NT

Ulloq

NT - 16.02.1985, Qupperneq 4

NT - 16.02.1985, Qupperneq 4
Laugardagur 16. febrúar 1985 4 Bjórsamlag Ámunnar: Grindavík: Sandgerði: Grindvíkingar fá íþróttahús ■ Nú í haust veröur tekið í notkun að hluta nýtt íþrótta- hús í Grindavík. Húsið verð-. ur ekki fullfrágengið fyrr en en líður á vor 1986, þar sem áhorfendastæði verða ekkj tekin í notkun fyrr en þá. Að sögn Jóns G. Stefáns- sonar, bæjarstjóra í Grinda- vík, hefur verkið dregist von úr viti, og nt.a. má rekja þá töf, sem orðið hefur á fram- kvæmdum byggingarinnar, til peningaleysis. Einnig benti Jón á að fjárúthlutanir frá fjárveitingarvaldi hefðu komið seint. ■ Nýja íþróttahúsið í Grindavík er reisulegt mannvirki, og nú er þess ekki langt að bíða, að Grindvíkingar geti farið að sprikla þar á fullu. NT-mynd: Árni Bjarna. Fiskverkunarverksmiðja í byggingu í Sandgerði Hugsanlegir möguleikar á japönskum vinnsluaðferðum ■ Verið er að reisa verksmiðjuhúsnæði í Sandgerði, og er húsið rúmir 2500 fermetrar að flatarmáli, á tveimur hæðum. Óskar Árnason, skipstjóri, er eigandi húsnæðis- ins, og í samtali við NT kom fram hjá Óskari, að framhald framkvæmda væru háðar því hversu mikið fjármagn fengist í verkið. Aðspurður um hvaða starf- semi færi fram í verksmiðjunní, sagði Óskar að ekki væri endan- lega búið að ákveða það, og væru ýmsar hugmyndir á lofti. „Ég hef mest verið að velta fyrir mér japönskum vinnsluaðferð- um, sem nýlega hafa verið kynntar hér á landi. Hinsvegar er ekkert sem segir að aðrir möguleikar komi ekki til greina." Ennfremur sagði Óskar að ekki væri vitað hversu fljótlega væri hægt að fullklára húsið fyrr en fyrirliggjandi væri Itversu mikið fjármagn væri hægt að koma höndum yfir. „Ég myndi telja að eitt ár myndi duga til þess að koma verksmiðjunni í fullan gang, þá miða ég við tímann frá því að nægilegs fjár- magns hefur verið aflað. t>að fer nokkurn veginn hálft ár í að koma tækjunum fyrir, og óhætt er að reikna með öðrum eins tíma sem færi í að prufukeyra verksmiðjuna, áður en hægt verður að hefja starfsemina að fullu." Að lokum sagði Óskar að þegar verksmiðjan væri komin í gagnið yrði hún mikil lyftistöng fyrir atvinnumál í Sandgerði, og allt eins víst að atvinnuöryggi yrði tryggt á komandi árum. Ratsjárandstæðingar austan og vestan: Steingrímur fær sendingu ■ Andstæðingar ratsjárstöðva á Vestfjörðum og við Þistilfjörð hafa nú útbúið áskorun til stjórnvalda sem prentuð er á póstkort. Þá hafa sömu menn gefið út í sameiningu blað undir nafninu Ratsjá og dreift hvoru tveggja blaðinu og eintökum af kortinu í hvert hús í heima- byggðum sínum. Tvö kort með fyrrgreindri áskorun eru látin fylgja hverju blaði og er annað þeirra stílað á Steingrím Hermannsson en hitt er sendanda frjást að stíla á hvern þann ráðamann sem hann æskir til liðsmnis „til að firra þjóðina brjálæði vígbúnaðar- kapphlaupsins", eins og segir í ■ Úr Ratsjá, blaði andstæð- inga uppsetningar bandarískra ratsjárstöðva á Langanesi og í Stigahlíð. niðurlagsorðum áskorunarinn- ar. í blaði ratsjárandstæðinga, Ratsjá, er að finna greinar um friðarmál og úttektir á tilgangi með uppsetningu ratsjárstöðv- anna. Blaðið er 6 síður í dag- blaðsbroti. Lögreglan lagði hald á bjórlíki og tækjabúnað - í beinu framhaldi af beiðni ríkissaksóknara um opinbera rannsókn ■ Lögreglan í Reykjavík lagöi hald á tækjabúnað og tilbúiö bjórlíki hjá Bjórsamlagi Ámunnar í gær. Þaö var að beiðni ríkissaksóknaraembættisins að lögreglan lagði hald á bjórlíkið og útbúnaðinn, en embættið hefur farið fram á opinbera rannsókn á starfsemi þeirri sem fram fer hjá bjórsamlaginu. Beiðni um opinbera rannsókn gefur vísbendingu um það að