NT - 28.01.1985, Blaðsíða 14
Mánudagur 28. janúar 1985 14
Sjónvarp kl. 20.40:
Dario Fo gerir
flesta hluti
skemmtilega,
jafnvel hungur!
■ 1 sjónvarpi íkvöld kl. 20.40
verður sýndur fyrsti þáttur af
fjórum eftir Dario Fo, sem
kallast Einræður. Hinir þrír
verða sýndir næstu þrjá mánu-
daga. f>að er finnski leikarinn
Asko Sarkola, sem flytur, en
þýðandi er Guðni Kolbeins-
son. Við spurðum Guðna um
hvað þátturinn í kvöld fjallar.
„Þetta er mjög stuttur
þáttur, sem ég kalla Hungrið.
Það er leikari sem lýsir hungri
sínu og draumum um mat með
orðum og látbragði," segir
Guðni stutt og laggott.
En nú er Dario Fo þekktur
fyrir gamanleiki sína, sem hafa
notið ómældra vinsælda hér á
landi í mörg ár. Varla er hung-
ur neitt gamanefni?
- Þetta er skemmtilegt, segir
Guðni.
Dario Fo gerir sem sagt
hungur skemmtilegt, spyrjum
við í forundran.
- Já, það er að segja fyrst og
fremst þessar ímyndanir
mannsins. Hann ímyndar sér
þarna að hann sé að útbúa sér
feikna mikla máltíð og verður
náttúrlega feikilega saddur
þangað til það rennur upp fyrir
honum að þetta er bara ímynd-
un, svarar Guðni.
Þátturinn er fluttur á
sænsku.
■ Guðni Kolbeinsson er þýð-
andi Einræðna Darios Fo.
■ Dario Fo hefur um margra
ára skeið skemmt íslendingum
með gamanleikjum sínum.
BÍLAR OG BÖRN
- mestu vandamálin!
vandamálin núna. Bílarnir eru
stórhættulegir og þeir drepa
börnin, þeir eru skaðvaldur.
En ef börnin settust nú á skóla-
bækurnar og færu að hugsa um
þetta fullorðna fólk, sem er
svo illa komið að það verður
að setja hindranir á sjálft sig til
að geta haldið sínar eigin
reglur, hvað þá? Hvernig eiga
börnin þá að bera virðingu
fyrir lögum og reglum, sem
þau eiga að hlýða?" segir Val-
borg og bætir við: „Það hefur
alltaf verið svo að unga kyn-
slóðin hefur verið talin óalandi
og óferjandi í augum þeirra
eldri, en þetta er gamalmenna-
nöldur, og það er þess vegna
sem ég ætla að fara út í það."
Þá segist Valborg ætla að
ræða lág laun kennara, en hún
segist alls ekki vilja að þeir
hrökklist frá starfi vegna lé-
legra launakjara. „Eg er
hneyksluð yfir því að kennar-
arar þurfi að flýja stéttina
vegna launakjara, kannski sér-
staklega af því að ég hef þurft
að gera það sjálf," segir hún.
■ Valborg Bentsdóttir tlytur
erindi um daginn og veginn í
útvarpi í kvöld kl. 19.40. Við
spuröum hvað hún hyggðist
helst taka til umræðu í þetta
sinn.
„Ég ætla að tala um bíla og
börn, af því að það eru mestu
■ Stundum fer vel á með barni og bíl.
Utvarpkl. 19.40:
Rás 2 kl. 17.00-18.
The Karate Kid, Purple Rain
og 1984 í þættinum Taka tvö
■ Á Rás2er ídagkl. 17-18
þátturinn Taka tvö á dagskrá.
Við náðum sambandi við
stjórnanda þáttarins, Þor-
stein G. Gunnarsson, og
spurðum hann um efni þáttar-
ins.
„Hvað ég ætla að spila í
dag? Því er nú fljótsvarað,
því ekkert lát er á nýjum
músíkmyndum, og nú er ný-
búið að frumsýna eina slíka í
Stjörnubíói, en það er mynd-
in „The Karate Kid“, þroska-
saga ungs drengs, sem er að
öðlast trú á sjálfum sér
lífið verður allt annað og
betra. f myndinni eru nokkur
prýðislög, einna þekktast er
„The Moment ofTruth", sent
flutt er af rokkhljómsveitinni
Survivors.
Síðar í vikunni verður svo
kvikmyndin „Purple Rain“
með rokkaranum Prince
frumsýnd í Austurbæjarbíói.
Þar eru mörg þekkt lög og
þau spila ég um leið og ég
fjalla um þá mynd.
Bíóhöllin tekur til sýninga
nú í vikunni mynd sem gerð
er eftir hinni kunnu sögu
Orwells „1984“. Undir áhrif-
um frá sögunni sömdu félag-
arnir í hljómsveitinni Euryth-
mics nokkur lög sem síðan
voru gefin út á plötu. Eitt-
hvað af þeirri tónlist er í
myndinni og ugglaust heyrist
eitthvað frá þeim í þættinum
í dag,“ segir Þorsteinn okkur
og ber þessi upptalning með
sér að í þættinum kennir
ýmissa grasa að venju.
■ Þorsteinn G. Gunnarsson
kynnir þekkt lög úr þekktum
kvikmyndum í þætti sínum
Taka tvö.
■ Dóttirin (Edda Björgvinsdóttir) og faðirinn (Baldvin Halldórsson) hafa þungar
áhyggjur af söfnunaræði húsfreyjunnar (Margrétar Guðmundsdóttur) á heimilistækj-
um. Hvað hefur t.d. eitt heimili að gera við ótal margar ryksugur?
