NT - 16.02.1985, Page 8

NT - 16.02.1985, Page 8
líl' ■ Kynningarfundur á Lima- skýrslunni fyrir presta og ann- að áhugafólk verður í Safnað- arheimili Bústaðakrikju mánu- daginn 18. febrúar kl. 20.30. Ræðumaður Per Erik Person. Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófasts dæmi sunnudaginn 17, febrúar 1985 Ásprestakall Barnamessa kl. 11.00. Messa kl. 2.00. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Áibæjarprestakall Barnasamkoma í Safnaðar- heimili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2.00. Organleikari Smári Ólason. Miðvikudaginn 20. febr. fyrir- bænastund í Safnaðarheimil- inu kl. 19.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Breiðholtsprestakall Barnasamkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.00 í Breiðholts- skóla. Litania. Sr. Lárus Hall- dórsson. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Jón Bjarman. Barnasamkoma kl. 2.00. (Vinsamlega ath. breytta tfma). Miövikudagur 20. febr. félagsstarf aldraðra kl. 2-5 Föstumessa miðviku- dagskvöld kl. 20.30. - Kynn- ingarfundur á Lima-skýrslunni fyrir presta og annað áhuga- fólk verður í Safnaðarheimili Bústaðakirkju mánudaginn 18. febr. kl. 20.30. Ræðumað- ur: Dr. Per Erik Person. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Barnasamkoma í Safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastígkl. 11.00. Guðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11.00. Bibl- íulestur í Safnaðarheimilinu fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. Sunnudag: Messakl. 11.00. Altarisganga. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 2.00. Sr. Hjalti Guðmunds- son. Dómkórinn syngur, org- anleikari Marteinn H. Friðriksson. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 2.00. Sr. Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli þjónar fyrir altari, Svavar A. Jónsson stud. theol. prédikar. Félag fyrrverandi sóknar- presta. Fella- og Hólaprestakall Laugardag: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14.00. Sunnudag: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11.00. Guðs- þjónusta í Menningarmiðstöð- inni við Gerðuberg kl. 14.00. Sr. Hreinn Hjartarson. Frikirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14.00. Ræðuefni: Þurfum við á Gamla testamentinu að halda? Fermingarbörn lesa bænir og ritningartexta. Föstumessa fimmtudagskvöld 21. febr. kl. 20.30. ErlaGígjaGarðarsdótt- ir syngur einsöng. Biblíules- hringur föstudagskvöld 22. febrúar kl. 20.30 Fermingar- börn komi laugardaginn 23. febr. kl. 14.00. Bænastund í Fríkikjunni virka daga (þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud.) kl. 18.00. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11.00. Messa með altarisgöngu kl. 14.00. Organleikari Árni Arin- bjarnarson. Foreldrafundur fermingarbarna miðvikudags- kvöld kl. 20.30. Kvöldvaka aldraðra fimmtudagskvöld kl. 20.00. Æskulýðsstarf föstudag kl. 17-19. Sr. Halldór S. Gröndal. ' 1 1 l/CIJ bóli Uvl Laugardagur 16. febrúar 1985 8 indur haf Hallgrímskirkja Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Vilhjálmur Hjálmars- son fyrrverandi ráðherra préd. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kvöldbænir með lestri passíusálma verða í kirkjunni alla virka daga föst- unnar nema miðvikudaga kl'. 18.00. Þriðjudag, fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. Miðvikud. 20. febr. öskudagur, föstumessa kl. 20.30. Landspítalinn ! Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja Messakl. 10.00. Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Sr. Arn- grímur Jónsson. Messa kl. 14.00. Sr. Tómas Sveinsson. Miðvikudagur 20. feþr. kl. 20.30 föstuguðsþjónusta. Sr. Tómas Sveinsson. Borgarspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. Kársnesprestakall Laugardag: Barnasamkoma í Safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. árd. Sunnudag: Messa í Kópavogskirkju kl. 2.00. Sr. Árni Pálsson. Miðvikudag 20. febr. spilakvöld á vegum þjón- ustudeildar í Safnaðarheimil- inu kl. 20.30. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur - sögur - myndir. Sögumaður Sigurður Sigurgeirsson. Guðsþjónusta kl. 14.00. Prestur sr. Sigurðurl Haukur Guðjónsson, organ- leikari Jón Stefánsson. Sókn- arnefndin. Laugarnesprestakall Laugardag: Guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð kl. 11.00. Sunnudag: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Messakl. 14.00. Altarisganga. Þriðjudag 19. febr. bænaguðsþjónusta kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. Neskirkja Laugardag: Samverustund aldraðra kl. 15.00. Ingibjörg Marteinsdóttir söngkona og Pétur Pétursson útvarpsþulur koma í heimsókn. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 20.00. Fimmtudag, föstu- guðsþjónusta kl. 20.