NT - 26.03.1985, Blaðsíða 1

NT - 26.03.1985, Blaðsíða 1
Stjórnarsamstarfið styrkt: Þeir sem ekki hafa stóla eru þreyttir á að standa - engar stjórnarslitayfiriýsingar frá þungaviktarmönnum, segir Páil Pétursson Sáttafundur á ísafirði ■ Boðaður hefur verið sáttafundur í deilu sjó- manna og útvegsmanna á Vestfjörðum næstkom- andi fimmtudag. Sátta- semjari mun fara til ísa- fjarðar og leita eftir sam- komulagsleið. ■ Þir.gflokkur og fram- kvæmdastjórn Framsóknar- flokksins hafa sent frá sér sam- þykkt þar sem m.a. er lýst yfír að Framsóknarflokkurinn standi heill að stjórnarsarnstarf- inu, og muni ekki víkja sér undan ábyrgð sem því fylgi. Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokks- ins var inntur eftir því hvort samþykktin væri svar við þeim röddum sem hafa verið uppi þess efnis að stjornarslit væru yfirvofandi. „Þungavikiarmennirnir í Sjálfstæðisflokknum hafa ekki verið með yfirlýsingar í þá átt. Hitt er annað mál að þeir sem hafa verið að tala um þreytu í stjórnarsamstarfinu, eru þreytt- ir vegna þess að þei'r hafa ekki stóla til að sitja á. og verða að standaenn umsinn," sagði Páll. Ólafur G. Einarsson for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins sagði í samtali við NT í gær að yfiriýsingar í þessa átt myndu styrkja stjórnarsam- starfið. „Yfirlýsingar ýmissa að- ila úr báðum stjórnarfíokkunum sem hafa gengiö upp á síðkastið hafi ekki verið til þess að styrkja samstarfið, síður en svo. Eg tel að allt sem jákvætt er, eins og það að ætla ekki að víkja sér undan ábyrgð, verði til þess að styrkja stjórnarsamstarfið, og hef ekkert nema gott að segja um samþykktina." Hestur í sjoppu ■ Vandræði urðu í ein- um söluturni í Breiðholti þegar drukknir hestamenn færðu einn hesta sinna inn ísjoppuna. Fljótlega tókst þó að koma klárnum út en hestamennirnir stunduðu útreiðar um Breiðholts- hverfið fram eftir nóttu aðfaranótt sunnudags. Bensin- eyðsla á Sparnaður bíleigenda um 1.285 millj. króna á ári - eða 12.600 krónur á hvern bíl að meðaltali ■ Bcnsíneyösla á livern bíl í landinu hefur að meðaltali minnkaö mjög verulega og stöðugt á undanförnum árum, eða um rúm 27% frá árinu 1970 til 1984, að því er fram kemur í frumvarpi því um vegaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Meðalbensíncyðsla á hvern bíl á síðasta ári er talin 1.260 lítrar, sem er minnkun úr 1.732 lítrum árið 1970. Sparnaðurinn er 472 lítrar að meðaltali á livern bíl á ári, sem á núgildandi verði kosta 12.600 krónur. Margfaldað með þeim 102 þús. bensínbílum sem taldir eru í landinu nú í ár nemur heildarsparnaður bíleigenda um 1.285 milljónum króna, miðað við á hinn bóginn að eyðslan væri enn jafn mikil og árið 1970. Meðaleyðsla á bensíni á bíl virðist hafa minnkað nær jafnt og þétt á fyrrnefndum hálfum öðrum áratug. Árið 1975 var hún komin niður í 1.623 lítra að meðaltali, árið 1980 í 1.412 og á síðasta ári í 1.260 Jítra sem fyrr segir. í vegaáætlun er gengið út frá því að eyðslan minnki enn nokkuð á næsta ári, en vcrði óbreytt úr því. í vegaáætlun kemur jafnframt fram hve gífurlega bílaeign landsmanna hefur aukist á undanförnum 25 árum, eða nær ■ Gylfi Gcirsson, sprengisér- fræðingur Landhelgisgæslunnar skoðar eina djúpsprengjuna sem kafarar gæslunnar og Bandaríkjamauna hafa náð úr El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Verkið hefur gengið vel og voru á hádegi á sunnudag komnar 14 sprengjur á land og hafði þeim verið eytt. NT mynd Albert Ómar Ríkisútvarpið kært fyrir brot áhöfundalögum -bls.5 Sambandið: Skuldabréf að verðmæti 50 milljónir öll seld! ■ Sambandsskuldabréfín sem sett voru á markað í lok janúar eru nú öll uppseld. Bréfin voru að nafnvirði 50 miiljónir króna, og sáu Kaup- þing, Samvinnubankinn og Fjárfestingafélagið um sölu þeirra. „Bréfin fengu góðar viðtök- ur hjá almenningi, einkum vegna þess hve verðgildi ein- stakra bréfa er lágt,“ sagði Eggert Sverrisson, fjármála- stjóri Sambandsins í samtali við NT. „Stór hluti útboðsins var í 10 þúsund króna bréfum, en þetta gerði mörgum ein- staklingum auðveldara að kaupa bréfin,“ sagði Eggert. Skuldabréfin eru til fimm ára, en helsta nýjungin við þau er að þau liafa einn gjalddaga og að Sambandið hefur skuld- bundið sig til að kaupa til baka einn sautjánda hluta þeirra á hverjum ársfjórðungi tii þess að halda hreyfingu á markað- inum fyrir bréfin. Raunvextir bréfanna verða allt að 11%. Sambandið hyggst nota sölu- verð skuldabréfanna til fjár- festinga í fiskeldi, rafeindaiðn- aði og dreifingarkerfi sam- vinnuhreyfingarinnar. sjöfaldast að fjölda, enda ts- lendingar að verða einir mestu bílakóngar heims. Árið 1960 voru fólksbíiar aðeins rúmlega 14 þúsund, eða aðeins 89 á hverja þúsund íbúa. Á næsta áratug fer fjöldinn í rúmlega 37 þús. bíia (162% fjölgun á ára- tugnum) og síðan í 81 þús. árið 1980. Á síðasta ári komst fjöld- inn svo í 96.200 bíla og voru þá orðnir 404 fólksbílar fyrir hverja þúsund íslendinga. Hefði bílafjöldi haldist hlut- fallslega sá sami og 1960 væri talan nú aðeins komin í um 21.200 bíla. Hlutfallsleg fjölgun einkabíla hefur því verið um 75 þús. stykki á þessum 25 árum. Fiskvinnslu- fólk f jölmennti á Alþingi -bls.3 Fyrsti áfangi hjá Jóni L.? ■ Tíunda umferð alþjóðlega skákmótsins á Húsavík var tefld í gær. Úrslit urðu þessi: Jón L. vann Karl Þorsteins, og vantar nú aðeins hálfan vinning í síð- ustu skák sinni, til þess að ná áfanga að stórmeistaratitli, en þá mætir hann Áskeli Kárasyni. Zuckermann vann Pálma. Þess- ir gerðu jafntefli: Lombardy og Lein, Helgi og Helmes og Guð- mundur og Áskell. Skák Tisdals og Sævars fór í bið, og var Sævar talinn með lakari stöðu. Staðan í mótinu er sú að Jón L. er efstur með IVi v. Annar er Lein með 7 v. Þriðji er Lomb- ardy með 6V5 v. f 4.-5. sæti eru jafnir Helgi og Zuckermann með 6 v.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.