Sjónvarp kl. 20.55:
Leitin að lífsfyllingu
■ í kvöld kl. 20.55 verður
endursýnt í sjónvarpi leikritið
Líkamlegt samband í Norður-
bænum eftir Steinunni Sigurð-
ardóttur, en það var áður sýnt
í sjónvarpinu í febrúar 1982.
í leikritinu er sagt frá Guð-
rúnu og örvæntingarfullri til-
raun hennar til að finna lífsfyll-
ingu með því að sanka að sér
alls kyns heimilistækjum.
Gengur þessi árátta hennar
svo langt að hættulegt má
teljast. Hver verður útkoman
þegar nútímatæknibúnaður
hefur náð svo rniklu valdi á
venjulegu fólki að það yfir-
gnæfir allar aðrar tilfinningar?
Leikendur eru Margrét
Guðmundsdóttir, Baldvin
Halldórsson, Edda Björvins-
dóttir, Margrét Helga
Jóhannsdóttir og Pétur
Einarsson. Leikstjóri er Sig-
urður Pálsson og stjórn upp-
töku hefur Viðar Víkingsson
með höndum.
Mánudagur
28. janúar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Sigrún
Jóna Kristjánsdóttir.
13.30 Létt lög frá árunum 1950-
1960.
14.00 „Ásta málari“ eftir Gylfa
Grördal Þóranna Gröndal les (3).
14.30 Miödeglstónleikar Blokk-
flautukonsert í F-dúr eftir Giu-
seppe Sammartini. Michala Petri
og St. Martin-in-the-Fields hljóm-
sveitin leika; lona Brown stj.
14.45 Popphólfiö Siguröur Kristins-
son (Rúvak).
15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar: Píanó-
tónlist a. Homero Francesco leik-
ur „Papillons" op. 2 ettir Robert
Schumann og „Varietions Serieus-
es“ op. 54 eftir Felix Mendelssohn.
b. Alfons og Aloys Kontarsky leika
konsert fyrir tvö pianó eftir Igor
Stravinsky.
17.10 Síðdegisútvarp - Sigrún
Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego
og Einar Kristjánsson. 18.00
Snerting Umsjón: Gísli og Arnþór
Helgasynir. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Valdimar Gunn-
arsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn Valborg
Bentsdóttir talar.
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn
J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka. a. Spjall um þjóð-
fræði Dr. Jón Hnefill Aöalsteins-
son tekur saman og flytur. Bent
skal á að í þessum þætti mun
fjallaö um svör hlustenda viö fyrir-
spurnum varðandi visuna „Nú er
hlátur nývakinn". b. Úr handraða
Þóru Sigurgeirsdóttur. Sigriöur
Schiöth les Ijóö og stökur eftir
Þóru. c. Sjóslysanóttin við Snæ-
fellsnes 23. mars 1870. Björn
Dúason flytur frásöguþátt.
Umsjón: Helga Ágústsdóttir.
21.30 Útvarpssagan: „Morgun-
verður meistaranna" eftir Kurt
Vonnegut Þýöinguna gerði Birgir
Svan Símonarson. Gísli Rúnar
Jónsson flytur (7).
22.00 fslensk tónlist Halldór Har-
aldsson og Guöný Guðmundsdótt-
ir leika á fiðlu og píanó. a. (slensk
rimnalög í útsetningu Karls O.
Runólfssonar. b. Sex íslensk þjóö-
lög í útsetningu Helga Pálssonar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Skyggnst um á skólahlaði
Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir.
23.00 Frá tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands I Háskóla-
bíól 24. þ.m. Síðari hluti. Stjórn-
andi: Jean Pierre Jacquillat. Ein-
söngvari: Pietro Ballo. Kynnir: Jón
Múli Árnason.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
tfcl
Mánudagur
28. janúar
10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn-
andi Þorgeir Ástvaldsson
14:00-15:00 Vagg og velta. Stjórn-
andi: Gísli Sveinn Loftsson.
15:00-16:00 Jóreykur að vestan.
Stjórnandi: Einar Gunnar Einars-
son
16:00-17:00 Nálaraugað. Reggítón-
list. Stjórnandi: Jónatan Garöars-
son.
17:00-18:00 Taka tvö. Lög úr þekkt-
um kvikmyndum. Stjórnandi: Þor-
steinn G. Gunnarsson
Mánudagur
28. janúar
19.25 Aftanstund Barnaþáttur meö
innlendu og erlendu efni: Tommi
og Jenni, Sögurnar hennar Siggu,
Bósi, og endursýnt efni úr „Stund-
inni okkar“.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Einræður eftir Dario Fo
Finnski leikarinn Asko Sarkola flyt-
ur fyrsta einræðuþáttinn af fjórum
eftir Dario Fo. Þýðandi Guöni Kol-
beinsson. (Nordvision - Finnska
sjónvarpið).
20.55 Líkamlegt samband í Norður-
bænum. Endursýning. Sjón-
varpsleikrit eftir Steinunni Sigurö-
ardóttur. Leikstjóri Sigurður
Pálsson. Leikendur. Margrét
Guðmundsdóttir, Baldvin Halldórs-
son, Edda Björgvinsdóttir, Margrét
Helga Jóhannsdóttir og Pétur Ein-
arsson. Leikritiö er um konu sem
reynir í örvæntingu að finna lífsfyll-
ingu meö því aö sanka aö sér alls
konar heimilistækjum. Tengsl
hennar viö veruleikann, eiginmann
og dóttur eru að rofna en út yfir
tekur þó þegar bill bætist á óska-
listann. Stjórn upptöku: Viðar Vík-
ingsson. Aöur sýnt í Sjónvarpinu i
febrúar 1982.
22.05 íþróttir Umsjónarmaður Ingólf-
ur Hannesson.
22.35 Fréttir i dagskrárlok.