um áfengislagabrot sé að ræða. „Við teljum að athuguðu máli að þarna kunni, að hafa veriö framiö, áfengislagabrot. Þessi ákvörðun gefur vísbendingu um það að við teljum líklegt að þetta gæti leitt til höfðunar opin- bers máls á hendur forsvars- mönnum fyrir áfengislagabrot. Við getum að sjálfsögðu ekki tekið endanlega ákvöröun um málshöfðun, fyrr en viö höfum fengið í hendurnar öll þau gögn sem við tcljum nauðsynleg," sagöi Jónatan Sveinsson, sak- sóknari, í samtali við NT. Einn- ig kom fram hjá Jónatan að í fyrirskipun um opinbera rannsókn, fælist vísbending urn það að um áfengislagabrot gæti veriö aó ræða, og þá í formi framleiðslu áfengis, og afhend- ingu áfengis gegn gjaldi. Bjarki Elíasson sagði að lagt hefði verið hald á umtalsvert magn af blönduðu bjórlíki, svo og tæki sent notuð væru við blöndunina. „Það er fyrst og fremst vcrið að kanna hvort þetta er lögleg starfsemi eða ekki. Ríkissaksóknari gerir viss- ar kröfur í málinu sem hann óskar eftir að séu kannaðar, og það verður síðan gert." Guttormur Einarsson, eig- andi Ámunnar, hefurscnt ríkis- saksóknara bréf þess cfnis að hann áskilji sér fullan rétt til málsvarnar, og fer Guttormur fram á að öllum tækjum og blónduðu bjórlíki, sem hefur takmarkað geymsluþol, verði skilað strax, og einnig fer Gutt- ormur fram á bætur á öllu því sem kann að hafa skemmst í meðförum lögreglunnar. Þá gerir Guttormur kröfu um miskabætur sér til handa vegna ávirðingar og spjalla á við- skiptavild fyrirtækisins, og alls annars sem til tjóns verður metið fyrir samlagið af völdum þessar- ar aðfarar. afhent ■ Menningarverðlaunahafar DV: María Sigurðardóttir f.h. Alþýðuleikhússins, Einar Jóhannessun, Álfrún Gunnlaugsdóttir, Hrafn Gunnlaugsson, Ieikstjóri verðlaunakvikmyndarinnar, Jón Gunnar Árnason, Einar Sæmundsen, Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson. i.jósm. gva Menningarverðlaun fengu þess- ir iistamenn: Álfrún Gunnlaugs- dóttir hlaut bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögu sína Þel, Einar Jóhannesson. klarinettuleikari, hlaut tónlistarverðlaunin, Jón Gunnar Árnason, myndhöggvari. fékk myndlistarverðlaunin. Leik- listarverðlaunin fékk Alþýðu- leikhúsið fvrir uppsetningu á Petru von Kant eftir Fassbinder. kvik- myndaverðlaunin fyrir bygginga- list lilutu arkitektarnir Stefán Örn Stefánsson, Grétar Markússon og Einar Sæmundsen fyrir nýbygg- ingu og skipulag umhverfis á Bern- höftstorfu. Verðlaunagripirnir voru hann- aðir af Ofeigi Björnssyni, gull- smiði. ■ Menningarverðlaun DV fyrir árið 1984 voru afhent í glæsilegu hádegisverðarboði í Þingholti Hótels Holts á limintudag, að viðstöddum listamönnum, dóm- nefndum, ritstjórum DV og tleiri gestum. ■ Erla Einarsdóttir rítstjóri. íslensk fyrirtæki 1985komin á markað ■ „íslensk fyrirtæki 1985“ er komin út en hér er um að ræða árlega útgáfu á vegum Frjáls framtaks. Bókin skiptist í fjóra megin- kafla, Fyrirtækjaskrá, Vöru- og þjónustuskrá, Umboðaskrá og skipaskrá. Þá er í bókinni sérkafli á ensku, þar sem fram koma upp- lýsingar um íslenskt viðskiptalíf og skýrt er frá hvernig handhæg- ast er að nota bókina fyrir erlenda aðila. Ritstjóri verksins er Erla Ein- arsdóttir. Nikkelfjallið í Bíóhöllinni ■ Nikkelfjallió, íslensk- baiHlarísk kvikmynd, var frumsýnd í gær, en ekki í Regnhogamnn eins og okkur varð á að segja, heldur átti athurðurinn sér stað í Bíóhöllinni. Kikmyndin er gerð eftir skáldsögu John Gardner og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskir og banda- rískir kvikmyndagerðar- menn sameina krafta sína við gerð leikinnar kvik- myndar í fullri lengd.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.