NT - 28.01.1985, Blaðsíða 23
1 u Mánudagur 28. janúar 1985 23
l f ■1
Úrvalsdeildin í körfu:
Stúdentar lögðu ÍR
- í æsispennandi leik
■ Stúdentar lögðu ÍR-inga
öðru sinni á þessum vetri í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik
í gær á sögulegan máta. Sigur-
karfa Stúdenta var skoruð einni
sekúndu fyrir leikslok, af besta
manni þeirra Guðmundi Jó-
hannssyni, sem fékk draurna-
sendingu frá félaga sínum Árna
Guðmundssyni, alfrír undir
körfunni. Annars áttu Stúdent-
ar sigurinn skilinn, höfðu for-
ystu nær allan tímann, nema í
Enska knattspyrnan:
lokin þegar ÍR hafði loks náð
að jafna.
Leikurinn fór jafnt af stað,
en Stúdentar voru þó heldur á
undan að skora. ÍS var yfir
20-17 eftir tíu mínútna leik, en
ÍR náði að komast yfir og hafði
yfir 26-25. Stúdentar settu þá á
fulla ferð um leið og allt hrundi
hjá ÍR, skoruðu 10 stig í röð,
35-26, og 16 mínútur liðnar.
Stúdentar tóku svo annan kipp
Liverpool sló
Tottenham út
Frá Heimi Bergssyni fréttamanni NT
í Englandi:
■ Liverpool er komið á skrið
í ensku knattspyrnunni og lagði
Tottenham að velli á Anfield
Road í gær, er liðin mættust í
4. umferð bikarkeppninnar við
erfiðar aðstæður. Það var
markamaskínan sjálf, Ian
Rush, sem skoraði sigurmarkið
í fyrri hálfleik.
Fyrri hálfleikur var nokkuð
fjörugur. Garth Crooks Tott-
enham fékk fyrsta færið á 7.
mínútu en Grobbelaar náði af
honum boltanum með út-
hlaupi. Þremur mínútum síðar
komst Perryman inn í vítateig
Liverpool eftir fallega hælsend-
ingu frá Hoddle, var felldur og
dómarinn sleppti augsýnilegri
vítaspyrnu. Skömmu síðar átti
John Wark hörkuskot rétt yfir
mark Tottenham og á 17. mín-
útu kom markið.
Ian Rush slapp laus í boltann
sem þeim Miller og Roberts
hafði mistekist að hreinsa frá.
Rush lyfti boltanum yfir út-
hlaupandi Ray Clemence afar
snyrtilega og boltinn fór í netið.
Rétt fyrir hálfleik varð Tott-
Blak:
enham fyrir því áfalli að Glenn
Hoddle meiddist illa, fékk
spark í nýrnastað. Hann varð
að fara útaf. Gary Mabbutt
kom inn á, og þar sem hvorki
Ardiles né Hazard voru á miðj-
unni, (Ardiles ekki með en
Hazard meiddur) varð síðari
hálfleikur lítils virði. Besta fær-
ið kom er Chiedozie gaf fyrir
frá endamörkum, en Grobbela-
ar bjargaði með glæsilegu út-
hlaupi.
Um miðjan síðari hálfleik
meiddist Miller í vörn Totten-
ham, og haltraði um völlinn
eftir það. Tottenham átti sér
ekki viðreisnar von eftir þetta.
Grobbelaar var besti maður
Liverpool, og Whelan barðist
vel. Liðið er nú að því er virðist
komið á skrið og Liverpool-
bragtir á því. Chiedozie var
langbestur hjá Tottenham,
Galvin var þokkalegur. -Tutt-
ugu og tvö þúsund áhorfendur
sáu leikinn í miklum kulda, og
þótti gott. Snjólag var yfir vell-
inum þrátt fyrir að hann væri
upphitaður, og aðstæður erfið-
ar.
í lok hálfleiksins og leiddu
47-31 í hálfleik.
Stúdentar bættu enn við í
upphafi síðari hálfleiks, og
náðu mest 20 sti'ga forskoti
52-32. Þá tóku ÍR-ingar, sem
verið höfðu afspyrnuslappir í
fyrri hálfleik, sigsaman í andlit-
inu og fóru að síga á. Framan
af gekk það heldur hægt, því
þótt ÍR skoraði oftar, skoruðu
Stúdentar oft þriggja stiga
körfur. En smám saman
minnkaði munurinn, og þegar
ein og hálf mínútu var til leiks-
loka var staðan 78-67 ÍS í hag.
ÍR-ingar settu á fulla verð,
Stúdentar misstu stjórn á leikn-
um, og Björn Steffensen jafn-
aði úr vítaskotum 9 sekúndum
fyrir leikslok, 78-78. Stúdentar
geystust þá í sókn, og Árni gaf
á Guðmund alfrían, sem skor-
aði sigurkörfuna og tíminn
rann út.
