NT - 20.01.1985, Blaðsíða 12

NT - 20.01.1985, Blaðsíða 12
Sunnudagur 20.janúar 1985 12 a Löf myndu, trúlega öe hani benda á f 1>l’7”rres»Sl»na atfe^ ««“' ',5K„'hvaii'sea» i hotn ai> •*? AI„ót Sigutj"”®0" þeasati S™i. ,iass„„ sfevei«»“ »» *'"°r ÍSfSíwSí -------------------- Að sögn Arnórs er þjálfun þessara manna mjög ströng hæði andlega og líkamlega. „Verkefnin sem hugsanlega bíða þeirra geta líka verið af ólíkum toga spunnin. Það verður ekki hjá því komist að sum þeirra geta verið lífshættu- leg. Æfingarnar krefjast gífur- legs álags og ég verð að segja að þessi hópur hefur lagt mikið í sölurnar. Það hefur ekki tíðkast að greiða sérstaklega fyrir þessi störf en þegar um æfingar er að ræða verður hluti hópsins að stunda þær í frítíma sínum og fyrir slík útköll hefur að sjálfsögðu verið greitt. Til að byrja með finnst mönnum þetta oft spennandi, eins og eölilegt er. Það kemur þó að því að æfingarnar fara að taka á og þegar upp er staðið er þetta ekkert annað er þrot- laus vinna og aftur vinna og það meira að segja oft og tíðum mjög þreytandi. Það hefur komið fyrir að nienn gefist upp og við því er ekkert að segja. Flestir líta þó á þetta sem tækifæri til að auka getu sína í starfi en allir þeir sem í sér- sveitunum starfa eru þess á milli á venjulegum vöktum og starfa þar að löggæslustörfum. Við höfum reynt að haga því þannig að stöðugt séu ein- hverjir sérsveitarmenn á vakt. Með því móti er alltaf hægt að senda hluta sveitarinnar á vett- vang nánast umsvifalaust." En hvaða hæfileikum verða þeir lögreglumenn, sem valdir eru til starfa í sérsveitinni, að vera búnir? Að sögn Arnórs eru þeir. sem valdir hafa verið, á aldrin- um tuttugu til fjörutíu ára. Menn verða að vera rnjög vel á sig komnir líkamlega og í góðu andlegu jafnvægi. Áhersla hefur verið lögð á það að finna menn sem taldir eru geta metið aðstæður rétt við mjög erfið skilyrði. Það að geta verið sæmilega rólegur við aðstæðursem eru lífshættu- legar er ekki öllum gefið. Slíka hæfileika má þó þjálfa upp. Þegar þeir Bjarki og Arnór voru spurðir nánar út í þjálfun sérsveitarinnar vildu þeir lítið um það tala. Það hefur verið reynt að láta sem minnst uppi um það í hverju þjálfunin er fólgin. Þetta kemur til af því aö það er ekki talið ráðlegt að allir viti hvað sveitin geti og hvaö hún geti ekki. í hernaði er slík leynd talin sjálfsögð og sumt af því sem sveitinni er ætlað að framkvæma er ef til vill ekki svo langt frá því sern sumum herdeildum er ætlað að fást við. Það gilda þó að sjálfsögðu sömu lögmál hjá sérsveitinni og við aðra lög- gæslu. Allir einstaklingar eru jafn réttháir hvort sem þeir heita Pétur eða Páll. Réttur einstaklingsins er alltaf sá sami. Arnór benti á að lykil- M Þyrlur þykja nauðsynleg hjálpartæk Oft þarf að koma mönnum á staði þai fljúgandi. orðið væri það sama í þessu starfi og í öðrum störfum lög- reglunnar. nefnilega það að fara „varlega" að hlutunum. Það er í flestum tilvikum heppilegra að tala við rnenn á hættusvæði þó svo að það geti tekið 40 til 50 klukkustundir heldur en að ráðast inn í að- stæður sem enginn veit hvernig líta út. Þetta veröur þó allt saman að meta cftir aðstæðum hverju sinni. Markmið okkar er ekki það að sveitin sé mjög stór og fjölmenn heldur að hún hafi