NT - 07.03.1985, Blaðsíða 23
Blak
■ Blaksamband Islands
hefur ákveöið að tekin
verði upp keppni í fyrsta
flokki kvenna. Riðla-
skipti verða eftir lands-
hlutum en síðan verður
úrslitakeppni um íslands-
meistaratitil.
Öll lið sem hafa áhuga
á að vera með skulu til-
kynna þátttöku sína til
Blaksambands íslands í
síma 686895.
Vegna riðlaskiptingar-
innar verður kostnaður
lítill og fer keppnin fram
í febrúar og mars.
■ Trimmurum í blaki
er boðin þátttaka í al-
þjóðlegu blakmóti fyrir
trimmara í Hollandi dag-
ana 22. og 23. júní á
þessu ári.
Þeim sem hafa áhuga
er einnig boðið að taka
þátt í blakmóti í Osló í
Noregi sem verður haldið
25.-27. maí (hvítusunnu-
helgi), þátttökutilkynn-
ing þarf að hafa borist
fyrir 1. apríl. Nánari upp-
lýsingar fást hjá Blak-
sambandi íslands.
Valsblað
■ Út er komið á vegum
Knattspyrnufélagsins
Vals „Valsblaðið“.
I blaðinu er greint frá
starfi og árangri Vals-
manna í hinum ýmsu
íþróttagreinum sem fé-
lagið sendir keppendur í
og birtar skýrslur við-
komandi deilda.
Blaðið var vandað og
eru margar góðar myndir
í því af Völsurum í
keppni, leik og starfi.
■ Ian Rush var í strangri gæslu í Vín. Varnarmaðurinn sterki hjá Austria Vín, Edwald Túrmer, hélt
honum að mestu leyti niðri. Túrmer tókst þó ekki að koma í veg fyrir að Rush sendi þrumuskalla í
þverslá Vínarmarksins, og Nicol skoraði úr frákastinu á 85. mínútu.
HM í knattspyrnu í Mexíkó 1986:
Nefi Piques breytt
Lukkudýrið þótti minna um of á rommdrykkju Mexíkana
Skíðamót:
■ Guillermo Canedo, forseti
undirbúningsnefndar úrslita-
Ekki nægur snjór
—til að halda stórsvigið
■ Bikarmót unglinga 15-16
ára í svigi var haldið á ísafirði
um helgina. Ekki var nægur
Kraftlyftingar:
Samband stofnað
■ Um síðustu helgi var
stofnað Kraftlyftinga-
samband ísland og var
stofnfundurinn í Æfinga-
stöðinni við Engihjalla.
Kraftlyftingasambandið
hefur tekið við öllum
aðildum LSÍ að alþjóð-
legum kraftlyftingasam-
böndum (IPF, EPF, og
NSF). Samþykkt voru lög
fyrir sambandið og eftir-
taldir kosnirístjórn: For-
maður: Ólafur Sigur-
geirsson. Meðstjórnend-
ur: Óskar Sigurpálsson,
Matthías Eggertsson,
Halldór E. Sigurbjörns-
son og Jón Páll Sigmars-
son.
snjór í Seljalandsdal til að hægt
væri að hafa stórsvigsmót ann-
an daginn svo gripið var til þess
ráðs að halda tvö svigmót.
Alls tóku þátt 40 unglingar
og keppnin fór fram í góðu
veðri. Úrslit urðu sem hér
segir:
Fyrri dagur:
Drengir:
Kristinn Grétarsson, fsafirði 81,67
Valdimar Valdimarsson, Akureyri 82,09
Birkir Sveinsson ÚÍA 82,57
Stúlkur:
Gréta Björnsdóttir, Akureyri 87,67
Helga Sigurjónsdóttir, Akureyri 87,95
Sigrún Sigurðardóttir, Isafirði 88,12
Seinni keppnisdagur
Kristín Ólafsdóttir, Reykjavík %,91
Kristín Jóhannsdóttir, Akureyri 97,92
Gréta Björnsdóttir, Akureyri 98,64
Drengir:
Valdimar Valdimarsson, Akureyri 88,22
Sveinn Rúnarsson, Reykjavík 88,81
Einar Hjörleifsson, Dalvík 91,93
keppni HM í Mexíkó 1986,
sagði fyrir stuttu í samtali við
fréttamenn Reuters að allur
undirbúningur fyrir keppnina
væri kominn vel á veg og stæðist
áætiun á öllum 12 leikvöllunum
sem notaðir verða.