Guðmundur Jóhannsson var
langbesti maður Stúdenta í
leiknum. Árni Guðmundsson
lék einnig vel, og Valdimar
Guðlaugsson, ÍR-ingar voru
allir jafnslappir í fyrri hálfleik,
en Björn Steffensen, Karl Guð-
laugsson og Hreinn og Gylfi
Þorkelssynir voru mennirnir á
bak við afturbatann í síðari
hálfleik.
Stigin: ÍS: Guðmundur 30,
Árni 24, Valdimar 8, Helgi
Gústafsson 6, Ragnar Bjart-
mars 5, Ágúst Jóhannesson 4,
og Eiríkur Jóhannesson 3. ÍR:
Björn 17, Gylfi 16, Karl 16,
Hreinn 15, Bragi Reynisson 6,
Ragnar Torfason 5 og Jón Örn
Guðmundsson 3.
Úrvaldsdeildin
í körfuknattleik:
Úrslit um helgina:
Njarðvik-KR .................83-80
Haukar-Valur.................86-93
ÍR-ÍS........................78-80
Staðan:
Njardvik .. 15 14 1 1347-1120 28
Haukar.... 15 11 4 1251-1156 22
Valur...... 15 8 7 1317-1255 16
KR ........ 15 7 8 1217-1171 14
ÍR......... 15 3 12 1130-1266 6
ÍS ........ 14 2 13 1083-1374 4
Þróttur og HK áfram
-enekkiátakalaust
- sigruðu Fram og Víking í bikarkeppni BLÍ
■ ÞrótturogHKkomustbæði
áfram í 1. umferð bikarkeppni
Blaksambands íslands um helg-
ina, en ekki átakalaust. Bæði
þessi topplið þurftu fimm hrin-
ur til að leggja botnlið fyrstu
deildarinnar, Þróttur Fram, og
HK Víking.
Þróttarar voru heillum
horfnir er þeim mættu Fram,
án Guðmundar Pálssonarþjálf-
ara síns, sem meiddist fyrir
nokkru. Fram vann fyrstu hrin-
una létt, 15-4, en Þróttur náði
þeirri næstu vel eftir að Guð-
mundur kom inn á, og sigraði
15-6. Fram knúði fram sigur í
þriðju hrinu, 15-13, en Þróttur
var sterkari í þeirri fjórðu,
15-9. Lokahrinan var svo létt
hjá Þrótti, vindurinn var úr
Frömurum og úrslitin 15-4.
Guðmundur Pálsson var lyk-
ill Þróttara að sigrinum, nær-
vera hans gefur liðinu mikið
öryggi. Ólafur Árni Traustason
var yfirburðamaður í liði Fram-
ara, og besti maður vallarins.
HK byrjaði illa gegn Víkingi,
minnugt tapsins í deildinni um
daginn. Víkingur vann fyrstu
hrinuna 15-7, en HK svaraði í
sömu mynt í annari hrinu og
vann 15-7. Víkingur marði svo
sigur, 15-13 í þriðju hrinu, og
var nú að duga eða drepast
fyrir HK. Liðið dugði, náði
upp sínum bestu samliggjandi
hrinum í vetur, og vann 15-5 og
15-6.
Sunday Times skrifar um lyfjamál:
60% landsliðsins!
- nota ólögleg lyf segir Dickenson
■ Samkvæmt frétt sem
breska hlaðið Sunday Tim-
es birti þá notar fjöldinn all-
ur af breskum frjálsíþrótta-
mönnum lyf til að auka
getu sína í íþróttuin. Blaðið
hefur eftir Paul Dickenson
sem er fyrrum sleggjukast-
ari að alít að 60% af lands-
liðsmönnum Breta noti
ólögleg lyf.
Astæðan fyrir því að
fleiri nota orðið ólögleg lyf
er sú að nú eru verðlaun í
frjálsíþróttamótum orðin
mjög vegleg en aðeins fyrir
þá sem sigra, segir í Sunday
Times.
Nú leitar breska frjáls-
íþróttasambandið að leið-
uni til að koma í veg fyrir
að íþróttamenn noti slík lyf
sem ósækileg teljast.
■ Guðmundur Jóhannsson reyndist ÍR-ingum erfiður í gær.
NT-mynd: Róbert
Handboltinn:
■ Staðan í fyrstu deild karla í
handknattleik eftir 23-18 sigut
Vals á KR á laugardag er þessi:
FH ........ 10 9 1 0 274-227 19
Valur...... 9 5 3 1 213-175 13
Víkingur .. 9 4 2 3 221-208 10
KR ........ 9 4 2 3 187-176 10
Stjarnan .. 10 3 2 5 218-224 8
Þróttur .... 10 3 2 5 234-248 8
Þór V...... 9 3 0 6 181-216 6
Breiðablik . 10 1 0 9 203-257 2
Úrslit urðu þessi í 2. deild karla
um helgina:
HK-ÞórAk..................20-11
Grótta-Haukar.............21-23
Fylkir-Armann.............20-23
Fram-Þór Ak...............25-22
Staðan:
Fram ...... 10 8 1 1 242-200 17
KA ........ 9 8 0 1 213-175 16
HK ........ 10 6 1 3 205-194 13
Haukar .... 10 5 0 5 227-235 10
Ármann ... 9 4 0 5 199-197 8
Grótta .... 11 2 3 5 230-246 7
Fylkir..... 10 2 2 6 192-215 6
Þór Ak . ... 11 1 1 9 221-267 3
> . I
Knattspyrna:
■ Hér á eftir fylgja úr-
slit í leikjum helgarinnar
í Belgíu, Portúgal og á
Spáni. Eins og greina má
þá heldur Anderlecht
áfram sigurgöngu sinni í
Belgíu, nú með sigri á
Club Brugge 2-0.
