NT - 16.02.1985, Blaðsíða 24

NT - 16.02.1985, Blaðsíða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem f réttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu f réttar mánaðarins. Fullrar naf nleyndar NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Lánveitingar Byggingarsjóðs ríkisins 1984: 75% allra F og G-lána til Reykvíkinga og Reyknesinga Nýbyggingarlánum fjölgaði um 74% í Reykjavík ■ Um 75% al'olluni nýbygg- ingarlánum (F-lánum) oj; lán- um vegna kaupa á notuAu Inisnæði (G-lánum) sem veitt voru úr ByggingarsjóAi ríkisins á síðasta ári fóru til íbúöabyggj- enda/kaupenda í Keykjavík og Keykjaneskjórdæmi. Sömu- leiðis fjölgaði veittum F-lánuin til Reykvíkinga um 74% árið 1984 miöaö viö áriö 1983. Heildarlánveitingar Bygging- arsjóös ríkisins á s.l. ári nániu samtals 1.426,4 milljónum króna í alls 4.481 lánveitingu. Veitt 1. hluta nýhyggingar- lán (F-lán) á árinu 1984 voru alls 1.479 cn voru 1.044 árið áður. Langmest fjölgun lána í þessum flokki var í Reykjavík, eða úr 370 nýbyggingaríánum 1983 í 642 samsvarandi lán árið 1984. HciJdarupphæð þessara lána nam nú 391,8 milljónum króna. Vcitt síðari hluta F-lán nániu 380,7 millj. kr. Samtals voru því veittar 772,5 milljónir króna til ný- byggingar íbúða á árinu. Hjá Katrínu Atladóttur, forstöðu- manni sjóðsins, bíða enn af- greiðslu hjá sjóönum umsækj- endur sem að öllu eðlilegu hefðu átt að fá lánveitingu i des. s.l., þannig að aukning nýbygginga hcfur vcriö ennþá meiri en þessi 42% fjölgun lánveitinga gefur til kynna. Veitt G-lán á árinu 1984 voru alls 2.115, samtals aö upphæð 401,2 milljónir króna. Af þessum lánum var tæpur heímingur veittur vegna íbúða- kaupa í Reykjavík, eða 993 lán. Fjölgun G-lána frá 1983 var 220 lán. En töluverð frest- un á afgreiðslu hefur einnig verið í þessum lánaflokki, bannig að ætla má að fjölgunin gæti verið um 400-500 lán, cf afgreiðslutrestur hefði ckki verið lcngri en á undan- förnum árum. Að öðrum lánum B.R. má nefna 240 lán vegna orkuspar- andi aðgerða að upphæð sam- tals 21 millj. króna. 410 lán til viðgerða og viðbygginga að upphæð 114,7 millj. króna. Lán þar sem breytt var úr framkvæmdalánum til bygg- ingaraðila í lán til einstaklinga út á 140 íbúðir, samtals 74 millj. kr. Þá voru veittar 23,6 millj. til byggingar dvalar- heimila og leiguíbúða fyrir aldraða. Og 9,6 millj. sem veittar voru til útrýmingar á heilsuspillandi húsnæði. Þótt veittum nýbyggingar- lánum í Reykjavík hafi fjölgað um 74% frá árinu 1983 til ársins 1984 kvaðst Katrín jafn- vel ætla að aukningin hér á höfuðborgarsvæðinu ætti eftir að verða enn meiri á yfirstand- andi ári, 1985, þar sem margir sem hófu framkvæmdir í fyrra náðu ekki að gera hús sín lánshæf fyrir áramótin. Kaffibaunamálið kom* ið til ríkissaksóknara: Þórður er erlendis og SÍS fær f rest ■ Skýrslur skattrann- sóknarstjóra, Verðlags- stofnunar og gjaldeyris- deildar Seðlabankans um kaffibaunakaup Sam- bands íslenskra samvinnu- félaga voru í gær sendar til ríkissaksóknara. Þarverö- ur þó ekki hreyft við mál- inu fyrr en í næstu viku því Þórður Björnsson, rjkis- saksóknari, er erlendis um þessar mundir. Mál þetta snýst um kaffi- kaup SÍS fyrir Kaffi- brennslu Akureyrar en þar mun kaffibrennslan hafa verið látin borga rúm- um 220 milljónum of mik- ið fyrir umrætt kaffi. Heildarinnkaupsverð kaffibaunanna er talið hafa numið um 500 mill- jónum króna. Þá herma óstaðfestar heimildir