NT - 28.01.1985, Blaðsíða 21

NT - 28.01.1985, Blaðsíða 21
* i'i 4' " ' ' 7**^ • .4 Mánudagur 28. janúar 1985 21 Heimsmeistaramótið í norrænum greinum: Fjórfaldur sigur hjá þeim norsku Sigursveitirnar í 3 x 10 km göngu karla á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum. Frá vinstri: Finnar (3ju), V-Þjóðverjar (sigurv.) og Norðmenn (2. sætið). Heimsbikarkeppnin á skíðum: s—““o Höf lehner sá besti Tíunda mótið í röð meðal fimm efstu ■ Austurríkismaðurinn Hel- mut Höflehner sigraði í þriðja sinn í bruni í heimsbikarkeppn- inni á þessu ári er hann kom fyrstur í mark í Garmisch-Par- tenkirchen í V-Þýskalandi á laugardaginn. Tími Höflehner var 1:54,56 og þetta var 10. mótið í röð þar sem hann var meðal 5 efstu sem gerði hann að mesta brunkappa þessarar heimsbikarkeppni. Annar í bruninu á laugardaginn var Peter Miiller frá Sviss sem fékk tímann 1:54,78 og þriðji var Austurríkismaðurinn Anton Steiner á 1:55,23. „Ég reikna með að allir telji mig öruggan sigurvegara í heimsmeistaramótinu í Borm- io,“ sagði Höflehner eftir mótið, „en ég veit ekki hvernig brautin verður þar svo ég er ekki viss með að vinna," bætti hann við hress í bragði. Miiller náði sínum besta ár- angri á árinu á laugardaginn en aðrir þekktir kappar voru aftar- lega. Bill Johnson frá Banda- ríkjunum varð 14. og Franz Klammer varð í 13. sæti. Höflehner er nú efstur í stigakeppninni í bruni með 107 stig. Peter Wirnsberger er ann- ar með 80 stig og Múller er þriðji með 65 stig. Þá færir þessi sigur Höflehners hann upp í fjórða sætið í samanlagðri stigakeppni í í heimsbikar- keppninni. Þar er nú cfstur Marc Girardelli frá Lúxentborg með 190 stig og Zurbriggen er í öðru sæti með 179 stig. Andre- as Wenzel er þriðji með 152 stig en Höflehner er með 113 stig. Svínn Svan sigrar enn 20 km ganga kvenna: ■ Norðmenn unnu glæsilegan fjórfaldan sigur í 20knt göngu kvenna á heimsmeistaramótinu í Norrænum greinum skíða- íþrótta sem fram fer í Seefeld í Austurríki. Ganga þessi var á laugardaginn og' sigurvegari varð norskastúlkan Grete Nyk- kelmo en hún fór brautina scnt var óvenju góð á 59:19,10. Næst henni varð Britt Pettersen á 59:37,50. Nykkelmo var að vonum ánægð eftir gönguna enda bætti hún nú gulli í safn sitt frá frá þessu nióti. Hún hafði áður unnið eitt silfur og tvö bros. Þriðja í göngunni á laugar- daginn varö Anette Boe sem gekk á 59:43,50. Þetta varð fjórða medalían hennar á heimsmeistaramótinu og sagði hún á eftir: „Þetta er mjög rnikill persónulegur sigur fyrir mig." Fjórða norska stúlkan til að koma í mark varð Berit Aunli á tímanum 1:00:05,80. í fimmta sæti varð sóvésk stúlka Anfissa Romanova á 1:00:22,10. Nykkelmo er cfst í stiga- keppninni fyrir göngu eftir 10 og20kmgóngurrrar. Hún hefur 82 stig. Aunli er næst með 72 og Pettersen þriðja með 69. Anette Boe er í fjórða sæti með 64 stig. Stökk af 70m palli: Austur-Þjóðverjinn Jens Weissflog sigraði í stökki af 70m palli á mótinu í Seefeld Hann átti lengsta stökkið í keppninni strax í fyrri umferð- inni. Þá tlaug hann heilan 91 metra. í síðari umferðinni stökk hann 89,5m og fékk sam- tals 225,3 stig. Næstur Weiss- flog varð Austurríkjamaðurinn Andreas Felder með 216 stig. Þriðji varð Norðmaðurinn