Þá var stórleikur í Port-
úgal er Portó sigraði Ben-
fica á heimavelli þeirra
siðarnefndu. Sporting
tapaði stigi þannig að
Portó er nú með 4 stiga
forystu.
Á Spáni vann Barcel-
ona stórsigur á Real Betis
4-0. Þeir Barcelónumenn
hafa nú 9 stiga forystu.
Úrslit:
CS Brugge-Gent...............0-0
St. Niklaas-Waterschei.......0-2
Lokeren-Beveren..............0-1
Mechelen-Lierse .............3-0
Anderlecht-CS Brugge ........2-1
Waregem-Antwerpen............4-0
Beerschot-Kortrijk...........1-4
FC Liege-Seraing.............1-0
Standard L.-Racing J.........3-3
Staða efstu liða:
Anderl....... 18 14 4 0 60-16 32
Waregem...... 18 12 2 4 40-24 26
Gent......... 18 10 4 4 41-21 24
FC Liege..... 18 9 6 3 33-17 24
FC Brugge .... 18 9 6 3 29-21 24
Beveren...... 18 9 3 6 34-18 21
Portúgal:
Úrslit:
Benfica-Porto................0-1
Farense-Sporting.............1-1
Setubal-Braga................0-2
Guimares-Vizela .............3-0
Salgueros-Benafiel ..........2-1
Roavista-Rio Ave.............2-3
Academica-Bellnenses ........0-0
Varzim-Portimonense..........1-1
Þór tapaði tvisvar
Frá Ólafi Þór Jóhann.ssyni frcttamanni NT á
Suðurnesjum:
■ Þórsarar frá Akureyri
komu til Suðurnesja um helg-
ina og léku tvo leiki í 1. deild
karla í körfuknattleik. Þeir töp-
uðu báðum, 62-66 fyrir Grinda-
vík, og 91-106 fyrir Keflavík.
Þá lagði Reynir Laugdæli
■ Andy King, fyrrum
leikmaður Everton, hefur nú
hug á að yfirgefa hollenska 2.
deildarliðið SC Cambur. King
sem er 28 ára miðvallar-
leikmaður fór frá Everton til |
Hollands í byrjun þessa keppn-1
istímabils og gerði 2 ára samn-
79-66 í Sandgerði. Nánar á
morgun.
Staðan:
Keflavik...... 13 11 2 1172- 897 22
Fram ........ 11 8 3 866- 661 16
ReynirS ..... 14 8 6 1005-1011 16
Þór.......... 10 4 6 767- 802 8
Grindavík ... 10 4 11 677- 774 6
Laugdælir .... 9 0 9 437- 766 0
ing við 2. deildarliðið. Forseti
Cambur sagði að enska félagið
Wolverhamton Wanderes
hefði áhuga á að ná í kappann
og hefði boðið honum samning.
Hollenska liðið hefur veitt King
leyfi til að fara.
Staða efstu liða:
Porto ........ 18 16 1 1 49- 7 33
Sporting ..... 18 12 5 1 46-16 29
Benfica ...... 18 12 2 4 39-18 26
Portim........ 18 10 3 5 35-25 23
Boavista ..... 18 7 8 3 25-18 22
Spánn:
Atl.Madrid-Malaga ............3-0
Hercules-R.Sociedad...........0-0
R. Valladolid-Espanol.........1-1
Racing-Real Madrid............0-0
Atl. Bilbao-R. Zaragoza.......0-3
Sporting-Osasuna .............1-0
Sevilla-Elche.................l-l
Barcelona-Real Betis..........4-0
Valenvia-R. Murcia............l-l
Staða efstu liða:
Barcelona ... 22 15 6 1 47-16 36
Atl.Madrid 21 10 7 4 31-17 27
Real Madrid .22 9 8 5 25-19 26
Valencia .... 22 7 11 4 27-14 25
Sevilla...... 22 8 9 5 19-17 25
Sporting .... 22 6 12 4 18-16 24
R. Sociedad .. 22 7 9 6 25-20 23
King til Wolves?
prv ■**/-"'
■ Þessar gullfallegu stúlkur eru allar norskar og urðu sigurvegarar í 20 km göngu kvenna í.
Seefeld ( sjá bls. 21). Þær eru frá vinstri: Britt Pettersen (silfur) Inge Nykkelmo (gull) og
Anette Boe (brons). Símamynd-POLFOTO