NT - 20.01.1985, Blaðsíða 21

NT - 20.01.1985, Blaðsíða 21
LiL' — En Iítlð er það nú I Adamsgjaldið ■ „Lítið er það í Adams- gjaldið", er einn þeirra fornu málshátta sem fæstir þekkja í dag. Saga hans er sú að enskir duggarar hafi tekið Austfirsk- an sýslumann og sett í gadda- tunnu til hefnda fyrir Adam nokkurn, kaptein á enskri duggu sem sýslumaður þessi lét drepa. Enn er heimild okk- ar Sýslumannaævir Boga Ben- ediktssonar. Það mun hafa verið plagsið- ur íslenskra sýslumanna á fyrri öldum meðan kauphöndlun er- lendra sæfara, hvort sem var hollenskra eða enskra, var bönnuð að slíkir menn voru drepnir af íslenskum valds- mönnum. Framkoma þessara útlendinga var enda oft ekki sem vinsamlegust í garð ís- lenskra. Þetta voru oftar en ekki sléttir og felldir bófar sem ekki þótti tiltökumál að vaða yfir eigur búkarla á varnarlitlu skeri, nauðga þar konum og berja karla. Oljósar sagnir eru til af Er- lendi Bjarnasyni sýslumanni í Norður-Múlasýslu og viðskipt- um enskra duggara. Erlendur bjó á Ketilsstöðum um og eftir aldamótin 1500. Sagt er að hann hafi í kringum 1500 tekið enska duggu á Loðmundarfirði og drepið þá er á voru utan einn sem komst í land á sundi. Segir Bogi að það hafi verið maður að nafni Ólafur trölli frá Hólalandi í Borgarfirði sem vó skipstjórnarmanninn og af því hafi bardaginn hafist. Sá Ólafur á svo að hafa flúið langt í burt en enskir komið næsta sumar og heitið Erlendi griðum gegn greiðslu. Átti Erl- endur á hverju sumri að fylla rétt er þeir ensku létu byggja í Stöðvarfirði og tók 800 fjár. Skyldi svo ganga um þrjú sum- ur og skorti ekki á gjaldið fyrr en hið síðasta sumar. Það sumar dreymir eina konu á Ketilsstöðum að til sín komi maður og kvað: Erlenciur vel kenndur, ítuin fróður, vel góður. Lagcunaður listhagur, les á bók með orð klók. Skcild er hann skíra kctnn, skemmti mest, vel flest. Koma skal á kauptíð, klögumál fyrir hans sál. Segðu Erlendi nú, sofandi frú, reynstu mér trú. Konan vaknaði og gekk til Erlends en eitthvað hefur draumamaðurinn verið seinn fyrir því áður en hún gekk út frá honurn aftur voru þeir Sunnudagur 20.janúar 1985 21 ensku komnir og tóku nú Erlend. Voru nú engin vetlinga- tök á karli og hann settur í gaddatunnu og vafalítið ekki komið lifandi upp úr henni. Er það kenning Boga að þessi atburður hafi átt sér stað 1524 eða 1525. Af Erlendi er það annars að segja að Bogi telur hann hafa verið upp- vöðslumann. Faðir hans var Hákarla - Bjarni Martcinsson sem margir Austfirðingar rekja ættir sínar til. Hann bjó á Ketilsstöðum næst á undan Erlendi og var mikill auðmað- ur. Hannes Þorsteinsson telur í neðanmálsgrein um þessa sögu af Erlendi að vel megi vera að Erlendur hafi komist utan og lifað þar nokkra hríð en ekki látið lífið í gaddatunnu og hafi þá sagan um gadda- tunnuna verið seinni tíma upp- spuni. En það er í sjálfu sér merki- legt að þjóðsagan um þetta hörmulega drápstól hefur lifað og fólk því trúað að hún hafi verið notuð. Bogi tekur sögnina upp eftir fræðimanninum Jóni Espólín sem er upp á sitt besta um aldamótin 1800. Espólín hefur hana svo eftir munnlegri heimild. Athyglisvert er að Bogi sem skrifar sínar Sýslu- mannaævir um og eftir 1830 segir frá gaddatunnunni eins og svo sjálfsögðum hlut að það taki því ekki að gera henni nein nánari skil eða sannfæra lesandann um tilvist hennar. Allt um það. Víst er að til eru margar heimildir um sam- skipti vopnaglaðra íslendinga og útlenskra ribbalda frá mið- öldum og allt fram á 17. öld. Kunnastar eru sagnir af Tyrkja- ræningjum, sem voru enda þeir stórtækustu í ofbeldi á mör- landanum. En því fer fjarri að þeir hafi veriö þeir einu sern hingað komu í heimsókn og höfðu uppi miður fallegar skcmmtanir. -b PS: Lesendur eru svo beðnir velvirðingar á því að ekki skuli hér efnt það loforð að segja meira frá Þorsteini presti sent getinn var í Skógakirkju. Sá þáttur bíður betri tíma. Lausn á síðustu krossgátu ■ „Við erum rétt að fara í gang með nýjan fiskrétta- matseðil, þar sem við ætium að vera með hvorki meira né minna en allt það besta sem gerist í fiskréttum í heiminum. Þetta verður nýjung sem við vonum að gestir okkar kunni að meta og verði ekki fyrir vonbrigðum!