NT - 20.01.1985, Blaðsíða 22

NT - 20.01.1985, Blaðsíða 22
Sunnudagur 20.janúar 1985 22 ■ Humingjiisöni fjölskylda. Hinn frægasli allra Tar/anleikara, .lohnny Weissmiiller nieð leikkonunni Maureen O'Sullivan (Jane) oj> John Slieflield (drengurinn). Edgar Itiee Burroiighs skrifaöi fyrslu l'ar/an sögtina 1911. I’ær iiröu 26 talsins dj» liundii enda á fátækl liöfundar á ynj»ri áruni. Hann les liér inn á diktafön kalla í eina liökanna. ■ Hinn sjöundi lávarður af Graystoke í móðurkfaðmi Kala. Apagervin þykja með ólíkindum. ■ í blaðinu þessa lielgi segj- um við frá upphafsáruin kvik- myndanna. en þar kom Tarzan snemma við sögu. Hann hefur reyndar verið filmaður allra hetja mest í áranna rás. í fyrsta sinn 1918. Tarxan mun nú 72 ára og menn liafa gert úr honum æsíðan þennan Herkú- les sem geislar af kröftum og þrötti. en sem jafnframt er riddari mikill í samskiptum við konur. sem ekki þurfti að öttast um öryggi sitt í sterkum örm- um hans. Komið hefur í Ijós að því eru lítil takmörk sett livað kvikmyndastjórar, handrita- höfundar, teiknarar og fleiri geta gert sér úr afrckum Tarz- ans og ritsmíðum höfundar hans, Edgar Rice Biirroughs. Þrátt fyrir mörg fáránleg uppá- tæki og hugaróra sem birtast á sjónvarpsskerum og bíótjöld- um virðist alltaf vera rúm fyrir dagdrauma um frelsi. kraft. kjark og frjálsa náttúru í andti Tarzansagnanna. Enski leikstjörinn og Osear- verðlaunahafinn llugh Hud- son hyggst nú dusta rykið af Tarzan karlinum enn einu sinni. „Ég ætla að segja sögu hans í myndinni, rétt eins og hún hefði getað átt sér stað," segir hann. Hann hyggst til dæmis ekki nefna Tarzan á nafn (meö því nafni). Tarzan mun i nýju mvndinni nefnast John Clayton af skosku Greys- toke ættinni og vcrður hann sonur lávarðarins Jaek Clayton og konu hans Aliee, en þau hjón farast eftir skipsstrand við strönd Vestur-Afríku. Á strönd Afríku fæðir frúin þö áður drenginn John. sem apynja nokkur rænir og elur upp í apahöpi. Lífsbaráttan í skóginum er hörð og drengur- inn, sem hjá Burroughs hét Tar-Zan. veröur höföingi ap- anna. Hann á það að þakka skot- glöðum hópi leiðangursmanna að liann kemst á ný í tengsl við siömenninguna. Hann lærirað tala hját belgíska landkönn- uðinum d'Arnot, svo og að klæöast fötum. Þegar vinur Itans leiðir honum fyrir sjónir hverra manna hann er. heldur liinn aðalborni apaleiðtogi til Skotlands og gerir kröfu til arfs eftir afa sinn. En lög og hefðir Viktoríutímans reynast hinum nýbakaða sjöunda jarli af Greystoke andsnúin. Því leitar hann á náðir frumskógar- ins aftur. Meira aö segja Jane. sem hann (öðru vísi en segir í bókinni) kynnist í Graystoke kastalanum. fær ekki haldið aftur af honum. í mynd Hudsons er frutn- skógurinn gerður að nokkurs- konar risavöxnu óperusviði. Gufuslæður læðast um trjá- þykknið og dimm ský eru á himni. Eldingar leiftra og eld- fjöll gjósa. Kraftmagn filmu- tökunnar. er aukið mcð 6 rása stereo hátölurum þar sem þrumur drynja, skelkuð dýr emja og allt leikur á reiði- skjálfi. En þrátt fyrir alla þessa Hollywoodtækni er víða kom- iö við í hinni raunsæu endur- sköpun Hudson á sögunni um Tarzan apabróður. Vægðar- laus lífsbarátta apanna erdreg- in fram í myndinni. eins og dýrafræðingar telja að hlutir gangi þar fyrir sig. Raunveru- legir sjimpansar og menn í apabúningum. sem