yfir að ráða einstaklingum sem geti tckist á við þau verk- efni sem þeim er ætlað. Það er betra að hafa fáa góða menn í þessum störfum en marga sæmilega. Sem betur fer hefur sveitin .ekki verið kölluð oft út síðan hún tók til starfa. Það hefur þó átt sér stað nokkrunr sinnum, meðal annars þegar vopnað rán átti sér stað við útibú Landsbankans við Laugaveg a Þegar sérsveit lögreglunn- ar er kölluð út ríður mikið á að viðbrögðin séu skjöt. Meðlim- um sveitarinnar er dreift þann- ig á vaktir lögreglunnar að alltaf séu einhverjir til taks. við þær aöstæður sem eru hér á landi. „Viö tókum þetta ekki alveg hrátt heldur reyndum að byggjaö starfiö upp með þau verkefni í huga sem hér mætti búast við að byðu sveitarinnar, Viö leituöum því fanga víðar en í Noregi svo sem í Bretlandi og Vestur-Þýskalandi. íslensk- ir" lögreglumenn virtust taka þessu vel en þátttaka í sérsveit- inni hefur frá upphafi verið frjáls þannig að enginn er skyldaður í hana. Því er heldur ekki að leyna að í sveitina eru aðeins valdir menn sem þykja skara fram úr þannig aö þaö er ótvíræð traustsyfirlýsing fyrir .sérhvern mann að vera boðin þátttaka, aö öðrum lögreglu- mönnum ólöstuðum.” a Þessi mynd er tekin sl. vor er sveitin var kölluð út til að „stöðva" vopnaðan mann í Reykjavík. Annar viðmælenda okkar Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn sem var æðsti yfírmaður á staðnum gefur fyrirskipanir. Aðgerðin tókst í alla staði mjög vel. egar við spurðum fyrst um aödragandann aö stoínun sveitarinnar varð Bjarki fyrir svörum, „Já hér hafði verið rætt um það að koma upp einhvers konar hópi innan lögreglunn- ar. sem tekist gæti á við erfið verkefni sem upp kæmu. Flug- vélaránin ýttu undir þetta á sínum tíma en sem bctur fer höfum viö sloppið aö mestu við slík átök. Hér hafá þó oft komið upp atvik þar sem lög- reglan hcfur orðið að eiga við vopnaða menn þó svo að menn væru ekki sérstaklega þjálfaðir til þeirra starfa. Lögreglustjóri var í sam- bandi við starfsbræður sína á hinum Noröurlöndunum varð- andi þetta mál og það varð svo úr að ég var sendur til Noregs áfið 1981 tilaðkynna mérstörf norsku sérsveitarinnar og fylgj- ast með ætingum hennar en þessi sveit er talin rnjög vel þjálfuð. Á þessum tíma var Arnór Sig- urjónsson liösforingi í norska hernum en liann hafði jafn- framt tekið þátt í æfingum norsku sérsveitarinnar. Þegar ég kom heim skrifaði ég skýrslu um málið og mælti mcð því að viö reyndum aö koma okkur upp svipaöri sveit og Norðmennirnir höfðu. Það yarö úr að valdir voru fjórir lögreglumenn sem sendir voru utan til þjálfunar og þegar Arnór snéri svo heim tók hann að sér að skipuleggja þjálfun- ina hér heima ásamt þessum mönnum sem sendir höfðu ver- ið til Noregs." Eltir að Arnór kom til ís- lands var hann ráðinn aöstoð- aryfirlögregluþjónn og hófst strax handa aö skipuleggja þjálfun íslenskrar sérsveitar. Naut hann þar stuðnings fjór- menninganna sem einnig höfðu gengið í gegnum þjálf- unina í Noregi. Arnór sagði að frá upphafi hafi áhersla verið lögð á það að þjálfun íslensku sveitarinnar væri með því að hún hentaði SísIBBaisiiSil VÖRN GEGN VERÐBÓLGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. Betrí kjör bjóðast varla.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.