NT - 28.01.1985, Blaðsíða 20

NT - 28.01.1985, Blaðsíða 20
IU' Mánudagur 28. janúar 1985 20 Enska bikarkeppnin í knattspyrnu: Arsenal slegið út af York City! - Dixon með fernu og Varadi með þrennu í stórsigrum Sheffield Wednesday og Chelsea - Jafnt hjá Forest og Wimbledon - Ipswich heppið gegn Gillingham - Pearce bjargaði Manchester Utd - Birmingham og Norwich keppa fjórða sinni - Frá Heimi Bergssyni fréttamanni NT i Englandi: ■ Það var bikarhelgi um helgina í Englandi, og menn voru viðbúnir óvxntum úrslituin eins og alltaf koma upp í enskri bikarkeppni. Það voru þó ekki ýkjamörg óvænt úrslit, en þó ein sem tóku alla athygli, er York City úr þriðju deild lagði að velli Arsenal, eitt af toppliðum fyrstudeildar og eitt af „milljónaliðun- um“ á sögulegan máta. Annarrardeildarlið Wimbledon kom Nottingham Forest enn í opna skjöldu, náði jafntefli í Nottingham, og Ipswich mátti þakka fyrir að sleppa með sigur gegn þriðjudeild- arliðinu Gillingham. Þá mátti Manchester United þakka mark- verði sínum, Steve Pearce fyrir sigurinn gegn Coventry. York-Arsenal.............1-0 Leikmenn Jórvíkurliðsins, sem metið er á 19 þúsund pund, tæpar 800 þúsund ísl. krónur, börðust eins og Ijón allan tímann, og uppskáru laun erfiðis síns er þeir fengu víta- spyrnu á síðustu mínútu leiks- ins. Hinn 24 ára garnli Keith Houchen skoraði úr spyrnunni og felldi þar með stórstjörnulið Arsenal, metið á 4,5 milljónir punda, liðlega 180 milljónir ísl. króna, út úr ensku bikarkeppn- inni. Houchen sagði eftirfarandi um vítaspyrnudóminn sem þótti vafasamur: „Við sóttum upp hægra megin, og ég hljóp upp að marki frá miðvellinum. Ég var að bíða eftir að Mark Butler sendi fyrir þegar Steve Williams þreif í búning minn. Dómarinn var nærstaddur og dæmdi umsvifalaust víti." Ho- uchen, sem bæjarhetja í Jórvík þessa stundina, sagði um víta- spyrnuna: „Ég hef aðeins einu sinni tekið víti áður fyrir York, og þá brenndi ég af. Þó mér hafi fundist heil eilífð líða áður en ég spyrnti á markið, var ég öruggur um að skora." Framkvæmdastjóri York, Dennis Smith, var ekki síður ánægður: „Við áttum skilið að vinna," sagði hann. Og aðstoð- arframkvæmdastjórinn Steve Busby bætti við: „Stórkostlegt. Frábær tími til að fá víti. Arsen- al átti ekki möguleika á að rétta úr kútnum." Don Howe, framkvæmda- stjóri Arsenal, var ekki eins ánægður: „Ég varð fyrir von- brigðum með úrslitin. Ég kvarta þó ekki yfir frammi- stöðu minna manna. Þetta var alltaf leikur sem hefði átt að enda meðjafntefli." Mikiðrétt, leikurinn var þófkenndur nær allan tímann, og þegar tíu mín- útur voru eftir héldu allir að hann mundi enda með jafntefli, en eins og sagt var, vítaspyrna á síðustu nrínútu leiksins breytti öllu. Sheffield Wed-Oldham . . 