“ Þetta segir Sigurður Tómasson, veitingamaður á „Keisaranum af Kína“ og „Ölkeldunni“, en þessir staðir eru að Laugavegi 22. „Keisarinn af Kína“ og „Ölkeldan“ eru nýjasti sprotinn á gróskumiklum viði nýrra veitingastaða í Reykjavík, sem á síðustu árum hafa vaxið upp til mikils menningarauka fyrir borgarlífið. ■ Á Ölkeldunni er ætlunin að byrja með fiskréttamatseöilinn einhvern næstu daga. Sigurður Tómasson, veitingamaður við vínstúkuna á Ölkeldunni. (Ni-m>nd Ámii Það besta í heimi í fiskréttum Sælkeraheimsókn á „Keisarann af Kína“ og „Ölkelduna íí Sigurður Tómasson cr eng- inn nýgræöingur í matrejðslu, en hann er iærður á „rósacld- húsinu" á Savoy í London, þar sem hann hafði yfirumsjón með fiskréttum. Til glöggvun- ar má segja sælkerum sem vita það ekki þegar að „rósaeld- hús" er það kallað. þegar ekki er hægt að gefa eldhúsinu fleiri stjörnur! Kínverski matseðillinn verð- ur þó eftir sem áður á borðum. þótt fiskréttirnir bætist viö. Þaö hafði.lengi staðið til. að blaðamaöur geri úttekt á mat- reiðslunni í heild, - fullko.mn- aði kynni sín af staðnum eftir tvær fyrri heimsóknir. Sigurð- ur Tómasson sá persónulega um matreiðsluna og ég prófaði þarna (sumt í annað og þríðja sinn): Rækjukokteil, kjúklinga- súpu í karrý (þeir á Sögu scgja liana bestu súpuna í bænum). steikt hrísgrjón á kínverskan máta, súrsætan grís (alveg topp!) grís í ostrusósu (fyrir ofan toppinn!) kjúklinga í karrý, djúpsteikta kjúklinga- vængi. „Við ráðleggjum fólki sem kemur margt saman að borða að fá sér sem flestar tegundir og reyna sem flesta af réttun- um okkar, til þess að finna út livað þeim geðjast allra best," . sagði Sigurður Tómasson. „Þetta á ekki síst við þegar við byrjum með fiskréttamatseöil- inn og úrvalið stækkar enn." Siguröur sagði að fiskréttirn- ir yrðu framreiddir á „Ölkeld- unni" í framtíðinni, en kín- verski matseðillinn á „Keisar- anum af Kína," sem er til liúsa á neðri hæð Laugavegs 22. Að endingu: Þjónustan fær hæstu einkunn, enda voru flestir þeir færustu úr Sinfóníu- hljómsvcitirini á staðnum þeg- ar blaðafnaður leit inn. - og kunnu vel að meta staðinn. Hver eru réttindi kynhverfra? ■ Mig langar til að spyrja þig Jóhann Pétur Lagakrók- ur, hver eru réttindi kyn- hverfra á íslandi? Mega þeir ættleiða börn? Geta húseigendur sagt þeim upp húsnæði vegna þess að þeir eru kynhverfir? Hver eru réttindi þeirra við sambúð- arslit? Ef annar aðilinn hefur t.d. unnið inn á heimili getur hann krafist launabóta? Mig langar að fá svar við þessum spurningum og öðrum sem þér dettur í hug. strangari þegar kynhverfir eiga í t ■ Ef ég ætti að veita þér svar við öllum öðrum spurn- ingum en þeim sem þú nefn- ir og mér detta í hug yrði hér væntanlega um framhalds- greinaflokk sem myndi end- ast eitthvað fram á vorið. Ég mun því fyrst og fremst leit- ast við að svara þeim spurn- ingum sem þú leggur fyrir mig og svo þeim sem mér fljúga fyrst í hug. Áður en lengra er haldið er þess þó fyrst að geta að í grundvallaratriðum er ekki greint á milli þess lagalega hvort einstaklingur er kyn- hverfur eða ekki. Ef til vill má þó segja að löggjafinn hafi ekki tekið afstöðu til hver réttarstaða kynhverfra skuli vera þar sem á annað borð er ástæða til að taka af öll túlkunartvímæli. En víkjum nú að fyrstu spurningu þinni. Samkvæmt ættleiðingarlögum eru það aðeins hjón sem mega ætt- leiða börn. Öðru hjóna er þó heimilt að ættleiða barn ef hitt er horfið, geðveikt eða fáviti eða geðrænum högum þess að öðru leyti er svo háttað, að það beri ekki skyn á gildi ættleiðingar. Sam- kvæmt