að í skýrslu Seðlabankans komi fram að Sambandið hafa falsað faktúrur að upphæð 3-4 milljónir doll- ara. Góðar stundir með MS sam- lokum -hvar og hvenær sem er. Mjólkursamsalan Verið er aö leggja síðustu hönd á frágang verkamannabústaðanna í Grindavík. NT-mynd: Árni Bjarna. Islands-lax: Fyrstu seiðin í mars Grindavík: Þrjátíu manns sóttu um átta verkamannabústaði ■ Þrjátíu inanns sóttu um átta verkamannabústaði sem voru lausir til umsóknar í Grindavík. Úthlutun íbúða fór fram í nóvember síðast- liðnum. íbúðirnar hafa ekki verið afhentar en vonir standa til þess að þær verði fullfrágengnar upp úr mán- aðamótum febrúar mars. Einhverjar óánægjuraddir hafa verið á lofti með út- hlutunina, en að sögn bæjar- stjórans Jóns Gunnars Stef- ánssonar, var einhugur um úthlutunina í nefndinni sem tók ákvarðanir um hverjir skyldu fá íbúð. Jón Gunnar sagði enn- fremur að þessi mikla aðsókn sannaði það að Grindavík væri í uppsveiflu, og nóg væri af ungu fólki sem væri reiðubúið til þess að setjast að á staðnum. ■ Framkvæmdir við seiða- cldisstöð Islands-lax hófust í janúar síðastliðnum, og hefur verkinu miðað vel. Gert er ráð fyrir að fyrstu seiðin verði llutt í stöðina um miðjan mars. Seiðaeldis- stöðin er rétt vestan við Grindavík, í landi Staðar. Þórður H. Ólafsson tæknifræðingur hjá íslands- lax sagði í samtali við NT að seiðaeldisstöðin yrði um 2000 fermetrar að flatar- máli. Fjórðungur þess hús- rýmis veröur tilbúinn þegar fyrstu seiðin koma í mars. „Framkvæmdir hafa gengið mjög vel, og verður fjórðungi, nússinslokið þegar að iýrslu seiðin koma. Hús- inu verður síðan lokið í endaðan maí, og þangað til dugar okkur sá hluti sem verður tilbúinn í mars. Eldisstöðin er einungis hugsuð sem seiðaeldisstöð og ekki er enn búið að taka ákvörðun um annað. Ef allt gengur að óskum verða seið- in sem koma í mars orðin að fullvöxnum gönguseiðum um mitt næsta ár, og hafa þá náð meðalþvngd í kringum 30 g,- Þórður sagði ennfremur að ckki væri búið að ákveða hvert seiðin yrðu seld. „Ef svo fer að íslands-lax ákveð- ur að fara út í matfiskeldi, verður ekkert úr sölu á seið- um. en ákvörðun um það verður ekki tekin fyrr en í sumar." Kartöflufjallið: Verður sett innflutnings* bann á verksmiðjukartöflur? Krafa kartöflubænda til athugunar í ráðuneytum ■ Bann á innflutningi á verk- smiðjuframleiddum kartöflum (frönskum og þessháttar) er meðal þeirra leiða sem nú eru ræddar í landbúnaðarráðu- neyti til lausnar á brýnum vanda kartöflubænda. Talið er láta nærri að um helmingur verksmiðjuframleiddra kart- aflna í landinu sé erlendis frá og fer mest af vörunni til gisti- og veitingastaða. í samtali við NT staðfesti Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, að þetta væri ein þeirra hugmynda sem borið hafa á góma en málið snertir einnig viðskipta- og fjármála- ráðuneyti. Er hugmyndin að bannið nái til þess tíma þegar innanlandsframleiðsla annar markaðinum. Krafa um þetta mun komin frá kartöflubændum en gengis- felling og hækkun aðflutnings- gjalda á erlendu kartöflurnar hefur að þeirra sögn lítið verk- að til þess að auka sölu ís- lenskra á kostnað hinna. En helstu rök bændanna í þessu máli eru að þessar kartöflur séu eina landbúnaðarfram- leiðslan sem þarf að keppa við innflutta vöru og grunsemdir um að undirboðum hafi verið beitt til þess að koma innlendri framleiðslu af markaðinum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.