NT

Ulloq

NT - 16.02.1985, Qupperneq 6

NT - 16.02.1985, Qupperneq 6
Laugardagur 16. febrúar 1985 Minni ríkin í Evrópu geta átt góðan þátt í bættri sam búð austurs og vesturs Umræður í tilefni af 40 ára afmæli Jaltaráðstefnunnar ■ ALLMIKIÐ hcfur vcrið rætt að undanförnu um Jalta- ráðstefnuna svonefndu, cn hún var haidin fyrir réttum 40 árum eða 2.-H). febrúar 1945. í Jalta hittust þá Roosevelt forseti Bandaríkjanna, Churchill forsætisráðherra Brctlands og Stalín leiðtogi Sovétríkjanna. Dómarnir, sem hafa verið feildir um Jaltaráðstefnuna í fjölmiölum að undanförnu, eru harla nrismunandi í vcstri og austri. Vestantjalds er ráð- stefnan talin upphaf járntjalds- ins svonefnda, en austantjalds, einkum þó í Sovétríkjunum, fær hún hagsætða dóma. bað veröur að telja rétt, að Jaltaráðstefnan hafi átt vcru- legan þátt í járntjaldinu, en þó ckki upphaf þess og sennilega hefði það líka komið til sögu, þótt hún hefði ekki verið haldin. Margir telja, að það sé Churchill, sem fyrstur hafi orð- ið til að orða járntjaldshug- myndina. A fundi, sem hann og Stalín héldu í Moskvu í október 1944, hreyfði Church- ill huginynd um skiptingu Evr- ópu í áhrifasvæði sigurvegar- anna. Hann hafði þá fyrst og fremst Balkanskagann í huga og orðaði hugmynd sína þannig, að Sovétríkin fengju 90% af umsjóninni með Rúm- eníu, en aðrir l()%. Rússar fengju á sama hátt 75% í Búlg- aríu, en aðrir 25%, í Grikk- landi fengi Bretland 90%, en Forsætisráðherrar Ungverjalands og Noregs við heimsókn hins síðarnefnda til Búdapest. Sovétríkin 10% og í Júgóslavíu yrðu jöfn skipti eða Sovétríkin 50% og Vesturveldin 50%. Stalín tók ekkert undir þessa hugmynd Churschills og féll málið þannig niður. Vafalítið hefur Stalín ætlað Sovétríkjun- um rneira, án þess að láta það uppi. Pegar leiðtogarnir þrír hitt- ust í Jalta fjórum mánuðum seinna, var herstaðan breytt. Rússar höfðu þá hertekið Rúnreníu og Búlgaríu og mik- inn hluta Ungverjalands og Póllands. I Júgósiavíu voru konrmúnistar að ná yfirráðum undir forustu Títós. I Jalta var lítið rætt um málefni þessara landa, nema Póllands. Stalín lofaði að láta fara fram kosn- ingar í þessum löndum og það létu Roosevelt og Churchill gott heita. Deila varð þó allhörð um Pólland. Á stríðsárunum voru starfandi tvær pólskar útlaga- stjórnir, önnur í Sovétríkjun- um og hin í Bretlandi. Útlaga- stjórnin, sem var í Sovétríkj- unum, var þá komin til Póllands, því að Rússar höfðu náð mestum hluta þess undir vald sitt. Niðurstaðan varð sú, að sú stjórn skyldi viðurkennd af sigurvegurunum, en hún yrði þó endurskipulögð og skyldu ráðherrar úr útlaga- stjórninni í London fá sæti í henni eins og líka varð. Stalín stóð við það loforð sitt að láta fara fram kosningar Þórarinn Þórarinsson skrifar: í þessum löndum, en fram- kvæmdin öll var með þeim hætti, að raunveruleg völd féllu í hendur kommúnistum. Tékkóslóvakíu var haldið utan þessa samkomulags. Þar komst á lýðræðisstjórn eftir sæmilega frjálsar kosningar. Kommúnistarvoru mjögsterk- ir þar vegna andstöðu Tékka við nasistastjórnina, sem var þar á stírðsárunum. Peir fengu 38% greiddra atkvæða og urðu stærsti flokkurinn og féll stjórnarforustan þeim í hlut. jsíðan sanreinuðust kommún- istar og sósíaldemókratar og náðu þannig meirihluta og komu á kommúnistiskri stjórn. Yfirleitt er talið, að Rússar hafi staðið á bak við samein- ingu flokkanna og tryggt sér þannig yfirráðin. Eins og áður segir, voru mál Austur-Evrópu ekki mikið rædd á Jaltaráðstefnunni. Roosevelt lagði einkum áherslu á tvö mál. Annað var stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem samkvæmt vonum hans áttuað tryggja heimsfriðinn til frambdðar. Hitt var að fá Rússa til þátttöku í styrjöldinni við Japani. Hvort tveggja fékkst fram. Stalín hafði Þýskalandsmálin efst í huga. Hann fékk það fram, að Þýska- land yrði að láta landsvæði af — Frjálshyggjuskólar