NT - 07.02.1985, Page 4

NT - 07.02.1985, Page 4
Fimmtudagur 7. febrúar 1985 4 48 þúsund fleiri farþegar um Keflavíkurflugvöll I fyrra: Metár í flutningum farþega milli landa ■ Rúmlega 48 þúsund fleiri farþegar fóru um Keflavíkur- flugvöll í fyrra, miðað við árið á undan og nam heildarflutningur íslenskra flugfélaga á farþegum milli Islands og annarra landa 470.175 manns á árinu 1984. Er það mesti fjöldi farþega sem fluttur hefur verið á einu ári hingað til en spáð er 9% aukn- ingu á þessu ári og má búast við að heildarfjöldi farþega verði þá 512.547. Þessi spá er byggð á þróun farþegafjölda sl. 10 ár og kemur fram í henni að flugfélögin hafa náð sér að fullu eftir samdrátt- inn sem varð árið 1981 en þá voru aðeins fluttir 285.483 far- þegar í millilandafluginu. Jukust vöruflutningar um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári um rúm 48 tonn og póstflutning- ar um 136 tonn. Verkfall opin- berra starfsmanna hafði umtals- víkurflugvöll í október en eigi umsvifamesta í farþegaflutning- verð áhrif á umferð um Kefla- að síður var síðasta ár það um. t'I.ÚCM ÁI.ÁSTJÓ R!i AÆT LUM ARFLUG MÍLLI LANDA r'AI'.ÞtLAH 10 ' :XCCC . toc co . íl:| ' y.co oo . ; 1 íáií; . 100 co [§: 1 i ,0’ |Si;j í|i|j Lýjií || ||j oco . íl [• ::-í S | j j: | i! ii I# U ■ vj;t. »;•.•• ii’rio lam i.’A/. i»ai tve* ■ Súlurit yfír fjölda farþega í áætlunarflugi ntilli landa s.l. 10 ár. Meira en hundrað hraðahindranir ■ Áttatíu og þrjár hraöahindrandi upphækkanir eða öldur á götur Reykjavíkurborgar til viðbótar við þær 42 seni þegar eru komnar er meðal tillagna í nýútkomini skýrslu um umferð við skóla í borginni. Athuganir sem þar birtast sýna að hraði ökutækja gerir vel það að minnka um helming við uppsetningu hraðahindrana af þessu tagi. Ennfremur vitna þeir sem að þessum tillögum standa til þess að með því að ökuhraði minnkaði 30% þá fækkar óhöppum um 50% og dauðaslysum um 75u/o Þeir nefndarmen sem að skýrslunni stóðu segja að hver slík hraðahindrun kosti um 60 þúsund krónur ef hún er ein/ sér en væru þær settar nokkrar saman þá kostar liver hraðahindrunin 30 þúsund krónur.Víðast er gert ráð fyrir tveimur eða fleiri saman. Nefndin gerir tillögu um öldur til hraða- hindrunar við alla skóla borgarinnar og þegar hafa verið settar upp 10 að beiðni hennar. Þá gerir nefndin tillögu um bætta lýsingu við flesta skólana, betri frágang á lóð- um og uppsetningu hjóla- grinda þar sem þær hafa enn ekki rutt sér rúms. Nefnd þessi var skipuð fyr- ir ári að ósk Umferðarnefnd- ar Reykjavíkur og sátu í henni; Guðmundur Þor- steinsson námsstjóri.Gunnar H. Gunnarsson verkfræðing- ur, Jens Sumarliðason yfir- kennari, Páll Garðarsson lögregluvarðstjóri og Bogi Arnar Finnbogúson formað- ur Samtaka foreldra og kenn- arafélaga. Mótorskip: Var kaupendum kunnugt um svikin? Þá verða þeir krafðir um aðf lutn ingsg jöld ■ I stjórn Réttarbótar aldraðra eu talið frá vinstri: Jón Hannesson, Bjarni Tómasson formaður, Jónína Jönsdóttir og I.árus Hermannsson. Aldraðir berjast fyrir rétti sínum ■ Nú er verið að rannsaka hvort verið geti að eitthvað af þeim Toyota hifreiðum sem Mótorskip flutti inn í nafni kaupendanna eða með vitund þeirra. Ef svo er, þá munu þeir hinir sömu verða krafnir um aðflutningsgjöld af bifreiðun- um. Að sögn Björns Hermanns- sonar, tollstjóra, þá er ekki ástæða til að ætla annað að svo stöddu, en fyrirækið sé ábyrgt fyrir greiðslu aðflutningsgjald- anna, þar sem bílarnir virðast hafa verið fluttir inn í nafni fyrirtækisins, en ekki kaupend- anna. Málið er hinsvegar í at- hugun og komi annað í Ijós Norræna félagið: Gefur út rit um Færeyjar ■ Gefinn hefur verið út sér- prentaður bæklingur um mál- efni Færeyja. Það er Norræna félagið sem stendur að þessari útgáfu, en umfjöllun þessi birt- ist í síðasta tbl. af „Vi i Norden" ársfjórðungsriti Norrænu fé- laganna.Er þar m.a. fjallað um heimastjórn