NT - 28.01.1985, Blaðsíða 10
m Mánudagur 28. janúar 1985 10
IlL Innsýn
■ r
fréttir
-af þ
■ í hæpnum blöðum á
Norðurlöndunum má lesa það
reglulega að íslenskar stúlkur
séu ofboðslega lauslátar, en
hængurinn sé bara sá að karl-
peningurinn sé alltaf svo of-
boðslega dauðadrukkinn að
þeir geti ekkert sinnt frumþörf-
um kvenþjóðarinnar. í eilítið
virðulegri blöðum má stundum
lesa að við íslendingar séum
að vísu bara rúm tvöhundruð
rvitru þjód
þúsund, en samt hafi okkur
tekist að koma okkur upp hinu
mætasta steinsteypuhelvíti,
Breiðholtinu. Úti í heimi má
líka lesa að við eigum kolvit-
lausan fjármálaráðherra, sem
vílar ekki fyrir sér að fara í
fangelsi ellegar útlegð fyrir
aldurhnigna tík. Það má lesa
að við eigum eitthvert mesta
fótboltaviðundur norðurhjar-
ans, eyjapeyja að nafni Sigur-
vinsson. Ef til vill má líka
fræðast um gervibjórinn sem
við drekkum á gervibjórstof-
um í heljarins mikilli gervikrá-
arstemmningu. Og það má lesa
um verðbólgu, verkföll og
gríðarleg hallæri - og þar fram
eftir götunum. Sumsé, frum-
stæð þjóð í strjálbýlu og hörðu
landi.
En það er nú samt svo að við
erum ekki nálægt því eins
heimsfrægir í útlöndum, ís-
lendingar, og við erum gjarnir
á að halda og kannski helst að
við komumst í heimsblöð þeg-
Texti: Egill Helgason
ar við erum hvað skrítnastir og
sérvitrastir, sem er ósjaldan og
óskandi að þar verði ekkert lát
á.
Þeir fimm menn sem rætt er
við hér á síðunum sinna allir
því vandasama hlutverki að
gefa útlendingum einhverja
skiljanlega mynd af þessu
landi. Þeirerufréttaritararfyr-
ir erlendar fréttastofur eða
blöð, fjórir eru það í ígripum,
einn hefur af því fast lifibrauð
og þeir bera örugglega ekki
ábyrgð á því þótt sú saga leki
til útlanda að nöfn kynsjúkra
íslendinga séu hengd upp í
búðargluggum í varnaðar-
skyni.
Við leitumst við að bregða
upp dálítilli svipmynd af starfi
þessara fimmmenninga, sem
móta álit útlendinga á landi
voru og þjóð.
■ Þorsteinn Thorarensen er
óefað Nestor þeirra manna sem
skrifa tíðindi af íslandi í erlenda
fjölmiðla. Hann hefur verið
fréttamaður Reuter-frcttastof-
unnar á íslandi í rúm þrjátíu ár
eða síðan 1951. Þá var hann
blaðamaður á Morgunblaðinu og
tók við starfinu af Valtý heitnum
Stefánssyni ritstjóra.
Á þessum árum fór lsland að
vera meira í fréttunum en áður,
fyrsta vegna inngöngunnar í
NATO og síðan vergna þorska-
stríðsins 1951 og löndunarbanns-
ins sem fylgdi í kjölfarið. Ég
hafði hjálpað Valtý við aö senda
út fréttir og því leiddi það af
sjálfu sér að ég tæki þetta að mér.
Síðan hcf ég fjallað um öll
þorskastríðin, sem hafa náttúr-
lega verið miklir hápunktar á
fcrlinum, einkum þaö síðasta.“
Þorsteinn Thorarensen er
Leiðtogi blaðamanna og
nýgræðingur í faginu
Ómar Valdimarsson, fréttaritari AP
■ Þorsteinn Thorarensen: „Hálfleiðinlegt að þurfa að senda
allar þessar neikvæðu fréttir af framkomu landans.“
Hvernig á að skilgreina
íslenskan stjórnmálaflokk?
