NT - 07.02.1985, Page 2
Fimmtudagur 7. febrúar 1985
Adgestéin
náði forystu
í einvígi sínu
við Margeir
Pétursson:
■ Simen Agdestein tók foryst-
una í einvígi sínu við Margeir
Pétursson í gærkvöldi þegar
hann vann aðra skák einvígisins
eftir fjöruga viðureign. Margeir
gaf skákina þegar leiknir höfðu
verið 37 leikir en þá blasti mát
eða drottningartap við honum.
Aðeins tveim leikjum fyrir upp-
gjöfina átti hann kost á leið sem
hefði haldið öllu taflinu gang-
andi og raunar alls óvíst hvort
hann stæði lakar að vígi. Staða
Agdsteins í einvíginu er góð,
svo ekki sé meira sagt, því
honum nægir að gera jafnt, 2:2
til að komast á millisvæðamót.
Margeir verður því rn.ö.o að
vinna báðar síðustu skákirnar.
Hann hefur svart í þriðju skák-
inni sem verður tefld að Hótel
Loftleiðumídagoghefstkl. 17.
Skák þeirra í gær, var eins og
fyrsta skákin, afar fjörug og
spennandi. Vegna mikils tíma-
hraks undir lok setunnar áttuðu
menn sig ekki fyllilega á gangi
mála, en Margeir sem hafði
orðið á meinleg ónákvæmni í
byrjun talfs var þá búinn að
rétta úr kútnum eftir erfiða
vörn en lék hrottalega af sér í
36. leik.
í gær lögðu fjölmargir áhorf-
endur leið sína niður á Hótel
Loftleiðir enda hefur einvígið
verið fjörlega teflt og báðar
skákirnar æsispennandi.
Skákþing
Reykjavíkur:
Róbert með
vinnings-
forskot
■ Róbert Harðarson er
með vinningsforskot þeg-
ar ein umferð er eftir á
Skákþingi Reykjavíkur. í
I0. umferð mótsins sem
tefld var í gærkvöldi vann
hann Árna Á. Árnason og
hefur nú hlotið 8'/2
vinning. Önnur helstu úr-
slit urðu þau að Hilmar
Karlsson vann Magnús P.
Örnólfsson, Dan Hansson
og Haukur Angantýsson
j gerðu jafntefli. Skák
Andra Áss Grétarssonar
j og Davíðs Ólafssonar v;ir
hins vegar frestað, en
Andri er nteð 7 vinninga
og gæti með sigri ógnað
Róbert verulega. Davíð
| hefur hlotiö 6'A vinning.
Með l/i vinning eru
jHaukur Angantýsson,
Dan Hansson, Árni Á.
lÁrnason og Hilrnar
I Karlsson.
Ellefta og síðasta um-
I ferð mótsins verður tefld á
Imörgun föstudag.
Afleikur í tímaþröng
kostaði Margeir skákina
2. einvígisskák:
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Simen Agdestein
Drottningarindver.sk vörn
1. d4 Rf6 3. Rf3 b6
2. c4 e6 4. g3
(I skák þeirra Margeirs og
Agdestein ,á skákmótinu í
Gausdal sl. sumar beitti Margeir
afbrigði Petrosjan með góðum
árangri, 4. a3.)
4. ... Bb4t 7. b3 c6
5. Bd2 Bxd2t «. Bg2 d5
6. Dxd2 Ba6 9. Df4
(Þessi nýstárlegi leikur mun
vera runninn undan rifjum Vikt-
or Kortsnoj, en hann beitti
honum gegn bandaríska stór-
meistaranum Kudrin á skák-
móti á Ítalíu nýlega. Margeir
hafði kynnt sér þessa skák fyrir
einvígið og nær enda snöggtum
betri stöðu út úr byrjuninni.)
