NT

Ulloq

NT - 23.02.1985, Qupperneq 6

NT - 23.02.1985, Qupperneq 6
nr? Laugardagur 23. febrúar 1985 6 m Sigurður Þórisson Grænavatni: „Um allar sagnir hallaði hann mjög til, og ló frá víða“ ■ Þessi orð Njáluhöfundar komu mér ósjálfrátt í hug, þegar ég las lofgerðarrollu, Daníels Ágústínussonar um Grundartangaverksmiðjuna, í NT fyrir nokkrum dögum. Vel mætti hann þó minnast orða forsætisráðherra okkar, og formanns Framsóknar- flokksins, sem hann viðhafði um verksmiðjuna fyrir einu og hálfu ári síðan, að réttast væri að leggja hana niður vegna skulda. Og þótt hægt sé með bókhaldsbrellum, og ýmiskon- ar fyrirgreiðslu, að gera út- komuna ögn skárri í bili (samanber grein Harðar Bergmanns), finnst mér alltof snemmt að hælast mikið af árangrinum. En fáránlegra finnst mér þó að vitnað sé til Daníels, sem nokkurskonar „guðspjallamans“, og lagðir út af því langir leiðangrar. Eg kynntist D.Á. fyrst, fyrir rúmum 40 árum, nánar til tekið á flokksþingi Fram- sóknaflokksins 1942. Þá var hann erindreki flokksins, og á þessu þingi, höfuðspæjari og áróðursmaður, við okkur óbreytta flokksmenn. En það var samt ekki fyrr en á „Leir- árfundinum" fyrir 10 árum, að ég skildi, af hverju Framsókn- arflokkurinn ætti svo erfitt uppdráttar í Vesturlandskjör- dæmi, þrátt fyrir að flokkur- inn hefði öðlingsmanninn og bændahöfðingjann Ásgeir í Ásgarði þar í fyrirrúmi. Af Leirárfundi En þar sem ég var annar sá þingeyski bóndi sem D.Á. tal- ar um með svo mikill fyrirlitn- ingu í grein sinni, langar mig að gera lítillega grein fyrir ferð minni á þennan svokallaða „Leirárfund", Þegar Jónas Árnason fv. al- þingismaður, hringdi til mín, og spurði hvort ég vildi ekki mæta á þessum fundi, því verið gæti að ég gæti gefið „heima- mönnurn" einhverjar uplýsing- ar, sem þeim mætti að gagni koma, fannst mér það skylda mín, því sjaldan eru málin of vel í upphafi skoðuð. í minni tölu lagði ég áherslu á fernt. í fyrsta lagi, að á þeim tíma sem liðinn var, frá því Kísiliðjan tók til starfa, hefðu tíðar mannaskiptingar, gert það að verkum, að um það bil sem fólkið færi ögn að kynnast, flytti það aftur burt. Annað: Fólk sem stundar vaktavinnu væri illa sett til félagslegra starfa, sökum mis- jafns vinnutíma. Þriðja: Vonlaust væri að bú- skapur gæti keppt við stóriðju í launagreiðslum eða „frítím- um“, því væri mikil hætta á að vinnuaflið, sérstklega ung- dómurinn, hyrfi frá búskapn- um, og jarðirnar legðust í eyði. ( fjórða lagi væri ekki sýnt, hvaða áhrif Kísiliðjan hefði á lífríki Mývatns. Eftir að félagi minn, Þor- grímur Starri, hafði talað og ýmsir fleiri, sté D.Á. í stólinn og hellti sér yfir okkur „að- komumenn", sem hann kallaði svo, með offorsi og svívirðing- um. Gætti þar hvorki gestrisni, eða almennrar kurteisi. Því þótti mér ákaflega vænt um, þegar sr. Jón Einarsson í Saur- bæ, setti ofan í við Daníel, eins og óþekkan pörustrák, og þakkaði mér alveg sérstaklega fyrir komuna. ( sama streng tóku ýmsir fleiri. Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra, lét ekki svo lítið að svara nokkrum spurn- ingum sem ég beindi til hans. Hinsvegar leyfði hann sér þá ósvinnu, að ráðast heiftarlega á mig persónulega, á Alþingi, daginn eftir, þar sem ég hafði enga möguleika að bera hönd fyrir höfuð mér. Hefði það að hans sögu verið aðaluppistaða í mínum málflutningi, að ég hefði verið felldur úr oddvita- starfi vorið áður. Veit ég að mörgum þingmönnum ofbauð ósvífnin. Þessari árás á mig svaraði öldungurin Þorsteinn á Skálpa- stöðum með grein í Tímanum nokkru seinna, svo þar jrurfti ekki um að bæta. Og læt egþað því útrætt mál. Mývatn nær aldauða Nú er ég málum ekki nógu kunnugur, til að geta blandað mér í umræður um áhrif Grundartangaverksmiðjunn- ar, til góðs eða ills, hvorki frá umhverfislegu eða félagslegu sjónarmiði. En lesi sr. Jón Einarsson þessar línur, þætti mér gott að heyra frá honum um þau atriði. Hinsvegar er öllum landslýð kunn rekstrar- og fjárhagsstaða verksmiðj- unnar, og þarf ekki að eyða orðum um, hvað hún hefur kostað þjóðina. Því ætla ég frekar að upplýsa lítillega, hvernig málin liafa þróast hér í sveit, þessi síðustu ár, ef það gæti orðið Eyfirðing- um eða öðrum þeim sem mikið sækjast eftir „stóriðju", til við- vörunar. Þegar „Leirárfundurinn“var haldinn, höfðum við Þingey- ingar nýverið fengið samþykkt lög á Alþingi, um verndun Mývatns og Laxársvæðisins. Áður höfðum við fengið fram- lög frá iðnaðarráðuneytinu til frumrannsókna • á lífríki Mývatns, sem doktor Pétur Jónasson prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla, hafði yfirumsjón með. En síðan hefur lítið fé feng- ist til rannsókna, þrátt fyrir að lögin um M. og L., geri ráð fyrir slíku. Því standa menn nú ráðalausir, af hverju sá aldauði sem nú er í Mývatni stafar. Ég ■ Vinnusalur í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. veit ekki til að það hafi áður komið fyrir að silungur sæist liggja í þó nokkrum mæli dauð- ur á botni vatnsins og hann ræki dauðan á fjörur og ekki sæist svo mikið sem ein mý- fluga (stóra rykmýið), sem er aðalfæða silungsins og undir- staða hins fjölskrúðuga fugla- lífs, sem einkennt hefur Mý- vatnssvæðið. Og þær fáu bröndur sem veiddust, virtust flestar óætar. Því hlýtur hér að vera um alvarlega mengun að ræða, ef hverju sem hún stafar. Því hlaut það að vera forgangs- krafa nú, þegar rætt var urn framlengingu starfsleyfis Kísil- iðjunnar h.f. að reynt yrði að grafast fyrir orsakir mengunar- innar. Samstaða Mývetninga Þegar lögin um verndun Mý- vatns og Laxár voru sett var um þau alger samstaða í þáver- andi sveitarstjórn, og sú bar- átta sem við háðum þá virtist studd af öllum sveitarmönn- um, nema einum eða tveimur „bísnismönnum", sem þóttust sjá í hillingum asnameðklyfj- um sem sjálfsagt væru gull, og lögin gætu e.t.v. skert gróða- möguleika þeirra. Glöggt dæmi um samstöðu okkar þá, var þegar við sprengdum Miðkvíslarstíflu, til þess að neyða stjórnvöld og Laxárvirkjunarstjórn til að tala við okkur. Mannvirki þetta var reist án Ieyfis og í andstöðu við okkur Mývetninga, og rauf eðlilega lífkeðju Laxár og Mývatns, og var að dómi okkar, heimamanna, vita gagnslaust til þess sem það var ætlað. Enda veit ég ekki til, að farið hafi verið fram á að endureisa stífluna, og sýnir það best hvað tilgangslaust mannvirkið var. Þegar stjórnvöld ákvaðu að setja hér niður vísi að stóriðju, lágu ekki fyrir neinar rann- sóknir á lífríki Mývatns, eins og fyrr er sagt, þó að yfirlýst væri af vísindamönnum, að svæði þetta væri einstakt og hefði algera sérstöðu, hvað varðaði gróðurfar og fuglalíf. Því hófum við strax samstarf og samráð við Náttúruvernd- arráð, og segja má