NT - 07.03.1985, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. mars 1985
Guðmundur Jónas Kristjánsson:
Refskák um ratsjárstöðvar
Ert þú tilbúin?
■ Einhvern veginn hefur
maður það á tilfinningunni, að
einmitt um þessar mundir, sé
verið að leggja síðasta smiðs-
höggið á þann ásetning banda-
rískra hernaðaryfirvalda, aö
stórauka enn hemaðarumsvif sín
hér á landi, m.a. með því aö
byggja hér upp tvær ratsjár,-
stöðvar, eina á Vestfjörðum,
og hina á N-Austurlandi. í
þessu augnmiöi er nú öllum
nytsömum sakleysingjum teflt
frani á taflborðið, því svo cr að
sjá, að öllum brögðum og
klækjum skuli nú beitt til liins
ítrasta, því mikið er í húfi, að
markmið þessarar refskákar
ekki er þekkt í skákheiminum
í dag.
En þegar grannt er skoðað,
kemst upp um „skákmeistar-
ann Tuma“. Afbrigði þetta
samrýmist nefnilega engum
skákreglum. En skákin er
heldur ekki nein venjuleg
skák. Og „Pentagon-afbrigð-
ið“ höfðar einmitt til óvenju-
legra skáka af þessu tagi.
Skáka, þar sem menn halda
áfram að tefla og tefla, þrátt
fyrir augljóslega pattstöðu og
heimaskítsmát, jafnvel eftir að
konungur þeirra sá svarti,
steinliggur dauöur á taflborð-
í fyrsta lagi er um að ræða skelfingu gagnvart
þeirri vitfirringu, sem fram kemur í vígbúnaðar-
' kapphlaupi nútímans. Ratsjárstöð sem hernað-
j armannvirki er tákn og hluti þeirrar vitfirringar.
| Bygging þesskonar mannvirkis í túnfæti manna
i ber því skilyrðislaust að forða.
gangi fljótt og snurðulaust
upp.
Það má segja, að öll þessi
taflmennska nú, sé í fullu sam-
ræmi viö aðrar skákir, sem
tefldar hafa veriö í öryggis- og
varnarmálum okkar Islend-
inga, ncma h'að núna teflir
sjálfur „stórmeistarinn"
óvcnju fagmannlega, og ber-
sýnilega af mikilli innlifun.
Hann skipar svartaliði sínu
strax í mikla sóknarstöðu,
augljóslega eftir nýju sóknar-
afbrigði, svokölluðu „Pent-
agon-afbrigði". Meö þes*u
nýja afbrigði hyggst „stór-
mcistarinn“ ætla að koma
andstæðingi sínum í opna
skjöldu, því eins og allir skák-
menn vita, þá er aflirigði þetta
allsendis óþekkt í heimi skák-
listarinnar. Pess vegna á nú að
koma andstæðingnum illilega
á óvart, méð aflirigöi, sem
Skákheimur lítilsvirtur
Það er því einmitt í Ijósi
þessarar skákmennsku, sem
áhorfendur verða nú vitni að
annarri og furðulegri skák-
flcttu, í varnar- og öryggismál-
um okkar íslendinga. Eftir al-
gjört málefnalegt heimaskíts-
mát í svonefndu „ratsjár-
stöðvamáli", er taflinu engu
að síður haldið áfram, og nú af
enn meiri krafti. En nú er það
„stórmeistarinn" sjálfur, sem
ætlar sér að ganga fram fyrir
skjöldu, og þverbrjóta allar
skákreglurnar. Skákdómaran-
um er einlaldlega hrint á dyr.
Kröftug mótmæli áhorfcnda,
og réttmæt krafa þeirra urn
stöðvun þessarar refskákar, er
svarað með „Morgunblaðstil-
vitnun". þar sem „Pentagon-
afbrigðið“ er vegsamað á for-
síðu. - Pví má segja, að skák-
heimur allur, sé hér lítilsvirtur,
í orðsins fyllstu mcrkingu.
Stjórnvöld verðskuldi
andstöðu
En svo að við snúum okkur
að alvöru málsins, og látum
allt líkingamál liggja á milli
hluta, þá erljóst, að mikið og
langvinnt hitamál er í uppsigl-
ingu, ef svo heldur fram sem
horfir. Áformin um byggingu
ratsjárstöðvanna á Vestfjörð-
um og N-Austurlandi, cr raun-
ar þegar orðið mikið hitamál.
