NT - 16.02.1985, Side 2

NT - 16.02.1985, Side 2
EE Laugardagur 16. febrúar 1985 2 Þingvellir: Helgarpóstsviðtal salt í sár Alþýðuflokksmanna: Ámundi verður aldrei fram Sumarbústöðum fjölgað | kvæmdastjóri eða stærri þjóðgarður ■ Skipulag ríkisins hefur nú ööru sinni til meöferöar erindi er varöar ráöstöfun tuttugu hektara landsvæöis undir sumarbústaði í Þingvallasveit, nánar tiltekið í landi Mjóaness. Mál þetta kom áöur til kasta ríkisskipulagsins fyrir áramót, en þá var erindi landeigendanna hafnað á grundveili umsagnar Náttúruverndarráös sem lagöist gegn erindinu. Hefur hreppsncfnd l’ing- vallahrepps nú látið málið til sín taka, og sent Skipulagi ríkis- ins, Náttúruverndaráði og Þing- vallancfnd, erindi sama efnis með breytta staðsetningu sumarbústaöalóöanna í huga. Að sögn Þorsteins Pálssonar, alþingismanns sem á sæti í Þing- vallanefnd, þá er land þctta utan þjóðgarðsins, cn þar scm lengi hafa verið uppi áform um að stækka þjóðgarðinn, þá var erindi landeigcndanna ekki samþykkt ásínum tíma. Máliðer nú tekió upp á nýjan leik á þeim forsendum að um nýja staðsetn- ingu sé að ræða. Ingólfur Guðmundsson, odd- viti hrcppsncfndar Þingvalla- hrepps tjáði NT að jarðanefnd Arnessýslu og Búnaðarfélagiö hefðu sanrþykkt erindi hrepps- nefndar að þessu sinni, á grund- velli nýrrar staðsetningar. „Upphaflega hafnaði Þingvalla- nefnd crindi okkar því þeim þótti of mikiö að sér þrengt. Nú höfum við boðist til að færa landið ofar og sunnar, en upp- haflega var áætlað og höfum við sent Náttúruverndarráði, og skipulagi ríkisins afrit af því erindi", bætti hann við. Eyþór Einarsson, formaður Náttúruvcrndarráðs sagði í samtali við NT, aö fyrir rúmum áratug hafi veriö efnt til sam- keppni um skipulag Þingvalla- svæðisins, og þær úrlausnir sem verðlaunaðar voru, gerðu allar ráð fyrir stækkun þjóðgarðsins. Þar með hefði verið tekin ák- veðin stefna á málefnum þjóð- garðsins, og hefði umsögn Nátt- úruverndarráðs mótast af því. „Við teljum að vaxandi fólks- fjöldi á Reykjavíkursvæðinu kalli á mun stærra svæði en þjóðgarðurinn spannar núna. Það hefur verið þrengt það rnikið að honum með sumarbú- stöðum að það er kominn tími til að sporna gegn því.“ Samkvæmt upplýsingum Zóf- oníasar Pálssonar, skipulags- stjóra ríkisins, þá verður mál þetta tekið upp á nýjan leik næsta miðvikudag, en þó ekki afgreitt án samráðs við Náttúru- verndarráð og Þingvallanefnd. Aðspurður hversvegna ekki væri fyrir löngu búið að stækka þjóðgarðssvæðið, úr því vilji væri fyrir hendi, sagöi Zófonías að á því væri engin önnur skýr- ing en framkvæmdaleysi. Þingvallanefnd ntun fjalla um málið á þriðjudag. Enn leitað að Hafþóri: Kafað í Hvalfirðin um um helgina ■ Leit aö Hafþóri Má Hauks- syni er ekki lokiö og sömuleiöis er leitaö að Kristjáni Árnasyni af Kleppsspítala en fjórar vikur eru nú liðnar síöan þeir báðir hurfu. Um helgina er reiknað ineö aö kafarar leiti í Hvalfirði og gengnar verða fjörur þar og í nánd við Akranes. Leitin er sem fyrr í höndum Reykjavík- urlögreglu en RLR hafa verið send bæði málin til athugunar. Hafþór Már hvarf að heiman frá sér 20. janúar á blágrárri Willys jeepster bifreið sinni og hefur síðan ekkert til hans spurst. Um mánaðamót janúar - febrúar bárust óljósar ábend- ingar ofan