NT - 20.01.1985, Blaðsíða 15

NT - 20.01.1985, Blaðsíða 15
IU' Sunnudagur 20.janúar 1985 15 i«; bekk tilgangi að gera stjörnu úr sambýliskonu sinni Marion Davies, en dæmið gekk ekki upp. Og ef við horfum til samtímans þá höfum við dæmi eins og John Travolta eða þá Bo Derek. Greta Garbo var hins vegar undantekning, hæfi- leikarík leikkona með per- sónuleika sem var seldur en ekki skapaður. Til þess að ná athygli fjöl- miðlanna sýndi Hollywood ótrúlega hugkvæmni. Ein leið- in var að borga stjörnunum ævintýraleg laun. Þó að launin væru há. þá voru þessar tölur oft vísvitandi ýktar og fram- leiðendur sem höfðu stjörnur á santningi hjá sér. græddu yfirleitt langt umfram þá fjár- festingu sern þeir höfðu lagt í viðkomandi, ekki aðeins með eigin kvikmyndum heldur líka með því að leigja stjörnuna út til annarra framíeiðenda fyrir stórar summur. Sjaldnast sá kvikmyndastjarnan nokkuð af þeim seðlum. Hneyksli og slúður I flestum samningum kvik- myndastjarna var klausa sem afsalaði framleiðandanum ábyrgð ef stjarnan varð uppvís af einhverju ósiðlegu uppátæki sem leiddi'riTniinnkandi vin- sælda hennar tbeðal almenn- ings. Einnigfyrirgcrði sti.u nati rétt til launa frá ftam- leiðanda sínum. Hneyksli og slúður var eitt sem Hollywood gat alltaf boðið uppá á blóma- skeiði sínu og áhrifamiklir slúðurdálkahöfundar eins og Hedda Hopperog Louella Par- son áttu allt sitt undir kvik- myndastjörnum ogöfugt. Árið 1921 stóð Fattv Arbuckle, sem var vinsæl stjarna í þöglu gam- anmyndunum, fyrir samkvæmi einu í Hollywood og virti að vettugu bannlögin sem þá var nýbúið að innleiða. Eftir tveggja daga svall farinst smástirnið Virginia Rappe látin. líklega af völdum Arbuc- kle. Kviðdómur sýknaði hann um síðir. en það breytti litlu. Sú neikvæða meðferð sem hann fékk í slúðurdálkunt Par- sons og Hopper átti m.a. þátt í því að hann komst á svartan lista hjá kvikmyndaiðnaðin- um. Hann fékk engin hlutverk og þótt hann rcyndi að leik- stýra unciir jafn kostulegu nafni og Will B. Good. þá fckk 'ferill hansskjótanendi. Annaö dæmi um áltrif þeirra stall- systra var Ingrid Bergman. Árið 1949 starfaði Inin í Hoily- wood, hún var gift en bjó mcð leikstjóranum Roberto Ross- elini og eignaðist með honum barn, áöur en hún gekk Irá skilnaði við fyrri mann sinn. Málið var blásið upp í Ame- ríku. Bergman vegnaði ekki vel í kvikmyndum og var ekki tekin í sátt aftur í Hollywood fvrren 1956. Barnast jörnur í kringum 1920 komusi kvik- mvndaframleiðendur í Holly- wood að því að myndir með litlum, geðþekkunt og aðlacf- andi börnum höföu næstum ótakmarkað aðdráttarafl með- al almennings og næstu tvo áratugina voru barnaleikarar gersemi í kvikmyndaheimin- um. Börnin var hægt að aug- lýsa upp líkt og fullorðnu stjörnurnar, að undanskildum þeim kosti að þau lentu aldrei í neinu ósiðlegu sem gat hnekkt ímynd þeirra. það geröi einungis aldurinn. En þó barnastjarnan gæti halað inri: stórfé á stuttum tíma urðu þær oft fórnarlömb gráðugra ætt- ingja. Því lá mesta hættan í aö börnin yrðu arðrænd jafntand- lega sem efnalega. Jaekie Coogan sló í gegn árið 1920 með Chaplin í The Kid, og hann lék í fjólda anttarra mynda, aðallega hlutverk munaðarley.singja. Hariíi \ar um skamman tíma alþjóðlegt ál rúnaöargoð, jitburöir eins og þegar háriö hans var klippt komst á forsíður stórblaða. Ferill hans endaöi þcgar hann var þrettán áni og síðar fór hann í mál við móður sína og stjúpfööur senj höfðu ráðskast með tekjur lians að eigin vild. Judy Garlarid byrjaði sent barnastjarna og hæfileikarnir geröu henni kleyft að aðlagast fulloröinshlutverkum. Áföllin voru öll á andlegu hliöinni. íramleiöcndur sáu að hægt var aö notfæra sér festuleysi henn- ar og óhamingju sem auglýs- ingu. Með finun hjónabönd að baki lést hún af of stórum lýfjaskammti árið 1969. Shir- ley Temple varð frægust allra ; barnastjarna. í heilan áratug græddi Twcntieth Century- Fox á henni meira en nokkrunt öðrum leikara, hún dró að sér fleiri áhorfendur en Mae West eða Bing Crosby. Roosewelt • forseti þakkaði henni sérstak- lega fyrir að hafa hjálpað Bandaríkjunum í gegnuin kreppuna með brosinu sínu, en vinsældir barnastjarna voru takmarkaðar við þriðja og