9. ... 0-0 13. Hfdl Bb7
10. Rbd2 Rbd7 14. cxd5 exd5
n (HIHcS 15, e5 Re8
12. 0-0Hc8 16 Bh3?,
(Mun sterkara að áliti við-
staddra var 16. Rfl! með hug-
myndinni - Re3 sem viðheldur
þrýstingi á d5-peðið. Hvítur
hefur þá mikla stöðuyfirburði.
Textaleikurinn er þó ekki mestu
mistök Margeirs. Þau koma
stuttu síðar.)
16. ... Rc7 17. bxc5 bxc5
18. Da4 (?)
(Upphafið að rangri áætlun.
Eftir 18. Hacl má hvítur allvel
við stöðu sína una.)
18. ... Re6
(Svartur hefur fyllilega náð að
jafna taflið.)
lifllí llllffllillllllllllllilBEIi
iiimiii 1111
11 1 aiDi 111
i^lffll
& 11 llllllliaHIÍ
A111111 01 101 101
III lllllllfífflllllllllll IH
Hass og hassplöntur:
Fimm ungmenni
til yfirheyrslu
i^lands
Simen Agdestein og Margeir Pétursson takast í hendur í upphafí skákar.
(Þetta peð á eftir að koma
mikið við sögu skákarinnar.)
27. Rf3 Hd8
28. Da4 Hb4 30. Re5 Bxg2
29. Da3 d4 31. Kxg2 d3
(Svartur teflir af miklum krafti
enda má hann engan tíma missa
svo hvítur nái ekki að koma
skipulagi á varnir sínar.)
32. Hadl d2 33. He3 h4?
(Afar nærtækur leikur en svart-
ur átti mun betri leik, 33. - Df5!
24. Db2 He4! og hvítur er illa
beygður. Agdestein hefur
skemmtilega en gallaða áætlun
í huga sem gengur alveg upp
enda var Margeir geysilega
naumur á tíma langtímum sam-
an í þessari skák.)
34. Db2h3t 35. Kgl Rg5
Helgi Ólafsson skrifar um skák
11 1111 11
„I11 lll gj
1 A| 1 1111
IÖH
36. Hxd2??
(Tíminn var af skornum
skammti. Hér átti Margeir tví-
mælalaust að leika 36. f4 þó
ekki sé leikurinn beinlínis
fagur. Svartur verður að leika
36. - Re4 eða 36. - He4 og
staðan er tvísýn.)
36. ... Hbd4! 37. Hde2
(Eða 37. Hxd4 cxd4! 38. Dd2
Dxe5! 39. Hxe5 Rf3t og svartur
vinnur.)
37. ... Rf3t!
- Og Margeir gafst upp. Hann
tapar drottningunni eða verður
mát. Skemmtileg en eigi galla-
laus skák.
Frestað
■ 48. einvígisskák Karpovs og
Kasparovs var enn frestað í gær
að þessu sinni að beiðni
Karpovs. Vegna flutnings ein-
vígisins frá Höll verkalýðsins í
Hótel Sport tóku skipuleggjend-
ur til þess bragðs að fresta
skákinni tívegis og nú hefur
Karpov bætt um betur. Ef að
líkum lætur verður skákin tefld
á föstudaginn og hefur áskor-
andinn hvítt.
19. Dxa7?
(Það er mjög vanhugsað að
seilast eftir þessu peði enda
sagði Margeir eftir skákina að
honum hefði yfirsést svarleikur
Agdestein.)
19. ... Dc7!
(Hótar 20. - Ha8. Drottningin
verður að hörfa aftur til a4 og
við það missir hvítur fótfestuna
á miðborðinu.)
20. Da4 Rxe5 21. Rxe5 Dxe5
22. Hel Df6
(Svartur hefur nú mun betra
tafl.)
23. Dd7Hc7 24. Dd6 Hc6
25. Dd7 Hb6!
(Að sjálfsögðu teflir svartur
þessa stöðu til vinnings þó hon-
um hafi staðið jafntefli til boða
með 25. - Hc7 26. Dd6 Hc6
o.s.frv.)
