NT - 16.02.1985, Page 13

NT - 16.02.1985, Page 13
Nýr ta er nýjasta vinkona goðsins og fer með hlutverk aðalkvenpersónunnar í Rain. li er að ikvæmur" uir klæðaburður fur skapað sveiflu í num. Hvenærskyldi íslands? ia Purple Rain Appoloniu, lítur öðru vísi á málið, þótt hun vilji lítið segja um samband sitt við Prince. „Eg er ekki ein af þeim sem kyssi fyrst og kjafta svo frá,“ hefur hún sagt. En hún er eins og aðrir samstarfs- menn Prince bundin þagnareiði um Prince og einkalíf hans. Prince er mikill trúmaður og það er haft eftir einum í hljóm- sveitinni að fyrir hverja tónleika láti hann alla sveitina krjúpa á kné og fara með bæn. Hann ku einnig hafa litla trú á þróunar- kenningu Darwins og vill halda sig við biblíuskýringuna gömlu um að mannkynið sé komið af Adam og Evu að langfeðratali. Margir hafa lýst Prince sem blöndu af Little Richard og Jimi Hendrix. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þennan listamann er ekki gott að segja til um. Tekur trúin völdin á sama hátt og hjá Little Richard eða ná hinir myrku kraftar, sem vissulega fyrirfinnast hjá Prince, yfirhöndinni ogsteypa honum út í ógæfuna eins og gerðist með Jimi Hendrix? Um það er ómögulegt að spá en árið 1984 var árið sem hann sló í gegn á heimsmælikvarða en spurningin er; hvar verður hann á vegi stadd- ur 1999? Plötulisti: 1978: For You og lítil plata „Soft and Wet“ vekur ólgu. 1979: Prince. Lagið „I Wanna be your Lover“ fer í 1. sæti og platan nær gullplötumarkinu. 1980: Dirty Mind. Platan selst verr en skapar honum nafn. Hann hitar upp fyrir Rolling Stones á hljómleikum en er úaður niður eftir 15 mínútur af hvítum hljóml- eikagestum. 1981: Controversy.Nær gullplötu- markinu og titillagið fer í 3. sæti á rythmblues listanum vestra. 1982: 1999 kemur út. Lagið „Little Red Corvette“ slær í gegn og titillagið „Corvette" er fyrsta videoið sem sýnt er hjá MTV netinu í USA með svörtum lista- manni. Prince nærúttilfjöldans. 1983: Upptökur á myndinni Purple Rain hefjast. 1984: When Doves Cry“ gefið út á lítilli plötu og síðan fylgir stóra platan “Purple Rain“. Seinna á árinu kemur svo kvikmyndin sem hefur slegið út allar fyrri rokk- myndir, hvað aðsókn snertir, og í lok ársins leggur Prince í hljóm- leikaferð sem auðvitað er kölluð Purple Rain Tour.... Laugardagur 16. febrúar 1985 13 qömul sveifla dÁLkUR|Nm ■ Velvet Underground ca. 1969. Velvet underground með plötu ■ Þótt Velvet Underground tilheyri sögunni fyrir löngu kom á markaðinn „ný" plata með þeim sem gefin er út á Polydor merkinu í vikunni. Er þar á ferðinni fjórða plat- an sem þeir tóku upp fyrir Verve/MGM á árunum 1968- 1969 sem aldrei var gefin út en upptökurnar fundust nýlega í Bandaríkjunum. Ekkert af lögunum hefur komið út á plötu áður, að undanskildu lagi Lou Reed, Andy's Chest sem var á fyrstu sólóplötu hans The Transformer. Nýja platan heitir því frumlega nafni V.U. París Texas músík á plötu Tónlilst Ry Cooder við mynd Wim Wenders, París Texas þar sem Natassia Kinski og Harry Dean Stanton fara með aðalhlutverkin kom út á plötu í vikunni. 10 lög eru á plötunni, öll samin af Cooder í amerísk- um þjóðlaga- og blúsanda. Úr sakleysinu í alvöru lífsins. Madonna fylgir eftir lagi sínu „Like a Virgin" með öðrum smelli sem heitir „Material Girl/ Pretender", sem einnig er af fyrstu plötunni hennar Like a Virgin. Samtímis plötunni kom á markaðin 18 mínútna videó sem kallað er Madonna og er gefið út af Warner Music Vi- deo, Gott að vita ef einhver vill taka dömuna með sér heim... Þriðja lagið með ZZ Top ZZ Top eru væntanlegir með þriðja lagið sem tekið er af plötu þeirra The Eliminator, á markaðinn fyrir litlar plötur. Heitir lagið „Legs/Bad Girl“ og 12 tommu útgáfan inniheldur aukalag, „Fool For Your