hjúskaparlögum eru það aðeins karl og kona sem mega stofna til hjúskapar. Ef um tvo kynhverfinga er að ræða geta þeir því ekki stofnað til hjúskapar og þar af leiðandi ekki talist hjón í skilningi ættleiðingarlanna. Ef hins vegar kynhverfur að- ili giftist aðila af gagnstæðu kyni, eins og eitthvað mun vera um, þá er kynhverfan sem slík ekki til þess fallin að koma í veg fyrir ættleiðingu ef viðkomandi hjón uppfylla önnur skilyrði ættleiðingar- laganna. Um aðra spurningu þína er það að segja að húseig- endur geta sagt kynhverfum aðila upp húsnæði vegna þess að hann er kynhverfur, svo fremi að það sé gert með löglegum uppsagnarfresti. Þeir geta líka sagt leigutaka upp húsnæði vegna þess að hann sé ljótur, kommúnisti eða að þeim hreinlega leiðist leigjandinn. Húseigandi þarf nefnilega ekki að tilgreina af hvaða ástæðum hann segir leigjanda upp húsnæð- inu og er þar að auki frjálst að gera það af þeim ástæð- um sem honum sýnist, hversu fáránlegar sem þær kunna að vera. Hitt er annað mál og ef til vill er það sem þú ert fremur að fiska eftir með spurningu þinni, að húseigandi getur ekki rift leigumála þó svo að hann komist að því eftir á að sá er leigði húsnæðið er kynhverf- ur. Kynhverfa ein og sér er sem sagt ekki riftunar- ástæða samkvæmt lögum um húsaleigusamninga. Um þriðju og síðustu spurninguna er það fyrst að segja að ekki veit ég nú til þess að til sé nokkurt dóma- fordæmi fyrir því að kyn- hverfur aðili hafi fengið launabætur, eins og þú nefn- ir það, við sambúðarslit. Um þetta atriði eru ekki heldur nein ákvæði í settum lögum. Á hinn bóginn er á það að líta að til er fordæmisregla fyrir því að þegar slitnar upp úr óvígðri sambúð karls og konu getur konan, eða sá aðili sem sér um heimilið og vinnur ekki úti, ef vissar aðstæður eru fyrir hendi far- ið fram á það sem nefnt hefur verið „ráðskonulaun". Án þess að geta fullyrt hvernig slíkt mál færi ef um kynhverfinga væri að ræða tel ég þó að veigamikil rök séu fyrir því að láta sömu reglu gilda um þau tilvik. Að minnsta kosti hefði ég gam- an af að glíma við slíkt mál og láta reyna á það fyrir dómstólunum. En víkjum að fleiri atrið- um. Þess má geta að sam- kvæmt almennum hegn- ingarlögum er réttarstaða kynhverfinga sú sama og annarra að því er tekur til þess kafla sem fjallar um skírlífisbrot. Þó eru sum ákvæði þess kafla sem fjalla um kynhverfinga strangari en samsvarandi ákvæði um fólk sem ekki.er kynhverft. Til að mynda varðar það kynhverfing sem er eldri en 18 ára fangelsi allt að 3 árum að eiga kynferðismök við persónu af sama kyni sem er yngri en 18 ára. Ef ekki er um persónu af sama kyni að ræða eru samsvarandi aldursmörk 16 ára, nema að um kjör- eða fósturdóttur manns sé að ræða eða stúlku sem manni hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeld- is. Þess er einnig að geta að það er refsivert að hafa kyn- ferðismök við persónu af sama kyni á aldrinum 18-21 árs, ef viðkomandi hefur- beitt yfirburðum aldurs og reynslu til þess að koma hinum til að taka þátt í mökunum. Að lokum er rétt að geta þess að það varðar varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum að hafa kynferðismök við mann sama kyns fyrir borgun. Svona sem síðasta dæmi um réttarstöðu kynhverf- inga má geta þess að þó svo að þeir búi saman í óvígðri sambúð þá er ekki heimild fyrir því í skattalögunum að það megi skattleggja þá sem hjón. það má hins vegar ef um karl og konu er að ræða og að -uppfylltum frekari skilyrðum. Ég ætla að láta hér staðar numið og vona að þú sért nokkurs fróðari eftir en áður. Eins og ég gat um í upphafi gæti ég haldið áfram lengi enn. Það er því ekki eins og efnið sé tæmt og því hvet ég þig til að skrifa bara aftur ef fleiri spurningar vakna. Jóhann Pétur Sveinsson svarar spurn■ ingum lesenda um lögfræðileg málefni

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.