Ef stjórnvöld þverskallast enn
við meirihlutavilja heima-
manna, og jafnvel meirihluta-
vilja þjóðarinnar skv. nýlegri
skoðanakönnun, er eitt víst,
að þá er sáð til mikilla og
viðkvæmra illdeilna um ókom-
in ár.
Vonandi ættu flestir að geta
orðið sammála um, að á slíkar
illdcildur sé varla bætandi,
eins og nú háttar í okkar
þjóðfélagi. Allir skynsamir og
góðviljaðir menn, ættu því að
taka höndum saman, og reyna
að forða þess háttar óþarfa
illdeildum, a.m.k. meðan al-
varlegur þjóðfélagsórói í kjöl-
far mikilla efnahagsþrenginga,
stendur sem hæst. Eða finnst
stjórnvöldum kannski ekki nóg
kornið af öllum slíkum óróa og
átökum? Hvað þá um allt talið
um nauðsyn þjóðarsáttar og
þjóðarsamstöðu, við lausn
þess gífurlega efnahagsvanda,
sem þjóðin stendur frammi
fyrir í dag? Geta stjórnvöld
vænst þeirpar sáttar og sam-
stöðu, á sama tíma og þau gera
sér sérstakt far um að ýfa upp
hatrammar deilur meðal fjölda
manna, víðsvegar um land?
Svarið við þeirri spurningu
hlýtur að vera eitt stórt nei.Þau
stjórnvöld verðskulda engar
sættir né samstöðu. Þau
stjórnvöld, sem þannig koma
fram við þegna sína, verð-
skulda andstöðu.
Ólíkar forsendur
Við, sem höfurn tekið þá
ákvörðun, að berjast hart á
móti byggingu bandarískra rat-
sjárstöðva á Vestfjörðum og
N-Austurlandi. gerum það á
ólíkum forsendum, enda er
þessi stóri andstöðuhópur
okkar, 1. desember hópurinn,
þverpólitískur, en í því má
segja, að styrkleiki hans sé ein-
mitt fólginn.
Hvað undirritaðan varðar,
þá byggist andstaðan aðallega
á tvennu.
í fyrsta lagi er um að ræða
skelfingu gagnvart þeirri vit-
firringu, sem fram kemur í
vígbúnaðarkapphlaupi nútím-
ans. Ratsjárstöð, sem hernað-
armannvirki, er tákn og hluti
þeirrar vitfirringar. Bygging
þesskonar hemaðarmannvirkis
í túnfæti manns, ber því skil-
yrðislaust að forða.
I öðru lagi er hér um sjálfa
þjóðvarnarhugsjónina að
ræða. Sem Islendingar, þá
hljótum við að bera mikinn
beyg í brjósti gagnvart þeim
tröllauknu hernaðarumsvif-
um, sem erlent stórveldi stend-
ur nú fyrir í landi okkar. Rat-
sjárstöð, sem hernaðarmann-
virki, er hluti og tákn þessara
stórauknu erlendu hernaðar-
umsvifa. Allir sannir íslend-
ingar, sem af einlægni vilja, að
íslensk þjóð haldi uppi sjálf-
stæðu þjóðríki með þjóðlegri
reisn, hljóta þess vegna að
vera tilneyddir til að spyrna
fast við fótum, og krefjast
þess, að öll þessi erlendu hern-
aðarumsvif á íslandi, verði um-
svifalaust stöðvuð. Við eigum
aldrei að víkja af braut friðar
og fullveldis.
Litli öfgahópurinn
Annars er það athyglisvert,
hversu mikill „feimnishjúpur"
virðst umlykja þá fáu, sem lýst
hafa yfir stuðningi við áform
„stórmeistarans" og Pentag-
Ratsjárstöðin á Stokksnesi.
... Að dingla í snörunni
■ Þá eru framhaldsskóla-
kennarar búnir að vera at-
vinnulausir í viku og samninga-
nefnd ríkisins merkilega róleg
í samningúm við þá, og raunar
aðra BHM menn. Raunar
virðist deilan ætla að fara aftur
í Kjaradóm.enþangaðferhún
ef aðilar ná ekki samkomulagi.