5-1 lmre Varadi var hetja þessa leiks, skoraði þrennu. Chapm- an og Marwood skoruðu hin. Bowden skoraði fyrir Oldham. Framkvæmdastjóri Odham, Joey Royle, sem sá lið sitt steinliggja, hafði aðeins eitt orð yfir leikstíl þeirra Shef- fieldmanna: „Frábært." Hann sagði að Wednesday væri tví- mælalaust með eitt besta liðið í Englandi í dag, og gæti átt eftir að gera stóra hluti: „Wednes- day er lið sem gerir það gott í öllum keppnum. Þeir stoppa aldrei og það sem meira er, þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera." Framkvæmda- stjóri Sheffield Wednesday, Howard Wilkinson, var þó meira jarðbundinn en starfs- félagi hans, og þegar hann var spurður um möguleika liðs síns til að fara alla leið til Wembley, svaraði hann dæmigerðu fram- kvæmdastjórasvari: „Vissulega eigum við möguleika. En það hafa öll hin liðin líka." Nott.For.-Wimbledon ... 0-0 Brian Clough, framkvæmda- stjóri Nottingham Forestersvo sannarlega búinn að fá sig full- saddan af liði Wimbledon. Ekki nógmeð að Wimbledon hafi slegið lið Nottingham For- est út úr mjólkurbikarnum á síðasta ári, heldur gerði það jafntefli uin helgina við Nott- ingham í sjálfri bikarkeppninni nú, og neyða þar með Clough og co til að fara niður til Lundúna í vikunni til að fá úr því skorið hvort liðið fer í fimmtu umferð. Clough hafði í leikskrá dagsins varað áhorf- endur liðsins við Wimbledon, og sagt að þeir gætu hugsan- lega gert Forest skráveifu. Og ennþá einu sinni hafði Clough rétt fyrir sér. Barnsley-Brigton....... 2-1 Owen úr vítaspyrnu og Futc- her skoruðu fyrir Barnsley, en Ryan svaraði fyrir Brighton. Everton-Doncaster .... 2-0 Everton hafði leikinn allan tímann í hendi sér, og Trevor Steven og Gary Stevens skor- uðu mörkin. 38 þúsund áhorf- endur sáu leikinn. Grimsby-Watford ........1-3 Steve Foley kom Grimsby yfir, ogstaðan var 1-0 í hálfleik. En þá var hafinn kafli Luthers Blissett, sem skoraði tvö af mörkum Watford. Gallaghan skoraði þriðja mark Watford. Ipswich-Gillingham .... 3-2 Leikurinn var hörkuspenn- andi, og Ipswich var í raun heppið að fara með sigur af hólmi. Mikil barátta þriðju- deildarliðsins var aðdánunar- verð. Ipswich komst í 2-0 með marki Wilson og sjálfsmarki Mel Sage í liðið Gillingham. En Sage bætti um betur, skor- aði næst rétturn megin og Lesl- ey jafnaði. Táningurinn Jason Dozzell í framlínu Ipswich skoraði svo sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Leicester-Carlisle......1-0 Smith skoraði mark Leicest- cr. Luton-Huddersfíeld ... 2-0 Brfían Stein og Mel Donachy skoruðu mörk Luton í leiknum. Manchester Utd-Coventry . 2-1 Varamarkvörður Manchest- er United, Steve Pearce, var hetja liðsins í þessum leik. ■Mark Hughes skoraði fyrsta ■ Kerry Dixon var á skot- skónum um helgina, skoraði fjögur af fímm mörkum Chels- ea í leiknum gegn Wigan. ENSKIR PUNKTAR Óhappagemlingurinn Bailey... Frá Hcimi Bergssyni frctamanni NT í Englandi: markið fyrir United, og Paul McGrath annað. Hughes var síðan borinn útaf meiddur. Terry Gibson minnkaði mun- inn fyrir Coventry, og nokkru síðar fékk Coventry víti sem Gibson tók. Nú brást honum bogalistin, Pearce varði glæsi- lega. Og Pearce hafði ekki sagt sitt síðasta orð, áður en leikur- inn var úti varði hann glæsilega mikið þrumuskot Brian Kilc- line beint úr aukaspyrnu. Orient-Southampton ... 