26. Bg2 h5
■ Fimm ungmenni voru hand-
tekin með um 25 grömm áf hassi
í húsi í Reykjavík í fyrrinótt.
Sömuleiðis voru teknar í sama
húsi tvær kannabisplöntur. Að
sögn Arnars Jenssonar hjá
ííkniefnalögreglu er málið upp-
lýst og hefur ungmennunum
verið sleppt. Aðspurður kvaðst
hann ekki ætla að mál þetta
tengdist neinu umfangsmeira
fíkniefnamisferli.
Ungmennin fimm hafa flest
hver komið áður við sögu fíkni-
efnalögreglunnar.
Óvanar gasinu
í bjórlíkinu!
■ Það er vandiifað í þessum
heimi sagði kelling forðunt
og eru það víst orð að sönnu.
Með nýjum siðum koma ný
vandamál og hafa leigubíl-
stjórar og pöbbaunnendur
orðið þess áþreifanlega varir,
sérstaklega þeir sem kven-
kyns eru.
Hefur dropateljari heyrt
eftir áreiðanlegunt heimild-
um, þó hann selji það ekki
dýrara en hann keypti, að
eitt helsta vandamál leigubíl-
stjóra í bænum um þessar
mundir séu kvenkyns farþeg-
ar sem koma beint af bjór-
stofunum. Séuþærvarla sest-
ar upp í bílana og búnar að
hossast af stað nokkra metra
þegar þær æpi upp yfir sig og
séualvegíspreng. Ersumum i
jafnvel svo brátt að þær hafa
ekki tíma til að komast út úr
bílunum heldur missa allt í
sætið!
Eru bílstjórarnir að von-
um lítt hrifnir af því og
standa ráðþrota. Virðist sem
gosið í bjórlíkinu fari eitt-
hvað „illa fyrir brjóstið" á
blessuðum konunum og við
spyrjum í sakleysi okkar að
lokum: Versnarástandiðeða
batnar með tilkomu alvöru
bjórs?
Norskgæðaprufa
í „bjórlíkhúsi“
■ „Það kom mér ekki á
óvart. Ég kalla þetta bjórlíki
reyndar samhelling og hef
heyrt það kallað sullaveiki,"
var svarið hjá framkvæmda-
stjóra Verkfræðingafélagsins
við spurningu DV varðandi
niðurstöður nýlegra mælinga
á styrkleika bjórlíkis.
„Sullaveikin" rifjaði upp
fyrir Dropateljara hryllings-
svip þann sern brá fyrir á
andlitum nokkurra norskra
starfsbræðra verkfræðings-
ins, sem neyddir voru til þess
á einu „bjórlíkhúsa" borgar-
innar nýlega, að bragða á
„samsullinu".
Þeir norsku sátu þar yfir
glasi af „sterku", að góðum
íslenskum sið, og áttu sér
einskis ills von. Einn af eig-
endum hússins virðist hins
vegar hafa talið að þarna
bæri vel í veiði - að fá
gæðaprufur á „samsullinu”
frá norrænum bjórdrykkju-
sérfræðingum. Snaraðist
vertinn að borði þeirra með
bakka hlaðinn glösum -
tveim á mann, með mismun-
andi styrkleika, að sögn. Þeir
norsku voru beðnir að
bragða á mjöðnum og skera
úr um hvor blandan væri
„betri".
Ekki voru merkjanleg
svipbrigði á þeim norsku við
að dreypa á veikari blönd-
unni. Orð voru hins vegar
óþörf eftir að þeir höfðu
rekið tunguna í þá síðari -
svipurinn einn talaði sínu
máli. Vertinn hélt frá borð-
inu með glös sín nær ósnert,
án mikilla frekari orðaskipta
við þessa gesti sína. Þeir
skoluðu munninn og snéru
sér að eigin glösum.
Hannes Hólmsteinn og Jón
Baldvin skoðanabræður?
•Á\
U crJ
I38T
Mikið er svakalega er þetta líkt hjá okkur!