NT - 28.01.1985, Blaðsíða 13

NT - 28.01.1985, Blaðsíða 13
Ll irskyni. stórglæp- til bana hjartaáfalli 68 ára að aldri. Við það klofnuðu samtökin og er almennt álitið að Masahisa hafi nú verið myrtur af keppinautum sínum í öðrum glæpasamtök- um. Japanska lögreglan hefur mikinn viðbúnað vegna þessa máls þar sem hún óttast að glæpastríð milli mismunandi glæpahópa sé í uppsiglingu. Yaamaguchi-samtökin standa m.a. að eiturlyfjadreif- inguvændi, ólöglegri verðmála- starfsemi, fjárkúgun og ann- arri glæpastarfsemi. Leiðtogar ræða heimsfrið ■ Þessi mynd var tekin af Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indverja, og Olov Palme, forsætisráðherra Svía, í Nýju Delhi í gær þar sem þeir ræddu um leiðir til að draga úr stríðshættu í heiminum og koma á heimsfriði. Eins og NT hefur áður skýrt frá hefur nú undanfarna daga staðið yfir friðarumræðufundur forsætisráðherra Mexíkó, Tansaníu, Indlands, Grikklands og Svíþjóðar í Nýju Delhi. sím.m,„d.P0LF0T0: Mánudagur 28. janúar 1985 13 Leki í breska embættismannakerfinu: Stjórn Thatchers undirbýr framleiðslu á eiturgasi ■ Margaret Thatcher mun á næstunni gera alvöru úr áætlun sinni um að Bret- ar framleiði taugagas og bæti efnavopnum í vopna- búr sín. Sérstök leyninefnd, skip- uð af Thatcher til að kanna og undirbúa framleiðslu eit- urgass hefur skilað álitsgerð um málið. Nefndin er svo leynileg að henni hefur ekki verið gefið neitt opinbert heiti, en þó að ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um framleiðslu efna- vopna af þessu tagi hefur emb- ættismönnum verið tjáð að ákvörðun forsætisráðherrans sé yfirvofandi. Upplýsingar þessar hafa lekið frá embættismönnum þrátt fyrir fyrirætlanir stjórnarinnar um að hylma yfir málið, en Thatcher hefur sjálf verið í forsæti leyni- nefndarinnar. Samkvæmt skýrslu leyni- nefndarinnar eru nefndar fjórar leiðir til að sporna við „sovéskri ógnun“ á sviði efnahernaðar. í fyrsta lagi að hefja tafarlausar viðræður við Sovétmenn og reyna að ná samkomulagi um að takmarka efnavopn. I öðru lagi að framleiða og dreifa fjöl- mörgum gasgrímum meðal al- falda fjölda bandarískra efna- lagi að hefja framleiðslu slíkra mennings. I þriðja lagi að marg- vopna á Bretlandi og í fjórða vopna á Bretlandi með það fyrir augum að neyða Sovétmenn að samningaborðinu. Thatcher telur síðasta kostinn vænlegastan, þ.e. sama hræðsluhugmyndafræðin og liggur að baki vígbúnaðarkapp- hlaupi risaveldanna: Að vígbú- ast til að draga úr vígbúnaði. New Stateman. Fréttastofa sýnir hagnað New York-Reuter ■ AÍþjóðafréttastofan, UPI, sem hefur aðsetur í Bandaríkj- unum, sýndi 1,1 milljón dollara hagnað á fjórða ársfjórðungi í fyrra í fyrsta skipti frá því 1964. Hagnaðurinn er í samræmi við spá fréttastofunnar sem fékk starfsmenn sína til að fallast á 25% launalækkun í september á seinasta ári. Hagnaðursíðustu þriggja mánaða var notaður til að greiða skuldir. Talsmenn fyrirtækisins spá þriggja milljón dollara hagnaði á þessu ári. r berjast enn [lerkaveldinu kipaðir að sjálfstæðis- Síðan hefur stór hluti ír- mönnum sem hafa að minnsta ing kúrda skyldi brotin á anska hersins verið bundinn kosti stundum fengið send Jur. við baráttuna gegn uppreisnar- vopn frá írökum. stur-Þýskaland: ppsetning Pershing- jarnaflauga stöðvast euter estur-þýska blaðið Welt helgina að uppsetning Persh- stöðvuð eftir að þrír banda- anntag skýrði frá því um ing-II stýriflauga hafi verið rískir hermenn létust og 16 særðust þegar eldur kom upp í —i einni flauginni þann 11. janúar síðastliðinn. Blaðið segir að uppsetning fleiri Pershingflauga hafi verið bönnuð þar til orsök slyssins verði skýrð á fullnægjandi hátt. í skýrslu vestur-þýska varn- armálaráðuneytisins um málið segir að eldur hafi kviknað í fyrsta þrepi óvopnaðrar Persh- ingflaugar á meðan verið var að lyfta því með krana yfir á flutningabíl. Eldurinn kom upp þegar þrepið festist og starfsmenn hersins reyndu að losa það aftur. Samkvæmt þessari skýrslu voru engin kjarnavopn í nám- unda við flaugin þegar slysið átti sér stað. Bandaríski herinn vinnur nú að nánari rannsókn a' orsökum slyssins í Fort Rucker-rannsóknarstöðinni í r Alabama í Bandaríkjunum. /estur-Þýskaland: Qræningjar reka nasista Freiburg-Reuter ■ Leiötogar græningja í Vestur-Þýskalandi hafa ákveðið að ieysa upp flokksdeild í Vestur-Ber- lín þar sem nýnasistar höfðu gerst félagar. Framkvæmdastjórn græningjaflokksins hafði áður farið fram á að flokksdeildin, sem hefur um hundrað félaga, ræki nýnasistana. Þegar hún neitaði að verða við því var ákveðið að leysa deild- ina upp. Þar með er henni gert ókleift að bjóða fram í nafni græningja í þing- kosningum í Vestur-Ber- lín 10. mars næstkomandi. Talsmenn flokksdeildar- innar segjast munu berjast gegn þessari ákvörðun. Önnur og stærri flokks- deild græningja í Berlín hefur nú þegar níu sæti á þingi Vestur-Berlínar. Hún mun bjóða fram lista í komandi kosningum með hefðbundnum stefnumál- um græningja sem vilja stórauka náttúruvernd og afvopnun. OOOOOOOOOOOOOQOOOOOOOOOOOOO ^annprtiaberslumn Crla Snorrabraut 44 Pósthólf5249 - Sími 91-14290 Stefnumótin Stærð 40x50 cm. saumaðar með dökkbrúnu tvær í pakkningu Verð kr. 738,- Póstsendum Fyrstu sporin og Þakklætið Krosssaumur, stærð 40x40 cm. Saumað með brúnu í Ijósan java. Verð kr. 625,- o oooooooooooooooooooooo ooo

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.