NT - 07.03.1985, Blaðsíða 11
(97
svíkja. Einhver vill setja upp stórt
spjald þar sem skrifað stendur „Maja-
kovskí er óskiljanlegur fyrir
fjöldann“. Menn úr OGPU eru einnig
komnir inní „LEF“. Majakovskí varð
orðinn mjög tortrygginn og þarna í
sýningarhúsinu vildi hann ekki svara
í síma. Um einn ungan „LEF-félaga“
sagði hann: „Hann hleypur fyrir mig
fyrir næsta götuhorn eftir sígarettum,
en hérna í sýningarsalnum hefur hann
ekki getað rekið einn einasta nagla.“
(Jan. 1930).
Lausleg „skýrsla" Osips Makisimo-
vitís um Majakovskí er mjög ósann-
færandi og ber vott um það að Osips
var enginn vinur Majakovskís eins og
sumir vilja trúa. Það sern er mest
áberandi í hinum mjög svo ritskoð-
uðu upplýsingum er sú tilhneiging, að
reyna að forðast að minnast á það
einu orði. við hversu slæm skilyrði
Majakovskí lifði sem raunverulegt
frjálst skapandi skáld. Leninisminn
hafði í raun og veru drepið þetta frelsi
skáldsins. Og barátta Majakovskís
fjallaði fyrst ogfremst um slíkt frelsi.
Mörgu hefur verið logið um dauða
Majakovskís og hér verður ekki reynt
að fara út í allar mögulegar tegundir
af orðrómi um þetta sjálfsmorð. En
ég vil fyrir mitt leyti benda á sögusögn
um það að Majakovskí hafi haft það
að yfirskini að lesa upp í útvarpið í
Moskvu og skotið sig í hjartað fast við
hljóðnemann í áheyrn hlustenda 14.
apríl 1930. Þetta voru mótmæli gegn
leninismanum.
Áróðursmenn í Sovét lugu því að
Majakovskí hefði drepið sig út af
ástarmálum og öðrum slíkum per-
sónulegum ósigrum. Ritskoðunin í
Sovétríkjunum gætir þess vandlega,
að þannig sé haldið á þessu máli. En
hér var nú fyrst og fremst um lenin-
íska þróun að ræða. Tveimur árum
seinna fremur eiginkona Stalíns, Na-
dezjda Allilujeva sjálfsmorð. Hún
■ Einstein var afgreiddur sem smá-
borgaralegt tískufyrirbæri.
var andvíg hinum brútölu aðferðum
leninismans sem eiginmaður hennar
Josef Stalín notaði miskunnarlaust.
1936 er Maxim Gorki myrtur af
rússnesku leyniþjónustunni fyrir að
mótmæla hinum mikla brútalisma
eða ofstæki sem þá ríkti, en sömu
áróðursmenn lugu því, að afbrýði-
samur læknir hefði myrt Gorki með
eitri sem hann lét í læknislyf sem
Gorki átti að nota.
Þannig var hin þjóðfélagslega
þróun. Lili Brik segir m. a. frá at-
hyglisverðum atburði sem hafði mjög
djúp áhrif á Majakovskí. Þau unnu
þá hjá ROSTA (fyrirrennari TASS).
Þau voru þarna oft langt fram á kvöld
þegar allir voru farnir heim. Síminn
hringir og Majakovskí svarar:
Röddin í símanum: Hver er þarna?
Majakovskí: Enginn.
Röddin í símanum: Er forstjórinn
þarna?
Majakovskí: Nei.
Röddin í símanum: Hver vinnur
fyrir hann?
Majakovskí: Enginn.
Röddin í símanum: Það er also
enginn þarna? Enginn?
Majakovskí: Alls enginn.
Röddin í símanum: Það var huggu-
legt.
Majakovskí: Við hvern tala ég?
Röddin í símanum: Lenin. (Tólið
er lagt á).
Til þess m.a. að draga athyglina frá
öllum hinum miklu ofsóknum sem
Fimmtudagur 7. mars 1985 11
þróun leninismans hafði valdið þessi
ár, lét Josef Stalín boð út ganga, að
skáldið Vladimir Majakovskí yrði
útnefnt með lögum sem sovéskt
þjóðskáld. Eftir það urðu torg og
götur um öll Sovétríkin skírð eftir
Majakovskí, og myndastyttur af hon-
um spruttu upp eins og gorkúlur á
fjóshaug um Sovétríkin. Skáldið Bor-
is Pasternak líkti þessu við það, þegar
Katarína II. þvingaði fram ný lög um
kartöfluræktun.
Majakovskí hafði látið eftir sig
„Úrsagnarbréf" og sem áritað var
„Til aHra“. Hinir lenínísku gagnrýn-
endur fá seinustu orðin í þessu bréfi
sem lýkur á þessa leið:
„Félagar VAPP-arar, fannst ykkur
ég vera kjarklaus. Alvarlega talað
- það var ekkert annað að gera.
Kveðjur.