0-2 Joe Jordan og Steve Moran skoruðu mörk Southampton í leiknum. Wigan-Chelsea..........0-5 Kerry Dixon var aldeilis á skotskónum í þessum leik, skoraði heil fjögur mörk! Da- vid Speedy skoraði eitt. Wigan gat ekki verið mjög heppið tvisvar í röð, var heppið er þessi lið mættust í fyrra skiptið, en þetta var önnur viðureign liðanna í þriðju umferð. Chel- sea mætir Millwall heima í fjórðu umferð. Blackburn-.Portsmouth . . 2-1 Quinn skoraði bæði mörk \*-*t*iá Blackburn, en Kennedy svar- aði fyrir Portsmouth. Þetta var önnur viðureign liðanna í þriðju umferð. Blackburn leik- ur úti gegn Oxford í fjórðu umferð. Birmingham-Norwich ... 1-1 Þetta var þriðja viðureign liðanna, og þau mætast aftur á mánudag fjóðra sinni í þriðju umferð bikarkeppninnar. Stað- an var 0-0 eftir venjulegan leiktíma, og 1-1 eftir framleng- ingu. Geddis skoraði fyrir Birmingham, og Mendham fyr- ir Norwich. Morton-Rangers..........3-3 Þetta var eini merkilegi leikurinn í skosku bikarkeppn- inni. Morton kom á óvart með því að ná jafntefli, en liðin mætast aftur í Glasgow. Fyrir Rangers skoruðu Svíinn Prytz, McPearson og McDonald. Fyr- ir Morton skoraði Robertson tvö og Clinging eitt. ÚRSLIT ÚRSLIT ■ NEWCASTLE hefur áhuga á að fá Watfordleik- manninn George REILLY til liðs við sig og hefur þegar spurst fyrir um verð. Watford er þó líklega ekki á þeim bux- unum að selja Reilly, og New- castle er því með einn leikmann í sigtinu til vara. Sá er Colin WEST frá Sunderland... ... AÐSTOÐ ARFRAM- KVÆMDASTJÓRI WBA, Normann Hunter, hefur undanfarið fylgst með hinum unga og stórefnilega Stewart McCALL frá Bradford. Sá mun vera undir smásjá flestra fyrstudeildarliða um þessar mundir... ...LEIKMÖNNUM NOTT- INGHAM FOREST var sagt að borga 100 pund hver. ef þeir vildu fara til Tenerife til æfinga, og losna þannig við frostið í Englandi í bili, amk. Nokkrir leikmenn, svo sem Kenny Swain. Johnny MetgodogGary Birtles ákváðu frekar að láta sér verða kalt í Nottingham frekar en fara með Brian Clough til Tenerife... ... HINN SKOSKI MIÐ- VALLARSPILARI LEEDS United, John DONNELLY, er líklega á förum norður eftir. Hann mun hafa átt í viðræðum við DUNFERMLINE nú um helgina... ... PETER NICHOLAS, velski landsliðsmaðurinn sem hefur leikið með Crystal Pal- ace, mun- líklega skrifa undir samning við LUTON Town í vikunni. Samningurinn mun vera uppá 125 þúsund pund... ...EINS OG ALLIR VITA, hefur MANCHESTER Utd verið á höttunum eftir góðum miðverði. Nú ku þeir vera á höttunum eftir efnilegum mið- verði, og er unglingalandsliðs- maðurinn Mike FORSYTHE frá West Brpmwich Albion í sigtinu þessa stundina. GARY BAILEY, mark- vörður Manchester United á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Bailey hefur ekki get- að leikið með Mancesterliðinu að undanförnu vegna meiðsla, en var síðan kominn í form og átti að leika fyrsta leikinn með liðinu að nýju í bikarkeppninni gegn Coventry um helgina. Það gekk þó ekki, því á síðustu æfingu fyrir leik fór litli fingur annarrar handar Bailey úr liði. - Óhappagemlingur, Bailey. England: 1. DEILD: WBA-QPR...................0-0 2. DEILD: Shrewsbury-Fulham.........3-1 Notts C-Charlton .........0-0 Sheff. Utd.