NT - 20.01.1985, Blaðsíða 10

NT - 20.01.1985, Blaðsíða 10
IU' Sunnudagur 20.janúar 1985 10 \T ræðir við fjórar konur sem allar starfa við geðhjúkrun lVlikilv®8í n!.nnesd<»t."r:’,hvers k«"ar ,.|| skilj' v,f Se" ,<# Svc'\\ó<' *> geðSJUKDOmab Eitt af erfíðustu og flóknustu vandamálum sem við eigum við að stríða ■ Fáir kvillar og sjúkdómar scm hrella okkur mennina cru taldir jafn erfiðir við að eiga og geðsjúkdómar. Þrátt fyrir það, hafa á undaförnum áratugum orðið stórstígar framfarir í lækningum og hjúkrun fólks sem á við geðræn vandkvæði að stríða og höfum við íslendingar, borið gæfutil aðfylgjast vel með á þessu sviði. Eins og kunnugt er hefur í undaförnum helgarblöðum NT verið fjallað nokkuð um hin mismunandi störf hjúkrunar- fræðinga og nú er komin röðin að þeim sem við gcðhjúkrun starfa. Við fengum fjórar konur, sem allar eru hjúkrunar- fræðingar Borgarspítalans í Reykjavík, til að rabba við okkur um störf sín og geð- hjúkrun almcnnt. Það er Ijóst að svo stóru sviði sem geð- hjúkrun, er crfitt að gera tæm- andi skil í rabbi scm þessu, sérstaklega þegar það er haft í liuga að um fáa sjúkdóma hefur eins mikið verið fjallað á fræðilegum grundvelli og ein- mitt geðræna sjúkdóma. Þaö má ef til vill eimúg bæta því við að um fáa sjúkdóma er jafn lítið vitaö og þá sem teljasl geðræns eðlis. Viðmælendur okkar í þetta skiptiö eru þær Elísabet lng-« ólfsdóttir. Guðbjörg Gunnars- dóttir. Aöalheiöur Steina Seheving og Guðlaug Hannes- dóttir, en þær vinna allar að geðhjúkrun eins og áður segir. Þær Elísabet og Guðlaug erú báðar starfandi á geödeild Borgarspítalans við Eiríks- götu. Guðbjörg vinnur hins vegar á geðdeild Borgarspítal- ans, sem gengur undir nafninu A2. en Aðalheiður Steina er ein af fimm hjúkrunarfram- kvæmdtistjórum spítalans með geðdeildir sem starfsvið sitt. Allar hafa þær lokið námi frá Hjúkrunarskóla íslands auk þess sem þær hafa stundað nám í geöhjúkrun. Þrjár þeirra. þær Elísabet. Guö- björg og Guðlaug hafa. auk þcss að starfa hér heima. unnið á sjúkrahúsum erlendis í lengri cöa skemmri tíma. Þarscm þærstöllurnarstarfa á mismunandi stöðum innan sjúkrahússins cr verksvið þeirra nokkuð ólíkt. Þannig vinnur Áðalheiður Steina. sem er hjúkrunarframkvæmdastjóri, fyrst og frenist við stjórnunar- störf. Hún metur árangur hjúkrunará mismunandi deild- um, kannar hjúkrunarþörf. annast ráðningar og svo fram- vegis. „Töluvert af tíma mín- um fer í fundi á hinum mis- munandi stöðum og ég vinn við að auka tengsl hinna mis- munandi starfshópn á stofnun- inni. Af okkur fjórum hérna er ég því í minnstu sambandi við skjólstæðinga okktir þó svo að þeir séu það sem málið snýst um. Stofnunin er stór og stjórnunar-og skipulagsstörf þarf því að sjálfsögöu einnig að vinna og það hefur sem sagt orðið hlutskipti mitt". Elísabet er deildarstjóri á dag- og göngudeild geðdeildar. Aðalstarf hennar er hópstjórn er einnig fjölskyldu- og ein- staklingsmeðferð. í hópmeð- ferðinni sem fram fer á dag- deildinni er sjúklingunum skipt upp í litla Itópa og með hverjum þeirra vinna tveir sér- menntaðirstarfsmenn. í hópn- um gefst sjúklingunum tæki- færi á því að tjá sig nicö mismunandi hætti og nálgast vandamál sín frá ýmsum hI iðum. Reynt er að gera sj úkI- ingum kelift að vinna með sjálfan sigog setja sérmarkmið til að stefna að og meta svo sjálfur ásamt öðrum hvernig til Itefur tekist. Meö hópunum vinna cinnig aðrir sérfræðingar svo sem sjúkraþjálfari sem kennir og æfir hreyfingu og slökun og arttherapisti sem aðstoðar þátttakendur í því að tjá sig í gcgnum myndir og aðra sköpun. „Þessar starfsaðferðir okkar krefjast mikillar samvinnu og það má segja um geðhjúkrun almennt að samvinnan sé grundvallaratriði. Með því að umgangast og vinna með