Pcr Bergerud með 214,6 stig. Weissflog, sem kallaður er „lúsin" vegna þess hve lílill og léttur hann er (aðeins 55 kg), varð aðeins í 9. sæti í stökki af 90m palli og átti því eftir að sanna sig í keppninni. Það gerði hann á eftirminnilegan liátt í keppninni af 70m palli. Eftir að 12 greinum var lokið (á laugardag) á mótinu í See- feld höfðu Norðmenn krækt í 5 gull, 5 brons, og 4 silfur. Næstir þeim komu Finnar með 2,3,4 og V-Þjóðverjar voru með 2,0,0. Miklir yfirburðir Norð- manna. 50km ganga karla: Svínn Gunde Svan sigraði í 5()km göngu í gær. Hann gekk vegalengdina á 2:10:49,9 og varð rétt á undan ítalanum Maurilio de Zolt scnt gekk á 2:11:52,6. í þriðja sæti varð Norðmaðurinn Öve Aunli á 2:12:37,7. Harkonen frá Finn- landi var í fjórða sæti. Eins og vananlega á þesu móti í See- feld skipa Norðurlandaþjóðirn- ar efstu sætin. Frjálsar íþróttir: Buddsigrarenn ■ Zola Budd sigraði í 1500m hlaupi á innanhúsmeistaramót- inu breska sem fram fór í Wolverhampton. Zola, sem er 18 ára kom í mark á 4:11,20 alltaf aðeins á undan Mafe. Hann sagði eftir hlaupið að Mafe ætti framtíðina fyrir sér á hlaupabrautinni. ■ Gunde Svan sigraði í 50 km göngu. Hann vann einnig í 30 km gÖngU. Símamynd-POLFOTO ■ Girardelli í miðið lagnar hér einum sigra sinna. Zurbriggen er eftir að hafa lent í hörkukeppni honum á hægri hönd og Martin Hangl á vinstri. símamynd-poLFOTO við Yvonne Murray frá Skot- HBIldknðttlGÍkllP kVGnnSi Heimsbikarkeppnin á skíðum: Kiehl vann sigur - nokkuð óvænt ■ Marina Kiehl frá V-Þýska- landi kom nokkuð á óvart á laugardaginn með því að sigra í risa-stórsvigi í Arosa í Sviss. Fyrirfram var Michela Figini frá Sviss talin langsigurstrang- legust í keppninni en hún náði aðeins þriðja sætinu. Þrátt fyrir frekar slæmt veður var Karina Kiehl í svaka stuði og renndi sér á milli hlíðanna og niður hólinn á tímanum 1:25,07. Næst henni kom Eva Twardokens frá Bandaríkjun- umátímanum 1:25,41 ogFigini varð þriðja á 1:26,06. Þetta var fyrsti sigur Kiehl á þessu tímabili og hann kom aðeins tveimur dögum eftir að hún hélt uppá 20 ára afmæli sitt og nokkrum dögum fyrir heimsmeistaramótin í Bormio, Ítalíu. Figini hafði áður sigrað í sex af átta mótum heimsbikar- keppninnar. Figini heldur enn forystu í stigakeppninni í risa-stórsvigi með 98 stig en Kiehl er að nálgast hana, er með 96 stig. María Walliser frá Sviss er þriðja með 76 stig. Figini er enn langefst í samanlagðri stigakeppni heimsbikarkeppninnar með 221 stig. Næstar henni eru Birg- itte Örtli frá Sviss með 166 stig og Elisabeth Kirchler frá Aust- urríki með 156 stig. Marina Kiehl er fjórða með 151 stig. landi. Murray átti ekkert svar við góðum endaspretti Zolu Budd. Eftir hlaupið sagðist Budd vera nokkuð ánægð með hlaup- ið og sagði að keppnin sem Murray veitti henni hefði verið jtil hins góða. „Ég hefði ekki farið á eins góðum tíma hefði Murray ekki veitt mér þessa miklu keppni," sagði Budd. Bandaríkjamaðurinn, Mel Lattany sigraði í 200m hlaupi eftir hörkukeppni við Bretann Ade Mafe sem er aðeins 18 ára. Lattany, sem mun ganga til liðs við Dallas Cowboýs í ameríska fótboltanum (American Foot- ball) seinna á þessu ári, var Alltgalopiðáný - Gftir sigur Vals á Fram Heimsbikarkeppnin