NT - 16.02.1985, Side 5

NT - 16.02.1985, Side 5
Laugardagur 16. febrúar 1985 5 Fréttir Boðorð dagsins!: Konur - mjólk, mjólk, mjólk og meiri mjólk - ef þið viljið sleppa við beinbrot á elliárunum ■ „Beinþynning er orðin að faraldri á Vesturlöndum. Talið er að 9 af hverjum 10 konum fái einhver einkenni sjúkdómsins, en það merkir að bein- þynning er orðin einn af algengustu hrörnunarsjúkdómum nútímans,“ sagði Jón Óttar Ragnarsson, m.a. í gær, á fundi með landiækni, næringar- fræðingi og fulltrúum Mjólkurdags- nefndar, þar sem rætt var um orsakir þessa sjúkdóms og ráð við honum. Jón sagði kalk í fæði nú í brennidepli í næringarvísindum vegna verndandi áhrifa þess gegn þessum hrörnunar- sjúkdómi. Þar sem mjólkurmatur sé besti kalkgjafinn beinist athyglin sér- staklega að mjólkurmatarneyslu Vesturlanda. „Það er boðorð dagsins, að fá - sérstaklega konur - til að sleppa ekki mjólkinni og mjóikurmatnum úr fæði sínu, eins og margar þeirra virðast gera,“ sagði Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur. Spurð, sagðist Laufey ekki telja það skynsamlegt að spara við sig mjólkurmatinn í því skyni að fækka hitaeiningum í fæði sínu. Magrar mjólkurvörur séu alls ekki sérstaklega orkuríkar miðað við það sem út úr þeim fáist. Með magrari mjólkurafurðum kvaðst Laufey telja m.a. léttmjólk, skyr, svo og venjuleg mjólk, súrmjólk, jógúrt og því um líkt. Með tilliti til beinþynningar sagði Laufey konur byrja að hrörna við 35 ■ „Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem mest þurfa á kalkinu að halda, sérstaklega fullorðnar konur, sneiða oft hjá mjólkurmat að meira eða minna leyti." sagði Jón •Óttar Ragnarsson. Lengst til hægri er Arnar Guðnason, lengst til vinstri Guðjón Magnússon, landlæknir og við hlið hans Laufey Steingrímsdóttir. NT-mynd: An ára aldur, þ.e. að þá fer daglega að fara meira kalk úr beinunum en líkaminn fær til baka úr fæðunni - í fyrstu þó afar hægt. Við tíðahvörfin -með minnkandi framleiðslu kynhormóna - fari svo kalkið nánast að fossa úr líkamanum, þannig að á fáeinum árum geti beinin þynnst mjög mikið. Haldi svo áfram geti það haft þau áhrif að hryggurinn falli saman á öldruðu fólki og beinin, sérstaklega lærleggshálsinn, brotni við minnsta hnjask. Brot á lærleggshálsi komi tæpast fyrir nema vegna beinþynningar. En komið hafi í ljós að mikill fjöldi slíkra brota sé hér á landi, þannig að þetta sé greinilega sjúkdómur sem er útbreidd- ur hér hjá gömlu fólki og tíðari hjá konum. í þessu sambandi þurfi alls ekki að vera urn slæma byltu að ræða. Komið hafi í Ijós að flest beinbrot sem orsakast af beinþynningu verði heima á heimilum fólks, í baðinu eða m.a.s. að fólk geti brotnað við að stíga svolítið skakkt fram úr rúminu. m/verðútreikningi Á MJÖG GÓÐU VERÐI GREIÐSLUKJÖR NOTAÐAR TÖLVUVOGIR FRÁ BB m/verðútreikningi og prentara N.'isl.os lil' Bíldshöfða 10, sími 82655 ALLAR TEGUNDIR AF BOLLUM BAKARÍIÐ KRINGLAN Starmýri 2 sími 30580. Ódýrustu bollurnar í bænum 28 kr. stk. •• Magn afslá ttur ef teknar eru 20 eða fleiri •• Opið alla helgina •• Sendum um allan bæ

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.