eru ótrú- lega sannfærandi. berjast um daglega fæðu. um valdastöður í hópnum og gegn óvinaflokk- um. En einnig kemur fram hve dyggir vinir aparnir geta verið og þá ekki síst apynja sú er gengur mannverunni Clayton í móðurstað. Dauði „móðurinn- ar” Kala. er eitt átakanlegasta atriði myndarinnar og það er alls ekki væmið, segja þeirvísu menn. Síður sannfærandi þykir það að hinn göfugi apabróðir virð- ist ekki kunna svo illa við sig „heima" í Skotlandi innan um heföarfólk sem búið hefur um sig innan um marmara og ma- hogni-skrcytingar og gerir sér upp tilfinningar og framkomu. Þótt hann brjóti í bræði tvö billiardprik og slíti utan af sér fötin þegar liann er á ökuferð með fína fólkinu. þá kemur hann fyrst og fremst fyrir sem viktorianskur herramaður. Fyrst þá þegar Graystoke lávarður er viðstaddur opnun sýningar nokkurrar. þar sem hann sér gamla vini sína úr frumskóginum ýmist upp- stoppaða eöa í búrum, gerir hann sér grein fyrir að ekki er allt sem skyldi. „Ég er aðeins að hálfu leyti jarl." segir liann. „Hinn helmingurinn af mér er villimaður." „Graystoke" er 42. Tarzan- myndin sem gerð er frá því er sú fyrsta kom fram 1918. Á undan Christopher Lambert, sem nú sveiflar sér í frum- skóginum á hvíta tjaldinu, hafa 16 aðrir kraftajötnar komið við sögu. Sá fyrsti hét Elmo Lincholn, en liinn frægasti var Johnny Weissmiiller. En aldrei fyrr hafa menn verið svo trúir raunveruleika sýninni og nú. segja aðstandendur nýju myndarinnar. En samt styðst Hudson og handritahöfundur hans við sömu Tarzan-sögurnar og fyrirrennararnir og víst er myndin í anda Rousseau. sem bauö mönnuin aö „hverfa aftur til náttúrunnar." Burroughs mun þó ekki hafa haft Rousseau í Ituga þegar hann tók að semja ævintýra- sögur sínar haustið 1911. Hon- um var meir í mun að bæta átakanlegt fjárhagsástand sitt. Samkvæmt frumskógalögum mannfélagsins liafði hann ver- ið dærndur tir leik. Herskólinn í West Point vildi ekki taka við honum og hann varð að víkja úr bandaríska riddaraliðinu vegna sjúkdóms. Þar sem hon- um virtist ekki hcnta neitt hetjugervi. vann hann lengi fyrir sér eftir það sem kúreki og lögreglumaður við járn- brautirnar og seldi súkkulaöi og blýanta. En leiðindi voru farin að hrjá Burroughs og því byrjaði hann að skrifa. í október 1912 birtist í „All Story" tímaritinu sagan „Tarzan apabróðir" og „Tarzan hjá öpunum." Þessar sögur færðu höfundinum 700 dollara í aðra hönd. Burroughs sagði síðar að sagan um tvíburana Romulus og Remus, sem urðu stofnend- ur Rómaborgar, en ólust upp hjá úlfvnju nokkurri, hefði orðið kveikjan að sögunum urn Tarzan. Hann bar hins vegar alla tíð á móti því að hann hefði verið að stæla frum- skógasögur Kiplings í ritum sínum. En víst er um að í 25 Tarzan bókum sínum tefldi Burroughs fram draumnum um einfalt en ævintýralegt líf. gegn æ her- skárri efnishyggjuheimi, þar sem allt skal byggjast á afköst- um og peningum. Hjá honum á gott og illt sinn trvgga sess og kraftur og hugrekki er tekið fram yfir alla stéttaskiptingu og peningavald. En nú er glæsimynd Hud- sons komin fram á sjónarsviö- ið. þar sem segja má að loft- kastalarnir hafi verið færðir niður á jörðina. ■ Þau Jane og liinn ungi John Clayton kyssast í skjóli við runnagerði á óðalinu í Skotlandi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.