NT - 16.02.1985, Blaðsíða 10

NT - 16.02.1985, Blaðsíða 10
Laugardagur 16. febrúar 1985 10 Menning EP Böðvar Pálsson bryti, Hvanneyri Fæddur. 13. júlí 1955 Dáinn 10. febrúar 1985. Daudanum má svo med sanni samlíkjast þykir mér slyngum þeim sláttumanni er slær allt hvað fyrir er, grösin og jurtir grænar glóandi blómstrið frítt rör, stör sem rósir vænar reiknar hann jafn fánýtt. Þetta vers úr alþekktum sálmi Hallgríms Péturssonar flaug um huga mér, þegar mér að morgni síðastliðins sunnu- dags barst sú hörmulega fregn að nágranni minn og samstarfs- maður, Böðvar Pálsson bryti á Hvanneyri, hefði orðið bráð- kvaddur þá um nóttina. Skyndilega, sem hendi væri veifað, var lífsljós hans blásið dautt. Hann, sem alheill að kvöldi kvaddi samstarfsfólk sitt að loknum vinnudegi, var andaður að morgni. Sú tilfinnings sem grípur mann við slíka fregn er ólýsan- leg. Allt í kringum mann er ys og þys lífsins, bjarmandi af nýjum degi, svo þrúgandi önd- vert við hið kalda lamandi farg sem fylgir í kjölfar slíkra tíð- inda. Myndir og minningabrot lið- ins tíma hrannast upp í hugan- um. Spurningar brenna á vörum. Hvað orsakar hin skyndilegu skil lífs og dauða? Hvers vegna í blóma lífsins svo skyndilega kvaddur á brott, löngu áður en lífshlaupi sýnist lokið? En við þessu fást engin svör. Sá slyngi sláttumaður gefur engar skýringar, en slær allt hvað fyrir cr. Smám saman spyrjast tíð- indin út um Hvanneyrarstað. Samstarfsfólkið, vinir, vanda- menn, allir eru agndofa og harmi slegnir. Hið litla samfé- lag á Hvanneyri er hnípið og syrgireinn sinna bestu bræðra. Hann sem svo oft hafði gefiö lífinu í fámenninu gildi af gleði sinni og gáska. Nú ar hann Fædd 28. júlí 1897. Dáin 5. febrúar 1985. í dag fylgjum við ömmu til grafar og kveðjum hana í hinsta sinn. Nú eins og ætíð fylgir dauðanum sár söknuöur og tregi. Þó vitum við vel að luin hefur orðið hvíldinni fegin eftir langt og strangt ævistarf. Minningar sækja á hugann frá þeim tíma sem við ólumst upp í næsta nágrenni við ömmu. en hún fluttist að Tungu á Vatnsnesi árið 1950 og við syst- kinin erum fædd og uppalin á Ásbjarnarstöðum næsta bæ við Tungu. Fyrir u.þ.b. 30 árum var það allt að því hátíð fyrir litla krakka að fara í hcimsókn til ömmu. oft var víst beðið um að fá að skreppa, oftar en leyfi voru veitt. Því taldist það til merkis- atburðar er eitt sinn sem oftar lítið systkini var að bætast í hópinn, að tveimur eldri var óvænt gefið fararleyfi til ömmu í Tungu. En eftir því sem árin liðu fjölgaði ferðunum oggjarn- an var leiðin stytt með því að fara yfir ána. Amma tók alltaf á móti okkur með sömu hlýjunni, stakk oftast nær einverju góð- gæti í munnana, athugaði hvort hendurnar væru kaldar og þyrftu vettlinga. Og þó við fær- um að heiman um lengri eða skemmri tíma þá vorum við tæpast fyllilega komin heim á ný, nema að skjótast og heilsa henni ömmu. í þessum fáu kveðjuorðum okkar getum við í raun fátt eitt horfinn yfir móðuna miklu. Böðvar Pálsson var fæddur í Stykkishólmi hinn 13. júlí árið 1955. Þar bjuggu foreldrar hans, þau Sæmunda Þorvalds- dóttir og Páll Oddsson, og búa enn í dag. Böðvar ólst upp í stórum systkinahópi, eignaðist þrjár systur og einn bróður. Hann sleit barnsskónum í Hólminum og lifði þar glaða æskudaga í ys og amstri sjávar- plássins. Hefðbundinni skölagöngu lauk hann á heimaslóðum. Er henni lauk stefndi hugur hans til