NT

Ulloq

NT - 16.02.1985, Qupperneq 1

NT - 16.02.1985, Qupperneq 1
Hæstiréttur dæmir í ÁTVR ráninu: William Scobie dæmdur í fimm ára fangelsi - Ingvar Heiðar fékk tveggja og hálfs árs fangelsi ■ Hæstiréttur dænrdi í gær Williant James Scobie til fimin ára fangelsisvistar fyrir að hafa rænt tæpum tveim milljónum króna af starfsmönnum ÁTVR fyr- ir utan útibú Landsbank- ans við Laugaveg fyrir tæpu ári. Þetta var stað- festing á dórni Sakadóms Reykjavíkur en aðstoðar- maður Willianrs, Ingvar Heiðar Þórisson var hins- vegar í Hæstarétti dæmdur í tveggja og hálfs árs fang- elsi en í sakadómi var hann dæmdur til 18 mán- aða fangelsisvistar. Faðir Williams. Griffith Scobie. var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir yfirhylmingu en það var einnig staðfest- ing á dómi sakadóms. Skaðabótakröfur ÁTVR vegna ávísana sem eyðí- lagðar voru, voru einnig teknar til greina í Hæsta- rétti. Nánar veröur gerð grein fyrir dómi Hæstaréttar og forsendum hans eftir helg- ina. Lét sig hverfa úr sendiferð í banka með 300 þús. kr. ■ Maður sem fyrir nokkrum dögum stakk af nteð 300 þúsund krónur sem honuni hafði verið falið að konta í banka var handtekinn af lögreglu í fyrrinótt. Enn cr ekki vitaö hversu miklu cf nokkru af þýfinu ntaður- inn hefur eytt. Málavextir eru þeir aö afgreiöslumaður í blóma- búö bað umræddan mann að konta pcningum, hátt á þriðja hundrað þúsund króna, fyrir sig til geymslu í banka. Mennirnir tveir þekktust vel en engu að síður lét sendisveinninn sig hverfa og fannst nú nokkrum döguni eftir stuldinn. Að sögn Arnars Guð- mundssonar hjá RLR verður væntanlega farið frant á um það bil 10 daga gæsluvarðhald yfir manninunt. Maðurinn er á þrítugsaldri og hefur áður komið við sögu lög- reglu. Nýjar samþykktir stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins: Ríkið hætti að styrkja íbúðarhallarbyggjendur ■ Yegir liggja til allra átta, enginn ræð- ur för. Það er nú ekki alveg víst aö þessi stúlka ráði ekki sinni för, því allavcga stefn- ir hún upp á við, í ekki ómerkari byggingu en nýju hugvísindastofn- un Háskóla íslands. ■ „Stórhýsabyggjendur“ verða hér eftir að byggja „hallir" sínar án lánafyrirgreiðslu Byggingar- sjóðs ríkisins ef nýjar samþykktir stjórnar Húsnæðismálstofnunar ríkisins, sem sendar hafa verið til félagsmálaráðherra, verða að veruleika. Samkævmt heimildum NT hljóta þeir húsbyggjendur ein- ir full nýbyggingarlán sem byggja hús/íbúðir innan ákveðinna stærð- armarka. Lánin skerðast síðan hlutfailslega með aukinni íbúða- stærð og fari íbúð yfir ákveðin stærðarmörk fær viðkomandi ekk- ert lán. Þannig verður „vísitölu- fjölskyldan" (2ja-4ra manna) hér eftir að byggja innan við 120 fermetra íbúð til að eiga rétt á fullu láni. Fermetramálið er þá miðað við innanmál útveggja. Stjórn Húsnæðisstofnunarhefur lagt til, að hluti af því fjármagni sem komi til með að sparast með setningu hinna nýju stærðarreglna verði notaður til að hækka sérstak- lega lán til þeirra sem eru að eignast sína fyrstu íbúð. Stjórn Húsnæðisstofnunar mun ganga út frá þrent stærðum fjöl- skyldna og íbúðarstærða varðandi rétt til hámarksláns. Full lán til einstaklinga miðast við íbúð undir 85 fermetrum, til 2ja-4ra manna fjölskyldna undir 120 fermetrum og til stærri fjölskyldna íbúðir undir 140 fermetrum. Lánsréttur- inn skerðist síðan unt 10-25% fyrir hverja 10 fermetra sem bætast við íbúðastærðina-því meiri skerðing sem stærra er byggt - uns lánsrétt- ur fellur að fullu niður. Þannig