NT - 28.01.1985, Blaðsíða 12
Mánudagur 28. janúar 1985 12
Páfi heimsækir
Suður-Ameríku
Caracas-Reuter
■ Jóhannes Fáll páfi hefur nú enn einu sinni lagt
land undir fót til að blessa börn kaþólsku kirkjunnar
í Suður-Ameríku.
I þessari sjöttu heimsókn
páfa til Suður-Ameríku
mun hann koma til Ecua-
dor, Perú, Trinidad og To-
bago auk Venezuela þar
sem hann hefur verið nú
yfir helgina. Nú í dag mun
páfi messa í Merida-borg í
Venezuela við rætur Mer-
ida-tinds sem gnæfir fimm
kílómetra yfir sjávarmál.
Búist er við að um hálf
milljón manna muni safnast
saman í Merida til að hlusta
á boðskap páfa. Embættis-
menn hafa varað pílagríma
við kuldum og lágum loft-
þrýstingi óg súrefnisgrímur
eru til reiðu handa þeim
sem ekki þola þunnt and-
rúmsloftið.
Fljótlega eftir að páfi
kom til Venezuela í fyrra-
dag notaöi hann tækifærið
og gagnrýndi harkalega
brotthvarf ákveðinna afla
innan kaþólsku kirkjunnar
í Suður-Ameríku frá trúar-
kenningum hennar. Hann
ásakaði þessi öfl fyrir að
boða „blckkingu jarðlegrar
frelsunar." Hann sagði að
lciðtogar kirkjunnar yrðu
að stöðva misnotkun á boð-
skapi kaþólskrar kirkju þar
sem guðspjöllin væru notuð
í þágu pólitískra og hug-
myndafræðilega kenninga.
Petta mun vera 25. utan-
landsferð Jóhannesar Páls
páfa.
Umsjón: Ragnar Baldursson og Ivar Jónsson
Skemmdarverk hjá
sænska flughernum?
Stokkhólmur-Reuter
■ Sænski flugherinn hefur
fyrirskipað skoðun á flestum
herflugvélum Svía vegna gruns
um að skemmdarverk hafi verið
unnin á þeim.
Sænska dagblaðið (Svenska
dagbladet) hefur eftir talsmanni
flughersins að allar flugvélar af
gerðinni Viggen hafi verið kyrr-
settar og skoðun fyrirskipuð
eftir að rannsókn á flugslysi í
síðustu viku leiddi í ljós að
lausar skrúfur og aðrir að-
skotahlutir úr málmi í stýribún-
aði höfðu orsakað slysið.
Síðan hafa lausar skrúfur
einnig fundist í stýribúnaði
fjögurra annarra flugvéla
hersins. Gasta Edward, foringi
í sænska hernum, segir að ekki
sé hægt að útiloka þann mögu-
leika að skemmdarverk hafi ver-
ið unnin. Þess vegna hafi verið
ákveðið að skoða allar flugvélar
af umræddri gerð.
Viggen-flugvélar eru einsæta
orrustuflugvélar, smíðaðar í
Saab-verksmiðjunum. í ársbyrj-
un í fyrra hafði sænski herinn
um 250 slíkar flugvélar og var
þá stefnt að því að fjölga þeim
upp í 330.
120.000tölvur
í franska skóla
París-Reuter
■ Franska stjórnin hefur
ákveðið að kaupa 120.000
heimilistölvur fyrir skóla
landsins. Forsætisráðherra
Frakklands, Laurent Fabius,
segir að með þessu móti komist
Frakkar í röð frestu þjóða heims
á sviði tölvukennslu.
Áætlaður kostnaður franska
ríkisins vegna þessarar tölvu-
væðingar skólakerfisins er 8 til
10 milljarðar íslenskra króna og
hefur franska stjórnin ákveðið
að fá franskt fyrirtæki til að
framleiða tölvurnar.
Sérstökum tölvuverum verð-
ur komið upp í öllum framhalds-
skólum og 10.000 barnaskólum.
í 33.000 litlum barnaskólum
verður einnig komið fyrir að
minnsta kosti einni heimilis-
tölvu og litasjónvarpi auk hug-
búnaðar. Strax á þessu ári eiga
110.000 kennarar að fá kennslu
í tölvunotkun og á næst ári á
enginn nemandi að geta útskrif-
ast úr mennta- eða háskólum án
þess að hafa fengið að minnsta
kosti 30 kennslustundir í
tölvunotkun.
Tölvuverin í skólunum verða
ekki einungis notuð við beina
kennslu í skólum heldur verða
þau opin almenningi utan skóla-
tíma. Þannig hyggjast frönsk
stjórnvöld auðvelda aðgang al-
mennings að tölvubúnaði og
útbreiða þekkingu á tölvunotk-
un.
1% þjóðartekna
í þróunaraðstoð
Stokkhólmur-SN
■ Á árinu 1985 munu Svíar
verja jafnvirði 1% þjóðartekna
sinna í aðstoð við þróunarlönd-
in. Aukning framlagsins, skv.
fjárlögum, er rúmlega einn
milljarður s.kr. en í ár mun
framlag þeirra verða rúmlega 8
milljarðar s.kr.
