NT - 07.03.1985, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 7. mars 1985 10
Einar Freyr:
Hversu sannur er leninisminn?
■ „Flýttu þér uð loka fyrir Paradís!“
- Þessi setning hefur undanfarin ár
verið einhver þýðingarmesta setning
sem fólk almennt í Póllandi hefur
látið sér um munn fara. - Þarna er átt
við „fréttaþætti" sem yfirvöldin í
Moskvu senda reglulega til „vina“
þjóðasinna í austri m.a. til Póllands.
En því flýtir fólk sér að loka fyrir
„Paradís"? - Fréttaþættir þessir frá
Moskvu þykja svo ósannir og gefa svo
falska mynd af veruleikanum, að þeir
vekja viðbjóð hjá öllu venjulegu
fólki. Þarna er m.a. yfirmönnum
hersins og valdamönnum í Moskvu
lýst eins og heilögum mönnum sem
eru svo fullkomnir að trúa mætti því,
að þeir þyrftu ekki einu sinni að pissa.
- Þetta eru hvítþvegnar fréttir sejn,
lýsa eiginlega öllu og engu og eru því
ósannar eða falsaður veruleiki. Ein-
stöku sinnum er brugðið upp myndunt
frá Vesturlöndum og þá fær fólk að
vita, að Vesturlönd, það er sama og
„Helvíti“... - Það er m.ö.o. ekki
nútíma íran og Khomeini sem er
brautryðjandinn í slíkum fréttaflutn-
ingi, heldur Moskva.
Ef Island myndi nú „hoppa inní
sovétkerfið“, eins og þekktur íslensk-
ur rithöfundur orðaði það einu sinni
og gerast Sovét ísland, - hvernig
myndi ástandið í hinu nýja Sovét
Islandi líta út eftir nokkur ár, - ef
miðað er við núverandi reynslu Eist-
lands í þessunt efnum?
Þáð fyrsta sem Sovét íslendingar
myndu reka sig á yrði það, að
rússneskum íbúunt myndi fjölga svo
ört á íslandi, að sjálfir íslendingar
yrðu mjög fljótt í ntiklum minnihluta
í landinu. Ollum íslendingum yrði
skipað að læra rússnesku og kunna
hana eins vel eða jafnvel betur en
móðurmál sitt íslensku. Það yrði
fljótt þaggað niöur í ölluni íslenskum
skáldum, rithöfundum og blaða-
ntönnum, - og stranglega bannað að
gcfa út blöð, tímarit og bækur nema
undir ströngu eftirliti frá Moskvu eða
KGB á íslandi þar sem krafist yrði
þess að farið væri í einu og öllu eftir
kokkabókum Leninismans. Öll ís-
lensk verkalýðsfélög yrðu bönnuð
eða endurskipulögð þannig að þau
störfuðu aðeins undir eftirliti mið-
stjórnar kommúnistaflokksins í
Moskvu. Öll vcrkföll yrðu’ bönnuð
með nýjum lögum. Líflátsdómar og
herþjónusta yrði innleidd á íslandi.
Þannig er nú reynsla fólksins í
Eistlandi nú á dögum eftir að Eistland
„hoppaði inní sovétkerfiö". Angist
og ótti er þegar orðin almenn regla
innfæddra íbúa Eistlands. Fólk flýr ef
það getur og vill heldur búa fyrir utan
„sovétkerfið". Hinni þjóðlegu tilveru
Eistlendinga er ógnað, tunga þeirra
er í hættu, og skáldin fá ekki að gefa
út bækur sínar, þaggað er niður í
rithöfundum, og blaðamenn fá ekki
að segja fólki sannleikann unt það
sem er að gerast í E'istlandi.
II.
Áður en við höldum lengra skulum
við reyna að gera okkur grein fyrir
ýmsum þáttum í verkum Karls Marx.
Eins og ég hef sagt áður, álíl ég að
t.d. kenning Marx um stéttabarátt-
una sé byggð á blekkingu og megi
rekja til trúarlegra tilfinninga, og að
Marx sé alls ekki laus við að hafa liaft
messíasarkomplex. Hins vegar tná
benda á mjög takmarkaða þætti í
verki hans Das Kapital þar sem finna
má örfáar algebrureiknisformúlur
sem almennt er viðurkennt að hafi
haft vísindalegt gildi. En þeir örfáu
sovésku hagfræðingar sem eitthvað
kunnu í þessum vísindum Marx voru
skotnir eins og óðir hundar eftir
réttarhöldin í Moskvu 1938.