fær einstaklingur sem byggir 145 ferm. íbúð eða stærri ekkert lán. Hjá 2ja-4ra manna fjölskyldu fellur lánsréttur niður við 180 fm. eða stærra og hjá 5 manna fjölskyldu eða stærri er hámarkið um 200 fermetra íbúð. Sömuleiðis ntun framvegis gert ráð fyrir að þeir sem áður hafa fengið full nýbyggingarlán úr Byggingarsjóði ríkisins eða Bygg- ingarsjóði verkamanna, og eiga íbúð sem telst fullnægjandi miðað við framangreindar stærðarreglur fái að hámarki % nýbyggingarláns á hverjum tíma og þau lán verði síðan skert eftir sömu stærðarregl- um og að framan greinir. Lánstími til þessa hóps verður jafnframt styttur niður í 15 ár. • Rætt um nýtt til< boð útgerðarmanna ■ Á fundi samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna var í gærkvöldi rætt saman á grundvelli tilboðs þess sem út- gerðarmenn lögðu fram varð- andi kaupliði og kauptryggingu sjómanna um kvöldmatarleytið í gærkvödli. Að sögn ríkissátta- semjara er þarna um að ræða erfiðasta þáttinn af þeim sem enn er ósamið um. Taldi hann framhaldið því velta mjög á því að samningar takist um þessi atrfði. Miðað við ganginn í samn- ingamálunum að undanförnu var Kristján Ragnarsson hjá LIÚ nokkuö bjartsýnn á að sjó- mannadeilan muni leysast áður en til verkfalla komi. Samningar um lífeyrissjóða- málin voru komnir í höfn í gær. Kristján sagði lífeyris- greiðslurnar verða af öílum launum sjómanna að nokkrum tíma liðnum - tímamörkin færu eftir samningstímanum. Heimsmeistaraeinvígi lokið án sigurvegara ■ „Þetta kemur mér kyndug lega fyrir sjónir og býst ekki virt að ég sé einn um það,“ sagði Friðrik Ólafsson skrifstofu- stjóri Alþingis og fyrrum for- seti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, í samtali við NT í gær. Campomanes, forscti FIDE ákvað í gær að heimsmcistara- einvíginu í Moskvu, sem staöið hefur yfir síðan í september skyldi frestað til scptember á komandi hausti. Ákvörðun Campomanesar mun ekki eiga sér hliðstæðu í skáksögunni, en hann hefur látið boð út ganga um að ein- vígið í haust skuli vera hámark 24 skákir, en til þess að breyta cinvígisreglunum þarf meira en ákvörðun forsetans, þing FIDE þarf að samþykkja þær. Fregnir frá Moskvu herma að Kasparov og aðstoðarmenn hans hafi tekið frestuninni með mikilli reiði og Kasparov mun hafa stormað út af blaða- mannafundi í gær. Karpov mætti þar hins vegar öllum á óvart og hafði uppi spaugsyrði. „Fregnir um andlát mitt eru stórlega ýktar," sagði heims- meistarinn. En verður litið á hann sem raunverulegan hcimsmeistara eftir þetta? „Karpov er verðug- ur alls trausts og stendur fyrir sínu, en það verður tæplega hægt að segja að hann komist með sóma frá þessu og þess vegna er alls ekki búið að skera úr um það hvor sé verðugri heimsmeistari," sagði Friðrik Ólafsson. Kísilmálm- verksmiðjan og Voest Alpine: Góður tónn í viðræðunum ■ „Tónninn var mjög góður. eins og alltaf et' í viðræðum á frumstigi," stigöi Geir A. Gunnlaugs- son framkvæmdastjóri Kísilmálmvinnslunnar í fyrradag, eftir viðræöur við fulltrúa austurríska fyrirtækisins Voest Alpine um hugsanlega þátttöku þess í kísilmálmverk- smiöju á Reyðarfirði. Aö öðru leyti viidi hann ekki tjá sig um hvaö þeim fór á milli. Geir sagöi, að Austur- ríkismennirnir hefðu feng- iö upplýsingar um fyrir- hugaöa verksmiðju, sem þeir rnyndu síöa'n skoöa. Austurríkismennirnir fóru austur á Reyðarfjörð í gær til þess aö skoða verksmiöjustæöið, en heim halda þeir í dag.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.