á leiðinni? ■ Ef hægt væri að gera slíka kerfisbreytingu á skipan nrenntamála að kostnaður drægist saman án þess að gæði menntunarinar minnkuðu og án þcss að möguleikar ríkra sem fátækra væru ójafnari en áður, þá væri vissulega rétt að grípa til slíkrar kerfisbreyting- ar. En er ekki út í hött að láta sé detta í hug að slík kerfis- breyting fyrirfinnist? Hagfræð- in segir okkur jú, að allar efnahagslegar breytingar kosti alltaf einhvern eitthvað. Róttæklingar nútímans Nú á síðustu misserum, eru íslenskir frjálshyggjumenn farnir að gefa sterklega til kynna, að með róttækum kerf- isbreytingum megi ná fram þessum draumamarkmiðum í menntamálum. Þarsem frjáls- hyggjumenn eru óneitanlega róttæklingar nútímans (nú er hún Snorrabúð stekkur l!) og þar sem öllunr nreðvituðum þjóðfélagsþegnum ber skylda til að íhuga gaumgæfilega nýj- ar og róttækar hugmyndir, er sjálfsagt að reyna að koma af stað umræðu um þessar hug- myndir í þeirri von að hún geti orðið málefnaleg og án öfga. Svo virðist sem íslenskir fé- lagshyggjumenn gangi út frá sem gefnu, að þeir „eigi" að vera á móti uppstokkun á ríkj- andi kerfi, þó það væri ekki nema fyrir þá sök, að hug- myndin er upphaflega komin frá hægri mönnum. Þetta er auðvitað íhaldsemi í hæsta lagi, en hin sorglega þróun virðist vera, að við félags- hyggjumennirnir erum orðnir að íhaldsmönnum nútímans (nú er hún Snorrabúð stekkur 2!). Þetta er álíka dapurlegt og að heyra fólk af hippakyn- slóðinni fordæma skilnings- laust pönktónlist og tísku nú- tímans alveg eins og gamla íhaldssama kynslóðin for- dæmdi síða hárið og tónlist sjöunda áratugarins. En það er nú reyndar annað mál. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að vera á móti breyt- ingum, svo framarlega sem það er gert fordómalaust og að íhuguðu máli. Nú má vel vera, að menn komi til með að hafna þeim hugmyndum, sem frjáls- hyggjumenn hafa komið með varðandi menntakerfið og er ekkert nema gott um það að segja - ef það er gert með rökum og ekki hugsunarlausri afncitun. I raun hefur verið skrifað ótrúlega lítið um hugmyndir hægri manna varðandi frjáls- hyggjuskóla. í tíma'og ótírna í dag skulum við gera tilraun til að hefja slíka umræðu og reyn- um að hafa hana eins hlutlausa og mögulegt er - svona í fyrstu atrennu. Á ég að borga eða þú líka? Eins og við vitum, ganga frjálshyggjumenn út frá þeirri meginforsendu, að kaupandi vöru eða þjónustu eigi að borga sjálfur fyrir það sem hann fær, en ekki gegnum einhverja milliliði eins og t.d. hiðopinbera. Þannig eiga þeir heilbrigðu ekki að taka þátt í læknishjálp til sjúkra. Þannig eiga blindir ekki að borga af- notagjöld að sjónvarpi eða heyrnarlausir að útvarpi. Þannig eiga bíllausir ekki að borga fyrir vegagerð eða barn- lausir fyrir menntun annarra barna. Nema aúðvitað þeir vilji, því frelsið er þeirra. Félagshyggjumenn vilja hins vegar meina, að allir eigi að taka þátt í flestum útgjöldum samfélagsins. Það samtrygg- ingakerfi verndar hina minni ■ Verður þetta hin týpíska skólaauglýsing framtíðarinnar, þegar skólarnir reyna að fá til sín máttar fyrir óyfirstíganlegum nemendur með viðeigandi gyllihoðum um hagstæða greiðsluskilmála og „systkinaafslátt“? fjárhagslegum örðugleikum, Foreldrar takið eftir: Aðeins það besta fyrir barnið þitt! • Holtaskólinn býður barni þínu upp á bestu fáanlegu kennslu nútímans. • Hámenntaðir kennarar sjá um að undirbúa barn þitt undir hina hörðu samkeppni framtíðarinnar. • Leggjum áherslu á hagnýtt tölvu- og viðskiptanám. Framtíð barnsins þíns er í þínum höndum! Veldu aðeins það besta fyrir það! Fjármálastjóri skólans gefur allar upplýsingar um verð, hina hagstæðu afborgunarskilmála og hinn óviðjafnanlega systkinaaflsátt Holtaskólans. Hafðu samband strax í dag, því færri komast að en vilja. Holtaskólinn, nýja miöbænum.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.