NT - 28.01.1985, Blaðsíða 4

NT - 28.01.1985, Blaðsíða 4
Mánudagur 28. janúar 1985 Sambandið: Gefur sparsömum íslend ingum nýja gróðaleið „I skuidabréfaflokki Sambandsins fclst spcnnandi nýjung þar sem allt að 11% ávöxtun er í boði fyrir skuldabrcf að nafnvirði aðcins 10 þúsund krónur, þ.c. brcf sem cru ekki staerri cn það að allir ráða við að kaupa þau. Jafnframt tryggir ný aöferð viö cndurgrciðslur í senn bestu ávöxtun og að auövelt verður að selja bréfin þegar eigendum lientar best“, sagði Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings hf. m.a. er hann kynnti fyrir fréttamönnum nýjung sem nú stendur til boða á almennum verðbréfamarkaði. Kaupþing hefur tekið að sér að sjá um fyrsta almenna lánsfjárút- boð íslensks fyrirtækis á innlend- um lánamarkaði. Samband ís- lenskra samvinnufélaga gefur bréfin út, en Samvinnusjóðurinn framselur bréfin til væntanlegra kaupenda á almennum markaði. Einn hðfuðtilgangur þessa skulda- bréfaútboðs er sá að afla innlends lánsfjár til atvinnuuppbyggingar í staö þess að auka enn við erlendar skuldir þjóðarinnar. Heildarupp- hæð þessa skuldabréfaútboðs er 50 milljónir króna á nafnverði, sem Sambandið hyggst verja til atvinnuuppbyggingar jafnt í nýj- um sem hefðbundnum atvinnu- greinum. Meðal þeirra verkefna cru fiskeldi á Reykjanesi og upp- bygging á rafeindaiðnaði. Að sögn Péturs hafa íslendingar á undanförnum árum borgað út- lendum sparifjáreigendum mun hærri vexti en þeim íslensku hafa staðið til boða. Tilgangur þessa nýja skuldabréfaútboðs sé m.a. sá að breyta erlendum skuldum í innlendar - og þar með að greiða íslenskum sparifjáreigendum hina góðu vexti í stað útlendinga. Tak- ist með þessu að auka sparnað í landinu leiði það til minnkandi þenslu og þar með minnkandi verðbólgu. Erlendar lántökur hafi þveröfug áhrif. og 100 þús. krónur. tryggð mcð lánskjaravísitölu og eru til 5 ára. Nafnvextir eru 5%, en ávöxtunar- krafan 11%. þannig að þau eru seld með afföllum. Verð 10 þús. króna bréfs er nú um 7.000 krónur, sem með 11% vöxtum og vaxta- vöxtum gefur um 12.900 krónur í endurgreiðslu, auk vísitölubóta, að 5 árum liðnum. Raunávöxtun á tímabilinu er því um 67%. Vegna þess að lántakinn (Sambandið) er skuldbundinn til að kaupa umtals- vert magn bréfa til baka á hverjum ársfjórðungi, sagði Pétur að ætíð verði mjög auðvelt að selja þau. Þau séu því bæði heppileg til fjárfestingar í stuttan og langan tíma, t.d. fyrir ungt fólk scnt er að safna fyrir fyrstu íbúðinni sinni. Bréfin verða seld hjá Kaupþingi og í Samvinnubankanum. Fyrirlestur um lyfjamál ■ Deildarstjóri lyfja- máladeildar Alþjóöaheil- brigðismálastofnunarinn- ar (WHO) í Kaupmanna- höfn, iVI.N.G. Dukes mun dvelja hér á landi dagana 27.-30. jan. á vegum lyfja- nefndar. Hann er talinn einn fremsti sérfræðingur um aukaverkanir lyfja og ritstýrir þekktri árbók um þau efni. M.N.G. Dukes flytur erindi fyrir lækna og lyfja- fræðinga um aukaverkanir lyfja og verkefni WHO á sviði lyfjamála mánudag- inn 28. janúar í stofu 101 í Lögbergi kl. 20.3(1 Ennfremur mun hann flytja erindi á fundi lyf- lækningadeildar Landspít- alans þriðjudaginn 29. jan. kl. 13.00. ■ Sigrún Edda Lövdal og höfundur myndagátunn- ar, Atli Magnússon, blaöamaöur, draga úr réttum lausnum. Með þessum bréfum sagði Pétur fólki gefast valkostur mitt á milli spariskírteina ríkissjóðs og al- menna skuldabréfamarkaðarins. Sambandsbréfin séu í minni ein- ingum og jafnframt öruggari en almennu bréfin, en vcxtir þeirra hins vegar mun hærri en á ríkis- skuldabréfunum. Bréfin eru að nafnverði 10 þús. ■ Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings skýrir út hvernig mikið eða lítið framboð getur haft áhrif á verð skuldabréfa á almennum verðbréfamarkaði. Til