Rétl er að gefa sýnishorn af alg-
ebrureiknisformúlum þessum sem
Karl Marx var að vinna að á sínum
tíma:
R=a0+a|S+a2V ..........3.24
I=B0+B,S+B2Z1.........3.25,
V=y„+F|Y+V2 ...........3.26
Y=S+V .................3.27
Y=R+I..................3.28
AZ=I...................3.29
Jafnvel við elsta háskóla Banda-
ríkjanna er Marx viðurkenndur sem
einn af brautryðjendum í vísindaleg-
um rannsóknum á hagvexti þjóða,
eða við Harvard University. Þegar
talað er um marxískar áætlanir er
vanalega átt við slíkan hagvöxt.
En livað um hina vísindalegu hlið
Marx og Leninismans?
Á árunum milli 1924 og 1929 voru
rússneskir hagfræðingar mjög framar-
lega í þeim vísindum sem heyra undir
þáttinn hagvöxt. Þeir vissu þá margt
betur en borgaralegir hagfræðingar
um hagvöxt þjóða. Þeir höfðu t.d.
reiknað út hvenær verð á stáli myndi
ná lágmarki og ráðlögðu sovétstjórn-
inni til að kaupa stóran skipaflota
sem hafði verið lagt í höfninni í
Hamborg og var kallað „skipakirkju-
garðurinn“.
Það vakti athygli þegar stór floti frá
skipakirkjugarðinum sigldi áleiðis til
Rússlands. En árið eftir fór bæði stál
og skip að hækka í verði á heimsmark-
aðinum. Rússnesku hagfræðingarnir
höfðu reiknað rétt og ef til vill með
þessum miklu kaupum átt þátt í nýrri
hækkun.
En hvernig fór fyrir þessum mikla
hagfræðisnillingum í Rússlandi? Allir
mestu hagfræðisnillingar Rússa voru
• líflátnir í hreinsuninni miklu á árun-
um milli 1936/40. Það er rangt að
kenna Stalín um allt þetta neikvæða,
því að þetta neikvæða eðli er að finna
í sjálfum leninismanum.
En í hvers konar hagfræðikerfi
höfnuðu Sovétríkin að lokum? í raun
og veru er Sovétríkjunum stjórnað
hagfræðilega af mjög undarlegri
„fyrirtækjahagfræði“ sem upphaf-
lega er ættuð frá verksmiðjumannin-
um Walter Rathenau, þýskum gyð-
ingi og sonur Emil Rathenau, sem
stofnaði stórfyrirtækið AEG. Walter
Rathenau samdi bækur um þjóð-
félagsvísindi sent honum vannst ekki
tími til að fullkomna, en liann var
myrtur af gyðingahöturum árið 1922
mjög örlagaríku ári, fyrir Sovétríkin.
Hagfræðiáætlanir í Sovét eru því
byggðar á ófullkomnu og lítt hugsuðu
verki eftir Walter Rathenau.
En hin mikla og grimma harka sem
beitt er í Sovétríkjunum þegar „áætl-
anir eru gerðar ntinnir mjög mikið á
hagfræðikerfi og aðferðir Miltons Fri-
edmans, þegar um miskunnarleysi er
að ræða, en hagfræði Friedmans er
ekki þjóðhagfræði heldur einnig mjög
undarleg fyrirtækjahagfræði eins og
hagfræðin í Sovétríkjunum. Það
mætti því kalla hagfræðistefnu Sov-
étríkjanna og jafnvel að vissu marki
hagfræðistefnu Bandaríkjanna einnig
fyrir „Milton Friedmann-Rathenau-
Leninisma“. Það er því „Milton Fri-
cdman-Rathenau-Leninismi“ sem að
mestu leyti ræður hinni efnahagslegu
þróun heimsins.
En Sovétmenn drápu ekki aðeins
sína bestu marxísku hagfræðinga,
heldur einnig færustu vísindamenn á
sviði landbúnaðar og kornræktunar.
