
strandgötuna í Bakú.
varðar það minnstu að launin
eru verulega hærri en í öðrum
atvinnugreinum í Azerbajdan,
eða um45% fyrir þá sem vinna
úti á sjónum. Enn njóta starfs-
menn þeirra hlunninda að þeir
borga aðeins heiming almenns
taxta fyrir olíukyndingu.
En olían er ekki eingöngu
unnin úti á hafinu. Vinnslan
fer einnig fram á landi og alls
eru það um 500 þúsund manns
sem tengjast olíuvinnslunni,
sé allt það fólk talið sem hefur
ýmsa þjónustu fyrir starfsem-
ina með höndum.
Til ársins 1955 voru 80%
olíunnar unnin á landi en nú
hefur dæmið snúist við. Nú
koma aðeins 40% frá vinnslu á
landi og 60% úr sjónurn.
En þótt olíusvæðið við Bakú
hafi orðið að láta undan síga
sem mesti olíubrunnur Sovét-
ríkjanna á liðnum árum þá fer
því fjarri að sjái fyrir endann á
vinnslunni í bráð. Stöðugt hafa
menn verið að uppgötva ný
svæði og fannst t.d. ntjög stórt
svæði á botni Kaspíahafsins í
fyrra. Auk þess er vitað um
þrjú stór svæði önnur sem
hafist verður handa um að
nýta þegar búið verður að
finna ráð til að bora á svo
ntiklu dýpi sem hér um ræðir,
en það er 250 metrar.
Ungt fólk
í gömlu landi
En þetta fjarlæga land, Az-
erbajdan, sem ég vissi svo
skelfing fátt um fyrir eins og
við flestir íslendingar, er auð-
vitað ekki aðeins fornar bygg-
ingar og svartir olíuturnar auk
nokkurra tíræðra karla, - eins
og ef til vill mætti ráða af
þessum ferðapistlum. En ferða-
pistlar vilja nú verða svona,
þegar menn drepa niður á fæti
í ókunnu landi, eins og þegar
kría sest á stein.
Þarna suður frá er líka ungt
fólk eins og annars staðar, sem
allt hefur sínar vonir og vænt-
ingar, þótt þær hljóti að vera
stungnar öðru mynstri en hjá
okkar æsku. Þó er sumt sam-
eiginlegt, eins á diskótekinu á
hótel Azerbajdan í Bakú. þar
sem dansað er við poppskjái
undir dynjandi diskómúsík.
Sennilega er poppið eini raun-
verulegi vettvangurinn fyrir
þjóðir heimsins að sameinast
á, þar sem þar verður engri
hagfræði komið fyrir með auð-
veldu móti! Eða hvað...?
■ Úti á borbryggjum á
Sandsjávarsvæðinu í
Bakú.