NT - 07.02.1985, Blaðsíða 8

NT - 07.02.1985, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 7. febrúar 1985 8 Dag- bók Árshátíð Eskfirðinga-og Reyðfirðingafélagsins ■ Laugardaginn 9. febrúar næstkomandi verður árshátíð Eskfirðinga- og Reyðfirðinga- félagsins haldin í Fóstbræðra- heimilinu við Langholtsveg. Samkoman hefst með borð- haldi kl. 20. Húsið veróur opnað kl. 19. Neskirkja - þorrahátíð aldraðra ■ Samverustund aldraðra veröur laugardaginn 9. febrúar kl. 16. Efnt verður til þorrahá- tíðar. Alþingismennirnir Helgi Seljan og Karvcl Pálmason skemmta við undirleik Sigurð- ar Jónssonar tanniæknis. Frú Hrefna Tynes stjórnar sam- kvæmisleikjum. Þá verður fjöldasöngur og Rcynir Jónas- son mun leika gömlu góðu lögin á harmónikuna sína. Matargestir eru beönir um að tilkynna þátttöku í athvarfinu, Safnaðarheimilinu, fimmtudag kl. I-5, sími 16783, cða til kirkjuvarðar kl. 5-6 fram til föstudagskvölds. Kvennaiistafundur ■ Kvennalistinn heldur kynningart'und fimmtudaginn 7. febrúar í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, kl. 20.30. Þar verður kynnt kraft- mikið kvennastarf í Rcykja- neskjördæmi. Ný söngsnælda fráTrú og líf ■ Trú og líf, sem starfar að útbreiðslu og eflingu kristinnar trúar, hefur sent frá sér söng- snælduna „Frá því sól að morgni rís.“ Snældan er blanda af þrettán lögum. Dreifing og sala er þegar hafin og rennur allur ágóði til starfsins. Samstilling á Hverfisgötu ■ Söng og skemmtifélagið Samstilling er að hefja starf- semi sína að nýju eftir langt og gott jólaleyfi og hefur félagið fengiö til liðs við sig tónlistar- kennara sem mun raddþjálfa félaga á nokkrum æfingum. Félagið kcmur saman á mánudagskvöldum að Hverfis- götu 105 efstu hæð og er öllum frjálst að taka þátt í starfi félagsins. I stjórn eru Brynja Bjarnadóttir, Björgvin Björg- vinsson og Hulda Ingimundar- dóttir. Menning Sinfónískir kammertónleikar ■ Kammertónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Bústaða- kirkju 3I. janúar snérust um strengi, en bólivíski fiðlarinn Jaime Laredo stjórnaði og lék einleik. Laredo var undrabarn, segir í skránni, og hefur víða gert garðinn frægan, en tengist nú um tíðir Skotlandi og Skosku kammersveitinni á einhvern hátt. Á efnisskrá voru fjögur verk: G.F. Hándel, Concertogrosso í G-dúr Hafliði Hallgrímsson: „Poemi" J.S. Bach Fiðlukonsert í a-moll F. Mendelssohn: Sinfónía í c- rnoll Margir, þ.á.m. ritstjóri tón- leikaskrár, töldu frumflutning „Poemi“ eftir Hafliða Hall- grímsson sæta mestum tíðind- um á þessum tónleikum. Verkið er e.k. fiðlukonsert og samið fyrir einleikarann Jamie Lar- edo, sem spilaði afburðavel. Hafliði er mjög nosturssamt tónskáld og mikill fagmaður, en einhvern veginn höfða hans íhugulu og fíngerðu verk ekki til mín. Hins vegar heyrði ég á mörgum, að þeim þótti „Poemi“ gott í flesta staði, enda mun svo vera. Þá þótti mér fiðlukonsert Bachs betri, og prýðilega fluttur. Þótt tónlist Bachs þyki „stærðfræðileg" í byggingu - því tónskáldið þaulvinnur efni- við sinn - þá fer því fjarri að Jóhann Sebastían hafi verið til- finningalítill maður eða tónlist hans eigi að flytja með kaldri nákvæmni. Þvert á móti var Bach 20 barna faðir og tónlist hans, eins og flest tónlist þessara tíma, mjög safarík. Og enn spilaði Laredo lystilega. Lygilegt má það teljast um jafn áheyrilegt og fagmannlegt verk og þessa c-moll sinfóníu Mendelssohns, að hann samdi hana á 13. ári, en 12 sinfóníur hið minnsta hafði hann samið áður en hin fyrsta hinna firnrn, sem taldar eru venjulega, leit dagsins ljós. Þá var skáldið 15 ára. Þegar Mendelssohn vartví- tugur stóð vinur foreldra lians, Alexander von Humboldt, á sextugu og efndi til fyrstu al- þjóðlegu jarðeðlisfræðiráð- stefnu sögunnar í Berlín, sem um 600 vísindamenn sóttu, þ.