NT - 23.02.1985, Side 11

NT - 23.02.1985, Side 11
■ Flotkví fyrir gönguseiði af laxi hjá Botni í Súgandafirði. Á myndinni sjást þeir bræður Sveinn t.v. og Einar Guðnasynir frá B()tni. Mynd Árni ísaksson ■ Nauteyri vid ísafjarðardjúp og sést inn að ósasvæði Langa- lalsár. Mynd Einar Hannesson Einar Hannesson: Fiskeldi og haf beitarstarfsemi á Vestfjörðum ■ Fiskeldi og hafbeit í ýms- um landshlutum hefur fengið nokkra umfjöllun í NT að undanförnu. í spjalli þessu er gerð lausleg úttekt á fiskeldis- og hafbeitarstarfsemi á Vest- fjörðum. Jarðhiti víða Jarðhiti er á rúmnlega 50 stöðum á Vestfjörðum. Jafn- framt heitu vatni þarf að vera lindarvatn fyrir hendi þar sem ætlunin er að stunda fiskeldi í fersku vatni. í>á skiptir magn heita vatnsins miklu máli, um- hverfi (aðstaðan sjálf) og fleira kemur til í því efni. Um miðjan seinasta áratug gerði fiskifræðingur Veiði- málastofnunar frumkönnun á fiskeldisaðstöðu á Vestfjörð- um. Álitlegasti staðurinn var hjá Nauteyri við ísafjarðar- djúp, en ýmsir aðrir staðir voru taldir bjóða aðstöðu í þessu efni, en misjafnlega hag- stæða. í því efni má nefna Sveinseyri í Tálknafirði, hjá Litla-Laugardal, hjá Þverá í Vatnsfirði og að Reykhólum og þá sérstaklega í sambandi við hugsanlegt sjóeldi. Fiskhald og hafbeit Ýmislegt hefur verið að ger- ast í fiskeldi og hafbeit á Vest- fjörðum seinasta hálfan annan áratug. Þar er helst að geta um fiskhald og hafbeitartilraunir í Botni í Súgandafirði. Þar var gerð stífla innst í firðinurm og komið fyrir útbúnaði til að sleppa seiðum og taka á móti laxi úr sjó. Þar hefur árlega verið heimtur lax úr sjó. Sömuleiðis hefur um árabil verið unnið að fiskhaldi og hafbeit í Reykjarfirði hjá Reykjanesi við Djúp. Það er Djúplax hf. (Pétur Bjarna- son, Isafirði), sem hefur staðið fyrir þessari starfsemi. Þarna hafa verið gerð mannvirki og laxaseiðum m.a. verið sleppt í stöðuvötn, auk þess sem göngu- seiðum hefur verið sleppt. Auk fyrrgreindrar hafbeitar- starfsemi hefur nýlega verið útbúin sérstök aðstaða að Kollabúðum í Þorskafirði til að stunda þaðan hafbeit á laxi. Þá hafa verið í gangi athuganir um laxeldi á Reykhólum, en þar er jarðhiti og aðstaða við sjó, sem mætti hagnýta í sam- bandi við slíkt eldi. Að lokum skal getið um framkvæmdir, sem gerðar hafa verið á Vestfjörðum, og varða fiskhald. Þannig var á sínum tíma gerð stífla f útrennsli Sveinhúsavatns í Vatnsfirði við Djúp og laxaseiði sett í vatnið. Þá voru gerðar sérstakar tjarn- ir í landi Goðdals í Stranda- sýslu í því skyni að skapa laxaseiðum betri skilyrði til uppeldis og glæða laxgengd á vatnasvæði Bjarnarfjarðarár. Fiskeldi í Tálknafirði Um nokkurt skeið starfaði Laxeldisstöðin að Sveinseyri. Þarvar alinn upp lax til slátrunar og seiðum sleppt í hafbeit og seiði seld til annarra. Á s.l. ári var starfsemin þarna lögð nið- ur og eldisker og önnur tæki flutt að Botni í Tálknafirði. í Botni hefur Lax h.f. komið upp aðstöðu til fiskeldis. Auk þess er Þórslax h.f. með fisk- eldi í Tálknafirði og nýtir temprað vatn, sem kemur upp skammt frá sjó. Þar hefur verið komið fyrir nokkrum eldis- kerjum og fiskur fóðraður í þeim. Þá má nefna