NT - 23.02.1985, Page 2
Laugardagur 23. febrúar 1985
■ Hljómsveitin Fílharmónía á
hljómleikum.
Sjómenn ítrekuðu
kröfur sínar í gær
Utgerðarmenn höfnuðu þeim aftur
Bein útsending frá
Royal Festival Hall
- til styrktar hljómlistarhöll
■ Enn einn árangurslaus
sáttafundur var haldinn í
deiiu sjómanna og útgerðar-
manna í gærdag. Deiluaðilar
komu fyrir sáttasemjara og
ítrekuðu sjómenn kröfur sín-
ar frá 19. þessa mánaðar.
Ekki var um neinar undir-
tektir að ræða frá útvegs-
mönnum og sleit sáttasemj-
ari fundi klukkan 18.
Ekkert markvert gerðist á
fundinum utan þess að samn-
inganefndir sjómanna svör-
uðu bréfi því sem útgerðar-
menn sendu þeim í gær. í
bréfinu sagði m.a. að samn-
' F.F.S.Í. og S.S.Í. teiji
að þar sem staðfest dæmi eru
þess að skip hófu veiðiferð
eftir að verkfall hófst, sé
brostin sú regla kjarasamn-
ings sem segir að heimilt sé
að ljúka veiðiferð sem hafin
er áður en verkfall hefst.
Guðjón A. Kristjánsson
forseti F.F.S.Í. taldi að í Ijós
hefði komið á fundi þeim
sem haldinn var í gær að vilji
útgerðarmanna til þess að
ræða málin af alvöru væri
ekki fyrir hendi. „Það er
greinilegt að Kristján vill
ekki fá fram sáttatillögu eins
og málin eru í dag. Ég hygg
að hann sé að kanna afstöðu
útgerðarmanna til olíuverðs-
hækkunarinnar."
í samtali við Kristján
Ragnarsson framkvæmda-
stjóra LfÚ kom fram að
ekkert hefði gerst á fundin-
um. Aðspuröur hvort vilji
útgerðarmanna til sátta færi
dvínandi, svaraði Kristján
því til að hann vísaði öllum
slíkum ásökunum á bug.
Óskar Vigfússon sagði að
sjómenn hefðu lagt áherslu á
sínar kröfur, og hefði þeim
verið hafnað. „Og þar við
situr rnálið".
Að sögn Guðlaugs Þor-
valdssonar ríkissáttasemjara
verður tekin ákvörðun á
morgun, um það hvenær
næsti fundur verður boðað-
■ Næstkomandi þriðjudags-
kvöld kl. 19.25 hefst bein út-
sending útvarpsins frá Royal
Festival Hall í Lundúnuni, þar
sem hljómsveitin Fílharmónía
Skák:
Jusupov tefl-
irfjöltefli
■ Sovéski stórmeistarinn Jus-
upov teflir fjöltefli við a.m.k. 25
manns á mánudagskvöld. Taflið
fer fram að Vatnsstíg 10, kl.
19.30 og er á vegum Menningar-
samfcika íslands og Ráðstjórn-
arríkjanna. Þáttaka tilkynnist í
síma 17928, á sunnudag kl.
14-16 og mánudag eftir kl. 17.
Saga Ólafsvíkur
■ Gísli Ágúst Gunnlaugsson
sagnfræðingur hefur verið ráð-
inn til að skrifa sögu Ólafsvíkur
í tilefni þess að árið 1987 verða
liðin 300 ár frá því að þar var
Iöggiltur verslunarstaður.
efnir til hátíðartónleika til styrkt-
byggingu tónleikahúss í Reykja-
vík. Stjórnandi á hljómleikun-
um verður Vladimir Ashkenazy
og Elisabeth Söderström syngur
einsöng með hljómsveitinni, en
kynnir í beinni útsendingu verð-
ur Jón Múli Árnason.
Þetta mun verða í fyrsta skipti
sem tónlist er endurvarpað til
landsins um gervihnött og í
stereó, og því markar þessi
útsending tímamót í sögu ríkis-
útvarpsins, að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu þaðan.
Það er urn þúsund manna
áhugahópur tónelskenda, sem
síðastliðin tvö ár hefur unnið
ötullega að því að safna fjár-
magni í byggingu tónlistarhúss-
ins. Að sögn Ármanns Arnar
Ármannssonar, eins af forystu-
mönnum byggingarinnar, þá
hafa þegar safnast hátt á aðra
milljón króna í sjóðinn, og í
næsta mánuði mun verða efnt til
norrænnar arkitektasamkeppni
um hönnun hússins. Standa
vonir til að húsið verði komið í
notkun eftir sex ár.
Meðal gesta á hátíðartón-
leikunum á þriðjudagskvöld,
verða Vigdís Finnbogadóttir,
forseti íslands og Karl Breta-
prins.
Dómur um réttindi launþega:
Mönnum ekki frjálst að
velja sér stéttarfélag
■ Siglufjarðarbæ var ekki skylt
að semja um laun starfsmanna
sem gengið höfðu úr verkalýðsfé-
laginu Vöku í Starfsmannafélag
Siglufjarðar, þar sem stjórn Vöku
hafði ekki samþykkt úrsögn starfs-
mannanna úr félaginu. Þetta er
niðurstaða dóms sem nýlega var
kveðinn upp hjú bæjarfógeta-
enibættinu á Siglufirði.