Samninganefnd ríkisins hefur
boðið 5% launahækkun, en
talið er að munurinn á launum
háskólamenntaðara manna hjá
ríkinu og á frjálsa markaðinum
sé 61% og ef laun framhalds-
skólakennara eru borin saman
við meðaltal launa háskóla-
manna sem vinna hjá einkafyr-
irtækjum kemur í Ijós að laun
framhaldsskólakennara eru
81% lægri en það meðaltal
sem er í einkageiranum. 5%
tilboð ríkisins lcysir því ekki
þessa deilu, nema síöur sé.
Launastefnan sprungin
Raunar er það augljóst að
miðað við launastefnu ríkis-
stjórnarinnar gagnvart öðrum
launþegahópum getur hún
ekki boðið BHM mönnum
meiri hækkun en 7-10%. Menn
gera sér hins vegar grein fyrir
því að deilan leystist ekki á
þeim nótum og því hlýtur mál-
ið að enda í Kjaradómi. Ríkis-
stjórnin er því í raun að yfir-
færa ábyrgðina af komandi
launahækkun yfir á Kjaradóm
og getur síðan vísað til þess að
hún hafi ekki komið nálægt
lausn þessa máls. En hvað
gerir Kjaradómur? Líklegt má
telja að hann fari verulega upp
fyrir 10%, því að honum er
uppálagt að taka tillit til kjara
á hinum alntenna vinnumark-
aði. Geri hann það ekki er víst
að neyðarástand blasir fljót-
lega víðar við en í kennslumál-
■ Þau eru í sama flokki.
um því að ýmsir hópar eru
þegar farnir að huga að fót-
sporum kennara. Fari Kjara-
dómur hins vegar það hátt upp
að háskólamenn telji viðun-
andi, blasir það við að launa-
stefnan er sprungin rétt einn
ganginn og hin fjölmennu sam-
tök ASÍ og BSRB stíga af
miklum þunga fram á sviðið á
sumarmánuðunum. Þá þýðir
lítt að viðhafa annað samráð
en þau sem leiða til verulegra
peningalaunahækkana, einsog
það er orðað. Það þýðir aftur
það að öll sú stefna sem ríkis-
■
ons. Það er eins og þeir séu
orðnir ákaflega feimnir við að
opinbera stuðning sinn. 1 sjálfu
sér er þetta mjög skiljanlegt.
Auðvitað vilja þeir forðast, að
láta bendla sig við þau öfga-
kenndu hægrisjónarmið, sem
„stórmeistarinn", Geir Hall-
grímsson. og hans „nótar", eru
svo þekktir fyrir, þegar örygg-
is- og varnarmál eru annars
vegar. Skýrist þetta mjög, þeg-
ar það kemur á daginn, að
enginn meiriháttar fjölmiðill,
treystir sér til að taka undir
áformin, að Morgunblaðinu
einu undanskildu. Og þegar
við það svo bætist, að ein-
dregnasti stuðningsmaður
frjálshyggju á Vestfjörðum, er
einmitt dreginn fram í kastljóS’
ið, og látinn lofsyngja svart-
hvítu heimsmyndina í Morg-
unblaðsstíl, til stuðnings
óberminu í Stigahlíð, þá ætti
flestum vonandi að vera Ijóst,
hvað liggur undir steini. Þar
fer lítill öfgahópur úr hryllings-
búðinni, sem hyggst ráða ferð,
en tapað hefur áttum.
Það myndi því koma þessum hægrisinnuðu rót-
I tæklingum af ar illaef ákvarðanatöku yrði nú slegið
á frest, a.m.k. fram yfir næstu þingkosningar.
Fengi þá mál þetta lýðræðislega umfjöllun og síðar
yrði það Alþingis, en ekki utanþingsmannsins á
Dyngjuveginum að taka af skarið.
Rússagrýlan endurvakin
Það ber ævinlega merki um
málefnaleg rökþrot, þegar rót-
tæka hægripressan og heims-
borgaraleg nátttröll hennar,
grípa til þess óyndis, að seiða
fram Rússagrýlu, þegar þjóð-
frelsis- og friðarmál ber á
góma. Þarna er auðvitað um
að ræða grunnpunktinn í því,
hversu fráhverf og andsnúin
þessi nátttröll eru öllu, sem
kallast mega þjóðleg viðhorf.