Segið Jermilov að það var leitt að
við höfðum ekki tíma til að rífast
til lykta .
V.M.
Á borðinu eru 2.000 rúblur - borga
það í skatt. Afganginn er að finna
hjá Ríkisfyrirtækinu.
V.M.“
Þannig endaði síðasta „bréf“ Vla-
dimirs Majakovskís og sem var dag-
sett 12/4 1930.
V.
Sannleikurinn er sá, að leninism-
inn er miklu hættulegra afl en maður
hefur áður gert sér ljóst.
Það væri hægt að skrifa margar
bækur um glæpi leninismans, en við
skulum láta okkur nægja að líta yfir
það sem hér hefur verið bent á, - að
leninisminn hafi gert fyrir Sovét:
Utrýmt raunverulegri þekkingu og
áhuga á landbúnaði, drepið vísinda-
menn sem höfðu mestu þekkinguna á
ræktun korn^, flæmt burtu vísinda-
menn á sviði eðlisfræðinnar, einangr-
að fremsta kjarneðlisfræðing Sovét
■ Skáldið Majakovskji skaut sig til
að mótmæla leninismanum.
fyrir að andmæla ofbeldi á sama hátt
og Gorki, en ekki þorað að myrða
þennan vísindamann vegna almenn-
ingsálitsins í heiminum; látið skjóta
þá einu marxísku hagfræðinga, sem
vísindamenn um allan heim voru á
einu máli um, að voru byrjaðir á því
að reyna að þróa þær fáu algebrufor-
múlur eftir Marx er höfðu vísindalegt
gildi. Neytt Majakovskí til að skjóta
sig í áheyrn útvarpshlustenda í
Moskvu 1930. Myrt Maxim Gorki á
eitri af því hann var andvígur hinu
mikla ofbeldi yfirvalda. Og margt
fleira sem of langt yrði upp að telja.
Og nú er unnið að því að drepa
allan raunverulegan áhuga fólks á
listum og bókmenntum í Sovétríkjun-
um. Hið stranga eftirlit með bók-
menntalestri nemenda í rússneskum
skólum er nú að drepa allan raunveru-
legan og lifandi áhuga fólksins í
Rússlandi á bókmenntum. Allt er
gert til dýrðar hinum heilaga og
fullkomna, yfirnáttúrlega Lenin.
Er þetta ekki geðveiki?
Þótt útlit sé fyrir því að eitthvað
muni nú draga úr hinu alþjóðlega
kaldastríði á næstu mánuðum mega
íbúar á Vesturlöndum ekki glcyma
hinni leynilegu pólitísku baráttu sem
unnin er að tjaldabaki, - að öðrum
kosti gæti næsta tímabil kaldastríðsins
orðið ennþá hættulegra en það sem
nú hefur staðið yfir. Þar kemur margt
til greina.
Nýlega var rússneskri eldflaug
skotið af mistökum frá skipi á Bar-
entshafi yfir Noreg til Finnlands.
Vissulega geta komið fyrir mistök af
slíku tagi. En þarna er unr að ræða
rnjög alvarleg mistök sem einnig þarf
að rannsaka á sálfræðilegan hátt. Við
vitum satt að segja alls ekki hvað á
bak við þessi mistök liggur. En við
vitum að margt mjög alvarlegt gerist
inní Sovétríkjunum. T.d. hefur enn
einn sovéskur eðlisfræðingur flúið til
Bandaríkjanna.
Og nú hafa alveg ný sannindi frá
háttsettum vísindamönnum í Vís-
indaakademíunni í Moskvu borist í
fréttum eftir ýmsum krókaleiðum þar
sem fullyrt er, að sjötti hver íbúi í
Sovétríkjunum sé alvarlegurdrykkju-
sjúklingur eða „alkóhólisti" eins og
það heitir í þessari leynilegu skýrslu
vísindamannanna. Þar er einnig sagt
frá því, að ískyggilega margar mæður
fæði börn sem eru áfengissköðuð.
Hinir sovésku vísindamenn fullyrða
að drykkjusýkin geti hæglega leitt til
þjóðfélagslegs hruns, og sé f raun og
veru miklu hættulegra fyrirbæri fyrir
Sovétríkin en t.d. hinar erlendu
kj arnorkusprengj ur.
Þessi frétt er einnig góður stuðning-
ur við þá staðreynd, að leninisminn
er ekkert annað en hættuleg blekking.
Leninisminn getur nefnilega haft
svipuð áhrif á einstaklinga og eiturlyf
og sem leitt getur til drykkjuskapar.
En slík geðveiki verður ekki lækn-
uð með nýju hernaðarkapphlaupi,
heldur öflugri fræðslu um þennan
ægilega sjúkdóm sem leninisminn er
kallaður. - Og því má heldur ekki
gleyma, að bandarískur og svissnesk-
ur mónópólkapitalismi á einnig sinn
þátt í hinni neikvæðu þjóðfélagsþró-
un. Leninsinnar og mónópólkapita-
listar eiga raunverulega mestu sökina
bæði á hernaðarkapphlaupinu og
hungursneyðinni í heiminum. Og nú
vinna mónópólkapitalistar að því, að
sundra Vestur-Evrópu með heimsku-
pörum sínum og þar með veikja
NATO gagnvart Sovétríkjunum.