þess viðfangsefnis sem varð ævistarf hans. Böðvar hóf nám í matreisðlu árið 1972 og lauk sveinsprófi í greininni árið 1976. Að námi loknu vann hann um tíma á heimaslóðum en síðan á veit- ingahúsinu Skrínunni um rösk- lega þriggja ára skeið. Á miðju ári 1980 verða þáttaskil í starfsævi Böðvars. Hann ræður sig til starfa við mötuneyti Bændaskólans á Hvanneyri og flytur þangað með fjölskyldu sína síðari hluta sumars. Hvanneyrar- staður hefur síðan verið heim- ili þeirra og vinnustaður. Kynni okkar Böðvars hófust í árslok 1980, þegar ég kom heim til starfa að loknu leyfi frá störfum. Hann hafði þá um nokkurra mánaða skeið verið yfirmaður mötuneytisins. Sam- skipti skólastjóra og yfirmanns í skólamötuneyti hljóta að verða allnáin bæði vegna þess hversu umfangsmikill rekstur mötuneytisins er og ekki síður fyrir það að starfsemi þess er að ýmsu leyti andlit skólans út á við. Samskipti okkar Böðvars urðu ef til vill ennþá nánari fyrir það, að á þeim árum sem skól- inn naut starfskrafta hans, var verið að byggja upp starfsemi sem reyndi mjög á hugkvæmni og færni þess sem veitti mötu- neyti skólans forstöðu. sagt frá æviárum ömmu áður en hún flutti að Tungu. Spurning er hvort við sem erum fædd eftir 1940 getum skilið lífsbaráttu fólks á þeim árum sem amma ólst upp á og reyndar langt fram á hennar búskaparár. Eitt er þó víst að hún hefur alltaf verið traust og sterk, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Það hlýtur að hafa kostað bæði ákveðni og áræðni þegar hún sem unglingur, afréð að verða eftir hér á íslandi þegar foreldrar hennar og syst- kini - nema einn bróðir- fluttu til Ameríku. Ung að árum stofnaði amma sitt eigið heimili, með afa - Sigurði Jónssyni - hann lést það ungur að ekkert okkar man eftir honum. Þau eignuðust 4 börn sem eru: Sigrún f. 26. apríl 1917, gift Guðjóni Jósefssyni, eiga 6 börn, Guðmundur f. 22. júní 1918, giftur Ragnhildi E. Levy, eiga 2 börn, Steinunn f. 6. febrúar 1923, dáin 5. jan. 1947 ógift og barnlaus og Jón Gestur f. 5. jan. 1928 ógiftur, bóndi í Tungu. Lífskjör ömmu voru erfið og stöðug barátta fyrir daglegu brauði. Mikil og erfið veikindi urðu til þess að hún missti bæði mann og dóttur með tæplega 2ja ára millibili. En amma bug- aðist ekki, enda sterkur þáttur í skapgerð hennar að gefast ekki upp. Amma var róleg og stillt í fasi og framkomu, ákaflega dugleg til allra verka og sívinnandi Skömmu áður en Böðvar réðst til skólans flutti mötuneyt- ið í ný húsakynni sem sköpuðu astöðu til allmikilla umsvifa utan hefðbundins skólatíma. Ákveðið var að koma á þjón- ustu sem tengdist námskeiða- haldi, móttöku orlofsgesta og ferðamanna sem kynnast vildu landbúnaði og staðháttum hér- lendis. Á mótunarskeiði þessu kom það í hlut Böðvars, fremur en nokkurs annars að skapa þessari starfsemi viðurkenningu og við- hlítandi sess þeirra sem hennar nutu. Hann brást heldur ekki í neinu því trausti sem til hans var borið. Fagmaður var hann ágætur og naut þess að vinna verk sín. Hann lagði allan metn- að sinn í að vinna skólanum allt það gagn sem hann mátti. Allur viðurgerningur við gesti var mjög rómaður og öll þjón- usta þannig af hendi leyst að til sérstakrar fyrirmyndar þótti. Starfsemi þessi hefur notið mikillar hylli og er á engan hallað þótt fullyrt sé að Böðvar átti stærstan hlut í þeim vinsæld- um. Frá þessum árum eru ótelj- andi minningar um