Og þeim bændum, sem bjuggu yfir
mestu þekkingunni á svið búskapar
og ræktunar, var útrýmt, þeir voru
bókstaflega þurrkaðir út af yfirborði
jarðar.
III.
Einhverjar bestu þýðingar sem
gerðar hafa verið á verkum Lenins er
að finna í sænskum þýðingum. Við
lestur bóka Lenins getur maður ekki
varist þeirri hugsun, að Lenin var í
raun og veru mikill sjónhverfinga-
maður eða blátt áfram „blaffari". í
bók Lenins „Materialismen och eni-
pirokriticismen", er einmitt slíkar
sjónhverfingar að finna. í þessari bók
ræðst Lenin á þá menn sem höfðu
miklu meira vit á heimspeki en hann,
menn eins og t.d. Jakof Aleksandro-
fitj Bergman. í sænsku útgáfunni af
þessari bók má lesa eftirfarandi á bls.
130:
„Av alla dessa uttalandcn av Eng-
els och Dietzgen framgár klart, att
det för den dialektiska materialis-
men inte existerar nágon oöverstig-
lig klyfta mellan relativ och absolut
sanning. Bogdnov har absolut inte
förstátt detta...“
Aðeins á þessum orðum verður
Ijóst, að Lenin var svindlari, og hafði
ekki fylgst með því sem raunverulega
var að gerast í þessum málum, - en
það hafði Bogdnov aftur á móti gert
eftir bestu samvisku.
Við vitum, að Hegel notaði þennan
tröppugang hugmynda í sinni heim-
speki: Subjectiv, objectiv, absolut.
En þegar Comte kom fram á svið
heimspekinnar vildi hann nota orðið
eða hugtakið „relativ“ í staðinn fyrir
hugtakið „absolut". - Ástæðan var
sú, að þessi „tröppugangur" Hegels
var í raun og veru of trúarlegs eðlis
og gat af þeim ástæðum valdið rugl-
ingi og átt þátt í grautarlegum hugsan-
agangi. Slíkt skapaði hættuástand.
Það var alls ekki Einstein sem
fyrstur notaði afstæðiskenningu við
ný sannindi, heldur Auguste Comte.
En þessi breyting Comtes nær ekki
fram að ganga fyrr en með hinum
nýju eðlisfræðikenningum Einsteins.
Lenin kemur upp um sína fáfræði og
sitt svindl með þessari bók sinni,
enda var bókin aðeins skrifuð með
áróður sem markmið. Lenin ætlaði að
narra unga menntamenn til fylgis við
sig með þessari bók. Auðtrúa menn,
svo og svindlarar, eins og Lenin var
sjálfur, bitu á agnið og fóru að trúa á
þessa fordóma Lenins. Lenin lifði
yfirleitt við gamla trúarfordóma.
Hann gat t.d. aldrei séð neinn mis-
mun á „absolut" og „relativ11. Og
hugtakið „dialcktisk“ hefur reynst
blekking.
í janúar 1922 komn út í Moskvu nýtt
tímarit um heimspeki og þjóðfé-
lagsmál sem á rússnesku kallaðist
„Pod Znamenem Markizma“ eða
■ Lenin var svindlari.
„Undir marxískum leiðum“. í fyrstu
heftunum hafði einhver mjög vitur
maður laumað inn grein unt afstæðis-
kenningu Einsteins eftir rússneskan
eðlisfræðing að nafni A. Timirjazef.
Og það er augljóst að þessi grein
hefur farið ægilega illa í taugar
Lenins. Hann næstum sleppir sér af
bræði. í þriðja hefti tímaritsins eða í
mars hefti 1922 birtist grein eftir
Lenin þar sem liann aðvarar alla
lærða menn í Sovétríkjunum við hinu
kapitaliska tískufyrirbæri og smá-
borgara sem kallast Albert Einstein.
Lenin hellir sér yfir vísindi Marie
Curie. í samanburði við hinn gamla
Dietzgen eru hinir kapitalísku smá-
borgarar eins og Einstein eiginlega
þýðingarlausir tískuhöfundar sem
ekkert erindi eiga við hina háleitu
sovésku mcnningu. Það var skoðun
Lenins þegar um vísindi var að ræða.
