NT - 16.02.1985, Blaðsíða 11

NT - 16.02.1985, Blaðsíða 11
11 þér innilega alla samveruna sem varð þó alltof stutt. Ása,01afur, Sesselja, Þorberg- ur, Ásgerður og Þorvaldur Kveðja frá Lionsklúbbi Borgarfjarðar. Við óvænt og ótímabært and- lát góðs vinar verður mörgum orðs vant. Svo fór um okkur félagana í Lionsklúbbi Borgar- fjarðar þegar við heyrðum fregnina um hið sviplega fráfall Böðvars Pálssonar, eins af okk- ar yngstu og jafnframt virkustu félögum. Þegar þau hjónin, Rósa og Böðvar, komu að Hvanneyri 1980 tóku þau fljótlega mjög virkan þátt í félagsstörfum hér í sveitinni. Slíkur félagsþroski, sem þau hafa sýnt, er mikils virði hverju samfálagi sem fær notið hans. Böðvar gegndi mörgum trúnaðarstörfum í klúbbnum okkar af áhuga og samviskusemi. Eitt af aðalverk- efnum klúbbsins er að leitast við að gleðja aldrað fólk og veita því aðstoð á margvíslegan hátt. Þessum málum sinnti Böðvar af miklum dugnaði. Þegar hann var formaður klúbbsins á síðastliðnu ári gekkst hann fyrir því að Dvalar- heimili aldraðara í Borgarnesi væri afhent æfingatæki sem væntanlega hjálpar vistfólki þar til að halda heilsu og þreki sem lengst. Eitt af hans síðustu verk- um nú var að undirbúa hina árlegu heimsókn klúbbfélaga á dvalarheimilið. Með leikhæfileikum sínum, góðlátlegri kímni, glaðværð og ljúfmannlegri framkomu veitti Böðvar okkur samferðafólkinu ómældar ánægjustundir. Oft- sinnis var leitað til hans þegar gera skyldi góða veislu. Ávallt var þeim málum vel tekið og þau leyst af hendi með sóma eins og annað sem hann tók að sér. Böðvars Pálssonar er sárt saknað af okkur félögunum sem og öðrum sem voru svo lánsamir að kynnast honum. Við vottum Rósu og dætrunum ungu, for- eldrum hans og öðrum aðstand- endum dýpstu samúð. F.h. Lionsklúbbs Borgarfjarð- ar, Guðmundur Þorsteinsson. jörð, dýrum og ekki hvað sfst mannfólkinu sjálfu. Trúin var ofarlega í huga Sveinu. Hún fór ekki hátt með það en í henni átti kristin trú öflugan liðsmann. Hún lét okkur krakkana fara til kirkju þegar við vorum ung til þess að auka gildi trúarlífs í augum okkar. Gamalkunnugt íslenskt mál- tæki segir: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Við horfum nú á bak elskulegri konu sem var okkur öllum svo kær. Við tregum þig sárt en sorgin er mest hjá ástkærri fjöl- skyldu þinni sem við vottum okkar innilegustu samúð og biðjum guð að styrkja. Elsku Sveina við þökkum þér af alhug fyrir alla þá fórnfýsi, þann kær- leik og þá umönnun sem þú sýndir okkur á allan hátt. Við vitum að góður guð tekur við þér handan við skilin, sá guð sem „horfir svo hýrt og bjart, sá guð sem andar á myrkrið svart“. Nú ertu leidd, mín Ijúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíldu í friði. Marta, Áslaug, Ármann Óskar og Ingþór. Laugardagur 16. febrúar 1985 11 ~\ Hæsti vinningur 35.000 Vinningar að heildarverðmæti Stjórnin Austurbæjarbíó: Lostafullur lítill prins og draumarnir hans stóru Fjólublátt regn (Purple Rain). Bandaríkin 1984. Handrit: Al- bert Mangoli og William Blinn. Leikendur: Prince, Apollonia Kotero, Morris Day, Olga Kar- latos, Clarence Williams III, Jerome Benton, Billy Sparks, Jill Jones, Wendy, Lisa Cole- man. Leikstjóri: Albert Mang- oli. ■ Það er víst engin nýlunda, að litla stráka dreymir oft stóra drauma, og stærðir þessar tvær eru gjarnan í öfugu hlutfalli. Prins er einn af þeim, eða skulum við segja Kid, eins og hann heitir í myndinni (Prins er jú orðin stórstjarna, þó svo að ég skilji nú ekki hvers vegna). Hann gengur um á háhæluðum skóm til þess að lyfta sér aðeins, og auk þess á hann bágt heimil- islíf. Kallinn alltaf fullur og alltaf lemjandi eiginkonuna. Kid spilar með Byltingunni á vinsælum stað í stórborginni. Vinsældir þeirra eru farnar að dala nokkuð, þegar við komum til sögunnar. Svo verður stráksi alvarlega ástfanginn, en að sjálf- sögðu gengur þar á ýmsu, svona rétt til að auka á spennuna. Og aðrir strákar keppa um hylli dömunnar. Allt fer þó vel að lokum: Litli prinsinn fær prins- essuna og endurheimtir fyrri vinsældir, og vel það, svona rétt áður en á að reka hann úr klúbbnum. Sosum ekkert ómerkilegra efni en hvað annað, þótt ekki sé það beint merkilegt. Og ekki er það heldur frumlegt. En það er ekki öllum gefið. Myndin er aftur á móti í ómerkilegra lagi, bókstaflega leiðinleg á að horfa. Hér hafa nefnilega margir fúsk- arar lagst á eitt, og enn sannast hið fornkveðna: Það er ekki hið sama, poppstjarna og kvik- myndastjarna. Leikur er enginn. nema þá helst hjá þeim kumpánum og keppinautum prinsins, Morris og Jerome. Mikið er um tónlist í mynd þessari, og sýnist sjálfsagt sitt hverjum um hana. Persónulega fannst mér fremur lítið til henn- ar koma, þegar á heildina er litið, þótt einstaka lag eða lag- bútar væru í góðu lagi, eins og sagt er. Prinsinn er hins vegar lítill söngvari, en kannski þeim mun fimari f að skaka sér á sviðinu og bregða fyrir sig losta- svip. Slíkir voru margir, og ekki bara frá honum. Guðlaugur Bergmundsson Þaö er betra að fara seinna yfir akbraut en of snemma. sjálfra okkar vegna! ||UJJERQAR ■ Prinsinn á vélhjóli sínu. Apóteh LYFJABÚÐ hefur verið opnuð að HRÍSMÓUM 2 (Nýja miöbænum í Garðabæ) Þjónustutími verður: mánud. — föstud. KL.9-19 og laugard. KL. 11-14 APÓTEK GARÐABÆJAR SÍMI 651321 Sigurjón Guöjónsson lyfsali.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.