Mörg dæmi má nefna í þessu
sambandi. Nærtækasta dæmið
er sú fullyrðing ratsjársinnans
úr Bolungarvík, að þeir sem
berjast á móti óberminu í
Stigahlíð, berjist á móti hags-
munum „hins frjálsa vestræna
heims". Slík einfeldni og
barnalegar fullyrðingar, ganga
einfaldlega ekki lengur. Það er
þess vegna átakanlegt, að ung-
ur maður, sérskólaður úr
stjórnmálafræðum, og sem
væntanlega setur markið hátt í
heimi stjórnmálanna, skuli
ekki enn hafa áttað sig á þessu.
Jafnvel þótt hann vegsami þau
heimsborgaralegu viðhorf,
sem lítið vilja gera með allt,
það sem þjóðlegt má teljast.
Andstaðan í framsókn
Andstaðan gegn áformun-
um um byggingu umræddra
ratsjárstöðva, er í mikilli fram-
sókn um þessar mundir. Mikið
starf hefur verið unnið á
undanförnum vikum og mán-
uðum, og er afraksturinn nú
að koma í Ijós. Veigamesti
móralski stuðningurinn má þó
segja að hafi verið sú skoðana-
könnun, sem DV birti fyrir
skömmu, en þar kom fram, að
meirihluti þjóðarinnar er and-
vígur uppbyggingu ratsjár-
stöðvanna, og er þá miðað við
þá, sem afstöðu tóku. Þetta er
mikill sigur á landsmæli-
kvarða, því vitað er, að and-
staðan er yfirgnæfandi í þeim
landshlutum, þar sem stöðv-
arnar eru áformaðar.
Hér á Vestfjörðum er and-
staðan mikil. Nægir þar að
benda á allar þær ályktanir og
áskoranir, sem gerðar hafa
verið, en þar ber hæst bænaskrá
Vestfirðinga til ríkisstjórnar
íslands. Myndaður hefur verið
sérstakur hópur áhugafólks,
sem staðráðinn er að láta ekki
deigan síga í þcssu stórmáli.
Hefur hópur þessi nú gefið út
blað, sem nefnist. „Ratsjá".
Blaðinu hefur nú verið dreift
til allra heimila á Vestfjörðum
og víðar, þar á meðal til þing-
manna. Allt þetta sýnir, að hér
er mikil alvara á ferð, og hljóta
þeir að búa í miklum fílabeins-
turni, sem ekki hafa áttað sig á
því.
Ánægðastur er þó undirritað-
ur yfir þcirri afstöðu, sem NT
hefur tekið í máli þessu, og
hafi það þökk fyrir. Má þar
m.a. nefna forystugrein blaðs-
ins frá 12. febr. s.l. auk þess
sem Baldur Kristjánsson hefur
tekið mál þetta til umfjöllunar
að undanförnu, á þann hátt,
að sómi er af. Allt þetta ber
ánægjulegan vott um, að and-
staðan er hvarvetna í framsókn
í dag.
Ákvörðunartöku frestað
Sá mikli þrýstingur, sem nú
virðist vera í gangi, um bygg-
ingu ratsjárstöðvanna, getur
naumast alfarið verið skýrður
útfrá áhuga Pentagons, þótt
hann sé engu að síður afger-
andi í þessu máli. Sá grunur
læðist því að manni, hvort sá
ágreiningur, sem t.d. hægri-
sinnaðir róttæklingar á Vest-
fjörðum, sjá í röðum flokks-
pólitískra andstæðinga sinna,
ýti ekki enn frekar á framgang
málsins. Vonin um að geta t.d
rekið fleyg í raðir vestfirskra
framsókqarmanna, er þeim ör-
ugglega ofarlega í huga um
þessar rrmndir, ekki síst, ef til
kosninga kann að koma innan
skamms. Ratsjármálið á Vest-
fjörðum er jreim því mjög
kærkomið í tvennum skilningi.
Anna.svegar til að auka enn á
þann erlenda vígbúnað, sem
þeir eru málsvarar fyrir. Hins
stjórnin hefur sett upp er kom-
in í vaskinn, einn ganginn enn.
Heiðarlegar tilraunir
menntamálaráðuneytis
Kennaradeilan er alveg sér
á parti, en nákvæmlega ekkert
hefur gerst í henni utan óljóst
orðaðar yfirlýsingar frá hinni
frægp samninganefnd ríkisins
að hún muni taka tillit til hins
eða þessa.