Canedo sagði að miðar á leik-
ina væru þegar til sölu í Mexíkó
og yrðu seldir erlendis í Iok
apríl. Dráttur í riðla fer fram
15. desember næstkomandi, svo
þeir sem kaupa miða snemma
munu getað braskað heilmik-
ið.“ Það er óhjákvæmilegt að
um svartamarkaðsbrask verði
að ræða eftir dráttinn, en við
látum banka sjá um miðasöluna
svo það minnkar möguleika á
fjöldaframleiðslu." Hann bætti
við að skattborgarar í Mexíkó
myndu ekki finna neitt fyrir
kostnaði, ríkið myndi ekki
leggja einn einasta peso í fyrir-
tækið. „Einkafyrirtæki munu
fjármagna keppnina eins og fyr-
ir 15 árum.“
Heimsmeistarar Italíu munu
leika í fyrstu umferð í Pueblaen
Mexíkanar munu hefja keppn-
ina í höfuðborginni.
Skipuleggjendur keppninnar
afhentu fréttamönnum bækling
þar sem sjá mátti tákn úrslita-
keppninnar í Mexíkó, „lukku-
karlinn" Pique, sem er í laginu
eins og grænn Chile-pipar með
barðastóran hatt og snúið yfir-
skegg. Nafnið „Pique“ hefur
tvíræða merkingu á Mexíkó-
spænsku og eftir nokkra gagn-
rýni á blaðamannafundinum var
rauðu nefi Piques, sem menn
töldu vísa til rommdrykkju
Mexíkana, breytt, í grænt...-
segir Hermann Neuberger.
Knattspyrnumolar..
Frakkland:
Nantes sigraði
■ Heil umferð fór fram í
frönsku 1. deildinni í knatt-
spyrnu á þriðjudagskvöld. 18
llið af 20 léku og það voru efsta
og þriðja liðið, Bordeaux og
Toulon sem léku ekki. Það bar
helst til tíðinda að Nantes sigraði
og heldur því enn í við Bordaux,
fimm stigum munar á liðunum.
Úrslitin koma hér:
Paris-S.B.-Nantes .............. 2-3
Auxerre-Toulouse................ 2-0
Metz-Monaco..................... 1*1
Marseilles-Brest ............... 3-2
Lens-Laval...................... 3-0
Bastia-Lille ................... 2-1
Sochaux-Strasbourg............. 3-1
Tours-Nancy ................... 1-3
Rouen-Racing-Paris ............ 1-1
Staðan í Frakklandi er nú
svona:
Bordeaux..................... 27-45
Nantes........................27-40
Toulon........................28-33
Auxerre.......................27-34
Monaco .......................27-31
Brest ........................27-30
Metz..........................27-30
Lens..........................27-29
Paris-S.G.....................27-26
Laval ........................25-23
Bastia........................27-25
Sochaux.......................26-24
Liile ........................27-22
Nancy ........................26-24
Toulouse......................27-22
Honduras fékk skell
■ Smáríkið Surinam komst
eftirminnilega á blað í undan-
keppni Heimsmeistarakeppn-
innar í knattspyrnu um síðustu
helgi, þegar lið þess gerði jafn-
tefli við Honduras í 2. riðli
Mið-Ameríku og Karíbahafs-
deildar. Úrslitin urðu 1-1, og
Surinam skoraði á undan.