Færeyinga, efna- hags- og atvinnumál þeirra, ferðamál, sjávarútveg, menn- ingarmál o.fl. Sérprentun þessa má fá endurgjaldslaust á skrifstofu Norræna félagsins í Norræna húsinu, á meðan birgðir endast. verða kaupendur sóttir til ábyrgðar. Nýlega gekk hæstaréttardóm- ur í máli þar sem kaupandi Mercedes Benz bifreiðar var dæmdur til að greiða aðflutn- ingsgjöld af bifreið sem flutt var til landsinsáfölskum pappírum. ■ Vitað er með vissu um a.m.k. fjórtán hundruð floga- veika einstaklinga hérlendis, og árlega greinast um 50-70 tilfelli. Þetta kom m.a. fram á ráð- stefnu sem haldin var á vegum Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki (LAUF) sem haldin var í lok síðasta mánaðar. Framsöguerindi tluttu próf- essor dr. med. Gunnar Guð- mundsson, Pctur Lúðvíksson. barnasérfræðingur í taugasjúk- dómum, Magnús Jóhannsson, dósent og Þórey Ólafsdóttir. félagsráðgjafi. I máli fram- sögumanna kom fram að í 65% tilvika eru orsakir ókunnar en all oft er hægt að halda floga- veikinni niðri, einkum rneð lyfjameðferð. Aðal niðurstaða ráðstefnunn- í því tilfelli var kaupandanum kunnugt um hin ólöglegu vinnu- brögð. Öðru máli gegnir, ef almennir neytendur kaupa ódýra vöru á þeim forsendum að hún sé löglega fengin. ar var sú, að stórauka þarf fræðslu fyrir flogaveika, að- standendur og almenning. í framhaldi af því vilja samtökin koma á framfæri nokkrum al- mennum leiðbeiningum þar sem áhersla er lögð á að fólk haldi ró sinni yfir flogaveikisjúklingi með krampa. Men skulu ekki reyna að troða neinu milli tanna hins flogaveika. eða reyna að stöðva krampann eða vekja ein- staklinginn til meðvitundar t.d. með því að reyna að gefa honum að drekka þar eð krampinn gengur yfir af sjálfu sér og hinn flogaveiki er hvorki kvalinn né í lífshættu. Þá er fólki bent á að sporna við óþarfa ágangi og forvitni fólks, og að yfirgefa ekki þann flogaveika fyrr en hann er orðinn sjálfbjarga. ■ Fyrir skömmu var slofnað í Reykjavík félagið Réttarbót aldraðra. Tilgangur félagsins er að stofna samtök til að berjast fyrir rétti aldraðra og bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa í þessum aldurshópi. Einnig eru uppi hugmyndir um að setja á stofn upplýsingamiðstöð þar sem aldraðir geta leitað sér upplýsinga um réttarstöðu sína og fengið ráðgjöf við að ná fram sínum málum, en að sögn stjórnarmanna er oft erfítt fyrir aldraða að framfylgja sínuin málurn í „kerfinu". Eitt af megin atriðum til að tryggja öryggi aldraðra er að því er þau telja að efla Almenna lífeyrissjóðinn, sem stofnaður var samkvæmt tilskipun ríkisins 1970 fyrir þá sem ekki borguðu í aðra sjóði, með frjálsum fram- lögum og öðrum leiðum og að liann yrði þá í framtíðinni sá valkostur sem flestir hyrfu að, þar sem einn sterkur sjóður tryggði best öryggi í þessum málum. Framhaldsaðalfundur verður haldinn í kvöld kl. 16.00 í Alþýðuhúsinu á horni Hverfis- götu og Ingólfsstrætis. Gjaldgengir í félagið Réttar- bót aldraðra eru allir 60 ára og eldri. Könnun á vegum flugmálastjórnar: Hvernig nýta íslend- ingar innanlandsflug? ■ Flugmálastjórn og flug- málanefnd eru að fara af stað með könnun meðal farþega í innanlandsflugi þar sem spurt er um í hvaða tilgangi ferðalag er farið, hversu oft ferðast sé með innanlands- flugi og hvaða ferðamáti er helsti valkostur farþeganna. Þá er og spurt um hvort farþegar hafi einhvern tím- ann fundið fyrir flughræðslu og hvað farþegum þyki um þjónustu viðkomandi flugfé- lags. Einnig er spurt um hvort farþegar notfæri sér möguleika á vöruflutningum með flugi og hversu góð sú þjónusta sé hjá viðkomandi flugfélagi. Könnun þessi er gerð til að öðlast betri þekkingu á flug- venjum íslendinga en niður- stöður verða ekki tiltækar fyrr en á næsta ári. Þó má vænta niðurstaðna úr fyrsta úrtaki um miðjan þennan mánuð. Flogaveiki á íslandi: 50 - 70 tilfelli árlega

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.