NT - 23.02.1985, Blaðsíða 22

NT - 23.02.1985, Blaðsíða 22
11 Laugardagur 23. febrúar 1985 22 Iþröttir Þorleifur Ananíasson - leikur brátt sinn 500. leik fyrir KA Frá Gylfa Krislján.ssyni fréttamanni NT á Akureyri: ■ Þegar Þorleifur Ananíasson handknattleiksmaður í KA hóf að leika með meistaraflokki félagsins, voru margir þeir er leika með honum í liðinu í dag ekki fæddir. Þetta var árið 1964 og allt síðan hefur Leibbi eins og hann er kallaður verið í fullu fjöri með KA. Nú nálgast sá merkilegi áfangi hjá honum að leika sinn 500. leik í meistaraflokki KA, ■ Gunnar Gunnarsson í Sporthúsinu á Akureyri og Karl Frímannsson skíðaþjálfari. Karl semur við Atomic umboðið Frá Gylfu Kristjánssyni, fréttamanni NT á Akureyri: ■ Sporthúsið á Akureyri og Atomic-umboðið á íslandi hafa gert samning við Karl Frí- mannsson sem er einn af þjálf- urum Skíðaráðs Akureyrar. í samtali við Dag sögðuþeir Karl og Gunnar Gunnarsson hjá Sporthúsinu að samningar sem þessi væru mjög algengir á milli framleiðenda skíðavara annarsvegar og þjálfara og af- reksmanna í skíðaíþróttinni og hefur aðeins einn hand- knattleiksmaður hérlendis náð þeim áfanga áður að leika svo marga leiki með sama félaginu í meistaraflokki, en það er Birgir Björnsson FH. Leikir Þorleifs eru orðnir 495 talsins, og nú um helgina bætast tveir við er KA leikur gegn Fram og HK í 2. deildinni. Um næstu helgi á KA svo að leika aðra tvo leiki í 2. deildinni og þá vantar Þorleif aðeins einn leik í 500 leikja áfangann. Fyrirhugað er að setja upp sérstakan leik af því tilefni á Akureyri, en ekki hefur verið ákveðið hverjir verða andstæð- ingar KA þá. Rætt hefur verið um að reyna að fá FH-inga til þess leiks, eða setja saman úrvalslið til þess að mæta KA, hinsvegar. Karl fékk afhent frá Atopric-umboðinu og Sport- húsinu Atomic skíði og stafi, Salomon skó og bindingar og auk þess allan annan útbúnað svo sem skíðagalla, gleraugu o.fl. Karl er sem fyrr sagði einn af þjálfurum Skíðaráðs Akureyr- ar í vetur. Hann sér um þjálfun þriggja keppnisliða, 10-12 ára, 14-16 ára og einnig er hann bæði með karla- og kvennalið Akureyrar. Bikar- glíma ■ Bikarglíma Glímu- sambands íslands verður haldin í íþróttahúsi Mela- skóla á morgun og hefst hún kl. 14:00. Keppendur að þessu sinni eru 13. Real góðir íkörfu ■ Real Madrid burstaði Maccabi Tel Aviv í undanúrslitum Evrópu- keppni meistaraliða í körfuknattleik í gær í Madrid. Spánverjar skoruðu 100 stig en ísraels- mennirnir aðeins 76. Staðan í hálfleik var 51-38 fyrir Real. Leiðrétting ■ í blaðinu í gær var sagt að Skíðaráð Reykja- víkur hefði staðið fyrir skíðamóti framhaldsskól- anna. Það er ekki rétt, Skíðafélag Reykjavíkur hélt mótið. 1 og að Alfreð Gíslason yrði fenginn til þess að leika með KA. Þorleifur hefur um langt ára- bil verið styrkasta stoð KA- liðsins, og hann lætur ótrúlega lítið á sjá þrátt fyrir að árunum hafi fjölgað. Oftlega var hann orðaður við landslið hér á árum áður sem einn albesti línumað- ur landsins, en menn hafa haft á orði að hann hafi ekki fengið landsleiki vegna þess að hann bjó á Akureyri og KA hefur yfirleitt leikið í 2. deild. Þorleifur Ananíasson hefur leikið 495 leiki með KA. Kvennaknattspyrna: Blóðtaka hjá Val - tvær stúlkur úr liðinu leika á Ítalíu ■ Tvær íslenskar knattspyrnu- stúlkur, Bryndís Valsdóttir og Kristín Briem, leika nú knatt- spyrnu með ítölsku fyrstudeild- arliði í knattspyrnu. Giugliano, og munu ekki leika með Val í fyrstudeildarkeppninni í sumar. Er það mikil blóðtaka fyrir Valsliðið, sem lengi hefur verið í toppbaráttunni í kvennaboltanum, var m.a. bikarmeistari á síðasta ári og barðist