NT - 07.02.1985, Blaðsíða 7
Vettvangui
Ungir og aldnir fara ótaldar
innkaupaferðir erlendis til
fíkniefnakaupa og smygla
góssinu með ýmsum hætti inn
k-landið og selja til neyslu og
þá helst unga fólkinu. Petta er
vægast sagt ískyggileg þróun
ntála og höfuðnauðsyn að
stöðva þennan innflutning og
dreifingu með öllum tiltækum
ráðum. Mér kemur í hug að
það mætti hafa hamlandi áhrif
á eiturlyfjadreifinguna, ef bæði
vegabréf og réttur til ferða-
gjaldeyris væri tekinn af þeim,
sem hefðu verið viðriðnir
hana. Þeir aðilar ættu þá alla-
vega óhægara um vik að stunda
þessa svörtu iðju sína. Sektir
hafa lítið að segja þegar um er
að ræða allslausa iðjuleysingja.
Dýrar bensínstöðvar í
Hveragerði og Selfossi
Fyrir nokkrum dögum rædd-
ust tveir öndvegismenn við í
sjónvarpinu um olíuverðið.
Þetta voru þeir Vilhjálmur
Jónsson, forstjóri Olíufélags-
ins og Kristján Ragnarsson,
formaður Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna. For-
stjórinn vildi fá verðhækkun
vegna þess að núgildandi verð
stæði ekki undir kostnaði.
Formaðurinn taldi aftur á móti
að verðhækkun væri algjörlega
óþörf. Ég spyr: Hvernig geta
olíufélögin byggt íburðarmikl-
ar bensínafgreioslur fyrir mill-
jónir króna samanber nýreistar
afgreiðslustöðvar á Selfossi og
í Hveragerði, ef olíufélögin
eru rekin með miklu tapi? Og
mér er spurn hversvegna út-
gerðarmenn hafa ekki fyrir
löngu bundist samtökum um
innflutning á olíum til skipa
sinna, ef þeir telja sig geta
annast það fyrir lægra verð
heldur en olíufélögin? Já, við
sem erum í almenningnum eig-
um oft erfitt með að skilja hina
æðri speki fjármálanna!
Dugandi bændur
Hér í Biskupstungum eru
margir dugandi bændur og
virðist svo sem að fáir þeirra
séu í fjárhagsvandræðum.
Einn bóndinn hér í sveit hefur
700 fjár. 50 kýr og óteljandi
hross! Ég minnist þess, að
þegar ég var innan við fermingu
var Hrosshagi í Biskupstung-
um talið eitt rýrasta kotið í
sveitinni. Þar bjó sæmdarfólk,
en í mestu fátækt. Menn muna
eftir þvi að áður fyrr var ekki
■ Eins og allir vita þá hlaðast
upp afurðafjöllin, osta og smjör,
lambakjöt o.fl. öllum til hinnar
mestu armæðu og skaða. Eina
tiltæka ráðið hefur verið að
f lytja þetta út á erlendan mark-
að með gífurlegum niður-
greiðslum. Mér þætti ólíkt nær
að þær háu fjárhæðir væru
heldur notaðaðar til þess að
greiða niður landbúnaðaraf-
urðir á innanlandsmarkaði og
auka þannig neyslu þeirra hér
á landi.
■ Dugnaðarmenn í ráðherrastólum á sinni tíð: Ingólfur á Hellu
og Halldór E. Sigurðsson.
hægt að rækta tún á mýrum
vegna bleytu. Það komst ekki
skriður á ræktun mýrarjarða
fyrr en skurðgröfurnar komu
til sögunnar við framræslu. Að
Hrosshaga kom 10 ára gamall
drengur úr Reykjavík. Hann
ílentist þar og hefur ekki farið
síðan. Hann nam við bænda-
skólann á Hvanneyri, þá innan
við tvítugt, kynntist þar konu-
efni sínu ættaðri frá Ólkeldu á
Snæfellsnesi. Þau hófu búskap
í Hrosshaga að loknu búfræði-
námi hans, að mig minnir árið
1948. Fljótlega byggðu þau
íbúðarhús og 20 kúa fjós og
síðar fjós fyrir 50 kýr ásamt
tilheyrandi heygeymslum, það
mun hafa verið árið 1974 og
1975. Fyrir nokkrum árum
hófu þeir svo félagsbúskap á
jörðinni Sverrir og sonur hans
Gunnar. Á síðastliðnu ári
framleiddi bú þeirra 223 þús.
lítra af mjólk, sem er það
■ „Heimaalingarnir“ gátu auðvitað ekki látið um sig spyrjast að vera eftirbátar þeirra sigldu -
stormuöu því í menntamálaráðuneytið við Hverflsgötu, m.a. með samþykktirnar frá Norðurlöndum
í farteskinu: „Fundurinn krefst...“ o.s.frv.