Hins vegar talaði Lenin gjarnan við
þá stórkapitalista sem útveguðu hon-
um peninga.
Afleiðingin af þessari trúarlegu og
frumstæðu afstöðu Lenins varð sú, að
Rússar dragast afturúr á sviði eðlis-
fræðinnar og sérstaklega í kjarneðlis-
fræði.
Kjarneðlisfræðin í Rússlandi nær
sér ekki á strik fyrr en eftir dauða
Lenins, og þá með hjálp manna
sem lært höfðu í þeim löndum sem
Lenin aðvaraði Sovétborgarana mest
við að væru hættuleg hinum heilögu
kenningum hans. Framfarir á sviði
eðlisfræðinnar voru að þakka þeim
rússnesku prófessorum er lært höfðu
og starfað í Frakklandi og Englandi.
Einn af þessum prófessorum, Vern-
adskí hafði lært’ og starfað undir
stjórn Marie Curie, og t.d. prófessor
Kapista vann undir stjórn Ruther-
fords í Cambridge.
En dauðahönd leninismans hefur
unnið mikið tjón á þessari þróun
mála á margan hátt og sem valdið
hefur slysum sem yfirvöldin reyna að
þagga niður. Einnig hefur leninism-
inn valdið tjóni með því m.a. að
einangra helsta kjarneðlisfræðing
Rússa Andrej Sakarof. Hin raunveru-
lega vísindalega hagfræði hefur ekki
náð sér á strik í Sovét síðan mestu
hagfræðisnillingar Rússa voru líflátn-
ir 1938. Raunverulegur áhugi bænda
í Rússlandi fyrir lifandi búskap var
drepinn 1929. Það sama má segja um
kornræktina. Og nú heldur þessi
dauðahönd leninismans áfram að
drepa allan lifandi áhuga Rússa fyrir
bókmenntum. Leninisminn er mikil
plága í Rússlandi ekkert síður en
annars staðar í heiminum.
IV.
í hinni sovésku skólalöggjöf er lögð
mikil áhersla á iestur bókmennta,
- og nemendur verða að lesa allar
bókmenntir og skilja þær eftir hinuni
stórkostlega, afburðagáfaða og há-
leita „anda“ Lenins. En þannig getur
Sovétborgarinn orðið bæði vitur og
gáfaður. Aðrar leiðir eru ekki til. - I
hinum 10 ára „langa“ samræmda
sovéska skóla eru lesnar miklar bók-
menntir. T.d. í 4. bekk lesa nemendur
m.a. H.C. Andersen, Pusjkin,
■ Sovésku „áætlanirnar“ minna
mjög á hagfræöi Friedmans þegar um
miskunnarleysi er að ræða.
Nekrasof, Lermontof, Turgenjef,
Tolstoj, Fadejef og margt annað. í 5.
bekk Krylof, Pusjkin, Lermontof,
Nekrasof, Korolenko, Homer, R.L.
Stevensen. í 6. bekk Pusjkin, Ler-
montof, Gogol, Turgenjef, Tékoff,
Gorki, Cervantes og Schiller. í 7.
bekk Pusjkin. Lermontof, Gogol,
Tolstoj, Gorki, Majakovski, Fadejef
og fl. f 8. bekk Moliére, Byron,
Lermontof, Pusjkin, Minningar
Herzens, Frakkann eftir Gogol og
Dauðar sálir. í 9. bekk Turgenjef,
Nekrasof, Dostoéfskí, Tolstoj,
Tékoff, Shakespeare, Goethe, Balzac
og margt fleira. í 10. bekk Gorki,
Blok, Jesenin, Majakovskí, Fadejef,
Sjolokoff og Ostrovski og fl.
Bókalisti þessi er sagður rniklu
lengri en þannig lítur þessi „stunda-
tafla“ út í stórum dráttum. En við
lestur þessara bóka er haft strangt
eftirlit þannig, að nemandinn skilji
þessar bókmenntir í hinum „full-
komna anda“ Lenins. Aðalatriðið er í
sjálfu sér ekki þessar bókmenntir, -
heldur þvert á móti að geta gengið
upp í skilningi á hinum „heitt elskaða
Lenin“ þessari nýju og alfullkomnu
mannveru sem hvergi á sinn líka í
víðri veröld.