atorku hans og samstarfsfólks hans þegar allt var spennt til hins ýtrasta svo að ná mætti settu marki. Þá urðu dagsverkin stundum æði löng og oft á tíðum lítill fyrirvari ætlaður til að framreiða veiting- ar. Hversu stuttur sem fyrirvar- inn var, hvernig sem á stoð, eða hver sem í hlut átti, aldrei var kastað hendi til nokkurs verks. Sama alúð var lögð í að gera meðan þróttur og geta leyfðu og því kom af sjálfu sér að henni fannst ekkert sjálfsagðara og eðlilegra en að fólk héldi sig fast að vinnu. Sem áður segir fluttist amma að Tungu árið 1950, ásamt Jóni syni sínum og bjuggu þau þar saman til þess tíma að heilsa hcnnar leyfði ekki meir. Með þeim mæðginum var mikil ein- lægni og enginn hefði getað annast móður sína betur en Jón gerði, enda hafði hún óbilandi traust og trú á honum. S.l. 3 ár hefur amma dvalið á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga og færum við starfsfólki og læknum þar einlægar þakkir fyr- ir umhyggju og hjálp henni til handa. Við systkinin - og fjölskyldan öll - þökkum ömmu alla ástúð og elskusemi gegnum árin. fyrir samverustundirnar sem nú eru orðnar að minningum og geym- ast með okkur. Það er alltaf svo margs að minnast og sakna þegar staðið er við vegamót lífs og dauða, en trú okkar er sú, að þegar við deyjum, mætum við á himnum þeim sem við elskum. Guð blessi þig elsku amma. Dótturbörn. hátíðir nemenda að eftirminni- legum stundum og gesta þótt áhrifameiri væru. Böðvar Pálsson verður þó ekki samferðafólki sínu minnis- stæðastur fyrr fagmennsku sína í starfi. Hann var mannkosta- maður og þannig sannur félagi hverjum þeim er honum kynnt- ist og nutu samvista við hann. Hvar sem hann kom og hvar sem hann fór gæddi hann mann- lífið gleði og hlýju þess sem er sælla að gefa en þiggja. Samstarfsfólki sínu í mötu- neytinu var hann miklu meira en yfirmaður. Hann laðaði fram hið góða og jákvæða í hverjum manni. Ósérhlífni hans og já- kvætt viðhorf til allra verka sinna skapaði sérstakan anda gagnvart vinnustað og viðfangs- efnum. Þegar á bjátaði, hvort heldur var við vinnu eða í einkalífi samstarfsfólksins, gekk hann fram fyrir skjöldu reiðubúinn til hjálpar og aðstoðar. Þannig skapaði hann sér vináttu og virðingu þeirra sem hann hafði yfir að segja. Honum voru orðin „yfirmaður” og „undirmaður" ótöm í munni og leit fremur á sig sem forsvarsmann starfsem- innar en yfirmann þeirra er unnu við hlið hans. Þannig mun- um við minnast hans úr starfi sem félaga er leysa vill málin með samvinnu og samhjálp en ekki skipunum og valdboðum. Þótt Böðvar væri ávallt störf- um hlaðinn sem yfirmaður í stóru mötuneyti var hann virkur á mörgum sviðum mannlífsins þau fimm ár sem hans naut við hér í byggðarlagi okkar. Hann starfaði fyrir Lionshreyfinguna en einkum og sér í lagi var hann atkvæðamikill í störfum fyrir Ungmennafélagið Islending. Þar gegndi hann bæði trúnaðar- stöðum og var ein aðaldriffjöð- ur í starfi leikdeildar félagsins. Margar gleðistundir veitti hann sveitungum sinum af leiksviði félagsheimilsins í Brún og hvar- vetna var hann hrókur alls fagn- aðar og aflvaki gleði og glað- værðar sem létti grámyglu hversdagslífsins og stillti saman hugi fólksins. I einkalífi sínu var Böðvar Fædd 2. október 1925 Dáin 9. febrúar 1985 Kveðja Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Peirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Olöf