-Wolves........2-2 3. DEILD Bolton-Rotherham..........2-0 Bournemouth-Playmouth .... 1-0 Bradford-Swansea.......... 1-1 Brentford-Newport ........2-5 Bristol C-Cambridge.......3-0 Millwall-Walshall ........0-0 Reading-Bristol R ........3-2 4. DEILD: Chester-Southend ......... 5-1 Chesterf.-Scunthorpe ..... 1-0 Colchester-Bury........... 1-0 Crewe-Mansfield............ 1-1 Exeter-Aldershot.......... 3.0 Peterbo-Wrexham............ 2-1 Port Vale-Torquay.........2-2 Swindon-Tranmere..........2-1 Bikarkeppnin: 3. UMFERÐ: í annað sinn Blackburn-Portsmouth.......2-1 (Black. úti gegn Oxford í 4. umf.) Wigan-Chelsea..............0-5 (Chelsea heima gegn Millwall í 4. umf.) í þriöja sinn: Birmingham-Norwich........ 1-1 (Aftur í Norwich á mánudag;) 4. UMFERÐ: Barnsley-Brighton..........2-1 Everton-Doncaster .........2-0 Grimsby-Watford............ 1-3 Ipswich-Gillingham.........3-2 Leicester-Carlisle......... 1-0 Luton-Huddersfield.........2-0 Man Utd.-Coventry..........2-1 Nott. Forest-Wimbledon.....0-0 Orient-Southampton.........0-2 Sheff.Wed-Oldham .......... 5-1 York-Arsenal .............. 1-0 SKOSKI BIKARINN 3. UMFERÐ: Ayr-Keith .................3-1 Brechin-East Fife.......... 1-1 Morton-Rangers.............3-3 Raith-Clyde................2-2 Staðan...Staðan... 1. deild Everton : 24 15 4 • 5 53 29 49 2. deild: Blackburn 24 14 6 4 47 23 48 Tottenham 24 14 5 5 49 25 47 Oxford 21 14 4 3 51 18 46 Man. Utd 24 12 5 7 46 30 41 Man. City 25 13 7 5 40 20 46 Sheff. Utd. 24 11 8 5 39 24 41 Birmingham 23 14 4 5 33 21 46 Arsenal 24 12 4 8 44 31 40 Portsmouth 24 11 9 4 39 32 42 Liverpool 24 10 8 6 33 22 38 Leeds 24 12 4 8 45 29 40 Southampton 24 10 7 7 29 28 37 Grimsby 24 11 4 9 47 40 37 Chelsea 24 9 9 6 40 29 36 Huddersfield 24 11 4 9 33 35 37 Nott. Forest 23 11 3 9 36 34 36 Barnsley 22 9 9 4 25 15 36 Norwich 25 10 6 9 31 34 36 Brighron 23 10 6 7 24 17 36 West Brom. 25 10 5 10 37 36 35 Fulham 24 11 3 10 43 44 36 Aston Villa 24 8 7 9 34 38 31 Shrewsbury 24 9 8 7 43 36 35 West Ham 23 8 7 8 30 34 31 Wimbledon 24 9 4 11 42 51 31 Q.P.R. 25 7 10 8 32 39 31 Carlisle 23 8 4 11 24 34 28 Watfcrú 23 7 8 8 45 42 29 Sheffield 25 5 10 10 37 42 25 Leicester 24 8 5 11 42 45 29 Oldham 23 7 4 12 25 43 25 Newcastle 24 7 7 10 37 49 28 Charlton 24 6 6 12 31 37 24 Sunderland 23 7 5 11 29 35 26 Middlesbro 24 6 6 12 28 38 24 Coventry 25 7 4 14 26 45 25 Crystal Pal. 22 5 8 9 27 34 23 Ipswich 23 5 7 11 21 33 22 Wolves 25 6 5 14 30 51 23 Luton 23 5 6 12 27 43 21 Notts 25 4 5 16 21 49 17 Stoke 24 2 6 16 17 52 12 Cardiff 23 3 4 16 25 51 13

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.