NT - 07.02.1985, Blaðsíða 20

NT - 07.02.1985, Blaðsíða 20
r Fimmtudagur 7. febrúar 1985 20 L 1 Jtlönd Utanríkisráðherra Kanada: Argentína: Peron- istar klofna lluenos AireS'Reuter ■ Flokkur Peronista í Argcn- tínu klofnaði nú í vikunni þegar klofningshópur í flokknum kaus sína eigin forystu. Andstöðuhópurinn hélt ráð- stefnu í Rio Hondo, 1.225 kíló- metrum fyrir norðvestan Buen- os Aires. Þar kaus liann Oraldo Britos öldungardeildarþing- mann sem forseta flokksins til bráðabirgða uns niðurstöður fást í allsherjaratkvæðagreiðslu innan Peronistaflokksins sem halda á eftir eitt ár. Ráðandi öfl í Peronista- flokknum héldu flokksráð- stefnu á föstudag og laugardag í seinustu viku sem var kölluð þriðja ráðstefna alls flokksins. Andstöðuhópurinn heldur því fram að hann njóti stuðnings meirihluta flokksmanna og bendir á að 413 fulltrúar sóttu ráðstefnu andstöðunnar en að- eins 288 fulltrúar sátu hina opin- beru flokksráðstefnu. Klofningurinn kom í kjölfar gagnrýni á leiðtoga flokksins eftir kosningasigurinn 1983 sem var fyrsti kosningaósigur flokksins í frjálsum kosningum frá því liann var stofnaður árið 1945. Skilyrðislaust engin kjarna- vopn í Kanada Nýja Ddhi-Kcutcr ■ Indverskt dagbláð hcfur skýrt frá því að scndiráðsstarfs- mönnum frá Sovétríkjunum, Póllandi og Austur-Þýskalandi liafi verið vikið úr landi vcgna njósna á Indlandi. Samkvæmt dagblaðinu var sovéskum sendiráðsstarfsmanni sagt aö fara frá Indlandi cftir að indverskur kaupsýslumaður ját- aði við yfirheyrslur að hafa látið honum í tc leynilegar upplýsing-. ar. Kaupsýslumaðurinn hafði mikil viöskipti viö ríki í Austur- Evrópu. Eftir játningu hans var sendiráösstarfsmanni frá Pól- landi og öðrum frá Austur- Þýskalandi einnig gefin skipun um að yfirgefa Indland. Indverska dagblaðið „Express" segir að sendiráðs- starfsmcnnirnir þrír hafi allir farið frá Indlandi um seinustu helgi. Þetta sama blað varð einnig fyrst til að segja frá tengslum Frakka við njósnamál- ið í Indlandi scm upp komst fyrir skömmu. Indverjar hafa tiltölulega nain tengsl viö Sovétríkin. Meirihluti þeirra vopna, sem Indverjar kaupa erlendis, kemur frá Sovétríkjunum og Indverjar og Sovétmenn hafa gert með sér sérstakan vináttusamning. Áður en fréttist af þessu njósna- máli spáðu inversk blöð því að fyrsta opinbcra heimsókn Rajiv Gandhi forsætisráöherra til út- landa yfir líklega til Sovétríkj- anna. Forsætisráðherra Pólverja, Wojciech Jaruzelski, er væntan- legur í fjögurra daga opinbera heimsókn til Indlands í næstu viku. Sjálfsagt á njósnamálið eftir að kasta nokkrum skugga á þessa heimsókn hans. ■ Stuðningsmenn endurreisn- ar keisaradæmis í íran hafa lýst á hendur sér áhyrgð vegna íkveikju í íranska Melli-bankan- um í Frankfurt. Á myndinni sést hvar verið er að bera eitt af fórnarlömbum eldsvoðans í burtu en í baksýn berjast bruna- liðsmenn við eldinn. Símamynd-POLFOTO aði gagnrýninni m.a. með því að lýsa yfir á kanadíska þinginu í gær: „Engin kjarnavopn verða staðsett á kanadískri grund. Það má líta á þetta sem skilyrðis- laust.