Sigurðardóttir) í dag er til moldar borin í Hábæjarkirkju í Þykkvabæ Sveinbjörg Guðjónsdóttir fædd og uppalin hjá foreldrum sínum Guðjóni Magnússyni og Ein- hildi Sveinsdóttur í Þúfu Vest- ur-Landeyjum, en bjó mestan hluta ævi sinnar í Þykkvabæ, frá 1958 í Dísukoti og frá 1968 í Hákoti. Okkur setti hlóð sl. laugar- dagsmorgun er okkur barst fregnin um andlát Sveinu. Eftir langdregin veikindi síðastliðin ár hefur hún nú öðlast hina dýpstu sælu sem jafnframt hefur sett þunga sorg á okkur hin sem Sveinu þekktum. Það er búið að taka á að horfa uppá þessa elskulegu konu verða veikind- um að bráð, að horfa uppá hvernig hinn dugmikli kraftur hinnar íslensku húsfreyju hefur dvínað út og gert hana háða okkur hinum, þeim sem hér áður þurftu alltaf að sækja sitt til hennar. Við vissum öll að hverju stefndi og Sveina ekki hvað síst. Hún var orðin sátt við það og gerði okkur það ljóst, þess vegna vitum við nú að hún fer frjáls og sátt á mót við sinn guð og sitt fólk. Kynni okkar systkina af Sveinu hófust í æsku okkar. gæfumaður. Hann kvæntist 4. ágúst 1979 eftirlifandi konu sinni, Rósu Marínósdóttur hjúkrunarkonu, sem ættuð er frá Akureyri. Þar eignaðist hann indælan lífsförunaut sem deildi áhugmálum hans og var honum samstiga í því að glæða mannlífið í kringum sig birtu og yl. Bæði nutu þau þess að efla félagslega samstöðu fólksins og lögðu fram ómældan skerf til bættri mannlegra samskipta. Oft gerðist það að loknum löng- um vinnudegi eða með strangan dag að morgni. Dætrunum sín- um lítlu, Oddnýju Evu og Sær- únu Ósk bjuggu þau hlýtt og firðsælt heimili. í dag er hann lagöur til hinstu hvílu í faðm þeirra moldar er fóstraði hann ungan. í lítilli byggð undir skörpum brúnum Skarðsheiðar drúpir fólk höfði og kveður góðan dreng með sárum söknuði og þakkar ógleymanlega samferð sem svo skyndilega og ótímabær endi er bundinn á. Skólinn sem naut starfa hans þakkar þá giftu er fylgdi störfum hans og þá ósér- plægni sem ávallt var í fyrirrúmi hvar sem fór. Fjölskylda þess er línur þessar ritar þakkar ótal samverustundir á liðnum árum í starfi og utan þess. Á kveðjustund votta allir Hvanneyringar eiginkonu, dætrunum litlu og öðrum ást- vinum dýpstu samúð og við biðjum góðan og almáttugan Guð að hugga ykkur og styðja á þessari stundu. Hann veiti ykk- ur styrk til að kveða niður harminn og eiga minninguna um ástkæran eiginmann og föð- ur sem aflvaka gleði og hlýju í mannlegum samskiptum. Þótt hann sé nú fallinn að foldu, lifir orðstír hans um ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Magnús B. Jónsson, Hvanneyri. Elsku vinur lífsins glaði, ó hve sárt við söknum þín. Ráðdeild drottins oss eiskaði hann sætti okkur við verkin sín Þig hann elskar þig hann kallar. Ingibjörg, móðir okkar, og Sæli voru yngst í stóra systkinahópn- um í Dísukoti og þannig e.t.v. bundin fastari böndum en hin systkinin en mikill kærleikur ríkir þeirra á milli, sá kærleikur sem yfirfærðist á fjölskyldur þeirra beggja jafnt maka sem börn. Eftir að þau Sæli og Sveina fóru að búa í Dísukoti fór það þannig að við systkinin vorum tekin þangað í hinni árlegu sumardvöl okkar. Á hverju einasta sumri frá 1958- 1983 hefur a.m.k. eitt af okkur þremur systkinum dvalið hjá þeim. Frá því elsta til þess yngsta og nú síðustu árin afkom- endur okkar. Allan þennan tíma höfum við mætt einskærri ástúð, hlýju og umhyggju hjá Sveinu og