sjúkl- ingnum er honum hjálpað til sjálfshjálpar. Mikilvægt er að viðkomandi læri að þekkja sjálfan sig. Með því inóti kynn- ist maðurinn möguleikuni sín- um og takmörkunum. sjálfsvit- und lians eykst og hann gerist virkari og ábyrgari." Á undanförnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á það að kynna fyrir fjölskyldum sjúklinganna þau vandamál sem við er að stríða. Þegar þær starfssysturnar voru spurðar út í þetta atriöi töldu þær ;iö hér væri breyting til batnaðar. Guðlaug benti á að ýmiss kon- ar fjölskylduviðtölum hefði fjölgað á undanförnum árum. „Það er mjög mikilvægt að fjölskyldan öll skilji viö hvers konar erfiðleika er að etja. Með auknum skilningi minnka ýmiss konar fordómar í garð þeirra sem ciga við geðræna erfiðleika að stríða." Guðlaug sér um rekstur göngudeildar- innar. Það kemur mcðal ann- ars í hennar hlut að vera eins kontir tengiiiður á milli sjúkl- ingsins og fjölskvldu hans. I iún sér einnig um lyfjagjöf og fylgist með áhrifum hennar. „Andlegt og líkamlegt ástand mannsins er itð sjálfsögðu ná- tengt og þar er erfitt að skilja á milli. Við verðum því aö gæta að hvoru tveggja. Þetta gildir revndar um alla hjúkrun og þaö má því segja aö geð- hjúkrunin hafi ekki neina sér- stööu hvað þctta varðar." Guðbjörg Gunnarsdótttir er yngst af þeim stöllunum en hún útskrifaöist sem hjúkrun- arfræðingur áriö 1981. Hún er deildarstjóri á dcild A2 sem er bráðadeild þar sem tekiö er á móti fólki sem sumt hvert veik- ist mjög snögglega. „Hjá okk- ur er töluvert streymi af sjúkl- ingum bæði inn og út. Meðal legutími á deildinni cr um fjórar vikur og sjúklingar út- skrifast frá okkur annað hvort heim eða þá á aðrar deildir. Við höfum rúm fyrir rúmlega 3(1 sjúklinga ogeiga þeiroft við mjög mismunandi erfiðlcika að stríða. Hjúkrunarferlið er því ákaflega mismunandi eftir eöli vandamálanna. Skortur á sé rme nn t uðu m h j ú k ru nar- fræðingum er tilfinnanlegur þannig að vinnuálagið á deild- inni er oft mjög mikið. Mig langar þö til að það komi fram að þó starf geðhjúkrunarfræð- ings geti verið krefjandi og erfitt þá er það bæði áluiga- vckjandi og gcfandi. Við sjá- um að vísu minnst af því fólki scm best gengur með og fyrst fær bata og stundum saknar maður þess. Það er þó bót í máli að vita það að vel hefur gengið og þaö er jú fyrir mestu". Guðbjörg benti einnig á að þeir sem stundi geöhjúkrun verði stöðugt að vinna með sjálfan sig. „Þessi hluti, starfs okkar verður seint ofmctinn og það má ef til vill segja að hér skeri geöhjúkrunin sig nokkuð úr þó að auðvitað sé nauðsyn á því innan annarra sviða hjúkrunar. Það þarf að gcfa mikið af sér í þessu starfi og það krefst þess um leiö að maöur sé sæmilega meðvitaöur um það sem er að gerast innra meö manni um leið." Þær stöllurnar sögðu að miklar brcytingar hefðu átt sér stað á undanförnum árum og áratugum innan geðlækninga. Nýjar starfsgreinar hafa komið til sögunnar og lækninga- og hjúkrunaraðfcrðir liafa tckið miklum framförum. Þær Elísa- bct. Guðlaug og Aöalheiður, scm eiga allar langan starfsald- ur að baki. töldu að breyting- arnar upp úr miöri öldinni. þegar ný geðlyf komu til sög- unnar. hefðu gjörbreytt allri aðhlynningu geðsjúkra. Þ;iö eru þó ekkl einu brcytingarnar því allt frá þeim tíma hafi hugmyndir manna stöðugt vcr- iö að brcytast og það til batn- aðar. Bætt menntun starfsliðs sjúkrahúsanna hefur líka haft sitt að segja. Þær bentu einnig á að fólk lcitaði sér hjálpar miklu fyrr en áður hefði verið og það gerði það að verkum að hægt væri að grípa miklu fyrr inn í en áöur. Meiri og almenn- ari þekking á geðrænum vandamálum og þar meö minni fordómar er ein bjartasta von- in innan geðhjúkrunar. J.Á.Þ.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.