að á þeim árum væri það hafið til vegs og virðingar, eins og því vissulega bar. Má það að miklu leyti þakka giftusamlegri forustu og framsýni Eysteins Jónssonar, fyrrverandi leiðtoga Fram- sóknarflokksins. Enda sagði hann einu sinni við mig, að engin sveitarsjtórn á landinu hefði sýnt Náttúruverndarráði meiri skilning og samstarfsvilja en Mývetningar, enda hefðum við mikið að verja. Þrátt fyrir þetta virðist nú engin vörn ætla að duga okkur. Og það sem alvarlegast er þó, að nú kemur meinsemdin innanfrá líka. Fyrir nokkru sendi sveitar- stjórn Skútustaðahrepps bænarskrá til iðnaðarráðherra þar sem hún fer fram á það við hann, að hann veiti Kísiliðj- unni h.f. starfsleyfi, til minnst 15 ára. Vitandi það að með því er hún að fara fram á það að hann gerist lögbrjótur. Saman- ber skýlaus ákvæði laga um verndun Mývatns og Laxár, en þar segir að slíkt leyfi sé háð samþykki Náttúruverndar- ráðs. En ráðherrann fór að þessari beiðni. Ja, öðruvísi mér áður brá, enda önnur öfl sem nú fara með völd í þessu sveitarfélagi. Nú virðast vera þar nær einráðar eiginkonur hótelhald- arans og Kísiliðjuforstjórans, ásamt með núverandi sveitar- stjóra, og vita þá allir sem til þekkja, hvaða hug þeir menn bera til verndunar lífríkis Mývatns. Mér finnst þó, að forráða- menn sveitarinnar mættu hug- leiða orð Þóroddar Þórodsson- ar formanns stjórnar Nátt- úruverndarstöðvarinnar við Mývatn, á fundi fyrir skömmu: Hvað ætlið þið að gera þegar gúrinn er búinn úr vatninu, silungurinn dauður, fuglarnir flúnir, bændurnir flosnaðir upp og ferðamennirnir hættir að leggja hingað leið sína? Þegar við hófum baráttu okkar í „Laxárdeilunni" fyrir hálfum öðrum áratug, virtist við ofurefli að etja. En þrátt fyrir það, tókst okkur með guðshjálp og góðra manna, að vinna frækilegan sigur, og brjóta niður að minnsta kosti um stundarsakir, yfirgang og ofbeldi auðs og valds. Nú er útlitið ennþá ískyggi- legra, þar sem dýrkun asnans með klyfjarnar virðist ganga fyrir öllu. En náttúruleg verð- mæti og sérstaða Mývatns og Laxársvæðisins, eru virt að vettugi. Þrátt fyrir það vona ég að okkur Mývetningum, sem enn ætlum oíckur að verja lífríki Mývatns, takist að verja „brú- arsporðinn" eins og Sveini Dúfu forðum, þangað til hjálp berst. Grænavatni 10. febrúar 1985, Sigurður Þórisson. Hið raunverulega vald ■ DV og Morgunblaðið eru bæði vond við þingflokkinn sinn síðustu dagana, og verður gaman að sjá hvaða áhrif það hefur á þingflokkinn sem gjarnan kippist við þegar fjöl- miðlarisar þessir taka upp á því að skamma hann. Þunga blaðið er ævareitt yfir því að framsóknarmenn og sjálf- stæðismenn á þingi skuli hafa komið sér saman um nokkuð skynsamlegt útvarpslagafrum- varp. Sakar formann þing- flokksins Ólaf G Einarsson, fyrrverandi borgarstjóra Birgi Isleif Gunnarsson og sjálfan Halldór Blöndal um afturhald af versta tagi. Blaðið telur að það séu afturhaldsöflin innan Framsóknar sem hafi ráðið í þessu máli. Afturhaldsseggur- inn er þá væntanlega Ólafur Þórðarson sem var eini fram- sóknarmaðurinn í mennta- málanefnd neðri deildar en hún gerði umræddar breyting- ar á útvarpslagafrumvarpinu. Sannast þarna grunur margra að Ólafur ráði því sem hann vill ráða og væntanlega skiptir engu hvort 3 eða 300 sjálf- stæðismenn séu með honum í nefnd. Stjórnmálaflokkur sem hefur slíka menn þarf