á.m. Gauss frá Göttingen, Örsted frá Danmörku og Babb- age frá Englandi. Ráðstefnan vakti nýja rannsóknalöngun með Humboldt, sem hafði verið kallaður heim til Berlínar frá París þar sem hann var að skrifa saman árangur leiðangurs síns til Suður og Mið-Ameríku, og hann reisti segulmælingaskúr úr tré og kopar í garðinum hjá Mósesi og Abraham Mendels- sohn. Þarsat hann með liði sínu allar nætur og las við kertaljós af fílabeinskvarða segulmælis meðan Felix og Fanney Mend- elssohn æfðu Mattheusar-passíu Bachs í nærliggjandi laufskála. Mendelssohn hafði þá nýfundið þetta stórvirki Bachs, en Hum- boldt dauðleiddist tónlist. Það ár sprangaði Jónas Hallgríms- son í dönskum skartklæðum um götur Reykjavíkur, nýbúinn að ljúka námi í Bessastaðaskóla, og Kristján Rask var austur í Indlandi að rekja rætur indóevr- ópskra tungumála. Þessir kammertónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar voru hinir ánægjulegustu og allvel sóttir - hins vegar eiga þeir auðveldlega skilið að menn sæki þá ennþá betur. S.St. ■ Lára Rafnsdóttir. Kraftmikill píanisti ■ Háskólatónleikar hófust að nýju miðvikudaginn 30. janúar. Þeir halda áfram nú á vormisseri sem fyrr sérhvern miðvikudag í hádeginu í Norræna húsinu og hefjast kl. 12:30. Að þessu sinni lék Lára Rafnsdóttir tvö píanó- verk, fyrst sónötu nr. 84 eftir Antonio Soler, og síðan til- brigði um stef eftir Chopin, eftir Federice Mompou. Antona Sol- er (1729-83) var hirðtónskáld og organleikari á Spáni og samdi ótalmargar einþættar sónötur fyrir sembal. Lára lék þessa litlu sónötu nr. 84 prýðisvel, en með því að hún endurtók ekki seinni hlutann, svo sem venja er um sónötur sem þessar, vöruðu áheyrendur sig ekki fyrr en um seinan að verkið var búið, og tilbrigði um stef eftir Chopin byrjað. Federice Mompou (1893-1984) var að sönnu Spánverji er starf- aði niest í París. Lára Rafns- dóttir lék eftir hann tilbrigði um A-dúr prelúdíu Chopins. æði mörg og misgóð, en öll lakari en prelúdían sjálf. Sanrt nægðu þau til að skemmta áheyrendum dável, en þó einkum til að sýna að Lára er kraftmikill og flínkur píanisti, og ætti að fást við veigameiri stykki en þessi. Næstu háskólatónleikar verða hluti af Myrkum músík- dögum. Þá (miðvikudginn 6. febrúar kl. 12:30) leikur Snorri Sigfús Birgisson píanóverk eftir sjálfan sig. S.St. US Mail með Reykjavíkurstimpli ■ Öll fáum við einhvern póst. þó ekki sé um að ræða nema opinberar tilkynningar og kannske eitthvað af svokölluðum gluggaumslögum. Auk þess að fá minn daglcga póst heima, fæ ég einnig nokkuð af pósti sendan á NT og er þaö rrjest opinber póstur frá hinum ýmsu löndum er vilja kynna frímerkjaútgáfu sína. Því hef ég slíkan inngang, að oft geta vcriö skemmtilcg bréf, jafnvcl í þessum pósti, sem þó flestir henda kannske iieint í ruslakörfuna. Bréf eitt frá bandarísku póststjórn- inni hefir þannig orðið mér tilcfni þessa þáttar. Bréf þetta er scnt frá Washirigton og í því er tilkynnt ný útttáfa af notkunarmerkinu fyrir al- mennan innanlandspóst, með mynd af fána Bandaríkjanna, en merkið sjálft ræði ég síðar í þættinum. Umslagið er eitt al' þessum venju- legu formumslögum sem notað er fyrir póst þann sem póstmálastofnun- in sendir slíkar tilkynningar í og helir fyrirfram greitt burðargjald. Til ntarks um það er mynd af erninum og áletrunin U.S. Mail í ramrna í efra horni vinstra megin. Auk þess er tekið fram fyrir ncðan myndina aö 300.00 dala sekt sé við því að misnota umslagið undir einkapóst. Nú er árit- un umslagsins til gamla Tímans, frí- merkjaþáttar og í pósthólf þaö sem Tíminn hafði er hann var i Edduhús- inu. Þessu vill Póststofan í Reykja- vík fá breytt í rétt póstfang, línrir hún þar af leiðandi bláan niiöa á umslagið til áréttingar og biður um að svo sé gert. Ekki nægir þetta samt. Merkja þarf umslagið með stimplun, svo að sjá megi liver óskar eftir