- Þorsteinn Thorarensen, fréttaritari Reuters
landskunn hamhleypa og hefur
skrifað fjölda bóka og þýtt fleiri
rit en tölu verði komið á. Auk
þess að vera fréttamaður Reuters
hér hefur hann starfað ötullega
að því að koma íslandi í frétta-
samband við umheiminn og telur
til mcrkari lífsverka sinna það
samkomulag sem náðist milli ís-
lenskra fjölmiðla og banka um
að taka á leigu símalínu undir
Reutersfréttir frá útlöndum.
Fyrri part dags fá bankarnir fjár-
málafréttir frá Reuter, en síðdeg-
is og á nóttunni eru það blöð og
útvarp sem fá heimsfréttir. Þetta
fyrirkomulag er rcyndar úr sér
gengið að mati Þorsteins og eru
nú uppi þreifingar um að koma á
laggirnar nýtískulegra. hraðara
og frjálsara tölvusambandi við
útlönd. „Kannski væri ég hættur
þessu ef ekki kæmi til þessi
barátta fyrir því að við fáum gott
og stöðugt fréttasamband við
umheiminn," segir Þorscinn.
Þorstcinn kannast ckki við það
að hann hafi þurft að sæta bein-
um þrýstingi frá . íslenskum
frammámönnum vegna skrifa
sinna í erlenda fjölmiðla - ,,en
það koma náttúrlega upp ýmis
vandamál og sjtthvað sem fellur
ekki vel í kramið þegar það
kemur aftur hingað," segir hann.
„Ein þrautin er til dæmis hvernig
á að skilgreina íslensku stjórn-
málaflokkana. Á maður að kalla
Sjálfstæðisflokkinn íhaldsflokk
eða frjálslyndan flokk. Fram-
sóknarflokkurinn á sér enga al-
þjóðlega hliðstæðu og því læt ég
þess alltaf getið að hann sé eins
konar miðjuflokkur. Og Alþýðu-
bandalagið - það hef ég sam-
kvæmt alþjóðlegri skilgreiningu
kallað kommúnistaflokk. Þetta
hcfur -aundum sett sand í reimina
hérna norðurfrá, enda eru ntenn
náttúrlega aldrei á eitt sáttir um
slíkar skilgreiningar. Svo er auð-
vitað sitthvað sem ég hef sent út
um viðkvæm mál eins og til
dæmis landhelgismál og varna-
mál, sem ekki hefur fallið öliunt
í geð hér heima.“
„Þetta eru oft viðkvæmir hlutir
sem ég er að fást við," bætir
Þorsteinn við, „í mínu starfi er ég
að skapa mynd landsins út á við
og það getur oft verið dapurlegt,
einkum nú síðustu árin þegarsvo
margt sorglegt hcfur dunið yfir
okkur, efnahagsmálin í kalda
koli og dimmt yfir. Verkafallið í
haust vakti til dæmis mikla furðu
erlcndis, menn skildu þetta ein-
faldlega ekki, og mér fannst hálf-
leiðinlegt að þurfa að senda allar
þessar neikvæðu fréttir af fram-
komu landans."
Reuter er mikið vcldi í fjöl-
miðlaheiminum. ef til vill stærsta
fréttastofan, og því fara skeyti
Þorsteins út um allar jarðir í
gegnum fjórar höfuðstöðvar, í
London, Frankfurt, Ncw York
og Singapore.
„Það getur stundum verið erf-
itt að meta hvað muni ganga
erlendis og hvað ckki. í fyrra
sendi ég til dæmis út fréttir um
eltingaleik við fálkaþjóf, sem á
endanum strauk af landi brott.