ekki á mörgum þingmönnum að halda. Góðtemplarar andi léttar í Ijósi þessa geta góðtempl- arar andað léttar því Ólafur er frægur andstæðingur bjórsins. Þannig segja illar tungur að hann hafi sest á bjórfrumvörp þau sem lögð voru fyrir síðasta þing og neitað að standa upp fyrr en þingi hafi verið slitið. Éftir framgöngu sína í útvarps- málum ætti Ólafur ekki að muna um það vefja viljalaus- um þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins um fingur sér í bjór- málum. En nóg um það. Það Ijótasta sem Jónas getur sagt Jónas Kristjánsson vandar þingflokknum heldur ekki kveðjurnar. Segir reyndar það ljótasta sem hann getur sagt um flokkinn, kallar hann Framsóknarflokk. Gerir hann að því skóna að við (íslending- ar-innsk. BK) þurfum ekki á Framsóknarflokknum að halda „meðan við höfum stærsta Framsóknarflokk þjóð- arinnar í Sjálfstæðisflokkn- um.“ Undirrituðum finnst nú skörin vera farin að færast upp í bekkinn. Nógu erfitt hefur verið hingað til að spá í hin fjöldamörgu andlit Sjálfstæðis- flokksins þó að ekki bætist nú framsóknarnafnbótin við. Ofbeldisseggurinn Jón Helgason Einkum er það Birgir ísleif- ur sem er tilnefndur í leiðara Jónasar, sem fjallar annars af næmum skilningi um vanda hins hefðbundna íslenska land- búnaðar. Þorsteinn Pálsson er sérstaklega kallaður formaður stærsta Framsóknarflokksins og spyrtur saman við dáindis- manninn Jón Helgason. Þeir félagar standa í því alla daga samkvæmt leiðaranum að heimta innflutningsbann á innfluttar franskar kartöflur til þess að kartöflubændur í Þykkvabænum og fjölskyldur þeirra þurfi ekki að fara að eta sínar eigin frönsku kartöflur. Það verður að segjast alveg eins og er að hjarta DV rit- stjórans kippist ekki við af neinum smámunum. Hann vel- ur sér hin stóru málin þegar hann stígur fram á sviðið. í þetta sinn hefur hjarta hans hrærst til meðaumkunar yfir vanda þeirra sem vinna það óeigingjarna og slítandi starf að flytja inn franskar kartöflur. Ofbeldisseggirnir Jón Helga- son frá Seglbúðum og Þor- steinn Pálsson frá Brúnalandi vaða um sviðið og kreista lífið úr þessum vesælu kartöflu- flögumönnum með innflutn- ingstollum og bráðum algjöru banni. Þorsteinn fulltrúi bænda Að öllu gamni slepptu þá hlýtur staða Þorsteins að vera erfið innan þessa blessaða Framsóknarflokks. Hann er fulltrúi Suðuriands á Alþingi, stærsta landbúnaðarhéraðsins og verður sem slíkur að setja sig vel inn í málefni bænda- stéttarinnar og vinna að því að leysa þeirra mál af skynsemi, en eins og allir vita þá á land- búnaður á Islandi við vanda- mál offramleiðslu að etja (raunar er rangt í hungruðum heimi að tala um offramleiðslu á matvælum réttara er að tala um meiri framleiðslu heldur en hægt er að fá greitt fyrir) sem má rekja til þess að á sjöunda og áttunda áratugnum voru bændur af stjórnvöldum (ekki síst viðreisnartímabilið) óspart hvattir til þess að stækka túnin, auka bústofninn, kaupa vélar, framleiða meira. í lok áttunda áratugarins verður Ijóst að við getum ekki losað okkur við alla þessa fram- leiðslu og þá verður að draga úr framleiðslunni. Þeir sem kynnast þessum málum gera sér hins vegar ljóst að það verður ekki gert með leiftur- sókn. Þetta er vandi þjóðarinn- ar allrar og það verður að ná jafnvægi á nokkrum tíma eftir

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.