þessari leiðréttingu og livenær. Bréfið er því sett í stimpilvélina á R1 eins og um vcnjulegt bréf væri að ræða. Því stimplast þarna merki U.S. Mail með Reykjavíkurstimpli og umslagið fær á sig venjulegan notkunarbrag, nema hvað bandaríska merkið er stimplaö í Reykjavík. Utkoman, erlendur stimpill á bandarísku nrerki. Auk þess þarf svo að árita hvert bréfið á að fara. Það er gert með því að póstmaöurinn skrifar R.8. á umslagiö undir áritun þess. Þarna eru komin 3 atriði sem gera umslagið skemmtilegt og þess virði aö safna því, til notkunar hvort sem er í íslensku eða banda- rísku safni. Auk þcss er svo innihald- ið, sem staðfestir hvenær það var sent frá Bandaríkjunum. Bréf póststjórnar Bandaríkjanna er dagsett 13. des. og.er tilkynning unr að gefa eigi út ný merki með mynd þinghússins og fánans snemma á næsta ári. Þar sem burðargjald er að hækka, en ekki er ennþá vitað hve mikið, og einnig á að stækka merkið um helming, er samt send mynd af því, en í stað burðargjaldstölu er aðeins áritað 00 á merkið. Var þetta gert á nokkrum myndum bandarískra merkja sem ákvcöin var útgáfa á á þessu tímabili. Síðan voru sendar myndir af sömu merkjum seinna meö tölunni 22, en það var hið nýja almenna burðargjald, sem ákveðiö var eftir hækkunina, sem nú fyrst er að koma til framkvæmda. Auk þess verður svo merkið gefið út áfram í sömu stærð og áður, þ.e. lítil merki í heftum. Allt þetta gerði það að verkum að ég fór að athuga þessi merki nánar er ég var í Bandaríkjunum um jól og t'ram í janúar. Hafði ég einmitt keypt hefti með litlu merkjunum scm þá voru hið almenna burðargjald, eða 20 centa merkjum. Er ég svo ætlaði að mæla stærð þessara merkja komst ég í ekki svo lítinn vanda. Þau voru misstór. Vinstri rööin í heftinu sem ég var með var samsett af 24 mm breiðum merkjum, en sú hægri af aðeins 20 mm breiðum merkjum. Einhvcrsstaðar frá hafði ég upplýs- ingar um aö merkin ættu aö vera 22 millimetra breið. Þá var að heimsækja nokkur pósthús og skoða slík hefti. Gerði ég það næstu daga, en fann hvcrgi nein hefti nema með 22 mm breiðum merkjum. Fullvissuðu póst- menn mig urn annað fyndist ekki. Þá var það endanlegt. Eg hafði keypt hefti með afbrigðum og var því miður búinn að nota tvö af þeim á jólakort innan Bandaríkjanna. Það sem eftir var af heftinu held ég fast í. Ég á þess von að myndin af safnsíö- unni sem hér fylgir með, prentist vel og þá hefi ég sett upp þessa sögu um bréfið frá Bandaríkjunum, á svokall- að Lindner T blað. cn þessi blöð eru sérstök að því lcyti, að þau eru til í mörgum mismunandi gerðum, sem hægt er að velja sér nákvæmlega eftir efni því sem upp á að setja. Eru tvöfaldir vasar fyrir uppsetningu efn- isins og hægt er að hafa bakgrunn fyrir plastvasana í hverjum þeim lit sem viðkomandi vill. Hér er t.d. notaður svartur bakgrunnur. Á síðunni getur svo að líta bréfið með þeini þrem viðbótum. senr það fékk eftir að það kom til íslands, efst á síðunni. Neðantil við það vinstra megin. eru svo myndirnar tvær af frímerkinu sem nú er að koma út og er 22 centa merki, en neðan þess er svo mynd merkisins með tölunni 00, meðan buröargjald var ekki ákveðið. Þá eru hægra megin á síðunni neðan- til, tvær fjórblokkir með litla merkinu eins og það var áður, meðan burðar- gjaldið var 20 cent. í efri blokkinni eru afbrigöin tvö - 24 og 20 mm breið. En fyrir neðan eru hinsvegar eðlileg merki 22 mnr breið. Að lokum skal svo tekið fram, að hafi menn áhuga á að kynna sér hvernig selja á frímerki á uppboðum erlendis, geta þeir sent kr. 25.00 t.d. í ónotuðum frímerkjum til „íslensk Frímerki s/f, Pósthólf 161, 202 - Kópavogi... og fá þá sent efni á íslensku um það. Lindner T blöðin, sem lvst er hér að ofan, fást hjá Frímerkjahúsinu, Lækjargötu 6A. 100 Reykjavík. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.