Stockings". Bassaleikari ZZ Top, Dusty Hill, sem skaut sig í magann á dögunum mun vera búinn að ná sér og þessa stundina vinna þremenningarnir við að leggja síðustu hönd á væntan- lega stóra plötu. Ný stytta af Marley Það vakti litla hrifningu rastafara á Jamaica þegar stjórnvöld létu gera styttu af Bob Marley, gúrú raggieunn- enda um allan heim. Styttan var sett upp í Kingston í garði þjóðhetjanna í fyrra og við afhjúpunina brutust út ólæti því fólki líkaði ekki styttan, þótti hún ekki gefa rétta mynd af Marley. Styttan var fjarlægð í flýti en nú hafa embættismenn þurrkað mestu eggjasletturnar af jökkum sín- um og ráðist í það þrekvirki að fá aðra styttu. Listamaðurinn sem er að móta hana heitir Alvin Mariott, 82 ára gamall Jamaicabúi, sem hefur unnið sér það til frægðar að gera styttur af Micael Manley fyrrum forsætisráðherra eyjunnar og styttu Ólympíuleikanna í Hels- inki árið 1952. Er vonandi að honum takist betur upp en fyrri listamanninum en það ku valda honum vissum erfiðleik- um að hann þjáist af Parkinson veiki... Fleiri rokkarar styðja námu- menn Frankie Goes To Holly- wood, John Peel og Mari Wil- son hafa farið að dæmi Style Council, Aswar og UB40 og styðja baráttu breskra náma- manna sem búnir eru að vera í verkfalli í 10 mánuði. Hafa þessir listamenn tekið þátt í auglýsingaherferð sem hrint var af stað til þess að safna fé til styrktar fjölskyldum námu- verkamanna. Fyrir jólin söfnuðust 400.0002 sem notuð voru til að kaupa mat og gjafir handa börnum verkamannanna og einkunnarorð söfnunarinnar nú eru: Yfirgefum þá ekki núna, og vonast aðstandendur henn- ar til að þeim safnist meira fé. ■ Bob og Alvin. Vonandi að styttan falli raggieunnendum í geð. Utkall — unglingablad ■ Út er komið annað tbl. unglingablaðsins Útkalls. Rit- stjóri er Sigurður B. Stefáns- son, formaður Hrannar. Efni Útkalls er fjölbreytt og á að geta höfðað til sem flestra. „*Útvarpið er mitt aðaláhuga- mál,“ segir Ásgeir Tómasson, plötusnúður hjá Rás 2, í opnu- viðtali. „Rás 2 er algjört hneyksli!" fullyrðir Jens Kr. Guð, höfundur Poppbókarinn- ar, i viðtali. HvernigvarðDur- an Duran til? er yfirskrift greinar um þessa vinsælu hljómsveit. Jafnframt er birt plakat af Duran Duran. Þá er í þessu öðru tbl. Útkalls skemmtileg grein eftir Eðvarð Ingólfsson, ritstjóra Æskunnar og umsjónarmann Frístundar hjá Rás 2. Útkall kemur út á þriggja mánaða fresti. Lesenda,,popp“ ■ Ung stúlka sem var í Traff- ic á dögunum hringdi í blaðið og hafði cftirfarandi um Duran Duran málið að segja: Það er með hann Jón Axel. Hann sagði að það hefði verið plötusnúðurinn, sem sagði að lagið ætti að komast á toppinn, en það var hann sjálfur, sem átti upptökin að þessu. Hann var í Traffic og spurði krakk- ana: - Ég stóð þarna beint fyrir framan hann - „Hvaða lag verður á toppnum á sunnudag- inn?“ Þá sögðu náttúrlega allir „Save a Preyer“ eins og gefið mál er. Hann var voða ánægður með svarið. Svo segir hann í blaðinu að það sé ekki hann sem sé að koma þessu á framfæri, það sé plötusnúður- inn, sem síðan er rekinn fyrir það sem Jón gerir sjálfur! Það var ekki fyrr en eftir að Jón Axel hafði sagt þetta sem plötusnúðurinn fór að tala um þetta líka. Síðan með hann Ásgeir Tómasson. Eitthvert fólk gæti alveg tekið sig saman og hringt í Rás 2 og sagt: „Ég hef orðið varviðaðkrakkart.d. íGarða- bæ hafa safnast saman fyrir framan símann og hringt öll og komið lagi á toppinn." Þetta gæti þess vegna verið gabb en síðan tækju starfsmenn Rásar 2 lagið af listanum, af því þeim líkaði það ekki. Ég hélt að lögin á Rás 2 væru valin af hlustendum Rásar 2 en ekki af starfsmönnum! ■ Simon LeBon alveg í „rusli“ yfir Duran Duran svindlinu á Rás 2.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.