enn eitt félagið, Hafbeit h.f. í Tálkna- firði, sem lét byggja árið 1982 þrjár stórar eldistjarnir og setja í þær laxaseiði. Annar aðila að Hafbeit er Magnús Ólafsson í Vesturbotni, sem gert hefur tilraunir með tjarnir og fiskhald og fiskeldi í landar- eign sinni í Patreksfirði. íslax h.f. Nauteyri Að Nauteyri var reist 1984 klak- og eldisstöð, sem er m.a. 400 fermetra eldishús. Stöðin nýtir lindarvatn og jarðhita. Borað var eftir heitu vatni til að tryggja stöðinni nægjanlegt vatn. Það er hlutafélagið fslax, sem stendur fyrir þessari fram- kvæmd á Nauteyri, en aðilar að félaginu eru nokkrir bændur í Nauteyrar- og Snæfjalla- hreppi og útgerðarmenn úr sjávarplássum við ísafjarðar- djúp. fslax er aðili að Neslaxi ásamt Pétri Bjarnasyni á ísa- firði, en fiskeldisstarfsemi þessi er í Reykjanesi, en þar er jarðhiti sem kunnugt er. Þá hefur verið í gangi tilraun með laxeldi í Laugarási í Naut- eyrarhreppi og mun í athugun að þar verði reist fiskeldisstöð á næstunni. 1 Laugarási er jarðhiti og þar hefur verið stunduð ilrækt og framleiddir tómatar, gúrkur og fleira. Fiskeldisstöð á Barðaströnd Einar Guðmundsson, bóndi á Seftjörn reisti á s.l. ári fisk- eldisstöð í landareign sinni, þar sem hann er með lax í eldi. Stöðin nýtir temprað vatn sem er fyrir hendi í landi Seftjarnar (Þverá). Hyggst Einar með þessu skapa sér verkefni í laxa- búskap, en framkvæmdur var niðurskurður á öllu fé vegna veiki í sauðfé. Að Seftjörn hefur þegar verið reist 230 fermetra eldishús og þar eru 3 eldisker, alls 180 m-. Strandir 1 Ásmundarnesi í Bjarnar- firði hefur Guðmundur Hall- dórsson komið upp fiskeldis- stöð og er þar með m.a. 12 eldisker. Stöðin nýtir temprað vatn og hefur aðstöðu í lóni við sjó. Þar er í undirbúningi stór framkvæmd á fiskeldissviði þar sem er gamla síldarverksmiðj- an á Djúpuvík. Mun ætlunin að nýta mannvirki verksmiðj- unnar, hús og tanka. Stefnt mun að því að bora eftir heitu vatni þarna, en ætlunin er að nýta sjó, sem verður dælt í fiskeldisstöðina. Lokun Þorskafjarðar Varla er hægt að ljúka spjalli um fiskhald, fiskeldi og hafbeit á Vestfjörðum án þess að nefna hugmyndina um lok- un Þorskafjarðar í fiskræktar- skyni, sem varofarlega á baugi fyrir hálfum öðrum áratug. Reyndar hefur síðar verið að þessu vikið. En um nokkurt skeið hefur verið hljótt um þessa hugmynd, lokun Þorska- ‘ fjarðar og annarra fjarða þar um slóðir, enda vafasamt að hagkvæmt geti talist að ráðast í slíka stórframkvæmd. Hins vegar myndi það breyta öllu, ef vegagerð kæmi til sögunnar um þetta svæði, þ.e. frá Stað á Reykjanesi yfir að Skálanesi, eins og sumir ætla að verði gert í framtíðinni. Einar Hannessun Laugardagur 23. febrúar 1985 11 Menning Háskólabíó: Fjölskyldudraumar í París, Texas París, Texas. Frakkland-Þýska- land, 1984. Handrit: Sam Shepard. Tónlist: Ry Cooder. Kvikmyndataka: Robby Muller. Leikendur: Harry Dean Stanton, Nastassia Kinski, Dean Stockwell, Aurore Clément, Hunter Carson, Bernhard Wicki, Socorro Valdez. Leikstjóri: Wim Wenders. ■ Upphafsatriði París, Texas er eitthvert það fallegasta sem sést liefur í kvikmynd unt langa hríð: kvikmyndavélin á lágflugi yfir