NT - 07.02.1985, Side 24

NT - 07.02.1985, Side 24
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT?! HRINGDU ÞA i SÍMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir alian sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • sþróttir 686495 . Mjólkursamsalan Góðar stundir með MS sam- lokum -hvar oghvenær sem er. ■ Slökkviliðsmenn hafa borið logandi dýnu út úr húsinu og eru að slökkva í henni. NT-mynd: Sverrir ■ í gærmorgun var slökkvilið Hafnarfjarðar kvatt að tveggja hæða íbúðarhúsi að Ásbúð 84 í Garðabæ. Eldur var laus á neðri hæð hússins og var mikill reykur í íbúðinni. íbúarnir voru hdma, þegar eldurinn kom upp, í barnaher- bergi, en gátu þeir forðað sér áður en illa fór. Slökkvistarf gekk greiðlega en talsvcrt tjón varð af völdum elds og sóts. Þórður segir „hjálparkokkinn“ vera aðalmann Að refsing sú sem William Scohic var dæmdur til í Saka- dómi Reykjavíkur, verði ekki milduð, og refsing Ingvars Þórðarsonar verði þyngd til muna, var krafa Þórðar Björns- sonar ríkissaksóknara í mái- flutningi hans fyrir Hæstarétti í gær en þar var tekið fyrir banka- ránið þegar starfsmönnum ÁTVR var ógnað meö afsagaðri haglabyssu og þeir neyddir til að láta af hendi nærri tvær milljónir króna sem þeir voru þá að láta í næturhólf Lands- bankans við Laugaveg 77. Ríkissaksóknari fór einnig fram á þyngingu refsingar föður Williams fyrir yfirhylmingu, geymslu og nýtingu á ránsfengn- um. I Sakadómi var William dæmdur til 5 ára fangelsisvistar fyrir stuld á hagktbyssu úr versl- uninni Vesturröst.fyrir að ógna leigubílstjóra með byssunni og neyða hann til að afhenda sér bílinn og loks sjálft pcningarán- ið. Ingvar var í Sakadómi dæmd- ur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir þátttöku í tveim síðast- ■ Verjendur hinna akærðu í bankaránsmálinu djúpt hugsi í Hæstarétti í gærdag. Talið frá vinstri, Örn Clausen hrl. verjandi Ingvars Þórðarsonar, Jón Oddsson hrl. verjandi Williams James Scobie og Hilmar Ingimundarson hrl. verjandi Griffith David Scobie. .......... töldu ákæruatriðunum og faðir Williams, Griffith Scobie í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir yfirhylmingu, geymslu á ránsfengnum og að skipta ein- hverju af fénu í dollara, að eigin sögn sem farareyri handa Will- iam þegar hann færi úr landi. Þeir feðgar voru handteknir á sínunt tíma þegar William var að fara um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Verjendur sakborninga kröfð- usl allir að dómur Sakadóms yrði mildaður og fór verjandi Griff- ith fram á að hann væri sýknað- ur af öllum ákæruatriðum. Þá fóru allir verjendur fram á að bótakröfu áfengisverslunarinn- ar yrði vísað frá vegna þess að hún væri sett einhliða fram. Stór hluti þýfisins var í ávís- unum og eyðilagði Scobie þær. ÁTVR leggur fram ákveðna kröfu þar sem segir að heildar- upphæðin hafi verið l.839.135 þúsund og þar af 368.732 í ávísunum. Er krafist bóta fyrir það fé sem ekki skilaði sér til ÁTVR, vaxta af öllu fénu frá rándegi og bóta vegna viðgerðar á biíreið ÁTVR manna. Þessu mótmæltu lögmenn þar sem enginn rökstuðningur sé fyrir þessari upphæð í kröfu ÁTVR og ekki fordæmi fyrir því að dómstóll viðurkenni slíka kröfu möglunarlaust. Fyrir Sakadómi voru sakborningarnir þrír dæmdir til að greiða bótakröf- una vegna ávísananna í santein- ingu, allir fyrir einn og einn fyrir alla. í málflutningi sínum gerði Þórður Björnsson mikið úr mis- ræmi í málflutningi Ingvars Þórðarsonar og krafðist þess að Ingvar yrði dæmdur í þessu máli sem aðalmaður í bæði sjálfu ráninu og töku leigubílsins. Ingvar vitnar sjálfur að þar sem hann hafi beðið Williants í bíln- um þeirra félaga hafi hann á- kveðið að stöðva „þessa vit- leysu“ og gengið niður að Landsbankahúsinu en gripið í tómt. Síðan rekið fótinn í einn af peningapokum ÁTVR sem William hafði misst. Hann hafi þá hraða sér með pokann á brott. „Við hjá ákæruvaldinu," sagði Þórður Björnsson þegar hann vék að þessu máli, „við álítum að Ingvar hafi ætlað að athuga hvort ránið hefði ekki heppnast.