Þetta þótti ekkert sérlega merki-
legt. Nokkru síðar upphófust svo
svipuð fálkamál í Þýskalandi, í
Svíþjóð og gott ef ekki var í
Bandaríkjunum. Þá voru þetta
allt i einu orðnar stórfréttir, en
því miður orðið of seint að rekja
allan hamaganginn hér. Þannig
getur það oft verið vandasamt að
sjá hvenær frétt er orðin nógu
þroskuð. Við getum til dæmis
tekið deilurnar út af ratsjárstöðv-
unum á Vestfjörðum og á Langa-
nesi. Þctta eru talsverðar fréttir
hér heima, en verða það varla í
útlöndum fyrr en málið er komið
á einhvern rekspöl, kannski þeg-
ar kemur formleg beiðni frá
NATO.“
Það er ekki oft, segir Þorsteinn
Thorarensen, að fréttaskeyti
hans frá Islandi brenglist svo að
til vansa sé. Hann nefnir þó eitt
nýlegt dæmi:
„Það var í fyrra að fórst skip
við Vestmannaeyjar. Ég hafði
samband við málsaðila, Slysa-
varnafclagið og fólk í Vest-
mannaeyjum, og sendi út frétt í
skyndi. I einu landi, þaðeróþarfi
að nafngreina það, birtist svo
frétt frá mér þess efnis að Slysa-
varnafélagið hér hafi ekki sinnt
hjálparbeiðni skipsins. Einhver
hafði þarna farið rangt með upp-
lýsingar og út af þessu varð
náttúrlega heilmikið fjaðrafok.
Svonalagað getur auðvitað kom-
ið upp á, en yfirleitt er þetta
ánægjulegt starf."
■ • „Við hefðum orðið vit-
lausir í verkfallinum hefðum
við ekki haft þetta," segir
leiðtogi okkar blaðamanna,
Ómar Valdimarsson, sem
auk þess að vera blaðamaður
á Morgunblaðinu sér um að
senda út fréttir til AP frétta-
stofunnar. Sér til trausts og
halds hefur hann Hjört Gísla-
son blaðamann. „Þegar allt lá
niðri hér á blaðinu í verkfall-
inu sendum viö fréttir út til
London, stundum cinu sinni
á dag og oft tvisvar," segir
Ómar.
Morgunblaðið hefur lengi
eitt íslenskra blaða átt við-
skipti við AP. Því er þaö
kannski vel við hæfi að staöa
fréttaritara AP á íslandi gangi
í arf á milli blaðamanna
Morgunblaðsins. Björn Jó-
hannsson ritstjórnarfulltrúi
hafði þennan starfa um ára-
bil, um eitthvert skeið var
Sigurður Sverrisson blaða-
maðttr fréttaritari AP, en síð-
an í september er það Ómar
sem gætir þessara tengsla við
umheiminn.
„Þetta er svo stuttur tími
að ég get í rauninni ekki sagt
neinar æsandi spennusögur
úr starfinu. Það eru engin
sérstök mistök, sem hafa
komið upp á - jú, einu sinni
varð Sjálfstæðisflokkurinn að
stjórnarandstöðuflokki. en
annars hafa ekki orðið neinar
stórvillur."
Fréttaskeyti Ómars eru
send út á ristjórn AP í
London endurunnin þar og
síðan send til fjölmiðla út um
allan hinn læsa - og kannski
ólæsa - heim. „Maður lær-
ir ýmislegt á þessu, það er
viss kúnst að skrifa frétta-
skeyti. Fyrst þegar ég byrjaði
áttu þeir til að endursenda
skeytin og biðja um leiðrétt-
ingar eða nánari útskýringar.
En maður er fljótur að læra á
þetta og núna kemur þetta
varla fyrir."
Sígarettumerkingar, tóbaks-
lög, gengisfelling, Kröflugos,
sjóslys nefnir Ómar sem
dæmi um þær fréttir sem
hann hefursent út þessa mán-
uði. „Yfirleitt reynir maður
að haga seglum eftir vindi og
velja þau mál sem maður
heldur að veki einhvern
áhuga erlendis, en þó kemur
fyrir að ég fæ pantanir að
utan. Þeir virðast fylgjast
■ Ómar Valdimarsson:
„Hefðum orðið vitlausir í verk-
fallinu.“
ágæta vel með því sem er að
gerast hérna. Einn morgun-
inn höfðu þeir til dæmis kom-
ist aö því að hér hafði orðið
gengisfelling og pöntuðu hjá
mér frétt um það.“
Sú spurning er lögð fyrir
Ómar hvort þetta sé ekki
góður bitlingur fyrir blaða-
mann?
„Nei, ég gæti ábyggilega
fengið mér feitara auka-
djobb," svarar hann.