til að skrá sig í Síne. Þó hafa
um 45-50 ntanns látið undan
nöldri Síne-fulltrúa og sótt um
inngöngu. Gamanlaust, þá
hafa menn (sumir hverjir að
minnsta kosti) verið merkilega
tregir til að fylla út umsóknar-
eyðublaðið og bera fyrir sig að
Sína sé of pólitískt félag. Hvar
þeir ætla að finna ópólitíska
kjarabaráttu veit ég ekki. Þó
hafa aðeins fjórir, sem ég hef
talað við, tekið fyrir það að
slást í lið með okicur. Ástæð-
una tel ég vera fyrrnefnt póli-
tískt ofstæki og jafnvel nísku,“
segir í Álaborgarbréfi.
Baráttugleðin virðist þó
eitthvað dofin hjá fleirum en
þessum fjórum „nískupúk-
um.“ Á fundinum var ákaflega
dræm mæting og er skýringin
„vonandi" klukkutímalöng
mynd um Island sem sýnd var
í sjónvarpinu á sama tíma og
fundurinn var segir nefnilega
í sama Álaborgarbréfi, af Síne-
fundi þar í borg, 21. nóv.
Hér verður ekkert fullyrt
um það af hverju það eindæma
áhugaleysi stafar sem lýsir sér
í framangreindum bréfum -
einungis lýst yfir samúð með
þeim Síne-mönnum sent
standa svo fáir í hinni heilögu
baráttu í nafni fjöldans- hvort
langhæsta hér í sveit og þótt
vfðar væri leitað. Sverrir hefur
alla tíð verið hinn mesti reglu-
maður til orðs og æðis og að
mínu áliti einn mesti fyrir-
myndarbóndi, sem ég þekki
til. En hann hefur ekki verið
svo mjög kvaddur til starfa í
stjórnunarmálum sveitarinnar
og má það furðulegt teljast
með svo merkan bónda. En
þarna er greinilega um að ræða
í verki samtryggingarkerfi
framsóknarmanna og íhalds-
ins. Sverrir er að mínum dómi
framsóknarkommi og sonur
hans er yfirlýstur kommi og
hefur verið í framboði fyrir
kommúnista, sem reyndar
nefna sig Alþýðubandalags-
menn í dag. Það er slæmt
þegar sveitarfélögin fá ekki að
njóta hæfileika sinna bestu
manna vegna pólitískrar fyrir-
mununar. Annars mætti margt
segja um fyrirntyndarbúskap
félagsbúsins í Hrosshaga þótt
það verði ekki gert hér að
sinni. En ég má til með að
benda á hve hagkvæmt það er
fyrir feðga að reka félagsbú
m.a. vegna þess hversu vel
vélar og tæki nýtast þá.
Þótt svo að ég hafi aðeins
nefnt bændurna í Hrosshaga
eru svo sannarlega fleiri góðir
og gegnir bændur hér í sveit,
en mér þykir Sverrir og Gunn-
ar sonur hans hafa borið af
öðrum bændum. Ég vil ekki
láta hjá líða að óska bændum
í Biskupstungum, sem og ann-
arsstaðar í landinu, alls hins
besta á komandi tímum.
Stjórnarfiokkarnir vinni
saman áfram
Og þá er það ríkisstjórnin!
Samvinna sjálfstæðis- og fram-
sóknarmanna í ríkisstjórn
gekk vel alveg fram á s.l.
haust. Þá hófst áreitni stjórnar-
andstöðunnar, launabarátta og
verkföll, sem endaði að sjálf-
sögðu með gengisfellingu. Ég
var ánægður með þessa ríkis-
stjórn og vona að þeir flokkar
sem að henni standa, geti hald-
ið áfram að vinna saman hvort
sem efnt verður til kosninga
eða ekki. Hæst þykir mér þá
bera Albert fjármálaráðherra
og Steingrím forsætisráð-
herra.
Hér þykir mér mál að linni
og segi amen eftir efninu!
Syðri-Reykjum á
Kyndilmessu,
Grímur Ogmundsson.
sem sá fjöldi kærir sig nú unt
það eða ekki.
Ánægður námsmaður
vekur undrun
Gæti það kannski verið
ástæðan að íslenskir stúdentar
erlendis (sumir. a.m.k.) hafi
áttað sig á - eins og formaöur
Stúdentaráðs - að þcir hafi
það eftir allt kannski ekki eins
grátbölvað og þeir hafa haldið
meðan þeir voru heima. í Les-
bók Mogga um síðustu hclgi
var viðtal við íslenska leirlista-
konu við nám í Múnchen þar
sem auðvitað var spurt um
liina hörðu lífsbaráttu náms-
manna. „Jú, námiðerkostnað-
arsamt“, svarar Rósa. „En lán-
in sem við íslenskir námsmenn
eigunt kost á eru ómetanleg.
