NT - 07.02.1985, Side 13

NT - 07.02.1985, Side 13
Fimmtudagur 7. febrúar 1985 13 ■ Sextán 18 karata gull- tenriur prýða munn lög- fræðingsins Peters Alston, - en ekki nóg með það, heldur eru gimsteinar inn- lagðir í gulltennurnar: fjór- ir vænir demantar, þrír rauðir rúbínar, einn blár safír og einn fagurgrænn smaragður. Þegar Peter Alston var 12 ára gamall varð hann fyrir því slysi að hann datt á sundlaugarbakka og braut úr sér allar framtenn- urnar. Tannlæknirinn, sem tók að sér að gera við tennur aumingja piltsins stakk upp á því, að setja gullkrónur á þær allar, því það væri langsterkast. Það voru hæg heimatökin með gullið. því að þetta gerðist í Piet- ermaritzburg í Suður-Af- ríku. Tannlcéknirinn byggði upp tennurnar og ■ 16 tennur úr 18 karata gulli, 4 demantar, 3 rúbínar, safír og smaragður prýða munn Peters og nýlega lét hann gylla bílinn sinn með ekta gyllingu! GULLINTANNI (stundum kallaður „gullkjaftur“j svo komu gullkrónur yfir þær allar. Peter varð fljótt frægur fyrir gulltennurnar sínar og fékk ýms viður- nefni. Fyrir 7 árum dóu afi Peters og amma og þau arfleiddu hann m.a. að demants og rúbín- hringum. Einhver stakk upp á því við Peter, að það gæti orðið skrautlegt ef hann léti skreyta gulltenn- urnar með þessum skraút- steinum. Honum fannst þetta sniðugt og fékk sér fleiri gimsteina til að hafa skreytinguna sem fjöl- breyttasta! Sumir eru að reyna að verðleggja brosið hans Peters, en hann segir að það fari eftir verði gulls á heimsmarkaðnum hverju sinni, en líklega sé „kyssi- tauið" sitt komið upp í eina milljón króna! ■ Peter Alston lögfræðíngur segir, að sumir líki sér við stóra fantinn með stájtennurnar í Bondmyndunum, og sér þyki það heldur óskemmtilegt: „Ég er góðlegur og bara laglegur maður, finnst mér sjáfum a.m.k.“ segir Peíer.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.