Spjöld á loft
■ Ekvador og Chile gerðu
jafntefli 1-1 í sögulegum leik í
2. riðli S-Ameríkudeildar
undankeppni HM í knattspyrnu
í Quito um helgina. Letelier
skoraði fyrst fyrir Chile á 31.
mínútu úrskyndisókn, en Mald-
onaldo jafnaði úr vítaspyrnu á
43. mínútu. Einni mínútu síðar
etraunir
■ Sölumet hjá Getraunum:
í 27. leikviku var sett nýtt sölumet
hjá Getraunum. Alls voru seldar
685.748 raðir, vinningsupphæð kr.
857.185.-. Fyrra metið var 664.836
raðir frá 15. leikviku i haust. En í 27.
leikviku komu fram tvær raðir með
12 rótta í 1. vinning kr. 300.010.- í
vinning á hvora röð. í 2. vinning
komu fram 62 raðir með 11 rétta og
vinningurinn kr. 4.147.- pr röð.
vísaði brasilíski dómarinn Joe
Wright Letelier útaf fyrir ljótt
brot, og strax á eftir Ekvador-
leikmanninn Quinonez er hann
þeyttist út úr hrúgu reiðra
leikmanna með brotið rif. Upp
úr þessu lögðust bæði liðin í
vörn, enda leikmenn uppgefnir
í þunnu loftinu, en Quito er í
2800 metra hæð yfir sjávar-
máli...
„Nærri því jafntefli"
■ Suður-Kórea sigraði Nepal
2-0 í fyrsta leik 3. riðils Asíu-
deildar undankeppni HM
keppninnar í knattspyrnu í Kat-
mandu um helgina. Mörkin
bæði skoraði Teaho Lee. Hið
fyrra var gjafamark eftir hroða-
leg varnarmistök, og hið síðara
úr vítaspyrnu. Duck Young
Hong, landsliðsþjálfari S-Kór-
eu, sagðist eftir leikinn vonast
eftir betri frammistöðu sinna
manna í framtíðinni, svo þeir
kæmust í úrslitakeppnina í Mex-
íkó á næsta ári. Rabi Shumser,
landsliðsþjálfari Nepal sagði
sína menn hafa gert sitt besta.
„Gjafamark og vítaspyrna er
næstum jafntefli,“ sagði hann.
Fimmtudagur 7. mars 1985 23
Evrópukeppnin í knattspyrnu
Nicol jafnaði
gegn Austria
og Liverpool byrjar á jöfnu á Anfield
■ Skoski miðvallarleikmaður-
inn Steve Nicol bjargaði andliti
Evrópumeistara Liverpool í Vín
í Austurríki í gærkvöld, er hann
jafnaði 1-1 á 85. mínútu lciksins
gegn Austria Vín í fyrri leik
liðanna í 8 liða úrslitum Evrópu-
keppni meistaraliða í knatt-
spyrnu. Úrslitin urðu 1-1, og
þetta mark Nicol kemur sér
áreiðanlega vel fyrir meistar-
ana, þegar liðin mætast að
nýju á Anfield Road eftir hálfan
mánuð.
Austurríkismennirnir voru
miklu sterkari framan af, og
komust verðskuldað yfir á 23.
mínútu, þegar landsliðsmið-
herjinn Toni Polster skoraði
fallegt mark, lék á tvo varnar-
menn í teignum ogskoraði með
glæsiskoti úr vítateigshorninu.
Nicol jafnaði eftir að þrumu-
skalli lan Rush hafði hafnað í
slánni. Annars var Rush Italdið
algerlega niðri af varnar-
manninum sterka, Edwald
Túrmer.
Bruce Grobbelaar markvörð-
ur var besti maður Liverpool.
Lið Liverpool var þannig skipad:
Grobbelaar, Neal, Lawrenson, Hansen,
Kennedy, Nicol, Wark, MacDonald,
Whelan, Walsh, Rush.
Larissa (Grikkl.)-Dynamo
Moskva (Sovét.).........0-0
Grikkirnir réðu lögum og lof-
um í þessunr leik í Evrópu-
keppni bikarhafa en þeim tókst
ekki að brjóta á bak aftur sterka
vörn þeirra Moskvu-manna.