vinstri eru: Eggert Agúst Sverrisson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Sambandsins og Sigurður B. Stefánsson hjá Kaupþingi. Stríðið um hraðahindranirnar á Vesturgötu: „Óánægð með þessa f ramkvæmd eins og hún blasir við núna“ - segir Magnús Skúlason formaður foreldra- og kennarafélags Vesturbæjarskólans sem vilja heldur fá „sofandi lögregluþjón“ ■ „Við erum óánægð með framkvæmdina á þessum hraðahindr- unum og teljum að frekar hefði átt að setja þarna bungiir," sagði Magnús Skúlason formaður foreldra- og kennarafélags Vesturbæj- arskólans í samtali við NT um hraðahindranirnar sem komið hefur verið fyrir á Vesturgötunni og leitt hafa til þess að vagnstjórar á leið 2, Grandi - Vogar, hættu að aka um götuna fyrir nokkrum dögum. Taldi Magnús að breytingin væri barla lítið skref í rétta átt því hún drægi ekki úr aðalum- ferðarhraðanum og hefði ein- ungis skapað þeim, sem barist hafa fyrir því að draga úr hraða í Vesturbænum, óvild vagn- stjóranna. „Viðviljumeigagott samstarf við SVR því þetta þjónustufyrirtæki er okkur í Vesturbænum mikils virði,“ bætti hann við. íbúasíÆitök Vesturbæjar og foreldra- og kennarafélagið hafa í mörg ár barist fyrir því að tryggja gönguleiðir skólabarna, sérstaklega á mestu umferðar- götunum sem eru Vesturgata, Bræðraborgarstígur og Ægis- gata. Nokkur árangur hefði náðst í þeirri baráttu þegar „sofandi lögregluþjónn", þ.e. upphækkun var sett á Öldugöt- una árið 1983 en SVR hefði lagst gegn því. Kvaðst Magnús vonast til þess að einhverjar raunhæfar lausnir fyndust til þess að draga úr umferð á áðurnefndum götum því það væri full þörf á því. Staðan í Vesturgötustríðinu er nú sú að beðið er eftir fundi borgarráðs á morgun til að leysa hnútinn og sagði Davíð Odds- son borgarstjóri að borgaryfir- völd myndu liorfa í gegnum fing- ur sér vegna ákvörðunar vagn- stjóranna að breyta akstursleið- inni upp á sitt einsdæmi en hann vonaðist til að lausn fyndist á þeim fundi. Pangað til mun vagninn á leið 2 aka Vesturgötu, niður Ægis- götu og vestur Mýrargötu en beygja síðan upp Seljaveg og Vesturgötu, um 100 metra frá Vesturgötuna áfram og í Ána- stoppa á horni Seljavegar og stoppistöðinni, og síðan aka naust á leiðinni vestur úr. ■ Hraðahindranirnar sem settar hafa verið upp á Vesturgötunni vekja litla hrifningu hvort sem um er að ræða strætisvagnastjóra eða íbúa hverfisins. Þjóna þær illa þeim tilgangi sem þeim var ætlað, þ.e. að draga úr umferðarþunga og tryggja gönguleiðir í skóla. NT-mynd: Róben Sænskuróperu- söngvari í stað Nicolai Gedda ■ Það verður sænskur barytónsöngvari, Karl Johan Falkman, sem hleypur í skarðið fyrir ten- órsöngvarann heims- fræga Nicolai Gedda og kemur fram hjá Tónlistar- félagi Reykjavíkur mánu- daginn 2. febrúar. Fyrir- hugað var að Gedda kæmi fram hjá Tónlistarfélaginu n.k. mánudagskvöld,- en vegna veikinda hans gat ekki af því orðið. Vonir standa til að Gedda sjái sér fært að koma til íslands næsta haust. Falkman starfar hjá konunglegu óperunni í Stokkhólmi. Hann mun flytja hér verk eftir Ravel, Rangström og ýmsar óperuaríur. Undir- íeikari hans verður Jan Eyron píanóleikari. Miðar, sem ætlaðir voru á tónleika Nicolai Gedda, gilda á tónleika Falkmans, en seldir aukamiðar fást endurgreiddir ef óskað er. Leiðrétting: Meirihluti ávísana- falsana upplýstur ■ Ranghermt var í'frétt NT á forsíðu þann 25.1.að fæst þeirra mála sem upp koma vegna fals- aðra ávísana upplýsist. Stað- reyndin er að mjög stór hluti, ef ekki meirihluti þessara mála upplýsist en í fæstum tilvikum reynast skálkarnir borgunar- menn skulda sinna. Því eru það tilmæli Rannsóknarlögreglu að fólk sýni aðgát í ávísanamálum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.