úr Borgarfirði um að Hafþór hafi sést á ferð þar en síðan þá hafa cngar vísbending- ar borist. Hafþór hvarf frá heimili sínu og foreldra sinna í Reykjavík ■ um hádegisbil á sunnudaginn 20. janúar, heimsótti þá einn kunningja sinn og stóð þar stutt við. Skömmu síðar hringdi hann í annan vin sinn og ræddust þeir við. Ekki er vitað hvaðan sú hringing barst og eru þetta síð- ustu öruggu heimildirnar sem borist liafa af Hafþóri. Jeepster bifreið Hafþórs er blágrá að lit með svörtum toppi og er skrá- setningarnúmerið X-5571. Hafþór sem er ÍH ára iðnnemi, er meðalmaður á hæð með Ijóst hrokkið hár og var klæddur í svört leðurföt þegar hann hvarf að heiman. Kristján Árnason hvarf af Kleppsspítala 19. janúaroghef- ur borist vitnisburður um að hann hafi sést um borð í Akra- borginni á leið norður en ekkert til hans spurst síðan. Afmælismótið: Larsen einn í efsta sæti ■ Bent Larsen ernúeinn í efsta sæti á afmælismóti Skáksambandsins, þegar þrem umferðum og öllum biðskákum er lokið. Lar- sen vann biðskák sína við Margeir Pétursson í gær og hefur því hlotið 2'/: vinning. Biðskák Jusu- povs og Guðmundar úr annarri umferð endaði með jafntefli. Sömuleiðis endaði skák Jóns L. Arna- sonar og Horts með jafn- tefli, en hún var tefld í gær eftir að hafa verið frestað úr fyrstu umferð. I öðru til þriðja sæti eru Van der Wiel og Spasský með 2 vinninga og síðan kom í einum hnapp með l'h vinning þeir Helgi, Margeir, Jón L., Jóhann, Jusupov og Hort. Guð- mundur Sigurjónsson og Karl Þorsteins hafa emn vinning og lestina rekur Curt Hansen með (ó vinning. ■ Mikill hiti er í mönnum innan Alþýöullokksins vegna viðtals sem Helgar- pósturinn átti við Ámunda Ámundason sem titlaöi sig framkvæmdastjóra flokksins í viötalinu. Sem kunnugt er var Kristínu Guömundsdótt- ur, framkvæmdastjóra flokksins sagt upp störfum nýverið og starf hennar lagt niður. Sú ráðstöfun var væg- ast sagt umdeild innan flokksins, en yfirlýsing Ámunda varö til þess að upp úr sauö. Ámundi Ámundason sem starfar sem umboðsmaður skemmtikrafta, var af fram- kvæmdastjórninni ráðinn sem útbreiðslustjóri flokksins, eins og það heitir, en í því felst að honum er ætluð ýmis konar fjáröflunar og skipulagningarstarfsemi á vegum flokksins. Þegarhann sjálfur titlar sig fram- kvæmdastjóra opinberlega þykir ýmsum sem hann sé að gefa í skyn að skipulags- breytingin hafi ekki verið annað en fóðrun á þeim gjörningi að reka Kristínu og setja Ámunda í störf hennar. „Ámundi verður aldrei ráðinn framkvæmdastjóri flokksins og það er mikill hiti í mönnum út af þessu," sagði framkvæmdastjórnar- maður í samtali við NT í gær. Ekki náðist í Guðmund Oddsson formann fram- kvæmdastjórnarinnar, né Ámunda Ámundason í gær- kvöldi. Kvennalistinn „hryggbrýtur“ Allaballana! Enginn grundvöllur fyrir viðræðum ■ Kvennalistinn hefur hafnað öllum viðræðutilboðum Al- þýðubandalagsins um „sam- stöðu um nýtt landstjórnarafl1- eins og það var orðað í bréfi bandalagsins. Telur Kvennalistinn enga þá stefnubreytingu hafa orðið inn- an Alþýðubandalagsins eða annarra stjórnmálaflokka sem gefi tilefni til þátttöku Kvenna- listans í viðræðum og hafnar þeim því. í bréfi sem Kvenna- listinn hefur sent Alþýðubanda- laginu er gert heldur lítið úr þessum viðræðutilboðum og bent