NT - 12.02.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. febrúar 1985
Að hafa gaman af erninum - dýrasta hobbý sem hægt er að veita sér:
3
„Tjón mitt af völdum arnarins
um 400.000 kr. síðustu 2 ár“
■ Dregin út verðlaun í orðabókargetrauninni.
segir Sveinn í Miðhúsum í Reykhólahreppi
■ Ég hef haft gaman af ernin-
um, en það er dvrasta hobbý
sem nokkur maður getur veitt
sér. Hvað mig sjálfan snertir er
meðaltjónið af völdum arnarins
t.d. um 400 þúsund krónur á
árunum 1983 og 1984. Hér var
dúntckjan lengi vel uin 40 kg á
ári, en fór svo ofan í 17-18 kg
árið 1983 og náði aðeins 20 kg
í fyrrasumar, eingöngu vegna
þess hve mikið var af erni hér.
I’epr kílóið af æðardún er kom-
ið yfir 10 þús. krónur tel ég
menn ckki hafa leyfi til að
forsóma þessa atvinnugrein,
sagði Sveinn Guðmundsson, í
Miðhúsum í Keykhólahreppi.
Viö hér á Vesturlandi eruni
heldur óhressir meö ofstjórnina
á lífríkinu hér - í þessum eina
landsfjórðungi sem haldiö hefur
arnastofninum Iifandi. Síöan
eru ýmis félög-t.d. Arnavina-
félagið, eins og við köllum þaö
að senda okkur hinar og þessar
ákúrur. í ööru lagi teljum við
stjórn menntamálaráðuneytis-
ins í þessu máli alranga og að
þar sé beinlínis stuðlað að því
að útrýma stofninum, sagði
Sveinn.
Ég tel að við sem húum í
lífríkinu verðum aö Iráfa ein-
Itvern rétt til að stjórna því-en
að sú stjórn sé ekki eingöngu í
höndum einhverra hávaða-
sanira Itópa í þéttbýlinu. Það á
t.d. enginn bóndi sieti í stjórn
Náttúruverndarráðs - þannig að
það er að komast svolítið styrj-
aldarástand í þetta. Með þess-
um Itávaða sumra náttúruvernd-
armanna - öfgamannanna í
hópnum - kalla þeir beinlínis á
andspyrnu og þá harða and-
spyrnu - að nienn fari að gera
hluti sern þeir myndu annars
ekki gera, sagði Sveinn.
Þegar Sveinn var spurður álits
á notkun svefnlyfja til að eyða
vargfugli, sagðist Sveinn telja
kröfur æðarræktarbænda í því
máli í fyllsta máta eðlilegar.
Þetta er ódýrasta vörnin og
árangursríkasta til að halda
vargfuglastofnunum í skefjum.
Við Breiðafjörðinn norðan-
verðan sagði Sveinn að hrafni
hafi fjölgað stórlega á undan-
förnum árum. þannig að ntenn
standi nú ekki síður í baráttu
við hann en mávfuglana.
Til þess að Italda við arnar-
stofninunt, án þess að hann
valdi miklum skaða á einstökum
svæðum, sagðist Sveinn hafa þá
tillögu fram að færa að erninum
yrði dreift víöar um landið. Þar
kvaðst Itann t.d. hafa fýlabyggð-
ir í Skaftafellssýslum í Ituga og
síðan önnur svæði þar sem fólk
hefur áhuga á að fá örn til sín.
Kvaðst Sveinn telja þetta frem-
ur vandalítið í framkvæmd. Eitt
og eitt arnarpar í varpi valdi
ekki svo miklum skaða.
10 orðabækur
í verðlaun!
■ Dregið hefur verið í verð-
launagetraun sem Bókaútgáfan
Örn og Örlygur efndi til á síð-
asta ári í tengslum við útgáfu
ensk-íslensku orðabókarinnar.
Margar lausnir bárust en hinir
tíu heppnu eru: Dröfn Vil-
hjálmsdóttir Seljubraut 22,
Hjördís Gunnarsdóttir Vest-
urbrún 16, Ágústa Hugrún Ing-
ólfsdóttir Skúlagarði N-Þing-
eyjarsýslu, Guðrún Emilsdóttir
Hólmgarði 29, Baldur Stein-
grímsson Austurgerði 11, Krist-
ín Sigurðardóttir Giljalandi 6,
Erling Aðalsteinsson Framnes-
vegi 88, Sigríður Pétursdóttir
Giljalandi 23, Erla Gissurar-
dóttir Furugrund 30 og Sigríður
Gunnarsdóttir Meistaravöllum
33.
Verðlaun í getrauninni
voru eintak af umræddri orða-
bók en þátttakendur svöruðu
fjórum spurningum sem reyndu
á þekkingu þeirra á enskri
tungu.
Stærðfrædikeppni
í framhaldsskólum
Stærðfræðingar brjóta heilann:
■ Nemendum í framhalds-
skólum landsins gefst kostur á
að spreyta sig í stærðfræði-
keppni nú á næstunni. Það eru
félag raungreinakennara í fram-
haldsskólum og íslenska stærð-
fræðifélagið sem að keppninni
standa. Send hafa verið út 10
dæmi sem nemendur eiga að
glíma við heima og síðan skila
lausnum á eins mörgunt dæm-
anna og þeir vilja fyrir 18.
febrúar. Sérstök viðurkenning
verður veitt fyrir frumlegar
lausnir á einstökum dæmum.
Þeim sem bestu lausnunum
skila verður boðið til loka-
keppni í Reykjavík þar sem
keppt verður í að leysa verkefni
á ákveðnum tíma. Keppnin er
kostuð af IBM á íslandi.
Þess má geta að íslendingum
hefur verið boðið að taka þátt í
Ólympíuleikunum í stærðfræði
í Finnlandi næsta sumar, en það
er alþjóðleg keppni nemenda á
framhaldskólastigi.
Danir bjóða einbýlishús
■ Dönsk stjórnvöld hafa til-
kynnt Félagi íslenskra rithöf-
unda að einum íslenskum rit-
höfundi verði gefinn kostur á
eins árs dvöi í Danmörku og
afnot af einbýlishúsi á Jótlandi
nteð öllum fríðindum. Danir
nefna húsið „skipstjórahús" og
er það ætlaö norrænum rithöf-
undum. sem hafa skilað um-
sóknum fyrir 1. mars ár hvert.
Jónas Guðmundsson, for-
maður Félags ísl. rithöfunda
veitir þeim sem áhuga hafa,
nánari upplýsingar.
Hæsti vinningur 25.000
Vinningar að
heildarverðmæti
kr. 100.000.-
Stjórnin