Ef við rannsökum með nýrri tækni
t.d. eitt af frægustu byltingarskáldum
Sovétríkjanna eins og Majakovskí þá
kemur upp úr dúrnum, að hann var
neyddur til að fremja sjálfsmorð.
Árið 1922 hafði Majakovskí ásamt
nokkrum öðrum skáldunt og lista-
mönnum stofnað félag sem þeir köll-
uðu „Vinstrivígstöðvar Listarinnar"
(LEF), og þetta félag hóf göngu' nýs
tímarits undir sama nafni með Maja-
kovskí sem ritstjóra. (Á tíma var
m.a. Boris Pasternak í félaginu).
Réttlínumenn Lenins réðust með
mikilli og grimmri hörku bæði á
félagsskapinn og tímaritið, en sér-
staklega var Majakovskí fyrir hörku-
legum árásum. Hann var kallaður
„sníkjudýr" og tímaritið ásakað
um„formalisma“. Hinn breiði fjöldi
átti ekki að geta skilið ljóð Maja-
kovskís. Allt sem skrifað hefur verið
um Majakovskí í Sovétríkjunum og
gefið þar út, er vandlega ritskoðað og
hvítþvegið, einnig það sem birt liefur
verið eftir Lili Brik, það er einnig
ljóst að ritskoðunarmennirnir hafa
bætt ýmsu við til að breiða yfir ýmis
óþægileg sannindi um leninismann.
Þegar þetta er haft í huga bendir
margt til þess að allt frá árinu 1923
hafi sporhundar sovésku leyniþjón-
ustunnar OGPU (þáverandi KGB)
verið á humátt eftir Majakovskí og
stundum fylgt honum hvert fótmál. I
bréfi til vinkonu sinnar Lili Brik 19.
janúar 1923 byrjar Majakovskí
þannig: „Moskva. Fangahúsið í
Reading". Það kom fyrir að Majakov-
skí gat ekki einu sinni farið á klósettið
án þess að sporhundar eltu hann. En
það getur verið erfitt að fá upplýsing-
ar um þessar persónunjósnir sem
OGPU skipulagði á þessum tíma.
Smám saman fer Majakovskí að
hugsa út mótaðgerðir. Nú verðum við
að gera okkur fyllilega ljóst, að vegna
mjög strangrar ritskoðunar er mjög
■ Stalín fýlgdi leninismanum eftir
af hörku.
erfitt að fá nákvæmar lýsingar á
hinum ýmsu staðreyndum er raun-
verulega hafa átt sér stað, og meðan
svo er ástatt, verður lesandinn að
taka sumar frásagnirnar um þetta
tímabil, sem bráðabirgða upplýsing-
ar, þar til hægt verður að vinna á
meiri vísindalegum grundvelli, en
slíkt verður ekki hægt svo lengi
ritskoðunin í Sovétríkjunum er svo
að segja algjör. En mjög nærri því
sanna er samt hægt að komast með
hjálp upplýsinga frá vissum
einkaaðilum sent ekki er hægt að
nafngreina. Allt sem skrifað er um
Majakovskí þarf því að taka með
varúð og láta sér skiljast að mistök
geti verið í frásögninni. Það þarf að
skrifa um þessi mál í upplýsingaskyni
en ekki í áróðursskyni.
Majakovskí er í raun og veru fyrsta
sovéska skáldið sem að lokum upp-
götvar það, að leninisminn er ekkert
annað en gróft eyðileggingarafl á svo
að segja öllum sviðum lífsins.
Það var í lok ársins 1929 sem
Majakovskí hrindir af stað sinni stóru
„prófraun“ til að prófa allar kringum-
stæður og hvar hann sem skáld og
listamaður eiginlega stæði í Sovétrík j-
unum. Hann vinnur sem sagt að
„útstillingu“ a' verkum sínunt sem
hann hafði skapað á 20 ára starfsferli
sínum bæði sem skáld og teiknari.
Hann setti á laggirnar nefnd frá
„LEF“ sem skyldi sjá um þessa sýn-
ingu. En jafnvel félagar úr “LEF“