Samninganefndin, og á bak
við hana stendur að sjálfsögðu
yfirmaður hennar Albert
Guðmundsson, hefur tekið
kennaramálin mjög rólega og
enga tilraun gert til að taka
mál kennara sérstaklega útúr,
þó svo að skólar séu stopp og
10 þúsund ungmenni á göt-
unni. Menntamálaráðuneytið
gerði hins vegar heiðarlegar
tilraunir til að fá kennara til að
hætta við útgöngu m.a. var
Inga Jóna skikkuð til að vaka I
dag og nótt við að berja saman
nefndarálitið um endurmat á
störfum kennara og lá það
fyrir daginn fyrir útgöngu. Út
úr því má m.a. lesa að störf
kennara séu vanmetin til launa
um 50-60% og vonaði Ragn-
hildur fram á síðustu stund að
þetta framlag hennar myndi
nægja til að kennarar hættu
við. Ofaná þetta bættust yfir-
lýsingar Ragnhildar að kjör
kennara þyrftu að leiðréttast.
En Albert situr rólegur og
gerir ekkert til að leysa deil-
una, en það mál er að sjálf-
sögðu í hans höndum. Það er
eins og hann njóti þess að sjá
Ragnhildi dingla í snörunni
því að óvinsældirnar vegna
þessa máls bitna allar á henni
þó að hún sé nú í engri stöðu
til að leysa málin. Þetta sýnir
einn ganginn enn hvernig sam-
búðin er í hinum stóra flokki.
Og Þjóðviljinn leikur með
Og Þjóðviljinn tekur þátt í
leiknum með Albert og ræðst
að Ragnhildi dag eftir dag en
lætur sökudólginn Albert alveg
■ Ganga engir nýir nemendur gegnum þessar dyr á komandi
hausti?
Fimmtudagur 7. mars 1985 7
vegar til að reka alvarlegan
fleyg í raðir flokkspólitískra
andstæðinga sinna.
Það myndi því koma þessum
hægrisinnuðu róttæklingum
afar illa, ef ákvarðanatöku yrði
nú slegið á frest, a.m.k. fram
yfir næstu þingkosningar.
Fengi þá mál þetta lýðræðis-
lega umfjöllun, og síðan yrði
það Alþingis, en ekki utan-
þingmannsins á Dyngjuyegin-
um, að taka af skarið. í raun er
þetta eina réttláta lausnin, út
úr þeirri pólitísku pattstöðu,
sem það er nú í kontið. Það
verður þess vegna alls ekki á
annað trúað. en a.m.k. þing-
menn Framsóknarflokksins,
afkrói nú „stórmeistarann",
og setji taflið í réttlátii bið-
stöðu. Reisn framsóknar-
annaeríveði. iÁ íslandi er nú
komiö nóg af hægrisinnuðum
holskeflum.
Leggjum rós í þann
blómsveig
Við Islendingar erum
smáþjóð, sem búum í stóru
harðbýlu landi í niiðju Atlants-
hafi. Margir straumar umlykja
okkur, og margir vindar blása.
Það er því mikilvægt atriði, að
við sem þjóð, höldum áttum.
Meðvitundin um þjóðartilver-
una, og viljinn til að viðhalda
því sem íslenskt er, leggur
grunninn að því að vera sjálf-
stæð þjóð. En til þess að glata
ekki hinni þjóðlegu sjálfsvirð-
ingu, sem er í raun sjálfstæðið
allt, verður sterk þjóðvarnar-
hugsjónin ætíð að vera til stað-
ar í huga okkar. Hún vcrður
m.a að koma til í því máli, sem
hér hefur verið gert að umtals-
efni. I því sambandi er að
lokum viðeigandi, að vitna í
nokkur þjóðvarnarorð úr blaði
I. desember hópsins, „Rat-
jjánni“. Þar segir orðrétt:
„Á hverjum þjóðhátíðar-
degi leggjum við Islendingar
blómsveig að fótstalli Jóns Sig-
urðssonar. Með andófi gegn
auknum hernaðarumsvifum á
Islandi og gegn þjónkun við
erlend yfirgangsöfl, hvaðan
sem þau læðast að, crt þú að
leggja tii rós í þennan blóm-
sveig um ókomin ár.“
Og þá er bara eftir að spyrja.