á að Kvennalistinn sé nýtt afl í íslenskum stjórnmálum, orðinn til vegna þess að konur vilji sjálfar reka sína kvenna- pólitík sem byggir á reynslu og viðhorfum kvenna. Hárlakk gegn lús ■ Ein allra blómlegasta greinin á meiði íslenskra lands- byggðarblaða er Víkurblaðið á Húsavík og höfum við Dropateljarar á NT oft notið góðs af þessum kollegum í norðri. Nýlega birtust þar „18 húsráð gegn lús og maur“ - misgóð eins og gengur. Hér er átt við óværuna á stofublómum (enda norðlenskar húsmæður sjálfsagt löngu búnar að gefast upp á því að aflúsa bændur sína.)“ Það áttunda er orð í tínia töluð nú þegar allir berjast fyrir reyklausu landi: „Rcyktu. Púaðu á blómin uns lýsnar drepast. Þegar þú hefur reykt þannig á ein 40 blóm ferð þú sömu leið og lýsnar." Og svo höldum við áfranr í röðinni: „9. Leitaðu ráða hjá Baunan- um sem á verslunina „Rósin" í Glæsibæ. 10. Stráðu neftóbaki á blómin og lýsnar deyja úr hnerra. 11. Ráð frá blómabónda í Hveragerði: Hentu blómunum og kauptu þér ný. 12. Raðaðu eldspýtum í pott- ana og hótaðu að kveikja á þeim. Vegna eldhræðslu flýja maurarnir og láta ekki sjá sig framar. 13. Úðaðu hárlakki á blómin og moldina. Þú ert laus við lýs, maura og blóm... 17. Safnaðu sígarettustubb- um dagsins í ílát með vatni. Notaðu síðan gruggið til að hella í skálarnar undir blóma- pottunum. Blómin sjúga eitrið í sig en halda lífi. Lýsnar drepast úr nikótínskorti þegar meðferð er lokið eftir nokkra daga. 18. Leyfðu þessum greyjum að vera. Þau láta þig í friði." Þá vitum við það.reyndar slepptum við einum 11 ráðum og jú, eitt þerra var ansi gott; „5. Settu óhreina pípuhreins- ara í blómapottana." Henríetta, Rósamunda og Elli! ■ Auglýsingabransinn harðnar og má vel vera að brátt harðni á dalnum hjá gömlu auglýsingastofunum því þær stöllur, Helga Thorberg og Edda Björgvinsdóttir, - þið munið hann Ella, - hasla sér nú völl í baráttunni. Þær hafa semsagt stofnað hlutafélag, í félagi við tvo Ella sem leika aukahlutverk, og skal tilgang- ur þess vera að veita „alhliða ráðgjöf og hugmyndasmíð varðandi auglýsingar í fjöl- miðlum“. Og þá er það nafnið, félag þetta heitir Henríetta og Rósa- munda hf.. Hlutafé þess er 20 Skyldi hann ekki eiga til „bjórost“, Nonni minn? þúsund krónur og voru 17 Lögbirtingur þúsundir þegar greiddar þegar prentun. síðasti fór Semsagt, stelpur. til hamingju Fáir mættir en f jölmennt ■ Blaðamenn geta oft ekki stillt sig um að stríða kollegum sínum þegar þeim verða á meinleg mistök. Þannig kom púkinn upp í Dropateljara þegar hann opnaði föstudags DV-ið og renndi yfir skáksíð- una. Þar er að finna tvær stuttar fréttir af skákmótinu á Loftleiðum. í annarri var talið upp hverjir merkismenn hefðu mætt til þess að fylgjst með en ofar á síðunni var létt „stemmnings“-frétt af mótinu. Sú síðarnefnda hófst með svo- felldum orðum: „Það var heldur daufur andi sem sveif yfir vötnunum á af- mælismóti Skáksambands ís- lands í gærkvöldi. Fáir til þess að gera voru mættir...“ Síðan komu langar skýringar á fá- menninu og leiknum í Höllinni helst kennt uni. En hin fréttin var öllu líflegri því þar var fysta málsgrein.: „Það var margt um manninn á Hótel Loftleiðum í gær..." En hver gerir ekki mistök. y'

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.