eyðimörk uppgötvar allt í einu jakkafataklæddan mann á gangi. Hann er ekki skjögrandi og illa á sig kominn, eins og kannski við mætti búast, heldurgengur ákveðn- um skrefum, og hrægammurinn, sem bíður uppi á næsta kletti hefur ekki erindi sem erfiði. En kvikmyndatökumaðurinn Robby Múller og leikstjórinn Wim Wenders eru með fleiri tromp á hendi, því að myndin er eitt sam- fellt augnayndi, frá upphafi til enda. Kvikmyndatakaneróvenju- lega áhrifarík, sérstaklega mis- munurinn á þeirri meðhöndlun sem borgarlandslagið fær annars vegar og eyðimörkin og þjóðveg- irnir hins vegar. í fyrra tilvikinu éru það annað hvort ógnvekjandi steinsteyputurnar eða endalaus hávaði frá bílum og flugvélum. í því síðara endalaus friður. Og stórkostleg tónlist gítaristans Ry Cooder undirstrikar þetta enn frekar. París, Texas segir frá Travis, sem snýr heint yfir eyðimörkina eftir fjögurra ára fjarveru til þess að leita uppi sundraða fjölskyldu sína, eiginkonu og son. Eiginkon- an er líka horfin, en sonurinn er hjá bróður Travisar. Lengi vel segir týndi sauðurinn ekki orð, en þau fyrstu sem hann lætur út úr sér, París, Texas, endurspegla vel ætlunarverk hans. Það var einmitt í bænum París í Texas, sem for- eldrar hans elskuðust fyrst og hann kom undir. Á þeim stað hafði Travis keypt sér auða lóð og þar ætlaði hann að setjast að með fjölskyldu sinni, áðuren hún sundr- aðist. Travis tekst í stórkostlegu atriði að endurheimta traust sonarins unga og saman halda feðgarnir í leit að móðurinni. Hana finna þeir í kynórabúllu í Houston, og þar fáum við að sjá magnaðasta atriði myndarinnar, heljarlangt samtal/ eintal þeirra Travisar og Jane, eins og konan heitir, þegar þau játa hvort öðru ást sína, þrátt fyrir allt. Travis kemur mæðginunum ■ Harry Dean Stanton í hlut- verki Travisar í úrvalsmyndinni París, Texas, sem Háskólabíó sýn- ir um þessar mundir. saman, en sjálfur Iteldur hann áfram út á þjóðveginn. Wim Wenders sýnir enn á ný með þessari kvikmynd, að hann er einn snjallasti kvikmyndaleikstjóri heimsins af ungu kynslóðinni, eins og íslendingar hafa fengið að kynnast í myndum eins og Ame- ríska vininum og heimildarmynd- inni um Nicholas Ray, Lightning over Water, sem báðar hafa verið sýndar á kvikmyndahátíð í Reykja- vík. Hér hefur Wenders fengið til liðs við sig hóp frábærra leikara, þar sem Harry Dean Stanton í aðalhlutverkinu ber höfuð og herðar yfir aðra. Ekki þar fyrir, að hinir standa sig með mikilli prýði. Þar kemur mest á óvart framnti- staða hins unga Hunters Carson í hlutverki drengsins. ÞásýnirNast- assja Kinski, að hún er ekki bara falleg, heldur líka góð leikkona, þegar henni er stjórnað af góðunt leikstjóra, enda á hún ekki langt að sækja hæfileikana. París, Texas fékk Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið vor og var mikill ein- hugur um þá verðlaunaveitingu. Allir, sem sáu ntyndina voru sam- ntála unt, að hér væri á ferðinni ein allra besta mynd síðari ára. Hún á árciðanlega eftir að komast á spjöld sögunnar í hóp fegurstu ástarmynda, sent hafa verið gerðar, fyrr og síðar. Guðlaugur Bergmundsson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.