NT - 20.01.1985, Blaðsíða 17

NT - 20.01.1985, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20.janúar 1985 17 M Enginn uppgjafarhugur var í Japönum. Þar sem skotfærí skorti bjuggust menn til að verja sig med hamhusspjótum fyrir innrásarmönnum. m M Breskur hermaður flytur félögum sínum ný tíðindi af vígstöðunni. Þeir virðast á báðum áttum. Þorp og bæir í Þýskalandi féllu i hendur Bandamönnum nær daglega, en oft eftir harða bardaga. ■ Þann 15. janúar taldist Ardenna-sókn Þjóðverja lokið þegar fyrsti her Bandaríkjamanna og sá þriðji sameinuðust í Houffalize í Ardennafjöllum. Þetta var síðasta stórátak Þjóðverja til þess að snúa málum við sér í hag á Vesturvíg- stöðvunum. Rússar sóttu hratt i'ram þessa dag- ana og þann 17. janúar hertekur Zuhkov Varsjá, en Rokossovsky horgina Modlin. Pólskar borgir falla í hendur Rússum ein af annarri. Hinn 19. tekur Konev Kraká og daginn eftir fellur Tilsit í Austur-Prússlandi í liendur sveita Cherniakowsky. Loks hinn 21. tekur Rokossovsky Tannen- hcrg, þar scm Hindenhurg vann fræg- an sigur á Rússum í fyrri heimsstyrj- öldinni og í Tannenherg var mar- skálkurinn heygður undir gcysistóru minnismerki. Rússar gerast nú stórtækir í ioft- hernaðinum. Flugvélar þeirra hafa nú farið í 30 þúsund árásarferðir gegn j samgönguæðum og flugvöllum í: Þýskalandi. Bandarísk flugsveit gerir árásir á Kawasaki flugvélaverksmiðju í grennd ■ við Kobe í Japan þann 19. janúar og eyðileggur hana fullkomlega. Breska dulmálsdeildin ULTRA les úr skeyti um þá ákvörðun Dönits að fækká urn 5% í sjóhcrnum, til þess að útvega liðsafla fyrir varnir á vígstöðvunum. Þann 20. janúar er vopnahlé samið í Ungverjalandi. Þjóðlega umdæmis- stjórnin svonefnda semur við banda- nienn um 300 milljóna dollara stríðs- skaðabætur. Stríðið á Kyrrahafi harðnar. Þann 16. janúar leggur breski Kyrrahafs- flotinn úr höfn á Ceylon og stefnir á Sumatra. Þýskir fallbyssubátar hafa sig í frantmi með ýmsurn smáskærum. Þannig valda sex deildir þeirra usla úti fyrir Scheldt, Thames og Humb- erfljótum nóttina 15.-16. janúar og mánudaginn 22. janúar ráðast deildir þeirra á skipalcstina N við Dunkirk. í höfuðstöðvum Þjóðverjaerástand- ið orðið mjög skuggalcgt. Þeir Göring, Himmler og Schwetin von Krozig íhuga möguleika á uppgjöf fyrir Bretum og Bandaríkjamönnum án vitundar Hitlers, sem er orðinn heilsutæpur og hefur hrakað hratt eftir 20. júlí samsærið 1944. Þýski foringinn er nú nær heyrnarlaus á öðru eyra og lamaöur að nokkru lcyti á vinstra fæti og vinstri handlegg. Hann tekur inn miður hollar pillúr í stórum skömmtum sem læknir hans dr. Morrell gefur honurn, en þær innihalda eiturefnin stryknin og bcll-r.' adonna. Enn læst hann trúa á straum- hvörf í stíðinu. ■ Astandið á austurvígstöðvunum var orðið óglæsilegt fyrir Þjóðverja á janúardögum 1945. Sveitir Rússa sóttu fram ígegn um Pólland og Ungverjaland og bar liratt yfir. GREIDENDUR Á bakhlið launamiðans eru prentaðar leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita launamiðans. Þar kemur m.a. fram að i reit 02 á launamiða skuli telja fram allar tegundir launa eða þóknana sem launþegi fær, ásamt starfstengdum greiðslum svo sem: 1. verkfærapeninga eða verkfæra- gjald, 2. fatapeninga, 3. ílutningspeninga og greiðslu far- gjalda milli heimilis og vinnu- staðar. Greidda fæðispeninga skal telja fram í reit 29 ásamt upplýsingum um vinnu- dagafjölda viðkomandi launþega. Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 21. janúar. Það eru tilmæli að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.