Sæla. Ekki einu sinni er húsið þeirra í Dísukoti brann árið 1967 féll úr ár hjá okkur. Þótt þau höfðu misst allt sitt og bjuggu í bráðabirgðahúsnæði og höfðu miklu meira og erfiðara við að hafast var alltaf sjálfsagt að bæta við einum í fjölskyldu- hópinn. Það var stundum erfitt að kveðja foreldra er þau fóru í borgina aftur en þau vissu í hvaða höndum þau skildu okkur eftir í. Sæist tár á hvarmi var Sveina komin, hún hafði af svo miklu að gefa og fórnaði svo miklu þannig að við gætum verið glöð og ánægð í návist hennar. Við vorum tekin sem eitt af börnum þeirra, við vorum alltaf jafn rétthá og þau og við fengum allt til jafns á við þau. Þetta hefur gert það að verkum að við erum öll eins og svstkin. Fyrir borgarbarnið sem elst þig hann faðmar Ijúft að sér. Okkur leyfí sér að halla er bikar sorgar bergjum vér. SP í dag kveðjum við elskulegan bróður og vin, með miklum söknuði í hjarta. Hvað er það sem veldur því að svo ungur maður í blóma lífsins, á yndis- lega konu og tvær ungar dætur og alla framtíðina fyrir sér, er hrifinn á brott svo skyndilega. Þessu getur enginn svarað okkur nema drottinn einn - hann hlýtur að hafa haft mikla ástæðu í þetta skipti svo mikla lífsgleði sem hann átti. Böðvar bróðir okkar var að- eins 29 ára þegar kallið kom, þann 10. febrúar. Hann var fæddur í Stykkishólmi 13. júlí 1955, fjórði í röðinni af fimm systkinum. I hópinn er nú höggvið stórt skarð - það ríkti aldrei logn- molla í kringum Böðvar - hvorki við vinnu né í góðra vina hópi. Enginn var glaðværari eða kátari þegar við vorum saman. Elsku vinur enginn segir leng- ur - manstu Böðvar manstu og síðan var hlegið innilega þegar atvik höfðu verið rædd eða þegar pabbi var að segja frá liðnum tímum, hvað við gátum hlegið. En hver hlær núna, hjörtun blæða af söknuði og sorg, minningarnar streyma fram í hugann. Ef við hefðum bara vitað hvað tíminn var naumur, hvað við hefðum viljað fá að njóta nánari samveru þessi seinustu ár. Mikil var gæfa Böðvars þegar hann valdi sér lífsförunaut svo samhent sem þau voru. Oggæfa foreldra okkar ekki minni að fá slíka tengdadóttur sem Rósu og elsku litlu dætur ykkar hvað ykkar missir er mikill. Elsku hjartans Rósa þú sem þurftir að berjast fyrir lífi manns þíns engin orð okkar fá megnað að lýsa harmi og samúð okkar til þín og dætra þinna. Foreldrum okkar vottum við dýpstu samúð við fráfall elsku- legs sonar og tengdaforeldrum kærs tengdasonar. Ástkæri bróðir, við þökkum upp á malbiki er sveitin nýr heimur. Slíkt er aðdráttarafl hennar að við komum þangað aftur og aftur. Þar ber hæst náttúruna sjálfa, dýrin, mannfólk- ið og athafnir þess. Fyrir okkur var heimabakað brauð, broddur og spenvolg kúamjólk nýlunda. Sveina hafði einstakt lag á að láta okkur líða vel og láta okkur borða hollan og kjarngóðan mat. Hún var mikilhæf húsmóð- ir sem lét sér annt um að prýða og fága heimili sitt þannig að öðrum gæti ávallt liðið þar sem best. Það fengu margir að njóta gestrisni hennar á heimili henn- ar því þar sem glaðværð og vinátta haldast í hendur er gestkvæmt. Unglingsárin eru eflaust þau ár sem móta manninn hvað mest. Að fá að njóta slíkrar handleiðslu sem við nutum hjá Sveinu og Sæla er okkur góður skóli. Fyrir vikið berum við meiri umhyggju fyrir Móður Ingibjörg Guðmundsdóttir Tungu, Vatnsnesi Sveinbjörg Guðjónsdóttir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.