Oswiecim-Reuter
■ í gær minntust fyrrver-
andi fangar í Auschwitz-
fangabúðunum þess að þá
voru 40 ár liðin frá því að
sovéski rauði herinn frels-
aði þá úr þessum útrým-
ingarbúðum nasista þar
sem fjórar milljónir
manna af tuttugu þjóðern-
um voru drepnar í heims-
styrjöldinni síðar.
Nasistar opnuðu fangabúð-
irnar í Auschwitz árið 1940
skammt frá pólska þorpinu
Birkenau. Eftir opnun búð-
anna fluttu þeir þangað mill-
jónir manna sem þeir drápu í
gasklefum eða leiddu fyrir af-
tökusveitir.
Meiri hluti fanganna var
■ SS-foringinn, F. Hosler, stendur fyrir framan vörubíl fullan af líkum fólks sem verið er að flytja frá Auschwitz.
40 ár frá frelsun fanga úr
Auschwitz-úlrýmingarbúðum
Gyðingar en nasistar fluttu
einnig fólk af öðru þjóðerni
þangað til aftöku. Fjöldamorð-
in sem fóru fram í búðunum,
eiga sér ekkert fordæmi í
mannkynssögunni og það var
ekki fyrr en 27. janúar að þeim
linnti þegar Sovétmenn komu
og frelsuðu þá fanga sem voru
á lífi.
Eftir stríðið breyttu Pólverj-
ar nafni staðarins í Oswiecim í
samræmi við pólska stafsetn-
ingu en búðirnar hafa að öðru
leyti verið varðveittar óbreytt-
ar til að minna menn á hörm-
ungar fanganna.
1 gær komu fimmtíu fyrrver-
andi fangar saman í Auschwitz
til að minnast dvalarinnar þar
og milljónanna sem nasistar
myrtu. Þeir sungu saman
söngva, sem fangarnir sungu
til að missa ekki móðinn.
Nokkrir hinna fyrrverandi
fanga brustu í grát þegar þeir
sáu aftur búðirnar og minntust
þeirra þjáninga sem þeir liðu í
þeim.
Vera Krieghel, sem nú er
ísraelskur ríkisborgari, sagði
frá því hvernig nasistarnir
hefðu rifið nýfædd börn af
mæðrum sínum og fleygt þeim
lifandi á eld. Hún sagðist aldrei
geta gleymt örvæntingarópum
mæðranna.
Átta Gyðingar, sem allir eru
tvíburar, gengu saman í tákn-
rænni göngu frá járnbrautar-
línunni í Birknau til fangabúð-
anna með kertaljós. Á leiðinni
sungu þeir sálma og hvísluðust
á. Þessir tvíburar lifðu af dvöl-
ina í Auschwitz og þeir gengu
þessa 45 mínútna leið sem
fulltrúar þeirra fjögurra mill-
jóna sem létu lífið í búðunum.
■ Thatcher undirbýr eiturgas í hernað:
Japanskur
on skotinn
Osaka-Reuter
■ Japanski glæpaforinginn,
Masahisa Takenaka, lést úr
skotsárum í gær eftir að óþekkt-
ir byssumenn skutu á hann á
laugardagskvöld. Hann er tal-
inn hafa verið leiðtogi stærstu
glæpasamtaka í Japan, Yaam-
aguchi-samtakanna, sem í eru
um 13.000 bófar.
Masahisa var 51 árs gamall.
Hann tók við leisögn Yaamag-
uchi-samtakanna fyrir þrem
árum þegar þáverandi leiðtogi
þeirra, Kazuo Taoka, lést úr
íran:
Kúrda
gegnlt
Teheran-Reuter
■ Skæruliðar kúrda, sem
krefjast sjálfstæðis Kúrdistan í
Norðaustur-íran, halda enn
uppi stöðugum skæruhernaði
gegn hersveitum írönsku
stjórnarinnar. Ekkcrt virðist
hafa dregið úr hernaði þeirra
þótt stjörnvöld lýstu því yfir í
október á síðasta ári að upp-
reisn kúrda hefði þá verið
brotin á bak aftur.
Fréttir hafa borist af nokkr-
um hörðum orrustum milli
skæruliða kúrda og stjórnar-
liða að undanförnu. Öryggis-
málaráðherra írans, Ali Ákbar
Nateq-Nuri segir að fyrr í þess-
ari viku hafi um 80 skæruliðar
ráðist á fámenna lögreglustöð
og haldið henni í nokkrar
klukkustundir áður en stjórn-
arherinn hrakti þá brott.
Útlendingar fá ekki að ferð-
ast til svæðanna þar sem bar-
dagarnir hafa orðið en af frétt-
um íranskra blaða má ráða að
í þessari viku hafi orðið nokkr-
ir snarpir bardagar í Kúrdistan
og Vestur-Azerbaijan við
landamæri Tyrklands og íraks
þar sem margir kúrdar eiga
einnig heima.
Æðsti Ieiðtogi írana, Ayat-
ollah Khomeini, reyndi að ná
samkomulagi við forystumenn
sjálfstæðishreyfingar kúrda
skömmu eftir írönsku bylting-
una fyrir sex árum. En þegar
íbúar í öðrum héruðum settu
fram svipaðar kröfur um sjálf-
stæði sneri hann við blaðinu og
fyrirsl
hreyfi
bak al
Ve
u
k
i
Bonn-R
■ v
am Si
i