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson.. Opið hús fyrir aldraða þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13-17. (Ath. húsið opnað kl. 12). Seljasókn. Barnaguðsþjónusta í Öldu- selsskólakl. 10.30. Barnaguðs- þjónusta í íþróttahúsi Selja- skólans kl. 10.30. Guðsþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 14.00. Þriðjudag 19. febr. fundur í æskulýðsfélaginu ' Sela kl. 20.00. Fimmtudag 21. febr. fyrirbænasamvera kl. 20.30 í Tindaseli 3. Sóknarprestur. Seltjarnarnessókn Guðsþjónusta í sal Tónskól- ans kl. 11.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson prédikar. Sóknarnefndin. Fríkirkjan í Hafnarfirði Barnasamkoma kl. 10.30. Einar Eyjólfsson. Hvað getur bjórinn lagað? ■ Ég sé haft eftir fjármála- ráðherra að ekkert annað en bjór geti lagað það ástand sem skapast hefur með tilkomu „bjórlíkisins". Þess er hins vegar ekki getið hvað þurfi að laga eða hvernig bjórinn getur lagað það. Þetta þyrfti helst að koma fram. Myndi það breyta einhverju sem máli skiptir ef krárnar seldu bjór en hættu við bjórlík- ið? Það er gamall siður, skilst mér, að blanda áfengi ýmis- lega. Það þótti sumum gott að fá brennivín út í kaffið sitt. Menn hafa blandað sterkt vín með vatni, blandað í kók o.s.frv. Bjórlíkið er að því leyti ekki neitt nýtt í veraldar- sögunni. Hins vegar eru sterku drykkirnir, sem blandað er í það, væntanlega allir keyptir í ÁTVR svo að ríkið hefur að því leyti fengið sitt. Eigum við von á „betri ölvun“ ef bjórinn kemur í staðinn fyrir bjórlíkið? Um hvað er verið að tala? Sagt er að bjórinn muni auka tekjur ríkissjóðs af áfeng- issölu. Það getur hann því aðeins að hann auki áfengis- neysluna í heild. Hvað ætla menn að laga með meiri drykkjuskap? Við því vil ég fá hrein og skýr svör. Er lagfæringarvonin kannske bundin við það að bjórinn verði seldur í kössum? A drykkjumenningin að byggj- ast á því að menn geti flutt hann í kössum heim til sín eða á vinnustað svo sem Danir iðka? Er bjórnum ætlað að laga eitthvað með þeim hætti? Er þá betra að menn fari með kassana á heimili og vinnustaði en að þeir verði að fara á krárnar og takmarka sig við það sem þeir rúma á staðnum? Hvað á bjórinn að laga? Og hvað getur hann lagað? Sá spyr sem ekki veit. Halldór Kristjánsson Eigum við von á „betri ölvun“ ef bjórinn kemur í staðinn fyrir bjórlíkið? Við lifum á 9. áratugnum Kæra lesendasíða: ■ Ég cr einn af þeim sem vilja eiginlega leyfa flest í notk- un íslensks máls. Þó er eitt atriði, sem greinilega veldur ruglingi, og væri e.t.v. eðlilegt að við reyndum að koma okkur saman um notkun á. Þetta eru heiti áratuganna. Eða er áratugurinn frá 1970- 80 sjöundi eða áttundi ára- tugurinn? Bæði heitin virðast vera notuð, ekki síst í opinber- unt skýrslum. Sjálfum finnst mér eðlilegt að kalla þennan áratug þann áttunda, og yfir- standandi áratug þá þann ní- unda. Með þessu móti verður fyrsti áratugurinn sá fyrsti. Gætir þú ekki leitað álits einhvers málfróðs manns á þessu atriði. Lesandi Svar um hæl Prófarkalesarar NT eru í hópi málfróðari manna, svo sem kunnugt er. Þeir kváðust bréfritaranum hjartanlega sammála og væri engu við þetta að bæta. Skrifíð til: NT Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavík viii eða hringið í síma686300 milli kl. 13og 14 ■ Þú varst heppin, Anna. Við áttum mynd af Wham. Hryllings- búðin og Wham ■ Anna hringdi: Ég fór að sjá litlu hryllings- búðina um daginn og ég verð að segja að það var vel fimm hundruð króna virði. Stelpurn- ar þrjár, Laddi, Edda Heiðrún og Leifur voru alveg frábær og plantan sömuleiðis. Aftur á móti fannst mér Gísli Rúnar ekki eins góður. Mig langar til að biðja þá sem eru að skrifa í blöðin um það hversu Wham og Duran Duran séu ömurlegar hljóm- sveitir, að hætta því. Hver og einn verður nefnilega að ráða sínum smekk. Að lokum langar mig til að biðja NT að birta mynd af Wham. Of bágborið lestrarlag ■ Stundum gengur alveg fram af mér, þegar ég hiusta á barnaefni í útvarpinu. Núna áðan var ég að hlusta á ævintýri með ungum syni mínum, en þetta var eitt af hinum sígildu Grímms Ævintýrum. En lest- urinn var svo bágborinn að erfitt var að halda hann út. Og svo kórónar útvarpið þetta með því að leika eitthvert lagskrípi með Stuðmönnum á eftir sögunni fyrir litlu börnin. Er til of mikils mælst að betur sé vandað það sem gert er fyrir yngstu kynslóðina í útvarpinu? Margt hefir okkur líkað vel t.d. sum leikritanna, en lestrarlag eins og þetta í dag, nær ekki nokkurri átt í fjölmiðli. Það má aldrei kasta til höndunum, þegar verið er að vinna fyrir börn, það þarf að vanda það betur en flest annað, en því er verr að oft er mikill misbrestur á að vel sé lesið fyrir börnin. Þar ber oft mikið á Ieiðinlegum röddum og leiðinlegu lestrarlagi. Með þökk fyrir birtinguna. Þriggja barna móðir.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.