á skíðum: Girardelli sigrar ■ Austurríski Lúxemborg- arinn Marc Girardclli sigraði í sjöunda sinni í heimsbikar- keppninni á skíðum á þessu keppnisári er hann vann risa- stórsvig í Garmisch-Partenk- irchen í gær. Girardelli kom í markið á 1:34,09 á undan þeim And- reas Wenzel (1:34,26) og Hans Stuffer frá V-Þýska- landi (1:34,59). Með þessum sigrí þá jók Girardelli forskot sitt í stiga- keppni heimsbikarkeppn- innar í 36 stig, á undan Zúrbriggen frá Sviss. Þetta var síðasta keppnin fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Bormio á Ítalíu. Það mót hefst á fimmtudag- inn. Girardclli hefur nú sótt um ríkisborgararétt í Lúx- emborg og mun það mál væntanlega ekki taka langan tíma. ■ Valsstúlkurnar galopnuðu 1. deild kvenna í handknattleik á laugardag, er þær sigruðu Fram 20-18 í mjög spennandi og skemmtilegum leik. Staðan í hálfleik var 8-6 Fram í hag, en hreint frábær síðari hálfleikur hjá Val tryggði sigur. Leikurinn var mjög jafn framan af fyrri hálfleik, jafnt á flestum tölum, þó Valsstúlk- urnar væru á undan að skora. Undir lok hálfleiksins réðu Valsstúlkurnar þó ekkert við þrumuskot Guðríðar Guðjóns- dóttur, og'Fram hafði tveggja marka forystu í hálfleik. í byrjun síðari hálfleiks virt- ist Fram ætla að auka muninn, komst í 9-6, og 10-8. En Vals- stúlkurnar skoruðu þá þrjú mörk í röð, eftir að hafa tekið Guðríði úr umferð. Sú baráttu- aðferð dugði Val vel, því Fram- stúlkurnar virtust alveg bitlaus- ar. Guðríður náði lítt að rífa sig lausa, vörn Vals með Jó- hönnu Pálsdóttur markvörð sem besta mann hélt vel og sókn Vals var fjölbreytileg og nýtti færin. Valur smájók for- skot sitt, og hafði þriggja marka forskot í lokin, forskot sem Guðríður minnkaði með því að skora úr víti eftir að leiktíminn var liðinn. Jóhanna Pálsdóttir mark- vörður átti stórleik hjá Val, svo og Guðrún Kristjánsdóttir sem skoraði á allan mögulegan máta. Erna Lúðvíksdóttir var firnasterk að vanda og Magnea Friðriksdóttir traust í leik- stjórninni. Hjá Fram stóð Guðríður upp úr, sýndi fádæma öryggi í langskotum og vítum. Aðrar gátu lítið. Mörkin: Valur: Guðrún 8/3, Erna 5/1, Soffía Hreinsdóttir 3, Harpa Sigurðardóttir 2, Katrín Fredriksen 1 og Magnea 1. Fram: Guðríður 13/7, Erla Rafnsdóttir 3, Sigrún Blom- sterberg 1 og Oddný Sigsteins- dóttir 1. FH sigraði Víking örugglega í Hafnarfirði á laugardag. Úr- slitin urðu 29-17, en FH hafði yfir, 15-7, í hálfleik. FH-stúlk- urnar gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik, þó ekki fyrr en Víkingur hafði gert tvö fyrstu mörk leiksins. Mörk FH skoruðu: Kristjana Aradóttir 8, Margrét Teódórs- dóttir 5, Sigurborg Eyjólfsdótt- ir 4, Kristín Pétursdóttir 3, Hildur Harðardóttir 2, Arndís Aradóttir 2, Anna Ólafsdóttir 2, Sirrý Heggen 1 og Þorgerður Gunnarsdóttir 1. Víkingur: Eiríka Ásgrímsdóttir 7, Inga Lára Þórisdóttir 5, Svava Bald- vinsdóttir 2, Vilborg Baldvins- dóttir 2, Sigurrós Björnsdóttir 1. STAÐAN 11. , DEILD KVENNA: Fram 10 9 0 1 306-154 18 Valur 10 9 0 1 227-156 18 FH 10 8 0 2 287-149 16 Víkingur .. 9 4 0 5 147-164 8 KR 8 2 1 5 138-168 5 Þór Ak. ... 8 1 1 6 122-212 3 ÍA 8 1 0 7 106-229 2 ÍBV 9 0 2 7 131-214 2

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.