Mál þetta reis árið 1983 þegar
starfsmenn dagheimilis á Siglufirði
gengu úr Vöku í Starfsmannafélag
Siglufjarðar. Lög Vöku kveða á
um að ekki sé heimilt að segja sig
úr félaginu án samþykkis stjórnar
og það samþykki fékkst ekki í
þessu tilfelli. Bæjarstjórn Siglu-
fjarðar neitaði síðan að semja um
laun þessara starfsmanna í kjara-
samningum á þeim forsendum að
þeir væru ekki formlega séð full-
gildir meðlimir Starfsmannafélags
Siglufjarðar og vegna forgangs-
réttarsamnings við verkalýðsfélag-
ið. Starfsmannafélagið stefndi þá
bæjarstjórninni fyrir dóm og féll
sá dómur á þá lund að bæjarstjórn-
in var sýknuð.
Starfsmannafélag Siglufjarðar
er innan BSRB og samkvæmt
upplýsingum Haraldar Steinþórs-
sonar framkvæmdastjóra BSRB
var meiningin sú að láta reyna á
það fyrir dómstólum hvert væri
gildi laganna um kjarasamninga
BSRB og reglugerða sem um þá
fjalla. Haraldur vildi ekki tjá sig
um dóminn þar sem hann hafði
ekki enn séð hann en sagði að mál
þetta gæti haft víðtæk áhrif þar
sem landamæri milli félaganna
væru víða óljós. Sumsstaðar væru
bæjarstarfsmenn í starfsmannafé-
lögum og sumsstaðar ekki og því
gæti risið ágreiningur um það
hvaða stéttarfélög skuli vera í
fyrirsvari fyrir starfsfólk.
Axel Axelsson, formaður
Starfsmannafélags Siglufjarðar
sagði í samtali við NT að spurning-
in væri um hvort starfsmenn
Starfsmannafélags Siglufjarðar
væru opinberir starfsmenn eða
ekki. „Dómurinn lítur ekki á SFS
sem stéttarfélag samkvæmt lögum
um stéttarfélög og vinnudeilur.
Við vissum það raunar að félagið
væri ekki stéttarfélag samkvæmt
þeim lögum, en það er fullgilt og
iögverndað stéttarfélag samkvæmt
lögum nr. 29/1976 um kjarasamn-
ingaopinberrastarfsmanna. Dóm-
urinn tekur ekki mið af því að til
eru tvenn lög í landinu um stéttar-
félög,“ sagði Axel, „og enga af-
stöðu til þess hvort bænum beri
skylda til að semja við SFS eða
ekki. Þeir sem að dómnum standa
hengja sig einfaldlega í það atriði
að forgangsréttarákvæði Vöku sé
í fullu gildi, án þess að taka
afstöðu til þess hvort verkalýðsfé-
lögum sé stætt á að sniðganga
önnur stéttarfélög einsog þau séu
ekki til staðar."
Góðgerða-
starfsemi
■ Ýmis góðkunn fyrirtæki
styrkja Hvöt, kvenfélag
Sjálfstæðisllokksins, með
nokkurri peningaupphæð.
Styrkveitingar þessar fara
þannig fram að fyrirtækin
kaupa styrktarlínur á bak-
síðu fréttabréfs Hvatar.
Ýmsum kann að þykja
hálfskrýtið að fyrirtæki skuli
þannig kjósa að merkja sig
opinberlega ákveðnum
stjórnmálaflokki en þó tekur
Eftirtalin fyrlrtækl óska sin getlð
i fréttabrefi Hvatar:
nú fyrst steininn úr þegar
ríkisfyrirtæki á borð við
Brunabótafélag íslands
skreytir þennan lista með
nafni sínu.
Okkur sem holurn stein-
inn, þykir hins vegar ekkert
furðurlegt að sjá Happdrætti
S.Í.B.S. meðal styrktaraðila
Hvatar. S.Í.B.S. er eins
konar góðgerðafyrirtæki og
að styrkja kvenfélagið Hvöt
hlýtur að heyra undir þess
konar starfsemi!
Munaði litlu
■ Þessum stúlum við úr út-
lendu blaði. Bandaríkjamað-
ur nokkur hafði óskaplegan
áhuga á að komast í þúsund
feta klúbbinn sem svo er
kallaður en til hans fá þeir
einir að teljast sem klifrað
hafa þúsund fet upp eftir
húsvegg.
Maðurinn varði 17 klukku-
stundum í þessa klifur-
mennsku og valdi til farar-
innar ónefnda byggingu í
Texas, þar sent allt er svo
stórt, eins og ntenn vita.
Menn geta svo ímyndað
sér vonbrigði mannsins þegar
hann konist loks upp á þak
byggingarinnar eftir 17 tíma
stanslaust erfiði og fékk að
vita að húsið væri ekki nema
997 feta hátt.
Fonnaður AJþýftuftokkt:
Myndi reka Nordal
Ég ætla nú að byggja minn eigin seðlabanka vinur!
Jón tók
helgina snemma
■ Grafarþörgn varð þegar
Helgi Skúli Kjartansson,
krati, afsakaði fjarveru Jóns
Baldvins á fundi í MH síðast-
liðið fimmtudagskvöld. „Jón
Baldvin neyddist nefnilega
til að taka helgina snemma
að þessu sinni,“ sagði Helgi
eins og ekkert væri.
Dropateljarinn sat furðu
lostinn í stól sínum og hugs-
aði; er það nú orðið svona
slæmt hjá krötunum. Á fund-
um bera þeir út fylleríssögur
um hvor annan og svo frani-
vegis.
En skýringin kom nokkr-
um málsgreinum seinna hjá
Helga. helgarnar hjá Jóni
voru semsagt í því fólgnar að
flandra um landið á fundar-
herferðum og núna hafði
hann skellt sér austur fyrir
fjall. Semsagt engin misklíð
milli Jóns og Helga...