fjórða áratuginn, tíma efna- hagslegrar óreiðu þegar þört'- inni fyrir flótta frá raunveru- leikanum var svalað með ævintýraboöskap barnamynd- anna. Það er ekki fyrr en á scinni árum sent börn liafa aftur faiið aö leika stór lilut- verk í blandarískum mvnduni. Ilestir kannast við 'i'atum O'Neal, Jodie Foster eða þá E.T. Og þaö var ekki aðeinsúr manneskjum sem Itægt var að skapa kvikmyndastjörnur, heldur líka hundum. Einn slíktir, Rin Tin Tin, hélt hcilu kvikmyndafyrirtæki, Warner Brothers á floti á þriöja ára- tugntim og þjóðin þekkir l.ass- ie. Mgap . . ",,, j HoIIywood dalar Árið 1944 vann leikkonan Olivia De Havilland mál gcgn Warner Brothcrs kvikmyndafé laginu. semfiafði neitað henni úrri önnur hjútverk en þau sem höfðu \ eriö gerð fyrir hana, cn hún ekki sætt sig viö. Fleiri leikarar gengu á lagiö. líka leikstjórai og völd Hollmvood- framleiðenda til að ráöskast með hæfilcikafólk fóru dvín- andi á fimmta áratugrium. Áhorfendur fóru líka að gcra meiri kröfur um fjölhrcytni, jafnframt því scm þeim fækk- aði með tilkomu sjónvarpsins. Ljóminn sem umlukti Holly- wood og stjörnurnar á þriðja og fjórða áratugnum var farinn að liverfa á þeim finunta og sjötta, þannig að fyrir fram- leiöendur þar var hvorki gjör- legt né gróðavænlegt lengur að skapa stjörnu. Eitt síöasta dæmið um slíkt var á miðjum sjötta áratugnum þegar Col- umbia kvikmyndafyrirtækið rcyndi að gera Kim Novak stjörnu sem arftaka Ritu Hay- wortlt. en liana skorti bæði þá hæfileika og þá festu sem slíkir. leikarar verða að hafa. Eins og á blómaskeiðinu varekki leng- tir hægt að borga stjörnu þús- und dollara á viku hyort sem hún var að leika eða ekki. tiuglýsingarinitar vegna. Þcgar kvikmyndastjörnurn- ar losnuöu undan oki stóru kvikmyndaíélaganna vegnaði þeim upp og ofan. Sumar voru í þeirri aðstöðu að geta krafist himinhárra launa fyrir að koma fram í einni mynd. þann- ig fékk Marlon Brando summu á við færeysk Ijárlög fyrir nokkur viðvik í Superman og Apocalypse Nmv. En þrátt fvr- ir þessi hátt laun þá gerðu stjörnurnár tærri og færri myndir hvert ár og suniar drógu sig alveg í hlé. Surnar stjörnur urðu goösagnir í lif- anda lífi, eins og John Wayne, aðrar aiiglýstu sjálfar sig upp án þess aö kvikmyndaverin kæniti nærri. líkt og lilizabeth Taylor. Nútíminn Stjörnur okkar tíma, Paul Ncwman. Robert Redford, Barbra Strcisand, Dustin Hoffman, Marlon Brando og Clint Eastwood geta dregið að sér stóran áhorfenda- og aðdá- endahóp meðan þau eru cng- um íramleiðenduni háð. En samt eru þessi nöfn engin trygging íyrir vinsæld myndar. Myndir sem liafa slegið í gegn í seinni tíð flagga oft engum stjörnum. Þetta eru myndir eins og Javvs, Star Wars, E.T. og Ghostbusters. Þrettán þcirra tuttugu og fimm mynda sem liöluðu inn mestum pening á árunum 1968-1972 höfðu í aðalhlutverkum lítt sem óþckkta lcikara. Slíkt þekktist ekki fyrir fjörtíu árum. En fyrir kvikmyndaunnend- ur scm halda því fram að stjörnurnar séu ekki eins og þær voru í dentid. þá niát benda á að Motion Picture Magazine aðdáendablaðið, sem fyrr var minnst á í greininni, var þegar fariö að spyrja lescndur árið 1918, „Hvað er orðiö uni allar kvikmyndastjörnurnar?" Og fvrir þá sem trúa því ekki að dauði kvikmyndastjörnu eins og Valentino árið 1926 vekti hcimsathygli og orsakaöi nokkur sjálfsmorð, má bcnda á dauöa Elvis Presley árið 1977 eöa þá John Lennons til að niinna á hve mikilvæg stjörnu- dýrkunin er. Kannski, líkt og Andy Warliol spáði eitt sinn, verða stjörnur framtíöarinnar aðeins frægar í fininitán mínút- ur. Engu að síöur þá licfur ímyndin um frægð og að slá í gegn spilað stóra rullu í sam- tíma okkar og á eftir að gcra það át'ram. Gísli Friörik Gíslason JT Ðttti&t kvíkmyntfá&tjfym $irt9 ttg Vái&nino vakti tieimsatiiygii á stmrn ttm> Mynitfn et M útfármi en þasmetir mm& fytgtiv 9ifomamf si&$m spðtím. ■ m Jscisie Coogm vstti 9ti$rm o otmf mttu oftir m háfá íeM& i Ttie Kid tm& Ctiapiin. Kvikmyoéafyrir- tæki amarar tiarfíastfátm, Stiiriey Tempfei mát á héndur úratiam fítoet&tt tjprtia áratutjfntm fyrtr ati tiaidaþyi fram i ffrefttað fem væri f rautt futiþr&im tfver$v UTogvmrtmétiti.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.