Mér sýnist námsmenn í öðrum
löndum ekki eiga kost á sams
konar lánum og við. Það er að
segja lánum sem gilda í öðrum
löndum en þeirra eigin. Aðrir
erlendir námsmenn við aka-
demínuna þar sem ég er við
nám eru vel flestir kostaðir af
efnuðum foreldrum." Það var
ekki nema að vonum að
Mogga-blaðamaður léti í Ijós
undrun yfir að hitta námsmann
sem væri „ánægður með kjör
sín...“ eins og sagði í Lesbók.
HEI
Fimmtudagur 7. febrúar 1985 7
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Rilstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: GunnarTrausti Gúðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blabaprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verðbréfaviðskipti
á villigötum
■ í frjálshyggjubylgju undanfarinna missera
hefur myndast á íslandi vísir að einhvers konar
verðbréfamarkaði. Aðilar, sem versla með verð-
bréf og veita ráðgjöf á sviði verðbréfaviðskipta,
eru nú orðnir fjölmargir. Fyrirtæki, hvort sem
þau eru í einka-, samvinnu- eða opinberum
rekstri, eru farin að afla fjár til starfsemi sinnar
með skuldabréfaútboðum. Þá eru einstaklingar
farnir að útbúa bréf, sem verðbréfasalar koma
síðan í verð á almennum markaði.
Pessi þróun hefur gengið undra hratt fyrir sig
hér á landi - eins og reyndar svo margt sem
tengist sókn frjálshyggjunnar inn í íslenskt
þjóðfélag. Fað er útilokað, að það kerfi sem hér
er nú komið upp, sé hnökralaust. Við megum
ekki gleyma, að verðbréfamarkaðir í hinu stóra
útlandi, hafa fengið að þróast í friði svo
áratugum skiptir. Það getur aldrei verið til gæfu
að apa upp þá þróun á aðeins nokkrum mánuð-
um.
Því miður er reynsla okkar íslendinga af
verðbréfaviðskiptum of slæm til að áfram sé
haldið á óbreyttri braut. Sérstaklega varðar
þetta reynslu einstaklinga og féminni smáfyrir-
tækja. Of margar ljótar sögur af verðbréfavið--
skiptum slíkra aðila eru í gangi í þjóðfélaginu
svo við verði unað.
Þó slíkar sögur fari ekki hátt í fjölmiðlum
landsmanna, þekkja flestir sögur af einstakling-
um, sem standa í fjárfrekum byggingafram-
kvæmdum eða íbúðarkaupum, lenda í ófyrirsjá-
anlegum greiðsluerfiðleikum og reyna frekar af
vilja en mætti að ljúka við það verk sem hafið
var. Með þrjóskuna eina í buddunni eru slegin
lán og er þá ekki spurt um verð. Þannig hafa
komið á markaðinn fjöldinn allur af verðbréfum
einstaklinga, sem síðan eru seld með gífurlegum
afföllum eins og sjá má í auglýsingum verðbréfa <
markaðanna. Jafnvel gömlu okurlánararnir
roðna af skömm, þegar þeir sjá okurvexti
frjálshyggjutímabilsins.
Þetta markaðskerfi, sem er að svo miklu leyti
byggt upp á vandræðum einstaklinga, verður
aldrei neinum að gagni þegar til lengri tíma er
litið. Hvorki einstaklingum né þeim, sem stunda
verðbréfaviðskipti.
Þeir, sem best þekkja til í fjármálaheiminum,
eru nú farnir að .gera sér grein fyrir þessari
einföldu staðreynd. í vönduðum leiðara Morg-
unblaðsins í síðustu viku er einmitt fjallað um
verðbréfaviðskipti. Þar segir m.a.:
„Það er útilokað mál, að hægt verði að byggja
verðbréfaviðskipti á íslandi upp á vandræðum
fólks. Hið eðlilega er, að verðbréfamarkaðurinn
verði markaður fyrirtækja, opinberra aðila og
þeirra einstaklinga, sem telja sér hag í því að afla
þar fjár til atvinnustarfsemi. Þróunin má ekki
verða sú, að þeir verði markaður fólks, sem er í
peningavandræðum vegna húsbygginga.“
Undir þessi orð er tekið og jafnframt er það
skilyrðislaus krafa, að nú þegar verði eðlileg
verðbréfaviðskipti tryggð með nauðsynlegri nú-
tímalegri löggjöf.