Slíkt er mjög hættulegt.
En er það ekki afar eðlilegt, að fólk
í Póllandi vilji loka fyrir „Paradís“?
VI.
Þar sem íslendingar teljast miklir
unnendur bókmennta verður það
einnig að teljast furðulegt, hversu
margir fullvaxnir íslendingar hafa
orðið svo barnalegir að hafa gerst
„trúaðir“ marxleninsinnar þrátt fyrir
ýmis vísindaleg mótrök sem réttilega
fyrirfinnast gegn marx-leninisma.
Áuk þess sem tortryggnin gagnvart
Sovét fer nú ört vaxandi í allri Evrópu
og á Norðurlöndum. Það hefur og
einnig sýnt sig að stundum er ekki
hægt að treysta leninista fremur en
sjúkum eiturlyfjaneitanda. (Þaðsama
má segja um mónópólkapitalista).
Af sérstökum ástæðum tel ég rétt
að benda á þær bækur þar sem hægt
er að lesa um tillögur Comtes.um að
nota hugtakið „relativ“ í staðinn fyrir
„absolut“.
1 mörg ár hélt Comte fyrirlestra í
París undir nafninu „Traité philosop-
hiqe d’astronomie populaire“. Benda
má á „Oeuvre d’Auguste Comte,
tom XI“, bls. 1-108, sem byrjaði að
koma út árið 1844.
Hér má einnig benda á það, að
kaþólska kirkjan fékk lærðan mann
að nafni Émile Littré ásamt jesúítum
til að vinna skemmdarverk á starfsemi
Comtes í París, falsa kenningar hans
og bera á hann alls kyns lygar til að
sverta hans persónu. - Þar með hafði
kaþólskan opnað leiðina bæði fyrir
leninisma og nasisma i Evrópu.
1 æviminningum sínum „Autobio-
graphy“ viðurkennir John Stuart
Mill, að án vissra hluta í heimspeki
Comtes hefði honum ekki tekist að
„upphugsa" sumt af því mikilvægasta
í sinni heimspeki, - en þrátt fyrir
þetta finnur Mill að því að Comte hafi
gengið of langt með þessa heimspeki-
stefnu sína og farið út í öfgar. Mill
kom með þessa athugasemd án þess
að tengja nafn Comtes við afstæðis-
kenninguna sem ekki fékk viðurkenn-
ingu fyrr en á dögum Einsteins. En
þetta í ævisögu Mills er nokkuð
dularfullt og stríðir á móti því sem
Mill hafði sagt áður. Benda má á það
að sjálfsæviminningar Mill sem hann
ritaði fyrir 1870 komu ekki út aigjör-
lega óritskoðaðar fyrr en árið 1924.
Handritið hafði verið selt á uppboði
1922, en Mill dó 1873. Þetta mál
hefur ekki enn verið rannsakað inn-
virðulega.
í þessu sambandi er rétt að minna
á það, að t.d. Símon Jóh. Ágústsson
lærði í Frakklandi. Hann var mjög
fær og lærður maður, en undir tals-
verðurn áhrifum frá kaþólskri „heim-
speki.“
Aftur á móti las Ágúst H. Bjarna-
son við Háskólann í Kaupmannahöfn
undir leiðsögn bestu húmanista í
Evrópu. í riti sínu „Almenn rök-
fræði“ frá 1925 bls. 68, ritar Ágúst H.
Bjarnason mjög skilmerkilega um
Comte og hans pósitívisma.
Hvað snertir t.d. hillingar (illus-
ion), þá minnir Lenin mjög mikið á
dr. Göbbels, - en munurinn á þeim er
fyrst og fremst sá, að ofstæki og
trúarbrögð Lenins tilheyra vinstri-
helmingi hinna ofstækisfullu stjórn-
mála, - en dr. Göbbels stendur, eins
og sumir háttsettir menn hjá Morgun-
blaðinu, á hægri helmingi hinna of-
stækisfullu stjórnmála. - Leninisminn
er sem sagt algjör blekking eins og
mónópólkapitalismi og nasismi.
Við látum valdhafana í Sovét ekki
segja okkur fyrir verkum um það,
hverju við trúum, hvað við hugsum,
tölum eða skrifum. Ef við beygjum
okkur fyrir hótunum þeirra í þeim
efnum, munum við fyrr eða síðar
lenda í járnklóm þeirra.
Einar Freyr
KJÖRBÓK
LANDSBANKÁNS
TENGD VERÐTRYGGINGU
LANDSBANKENN
Græddur cr geymdur eyrir
MeÖ I<jörbófámi leggurþii nektvföjjárhag pinn
ÖRUGG BÓK • ENGIN BINDING
HÁIRVEXTIR FRÁiÞVÍ AÐ LAGT ER INN
I