“ Kandamenn hafa að undan- förnu rætt við Bandaríkjamenn um að bæta sameiginlegt varnar- kerfi þeirra í norðri með nýjum radarstöðvum.Þetta hefur orðið til þess að koma af stað orðrónri um að radarstöðvarnar kunni að tengjast framtíðaráætlunum um „stjörnustríð". En Clark neitaði því á þinginu í fyrradag að slíkar áætianir væru til. Bretland: Lögregla fjölmennir gegn andstæðingum kjarnorku London-Rcuter ■ Óeirðalögreglan fjarlægði fólk sem tók þátt í mótmælum við flugherstöð norðan við London á þriðjudagskvöldið. Herstöðin er við Molesworth í Cambridgesýslu. Ráðgert er að í herstöðinni verði settar upp 64 bandarískar kjarnorkueldflaugar á árinu 1988. Andstæðingar kjarnorkueld- flauga hafa dvalið við herstöð- ina í þrjú ár, en á undanförnum vikum hafa 200 rnanns, þar á meðal konur og börn, búið um sig í tjöldum á svæðinu. Varn- armálaráðuneytið sendi 1500 lögreglumenn til að fjarlægja fólkið að sögn talsmanns sam- taka kjarnorkuvopnaandstæð- inga (CND) í gær. Kjarnorkuvopnaandstæðing- ar hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn Molesworthstöðinni eftir árangurslausa baráttu kvenna- samtaka og kjarnorkuvopna- andstæðinga gegn kjarnorku- eldflaugum í Greenham Com- mon 1983. Enginn særðist í atlögunni. Austur-evrópskir sendiráðsmenn ásakaðir um njósnir á Indlandi Sovéskum, pólskum og austur-þýskum sendiráðsmönnum vísað úr landi ■ Nú hafa samlals sexlán Indverjar verið handtcknir vegna njósna fyrir erlend ríki. Margir þeirra eru kaupsýslumenn eins og Yogesh Maneklal (með gleraugu) sem hér sést yfirgefa réttarsal í Nýju Delhi í gær en liann er sá seinasti sem hefur verið handtekinn í þessu ináli. Símamynd: POI.FOTO Ottawa-Reuter ■ Utanríkisráðherra Kanada, Joe Clark, hefur lýst því ákveð- ið yfir að Kanadamenn muni ekki leyfa nein kjarnorkuvopn á kanadískri grund né heldur muni þeir taka nokkurn þátt í „stjörnustríðs“-rannsóknum Bandaríkjamanna. Ráðherrann kom miklum deilum af stað í seinasta mánuði þegar hann lýsti því yfir að rannsóknir Bandaríkjamanna á varnarkerfi, sem byggðist á vopnum úti í geimnum, væru „skynsamlegar". Varnarmálaráðherrann svar- Perú: Fjölda- handtökur eftir páfa- heimsókn Lima-Reutcr ■ Talsmaður lögreglu- yfirvalda í Perú segir að 2.100 manns hafi veri handteknir frá því að páfi kom í heimsókn til Perú fyrr í þessari viku. Árás vinstrisinnuðu skæruliðasamtakanna Sendero Luminoso varð til þess að allt rafmagn fór af Lima þegar páfi ók inn í borgina síðastliðinn mánudag. Þá um kvöldið réðust skæruliðar líka á tvo banka og skemmdu þá mikið. Lögregluyfirvöld segja handtökurnar hafa verið til þess að reyna að finna skæruliða Sendero Lumi- noso sem hafa barist gegn stjórninni í fjögur ár. Sex- tíu grunaðir skæruliðar séu enn í haldi auk þess sem næstum því hundrað vændiskonur séu í vörslu lögreglunnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.