þá hafi ákærði ætlað að flýta sér upp í Brautarholt aftur og aka á brott og segjast svö ekkí hafa komið neitt nálægt ráninu". Þessum fullyrðingum Þórðar „um það hvað Ingvar kunni að hafa hugsað", vísaði Örn Clausen hrl. verjandi Ing- vars á bug og minnti á að í þessu NT-mynd: Sverrir máli væri ekki við annað að styðjast en málsskjöl. Verjandi Williams Jón Odds- son hrl. lagði áherslu á að hér væri á ferðinni óharðnaður ung- ur maður. Vitnaði hann þar í geðrannsókn sem bendir til slæ- legra raunveruleikatengsla og William þar sagður barnalegur og draumórakenndur. Þá benti Jón á að ekki hefði verið um eiginlegt auðgunarbrot að ræða heldur hefði William ætlað að hjálpa foreldrum sínum sem áttu í alvarlegum fjárhagsvand- ræðum og fólki unnustu sinnar í Breiðholti. Þetta vitnaði Will- iam strax í upphafi og þá strax við játningu sagði Jón að hann hafi skýrt samviskusamlega frá öllum málavöxtum, Málflutningi er ekki lokið. 107 andstæðingar ratsjárstöðva við Þistilfjörð: Senda bænaskrá til ríkisstjórnarinnar ■ „Samviska okkar, sem rit- um nöfn okkar á þessa bæna- skrá, neyðir okkur til að mót- mæla framkomnum hugmynd- um um byggingu ratsjárstöðvar á Langanesi vegna þess m.a. að við erum þeirrar skoðunar að þær auki á þá vígvæðingu þjóð- anna sem stefnir jarðarbyggð í geigvænlega hættu.” Þannig hljóðar upphaf bænaskrár, sem 107 íbúar við Þistilfjörð hafa undirritað og forsætisráðherra var aflient í gær. í textanum segir ennfremur að þeir sem undir hana rita óttist að heimabyggð þeirra verði að skotmarki verði byeg- ing ratsjárstöðvanna leyfð. Ör- yggi íslenskra loft- og sæfarenda verði íslendingar að tryggja sjálfir. „Við álítum að voðinn felist ekki einungis í beitingu vígbún- aðarins, heldur ali tilvist hans jafnframt á tortryggni, ótta og hatri, og við óttumst að fjárfest- ingar í umræddum stöðvum hér á landi kalli á fjárfrekar frant- kvæmdir annars staðar. Slíka sjálfvirkni síaukins vígbúnaðar ber að stöðva. Því verða góðvilj- aðir menn nú að einsetja sér að snúa farnaði veraldar af þessari braut,“ segir í textanum og í lokin er borin upp sú bæn við ríkisstjórnina að hún leyfi ekki uppsetningu umræddra ratsjár- stöðva hvorki á Langanesi né annars staðar. Tillögur Alþýðubanda- lagsins í húsnæðismálum: 5000 íbúðir byggðará fimm árum - skattheimta aukin um 1400 milljónir á árinu ■ „Þetta er útfærsla á slagorðinu að flytja fjár- magn frá milliliðunum,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins um tekjuöflun til húsnæðismála, á blaða- mannafundi er hann og Steingrímur Siglusson, þingmaður og varamað- ur í stjórn Húsnæðis- málastofnunar boðuöu til í tilefni af frumvarpi Alþýðubandalagsins um ráðstafanir í húsnæðis- málum. Frumvarpið gerir ráð fyrir I að veitt verði lán, sem nemi ! 75% byggingakostnaðar, fyr- ir 1000 íbúðir á ári næstu fimm árin. og að auki að gerðar verði ráðstafanir vegna þeirra sem keypt hafa, eða byggt á síðustu árum, og lent hafa í kröggum vegna kjaraskerðinga og okurvaxta á lánum. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að húsnæðissamvinnufé- lög fái fulla aðild að hús- næðislánakerfinu, og einnig að Byggingasjóður verka- rnanna fái 100 milljónir á ári, til byggingar leiguíbúða. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að fjármagns verði aflað með tímabundnum veltu- skatti á verslun, skipafélög og banka. Skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, skatti af vaxtatekjum, af innistæð- um hærri en 4 milljónir, og með gjaldi á viðskipti með skulda- og verðbréf og á þóknun fasteignasala. Þá er gert ráð fyrir beinum fram- lögum ríkissjóðs. Vopnaða ránið við Laugaveg 77 fyrir Hæstarétti: Bankaræninginn barns- legur draumóramaður íbúð skemmdist mikið í eldi

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.