NT - 28.01.1985, Blaðsíða 3
Leitin enn árangurslaus:
Kafað eftir mönnunum
Einhvers'
staðar er
maður
ogbíli
■ Kafað var í Reykjavíkur-
höfn, Stokkseyrar- og Eyrar-
bakkahafnir í gxrdag í leit að
ungu mönnunum tveimur sem
hafa verið týndir í rúmlega viku.
Þyrla landhelgisgæslunnar var á
lofti í rúmlega þrjá tíma og
björgunarsveitarmenn SVFI,
skátar og lögreglur hvaðanæva
að af Suður- og Vesturlandi
leituðu í lofti, á láði og í legi en
allt án árangurs. Hafa engar
haldbærar vísbendingar komið
fram um það hvað orðið hefur
af piltinum, Hafþóri Haukssyni
ogjeepster bifreið hans.
I dag verður haldið áfrarn að
leita og væntanlega kafað í enn
fleiri hafnir. Aðspurðir sögðu
kafarar sem NT ræddi við á
bakka Reykjavíkurhafnar í gær
að við leit sem þessa sæju þeir
þrjá til fjóra metra frá hafnar-
bakkanum en þess eru dæmi að
bílar sem keyrt er á ferð fram í
sjó lendi tugum metra frá landi.
Hafþór ók að heiman frá scr
á sunnudag eins og sagt hefur
verið frá í NT og hefur síðan
ekkert til hans spurst í 8 sólar-
hringa. Sömu sögu er af Krist-
jáni Árnasyni frá Kleppsspítala
að segja nema hvað þar er til
vitnisburður um það að hann
hafi verið um borð í Akraborg-
inni en farið frá borði í landi.
■ Fjórir kafarar frá björgunarsveitinni Ingólfl köfuðu í Reykja-
víkurhöfn og búast má við að enn fleiri verði við köfun á sunnan og
vestanverðu landinu í leit að piltinum og jeepsterbifreið hans.
NT-mynd: Róbert
Ungir listamenn
opnuðu hátíðina
- ár æskunnar hafið
■ Tveir ungir listamenn settu
svip sinn á setningarhátíð „Árs
æskunnar". Guðrún Krist-
mundsdóttir, sem leikur nú
Önnu Frank, flutti ávarp æsk-
unnar og Freyr Njarðarson las
úr bók sinni „Ekkert mál“.
Um 40 æskulýðsfulltrúar víðs
vegar að at landinu komu saman
til vinnufundar í Reykjavík í
gær, til að bera saman bækur
sínar og undirbúa þau fjöl-
mörgu verkefni sem fyrirhuguð
eru á Ári æskunnar.
Formaður framkvæmda-
nefndar Æskulýðsráðs, Nfels
Árni Lund, sagði á vinnufundin-
um í gær að fjölmörg viðamikil
verkeini séu þegar ákveðin og
mörg önnur á umræðustigi m.a.
þar á fundinum.
Viltu gefa mér kost á ódýrum
ferðum til Norðurlandanna? er
texti á korti sem öllum ungling-
um í grunnskólunum mun bcr-
ast áður en langt um líður frá
samstarfsnefnd ÆSÍ og Nor-
ræna félagsins. Markmiðið er
að unglingarnir skrifi nöfn sín á
kortin og endursendi þau til
sendanda. Kortum þessum
verður síðan safmið saman og
þau atlient stjórnvöldum á þingi
Norðurlandaráðs hér í Reykja-
vík í vor, þar sem rætt verður
um að lækka fargjöld milli
Norðurlandanna.
Þá gat Níels Árni þess að
verið sé að vinna að undirbún-
ingi Listahátíðar æskunnar.
Fyrirhugað er að öllum ungling-
um á landinu verði gefinn kostur
á að taka þátt í listasamkeppni
sem síðan á að enda með Lista-
hátíð í Reykjavík, þar sem
bcstu verkin verða svo verð-
launuð.
■ Guðrún Kristmundsdóttir
leikkona frá Selfossi flutti ávarp
æskunnar.
■ Freyr Njarðarson las kalla
úr bók sinni „Ekkert máí“, sem
lýsir lífi iíkniefnaneytandans.
M-myndir: Kóberl
jm^ jMj, jm^ jm£. jttjf, jttijL jííjl jm, jm, jm, jm, jm^ jttjL k
CIRRUS
skokkskórnir frá
Glæný tegund í réttum verðflokki frá JJJJt^ Skórnir eru hannaðir eftir
öllum lögmálum fyrir góða hlaupaskó. Skórnir eru léttir með góðan og
stöðugan hælkappa. Ytri sólinn er með vöfflumynstri, en það er munstur
sem hefur einkarétt á, og gefur það góða spyrnu og fjöðrun.
Velbyggður hæll ver fót og hásin fyrir þungum höggum.
CIRRUSINN er sú týpa sem við mælum með fyrir alla hlaupara
hvort sem skokkað er reglulega alla daga eða sjaldnar.
Heilsölubirgðir AUSTURBAKKI
Borgartúni 20, S: 28411
Smásala:
ÍÞRÓTTABÚÐIN Borgartúni 20 BOLTAMAÐURINN Laugavegi
'lmr :1m 'ím? 'lúí? 'fií? 'fiíí? 'jm? -im? 'Hm? im? 'ím? 'Hm? 'ím? -1m? 'lm? 'lm?