NT - 23.02.1985, Page 23

NT - 23.02.1985, Page 23
íþróttamaður Reykjavíkur: Bjarni Friðriksson ■ Bjarni Friðriksson var kjörinn íþróttamaður Reykja- víkur í gær. Bjarni náði eins og alþjóð er kunnugt frábærum árangri í íþrótt sinni á síðasta ári og sannaði sig meðal bestu júdómanna heims. Mót þau sem hann keppti í á alþjóða- vettvangi á síðasta ári voru mörg og alltaf náði hann að standa sig frábærlega og var sjálfum sér og þjóð sinni til sóma sem eftirbreytniverður íþróttamaður. Bjarni varð þriðji í 95 kg flokki á 'Olympíuleikunum í Los Angeles og var eini íslend- ingurinn sem komst á verð- launapall, raunar síðan Vil- hjálmur Einarsson lék það af- rek árið 1956. Bjarni varð Norðurlandameistari í opnum flokki á síðasta ári og annar í 95 kg flokki. Islandsmeistaratitla Bjarna mætti telja lengi dags og önnur afrek. ■ Bjarni Friðriksson jú- dókappi var í gær kjörinn íþróttamaður Reykjavík- ur. Bjarna þarf ekki að kynna', hann vann ótal af- rek á síðasta ári og er hann þegar byrjaður að safna verðlaunum á þessu. Hann varð annar á opna skoska meistaramótinu um daginn. Laugardagur 23. febrúar 1985 23 Punktar ■ Belgar urðu sigursælir í þriðja árlega alþjóðlega maraþonhlaupi Filippseyja um helgina, en hlaupið var í Manila. Belgar urðu í tveimur efstu sætum í karlaflokki og í efsta sæti í kvennaflokki. Jose Revjin, 37 ára að aldri, sigraði á 2 klst. 21:11.1 mín.,oglandi hans Luke Wageman, 25 ára, sem hljóp á 2 klst, 25:46,9 mín. varð annar Douglas Curtis frá Bandaríkjunum varð þriðji.á 2 klst, 27:44,9 Denise Bersadent frá Belgíu sigraði í kvenna- flokki, hljóp á 2.48:48,0. Önnur varð Leslie Watson frá Bretlandi á 3.12:08,0 og þriðja Caroline Rogers fráBretlandiá 3.14:23,0... ■ ...Tveir leikmenn hjá Chelsea hafði skrifað undir nýja samninga við félagið. Þeir Nigel Spackman, sem gerði 4 ára samning og miðvörðurinn sterki Joe McLaughlin gerði 5 ára samning. Hann er nú meiddur eftir leikinn gegn Sunderland í mjólkurbik- arkeppninni, handleggs- brotinn. B-keppnin í Noregi: Norðmenn unnu loks - núítalí 26-23 Frá Amþrúdi Kurlsdóttur fréttamanni NT í Noregi: ■ Þriðja umferð var leikin í HM-b í Noregi í gærkvöldi. 8 leikir fóru fram og úrslit urðu þessi: A-riðill: Spánn-Tékkóslóvakia 20-22, Noregur-Ítalía 26-23 B-ríðill: Finnland-Kongó 33-21, Sovétríkin-Frakkland 24-18 C-riðill: Holland-Kuwait 22-15, A.-Þýskaland-Búlgaria 24-13 D-riðill: Ísrael-USA 25-27, Pólland-Ungverjaland 29-25 Eftir þessa leiki eru úrslit riðlanna kunn og sömuleiðis ljóst hvaða lið leika um 13.-16. sætið og þá sem C-þjóðir. Það verða ísrael, Ítalía, Kongó og Kuwait. Aðrar þjóðir í keppninni leika um 1.-12. sæti. Efstu lið í riðlunum eru Tékkóslóvakía í A-riðli með 6 stig, Sovétríkin í B-riðli, með 6 stig, A,- Þýskaland í C-riðli með 6 stig og í D-riðli Pólland með 6 stig. Norðmenn leika við Sovétmenn á sunnudaginn, Bandaríkin við A-Þýska- land. Búlgaría við Ungverjaland, Hol- land við Pólland-Spánverjar leika gegn Finnum, Tékkar gegn Frakklandi. „Nú skall hurð nærri hælum“ sögðu Norðmenn eftir sigur gegn ítölum. Þeg- ar 10 mín. voru búnar af seinni hálfleik var staðan 20-14 fyrir Noreg en þá skoruðu ítalir þrjú í röð og minnkuðu muninn í 20-17. Þá voru tveir ítalir reknir útaf og Norðmenn komust í 23-17 og það bjargaði þeim líklega. Seinustu mínúturnar voru hrein slags- mál og 7 ítölum var vikið af velli en 6 Norðmönnum. Norðmenn eru í riðli með Frökkum, Finnum og Sovétmönnum og þeir verða að vinna bæði Finna og Frakka til að halda sér meðal B-þjóða. Helgarsportið ■ Tveir leikir verða í úrvals- deildinni í körfubolta um helg- ina. í dag kl. 14.00 leika Haukar og KR í Hafnarfirði og á morg- un leika ÍR og UMFN í Selja- skóla kl. 14.00. Þrír leikir verða í 1. deild karla, Þór og ÍBK leika seinni leik sinn fyrir norðan í dag kl. 14.00 og á samta tíma eigast við Fram og Reynir í Hagaskóla. UMFL og UMFG leika í Njarð- vík kl. 14.00. í 1. deild kvenna leika KR og ÍS í Hagaskóla í dag kl. 15.30 og á ntorgun leika í Hafnarfirði Haukar og ÍR. í handboltanum verður leikið í 2. deild karla í dag. Þá mætast Frani og KA í Laugardalshöl! kl. 20.15 og í Hafnarfirði leika Haukar og Þór, Akureyri kl. 20.00 Á morgun verða tveir leikir í 1. deild karla. UBK tekur á nióti Víkingum og síðan Stjarn- an á móti Þrótti. Báðir leikirnir verða í Digranesi, sá fyrri hefst kl. 20.00. Ný Corolla - ný viðmiðun. Hin nýja Corolla 1300 er hönnuð til að vera fremst meðal jafningja og gæðaflokki ofar en verðið segir til um. Léttbyggð og sparneytin 1,3 lítra, 12 ventla vélin -er kraftmikil, enda nýjasta framlag Toyota til betrumbóta — sumir segja byltingar — á bíl vélum. Aksturseiginleikar gerast vart betri. Framhjóladrif og 1. flokks fjöðrunar-og stýris búnaður skapa mikinn stöðugleika og rásfestu. Farþega-og farangursrýmið stenst allan samanburð hvað varðar nýtingu, þægindi og hagkvæmni. Þú getur treyst Toyota Corolla — því ánægðum eigendum fjölgar stöðugt um allan heim. TOYOTA 071 Nybýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91-44144

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.