Ert þú ekki tilbúin til að leggja
rós í þann blómsveig...
Flateyri 3. mars 1985
Guðmundur Jónas Kristjáns-
son.
í friði. Síðast í gær er sýnt tram
á í leiðara að hún sé gjörsam-
lega óhæfur menntamálaráð-
herra. Þaðereinsogeinhverjir
nýsköpunarleyniþræðir liggi,
nú sem oftar, milli Alberts og
Þjóðviljans og auðvitað flýtir
þetta ekki fyrir lausn deilunn-
ar, sem er svo viðkvæm og
hættuleg Sjálfstæðisflokknum
að Morgunblaðið tvístígur dag
eftir dag og þorir ekki að taka
afstöðu.
Aðalsyndahafurinn
Auðvitað leysist kennara-
deilan fyrr eða síðar því að
engin þjóð hefur efni á því að
sjá skóla sína lokaða viku eftir
viku. Og deiluna má leysa á
ýmsan hátt. Þetta er aðeins
spurning hvort menntamála-
ráðherra lifir þessa deilu af og
líf hennar er í höndum sam-
starfsráðherrans Alberts
Guðmundssonar sem nýtur
þess að vera ekki lengur aðal-
syndahafurinn, en það hefur
hann verið meira og minna
síðan snemma í haust þegar
hinir opinberu starfsmenn fóru
í verkfall.
Baldur Kristjánsson.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaösstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verö i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr.
Verkfall sjómanna
■ Á daginn kom að undirmenn á flotanum
felldu nýgerða kjarasamninga. Fiskveiðar og
fiskvinnsla liggja því enn niðri á landi okkar sem
byggir velferð sína á því sem aflast og hvernig til
tekst með vinnslu þess sem fangað er.
Ríkisstjórnin hefur þegar lagt sitt af mörkum
til lausnar þessari deilu með framlagi í lífeyris-
sjóð sjómanna.
Með því átaki eru lífeyrismál sjómanna
komin í miklu betra horf en áður áður var.
Samningsaðilar þurfa nú að leysa málin á eigin
spýtur, og það sem fyrst.
Við getum tæpast ráðist að Norðmönnum
fyrir aðför að íslenskum sjávarútvegi meðan
floti okkar liggur bundinn við bryggju vegna
verkfallsátaka.
Boltinn er hjá Albert
■ Nú hefur kennsla í framhaldsskólum legið
niðri í tæpa viku.
Ef áframhald verður á fer kennsluleysið að
bitna verulega á þeim 10 þúsund nemendum sem
litla eða enga kennslu fá. Ekki síst þeim sem eiga
að taka stúdentspróf í vor.
Samninganefnd ríkisins hefur farið mjög hægt
í sakirnar í samningum við kennara.
Engar tilraunir hafa verið gerðar til að leysa
þeirra sérmál með einum eða öðrum hætti.
Viðurkennt er að kennarar hafa dregist mjög
aftur úr í launum miðað við aðra starfshópa frá
árinu 1971.
Ágæt úttekt menntamálaráðuneytisins á kjör-
um þeirra sýnir m.a. fram á það.
Ljóst er að kennarar koma ekki til kennslu
aftur nema að verulegt tillit verði tekið til
niðurstöðu skýrslu menntamálaráðuneytisins.
Boltinn er nú hjá ráðherra sem heitir Albert
Guðmundsson. Hann má ekki gera sig sekan um
það að halda honum of lengi. Geri hann það er
ekki um annað að gera en að skipta honum út af.
Jón Baldvin hleypur á sig
■ Það er óhætt að segja að Jón Baldvin hafi
hlaupið á sig í árásum sínum á Anker Jörgensen.
Auðvitað er ekkert við það að athuga þó
danskur jafnaðarmaður haldi hér ræðu um
kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd.
Jón Baldvin sakar Anker um afskipti af
íslenskum innanríkismálum og vísar óspart til
þess að maðurinn sé danskur.
Hér vísar þingmaðurinn til þess að ísland er
fyrrum nýlenda Dana og telur sig eflaust geta
unnið atkvæði á því að ýfa upp nær útkulnað
Danahatur.
Ósmekklegt, svo ekki sé meira sagt.