NT - 28.01.1985, Blaðsíða 8

NT - 28.01.1985, Blaðsíða 8
Mánudagur 28. janúar 1985 8 Skoðanakönnun Allir stjórnmálaflokkarnir tapa og allir græða - hver f rá öðrum - Miklar hreyfingar milli flokka í skoðanakönnun NT ■ Það er ekki nóg með það að Alþýðuflokkurinn hafi bætt við sig verulegu fylgi á fyrstu stjórnarmánuðum Jóns Bald- vins Hannibalssonar. Svo virð- ist sem allmargir kjósendur annarra flokka séu veikir fyrir málflutningi Alþýðuflokksins um þessar mundir. Meðal þess sem spurt var um í skoðanakönnun NT í vikunni' sem leið, var næst besti kosturinn í flokkaflór- unni, þ.e. „Hvaða flokk álítur þú næst bestan um þessar rnundir?" Af svörunum við þessari spurningu má draga ályktanir um það á hvern liátt flokkarnir séu tengdir innbyrðis í hugum kjósenda þeirra. Rúmlega fjórði hver kjósandi Banda- lags Jafnaðarmanna og tæp- lega fjórði hver kjósandi Sjálf- stæðisflokksins töldu Alþýðu- flokkinn næst besta kostinn. Sama gerði tæplega tíundi hver kjósandi Framsóknarflokks og Alþýðubandalags og 13% kjósenda Kvennalistans. Alþýðuflokkurinn er þannig afgerandi vinsælastur að þessu leyti. Það vekur hins vegar athygli að á móti kemur að fylgi Alþýðuflokksins virðist nokkru lausara í reipunum en fylgi annarra flokka. Ef gengið er út frá því að þeir kjósendur sem ekki treysta sér til að tilgreina neinn flokk sem næst besta, myndi eins konar fasta- fylgi, þ.e. séu ekki veikir fyrir öðrum tlokkum, þá kemur í Ijós að þetta fastafylgi er að- eins 25% af fylgi Alþýðu- flokksins á móti 30-50% hjá öðrum flokkum. Súlurit það hér á síðunni, sem sýnir skiptingu kjósenda flokkanna eftir því hvaöa flokk þeir telja næst bestan, skýrir þetta glögglega. Út úr því má lesa ákveðin tengsl milli ákveð- inna flokka. Þar kemur t.d. í Ijós að kjósendur stjórnar- Uokkanna hafa ríka samúð hvorir með öðrum. 30% sjálf- stæðismanna telja Framsókn- arflokkinn næst bestan og öfugt. Tengslin milli Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks er álíka sterk. Aftur á móti virðist örlítið meira bil milli Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Bandalag Jafnaðarmanna viröist eiga allgóða möguleika að vinna fylgi frá Sjálfstæðis- tlokknum en það er alls ekki gagnkvæmt. Aðeins 4% jafn- aðarmanna tilgreindu Sjálf- stæðisflokkinn sem næst besta flokk. Svipað verður upp á ten- ingnum þcgar hugað er að tengslum rnilli Alþýðubanda- lags og Kvennalista. Alþýðu- bandalagskjósendur eru veikir fyrir Kvennalistanum en kjós- endur Kvennalistans skiptast nokkuð jafnt á alla flokka nema Framsóknarflokkinn í þessu tilliti. Þetta styrkir þá skoðun að konunum sem stofnuðu til fram- boðs Kvennalistans á sínum Töflutexti Tafla I Næst besti flokkurinn Listabókstafir Til að tákna llokka eru hér á síðunni notaðir bókstafir og er í flestu fylgt hefðbundnum venjuni A = Alþýðuflokkur B = Framsóknarflokkur C = Bandalag Jafnaðarmanna D = Sjálfstæðisflokkur G = Alþýðubandalag V = Kvennalisti Z = Aðrir flokkar og samtök Ó = Óákveönir Töflutexti Tafla II tíma hafi tekist að skapa býsna þverpólitískt afl. Því hefur gjarna verið haldið fram af hálfu sumra sjálfstæðismanna að Kvennalistann bæri fyrst og fremst að skoða sem eins konar útibú frá Alþýðubandalaginu en þessar niöurstöður benda síöur en svo til þess. - Breytingar frá kosningum Þriðji hver kjósandi Banda- lags Jafnaðarmanna í síðustu kosningum myndi fremur kjósa Alþýðuflokkinn ef kosið væri nú. Þetta kemur í Ijós þegar sanran eru borin svör við tveimur spurningum um þessi efni í skoðanakönnun NT frá síðustu viku. Nærri 60% af kjósendum BJ eru nú ákveðnir í að yfirgefa þann flokk og kjósa annað. Auk þeirra 33% sem ætla yfir til Alþýðuflokks- ins segjast 10% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, önnur 10% Alþýðubandalagið og 5% hyggjast styðja Kvennalistann. Framsóknarflokkurinn hlaut hins vegar ekki náð fyrir aug- Texti og töflur Jón Daníelsson blm. um þessara kjósenda. Ekki einn einasti ntyndi greiða hon- um atkvæði ef kosið væri nú. Kjósendur nýju flokkanna tveggja á þingi hafa áberandi minni tilhneigingu til að kjósa „sinn flokk" aftur en kjósend- ur annarra flokka. 42% kjós- enda Kvennalistans hafa reyndar ákveðið að kjósa list- ann aftur en jafnmargir eru óráðnir í því hvað gera skuli. Þær hreyfingar sem orðið hafa milli tlokka má lesa'út úr töflum og súluritum hér á síð- unni. Rétt er að taka fram að þegar svör við spurningunni um síðustu kosningareru borin saman við úrslit síðustu kosn- inga til Alþingis, kemur í Ijós nokkur misvísun, sem virðist geta bent til þess að Alþýðu- bandalagið gæti kornið heldur betur út úr kosningum en niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna en Framsóknar- flokkurinn heldur verr. Ekki er þó liægt að fullyrða neitt um þetta. þar eð svo margir voru óákveðnir eða neituðu að A 56 O O 0 27 58 O 26 A 25 20 14 23 14 C 33 O 38 10 10 O 36 30 1 1 D 8 62 0 19 C 26 0 48 13 O 0 66 1 1 D 24 28 10 33 8 0 42 0 42 16 33 27 O 40 60 V 13 13 13 17 40 Ó 19 8 8 32 16 14 Taflan er lesin lárétf. Þannig vilja 25% af kjósendum Alþýðuflokksins ekki nefna neinn næsta Taflan er lesin lárétt. 56% af þeim sem kusu Alþýöuflokkiun í síðust kosningum mundu gera það besta flokk, 20% nefna Framsóknarllokkinn, 23% Sjálfstæðisflokkinn o.s.frv. aftur nú. 5% myndu liins vegar kjósa Framsóknarflokkinn og 7% Bandalag Jafnaðarmanna. n n B C D G V 2 Ó Alþyðubandalag Tl i~r~n A B C D G V Z Kvennalisti A B C D G V Z Oakveðnir (kusu ekki, nýjir o.sfrv.) Tl n ABCDGVZÓ Alþyöuflokkur ~l—I—I A BCDGVZÓ Framsóknarílokkur n n ABCDGVZÓ Bandalag Jafnaðarmanna 0=d —j i ABCDGVZÓ Sjátfstæöisflokkur Þessi súlurit sýna hvernig kjósendur flokkanna í síðustu kosningum skiptast nú á milli flokka. Eins og sjá má eru mestar tilfærslur hjá Bandalagi Jafnaðarmanna en hlutfallslega flestir óákveðnir hjá Kvennalistanum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.