17,5 milljarða halli á
íslensku fjárlögunum
Magnús Guðmundsson, fréttaritari Ritzau
■ Magnús Guðmundsson er
starfsmaður dönsku frétta-
stofunnar Ritzau á íslandi. Það
scgir reyndar ekki alla söguna
því Ritzau gegnir lykilhlutverki í
samstarfi norrænna fréttastofa og
fréttaritara og er Mangús því
einnig hér á snærum þriggja ann-
arra norrænna þjóðfréttastofa:
NTB í Noregi. TT í Svíþjóð og
FNB í Finnlandi.
Einn fréttaritara erlendra fjöl-
miðla á íslandi hcfur Magnús
Guðmundsson atvinnu af því
einu að senda hérlend tíðindi til
útlanda. „Þetta er fullt starf og
meira cn það." segir hann. „Ég
sendi þetta 3-400 greinar út á ári
og þær birtast velflestar einhvers
staðar. í hverjum mánuði fæ ég
senda pakka með úrklippum og
þær skipta yfirleitt hundruðum!'
Magnús hefur starfað hjá Ritzau
síðan vorið 1981 og hefur skrif-
stofu í Hafnarhvoli í Reykjavík.
„Þær fréttir sem ég sendi frá
mér berast til nærri 400dagblaða,
auk sjónvarps- og útvarpsstöðva
á Norðurlöndunum," segir
Magnús. „Ennfremur fcr þetta
efni á flestar stóru alþjóðlegu
frtíttastofurnar - Rcuter, Tass,
AFP. DPA, UPI og fleiri - sem
samkvæmt samningi við Ritzau
hafa frjáls afnot af því. Mínar
afurðir geta þannig farið mun
víðar en á Norðurlöndin; til
dæmis hef ég lent í því að fjöl-
miðlar hafa hringt í mig alla leið
frá Singapore til að biðja um
nánari útlistun á einhverju sem
ég hef skrifað."
Magnús segist að miklu leyti
vinna fréttir sínar upp úr íslensk-
um fjölmiðlum, enda sé hann svo
fámennur að liann liafi vart tök á
því að stunda sjálfstæða fréttaöfl-
un að einhverju marki. þótt oft
reyni hann að fara á stúfana
sjálfur til að finna nýja fleti á
málum. „Ég hef líka lært það af
birturri reynslu að það er betra
að kanna upp á eigin spýtur það
sem kemur í íslenskum fjölmiðl-
um. Ég get þess líka oftast nær ef
ég vitna í þá, meðal annars til
þcss að þeir beri þá ábyrgð á
vitleysunum ef einhverjar eru en
ekki ég."
„Það sem ég sendi frá mér
skrifast á ábyrgð Ritzau,"
heldur Magnús árfram, „þótt
auövitað beri ég sjálfur sið-
ferðilega ábyrgð á því sem ég
sendi frá mér. Nei, það kemur
ekki oft fyrir að fréttir brenglist
verulega á leiðinni. En auðvit-
að eru dæmi um þáð. Versta
uppákoman var þegar fjárlögin
voru samþykkt í fyrra. Þau
áttu að nema 17,5 ntilljörðum
og það var stefna fjármálaráð-
herra að þau ættu að vera
hallalaus, sem var býsa ntikil
nýbreytni. Ég sendi ákaflega
hlutlausa frétt um þetta tii
útlanda, það var seint um
kvöld og gott ef ekki var helgi.
Ég veit svo ekki fyrr en ég fæ
harðar ákúrur frá fjármála-
ráðuneytinu og er krafinn
skýringa . Ekki veit ég hvað
hann var að hugsa maðurinn
scni var á vaktinni úti, hvort
hann varfullureðabara syfjað-
ur, en þegar hann hafði farið
höndum um fréttina var kominn
17,5 milljarða halli á íslensku
fjárlögin. Svona birtist hún í
blöðum út um alla Evrópu og
undir ntínu nafni. Ég hraðaði
mér með frumkópíu af frétt-
inni upp í fjármálaráðuneyti
og held að mér liafi tekist að
hreinsa mig af öllunt grun og fá
fyrirgefningu."
„Þetta er auðvitað voðalega
gagnsæ mynd sem ég verð að
gefa af íslensku þjóðfélagi. ég
verð að gera ráð fyrir að les-
andinn viti santa og ekkert um
fsland, matreiða fréttirnir á