við Breiðablik og Akra- nes um íslandsmeistaratitilinn harðri baráttu. Bryndís, Kristín og þriðja Valsstúlkan, Helena Onnu- dóttir fóru í ferðalag um Evr- ópu í haust. Þær komu til Giugliano á Italíu eftir að hafa dvalist um tíma í Grikklandi, og þá gerðist það að þær stöllur hittu einn af forráðamönnum fyrstudeildarliðs Giugliano að máli fyrir tilviljun. Komst hann þar með að því að þær væru knattspyrnukonur frá íslandi, og bauð þeim að reyna sig á æfingu. Það varð endanlega úr að þær Bryndís og Kristín á- kváðu að prófa að leika með liðinu úr því að þeim bauðst það, en Helena sneri heim. A Ítalíu er atvinnumennska að nokkru leyti í kvennaknatt- spyrnu, þar leika m.a. tvær af sterkustu knattspyrnukonum heims frá Norðurlöndum, Pia Sundhagen frá Svíþjóð, og Lone Smith Hansen frá Dan- mörku. Þær stöllur, Bryndís og Kristín munu fá greiðslur frá Iiðinu sem duga þeim til fram- færslu, en þær munu nú vera að leita að vinnu í Giugliano. Giugliano varð í 8. sæti í 1. deildinni á Ítalíu í fyrra, en þar keppa 12 lið. Liðið er þó ekki svo ýkja sterkt, og segir Bryn- dís að Valur sé með sterkara lið. ítalskur kvennafótbolti er þó mjög sterkur á heimsmæli- kvarða, ítalir eru taldir í flokki með sterkustu þjóðum heims, svo sem Svíþjóð, Danmörk og Englandi. En mikill munur er á sterkustu liðunum og þeim veikari í deildinni. Keppnistímabilinu á Ítalíu lýkur í ágúst, svo að þó stúlk- urnar komi heim að loknu keppnistímabilinu ytra, ná þær ekki að leika með Val í sumar. Knattspyrna: Fjör í S-Ameríku ■ Suður-Ameríkuliðin undir- búa sig nú af miklum krafti fyrir undankeppni HM sem hefst í sumar og leika marga æfingaleiki. I gær fóru tveir slíkir leikir fram: Chile og Kol- ombía gerðu jafntefli 1-1. Kól- ombíumenn tóku forystuna á 34. mínútu með marki Viafores en Chilebúar náðu að jafna á síðustu stundu. Letelier skor- aði mark þeirra á 89. mínútu. Hinn leikurinn var í Equador þar sem Bólivíumenn voru í heimsókn. Ekki sóttu þeir gull í greipar heimamanna, því leikurinn fór 3-0 fyrir Equador. Staðan í hálfleik var 1-0, Mald- onado skoraði á 22. mínútu en í seinni hálfleik bættu þeir Ben- itez á 65. mín. og Villafuerte á 70. mín. um betur. 24.600 áhorfendur sáu leikinn. Hlyr og litríkur vetur Vertu hlýlega klædd í vetur í fallegum og hlýjum hnésokkum eða sokkabuxum frá Fjölmargir klæðilegir litir Þér líður vel í ub'r<§■: mmST/l . I H merióha r simi 82700 KA vann Þór - á Akureyrarmótinu í handbolta Frá Gylfa Krístjánssyni iréttamanni NT á Akureyri: ■ KA sigraði Þór með einu marki í fyrri leik liðanna í Akureyrarmótinu í handknattleik. Leikurinn var æsispennandi undir lokin og það var ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins að KA hafði fram sigur 26:25. Nokkuð var um forföll í báðum liðum og vantaði KA t.d. tvo lykilmenn. Leikurinn var mjög jafn, jafnt á öllum tölum upp í 7:7 en Þór leiddi í hléinu 13:11. Sami barningurinn var í síðari hálfleik, barist um hvern bolta og staðan var 15:15 þegar nokkuð var búið þá. Liðin voru yfir til skiptis eftir það, en tókst hvorugu að ná afgerandi forskoti. Þórsarar hefðu þó átt að ná öðru stiginu a.m.k., þeir voru mark yfir er ein og hálf mínúta var eftir og þeir höfðu boltann. Þeir töpuðu boltanum og er 40 sek. voru tii leiksloka skoraði Anton Pétursson jöfnunar- markið 25-25 og þegar 4 sek. voru eftir skoraði hann svo sigurmarkið. Þess má geta að Anton er sonur Péturs Antonssonar sem lék með FH hér á árum áður. Markahæstu leikmenn liðanna voru Friðjón Jónsson með 9 fyrir KA og Sigurður Pálsson fyrir Þór með 12 mörk.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.