Bestu færi leiksins áttu fram-
herji Larissa, Valoras, en hann
skaut í stöng í eitt skipti og
naumlega framhjá í annað er
auðveldara hefði verið að skora.
Leikmenn Moskvu-liðsins áttu
. ekki færi í leiknum fyrr en á 81.
mínútu er Gazaev komst inn í
gegn en lét verja frá sér.
Zeljeznicar (Júgósl.)-Dynamo
Minsk (Sovét.).........2-0
Þessi lið áttust við í Evrópu-
keppni félagsliða (UEFA) og
var spilaður í Júgóslavíu. Leik-
menn Zeljeznicar náðu að skora
snemma í síðari hálfleik og
virtust leikmenn sovéska liðsins
una því allvel enda treystu þeir
mjög á seinni leik liðanna. Það
var svo um tjórum mínútum fyrir
leikslok að Bazdarevic skoraði
seinna mark Júgóslavanna og
treysti mjög stöðu þeirra fyrir
seinni leikinn í Sovétríkjunum.
HM í Mexíkó:
„Hraustir menn
þola hitann11
segir Hermann Neuberger
Forseti undirbúningsnefndar
HM í Mexíkó 1986, Hermann
Neubergar neitaði í fyrradag
þeim fullyrðingum að miðdegis-
hitinn í Mexíkó gæti verið
hættulegur leikmönnum.
Gagnrýni þessi kom til vegna
þess að ákveðið hefur verið að ,
leikirnir í úrslitakeppninni hefj-
ist á hádegi þegar heitast er í
Mexíkó en ekki síðdegis þegar
aðeins er farið að slá á hitann.
Neuberger sagði að hann
hefði læknisfræðilega skýrslu
sem upplýsti að almennilega
þjálfaðir atvinnuknattspyrnu-
menn ættu í engum vandræðum
með að þola „óþolandi“ heita
miðdagssólina. Hann sagði enn-
fremur að í keppninni 1970 í
Mexíkó hefðu leikirnir einnig
hafist á hádegi og þá hefðu
engum mótmælum verið hreyft.
„Enn hafa engin opinber mót-
mæli borist undirbúningsnefnd-
inni,“bætti hann við.
Ástæðan fyrir því að leikirnir
hefjast svo snemma er auðvitað
fjárhagsleg. Ef leikið verðurum
hádegisbil í Mexíkó er hægt að
sjónvarpa leikjunum beint í
kvölddagskrá fyrir evrópska
knattspyrnuáhugamenn.
Þjálfari Norður-íra, Billy
Bingham sem var eftirlitsmaður
FIFA á unglingamóti í Mexíkó
fyrir tveimur árum, gagnrýndi
nýlega þessa ákvörðun og sagði:
Sólin var svo heit um hádegi að
ég gat aðeins þolað við í henni
5 mínútur. Ég get ekki hugsað
mér hvernig það er að leika
knattspyrnu við slíkar aðstæð-
ur.
Sly er slyng
■ Bandaríska stúlkan
Wendy Sly sigraði örugg-
lega í 10 kílómetra götu-
hlaupi í Phoenix í Arizona
í Bandaríkjunum um
helgina, en suður-afrísk-
fædda stúlkan Zola
Budd, sem hefur breskan
ríkisborgararétt, varð í
öðru sæti. Þetta var fyrsta
keppni Budd í Bandaríkj-
unum síðan hún lenti í
árekstrinum fræga við
Mary Decker frá Banda-
ríkjunum á Ólvmpíu-
leikunum í Los Angeles.
Þar varð Sly í öðru sæti.
Sly fékk tímann 32 mín.
og 2 sekúndur. Budd
hljóp á 32,20 og Priscilla
Welch þriðja á 32,25 mín.
I karlaflokki sigraði
írski hlauparinn John
Treacy, sém tvisvar hefur
orðið heimsmeistari í
víðavangshiaupi. Hann
hljóp á 27,46 mín. annar
varð heimsmethafinn í 10
km hlaupi, Mark Menow
frá Bandaríkjunum á
27,48 og þriðji Simeon
Kigen frá Kenýa á 27,51
mín.