NT - 26.03.1985, Blaðsíða 11

NT - 26.03.1985, Blaðsíða 11
Verðbólg- an í fyrra var 29% ■ Þrátt fyrir kjarasamning- ana og gengislækkunina síðast- liðið haust, þá varð meðalverð- hækkun á milli áranna 1983 og 1984 minni en á milli annarra ára frá 1973, eða 29%. Þetta segir í endurskoðuðu yfirliti Þjóðhagsstofnunar yfir þróun efnahagsmála á síðasta ári. Þjóðhagsstofnun segir einn- ig að síðustu tvo mánuði hafi dregið úr hraða verðbólgunnar eftir öldurnar sem gengu yfir í árslok 1984 ogársbyrjun 1985. Horfur virðist á að um mitt ár verði verðbreytingar komnar í svipað horf og fyrir kjarasamn- ingana í haust, þ.e. 15-20% árshraða. Eftir mitt ár sé hins vegar meiri óvissa í verðlags- málunum, einkum vegna kjarasamninga, sem eru flestir uppsegjanlegir frá 1. septem- ber. þótt þeir gildi formlega til áramóta. Þriðjudagur 26. mars 1985 11 ■ Erlendur Einarsson flytur skýrslu sína á aðalfundi Samvinnubankans. Osta- og smjörsalan: Salan nálægt einum milljarði ■ Sala Osta- og smjörsölunnar á innan- landsmarkaði nam í fyrra 750 milljónum króna, en salan á er- lendum markaði 190 milljónum króna. Sam- tals jókst sala fyrirtækis- ins um 39% frá árinu áður. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Osta- og smjörsölunnar fyrir aðalfund. Þar segir einnig að 1000 tonn af ostum hafi verið seld til útlanda á síðasta ári. sem er 70% aukning frá árinu áður. Birgðir af mjólkur- vörunt jukust yfirleitt á árinu. Þannig jukust birgðir af smjöri og smjörva um 57 tonn, eða 14%; birgðir af osti jukust um 176 tonn, eða 25%, og birgðir af undanrennudufti jukust um 97 tonn, eða 48%. Hagnaður af reglu- legum rekstri Osta- og smjörsölunnar í fyrra varð 2,9 milljónir króna. Vaxtafesting Seðlabankans kostaði Samvinnubankann 17 milljónir króna ■ „Sú ákvörðun Seðlabank- ans að festa vexti á gömlum útlánum, þegar vextir á nýjum útlánum fóru hækkandi, kost- aði Samvinnubankann 17 mill- jónir í vaxtatap á síðasta ári,“ sagði Erlendur Einarsson, for- maður bankaráðs Samvinnu- bankans á aðalfundi bankans um helgina. Afkoma Samvinnubankans stóð í járnum á árinu 1984. Hagnaður á rekstrarreikningi varð 2,2 milljónir króna, sem er um 20% af hagnaðinum árið 1983. Staðan gagnvart Seðla- bankanum setti sterkan svip á afkomu Samvinnubankans eins og afkomu annarra við- skiptabanka á árinu; þannig lækkuðu vextir og verðbætur af innistæðum í Seðlabankan- um um 54 milljónir króna frá o$mja 600 *Excluding world services Víðar góðæri í f lugrekstri ■ Fleiri flugfélögum en Flug- leiðum gekk vel á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Avia- tion Week and Space Techno- logy þá varð mikið góðæri í bandarískum flugrekstri á ár- inu. Stærsta félagið, United, skilaði t.a.m. 600 milljónadoll- ara hagnaði sem jafngildir um 9% af veltu félagsins á árinu. Eina stóra félagið sem átti í verulegum erfiðleikum var Pan American, sem tapaði yfir 100 milljónum dollara. Undantekningarnar eru einnig hér heima. Þannig mun Arnarflug enn hafa tapað 49,5 milljónum króna á síðasta ári. Flugleiðir greiða fetfmumi fyrsta arð i sexar I ■ Vegna góðrar afkomu á síðasta ári, þá munstjórn Flug- leiða leggja til á aðalfundi félagsins nk. fimmtudag að hluthöfum verði nú greiddur 10% arður af hlutabréfum sín- um í Flugleiðum. Ef tillagan verður samþykkt, þá verður þetta í fyrsta skipti síðan 1978 sem Flugleiðir greiða arð til hluthafa. Flugleiðir högnuðust um 228 milljónir króna á síðasta ári. Er það um 5,4% af heildartekj- um félagsins í fyrra. Stærstur hluti hagnaðarins, eða 170 milljónir, eru söluhagnaður af sölu félagsins á tveimur DC-8 þotum á árinu, en félagið keypti tvær vélar í staðinn fyrir lægra verð. Starfsmenn Flugleiða voru 1421 á síðasta ári, eða 248 fleiri en á árinu áður. árinu áður, en vaxtagjöld til Seðlabankans, vegna yfirdrátt- ar, jukust á sama tíma um 23 milljónir króna. Hlutdeild Samvinnubank- ans í innlánum landsmanna minnkaði úr 8,4% í 7,5% á árinu 1984. Samt sem áður náði nýr innlánsreikningur bankans, Hávaxtareikningur, miklunt vinsældum, og sagði Geir Magnússon, bankastjóri, á aðalfundinum að 20% af inn- lánunt Samvinnubankans væru nú á þessum reikningi. Samvinnubankinn fjárfesti fyrir 12,6 milljónir á síðasta ári. Auglýsingakostnaður bankans varð 5 milljónir króna. Innan skamms hyggst bankinn setja upp tölvubanka, eða handraða eins og farið er að kalla fyrirbærið, í nokkrum stærstu afgreiðslustöðum sínum. Á aðalfundinum var sam- þykkt að gefa út jöfnunar- hlutabréf fyrir 56 milljónir króna, og greiða 5% arð af hlutabréfum. Auk Erlendar Einarssonar sitja í bankaráði Samvinnu- bankans þeir Hjörtur Hjartar og Vilhjálmur Jónsson. Kristleifur Jónsson lét um áramótin af störfum banka- stjóra Samvinnubankans. vígsluleikur Appleglímirvið söluerfiðleika ■ Apple tölvufyrirtækið á nú við alvarlega söluerfiðleika að etja. Eftir góða sölu fram eftir síðasta ári hefur salan nú síð- ustu mánuðina dregist veru- lega saman: tölvurnar sem sendar voru í verslanir í Bandaríkjunum fyrir jólin síð- ustu sitja þar enn óhreyfðar. Því hefur Apple ekki séð sér annað fært en að loka nokkrum verksmiðja sinna um tíma, á meðan verslanir eru að vinna upp birgðirnar. Þremur verksmiðjum Apple var lokað í síðustu viku. Þessar verksmiðjur eru í Dallas, Texas, Cork á írlandi og Singa- pore. Fjórðu verksmiðjunni í Fremont í Kaliforníu verður lokað um vikutíma í apríl. Þessi síðasta framleiðir hina nýju Apple-Macintoshtölvu, sem seldist í 250 þúsnd eintök- um í fyrra. Verst gengur Apple að selja eldri tölvurnar sínar, Apple 11 og Lisa. Mun fyrrnefnda talvan vera á útsölu í mörgum versl- unum í Kew York um þessar mundir fyrir minna en 800 dollara, eða 34 þúsund krónur. Apple fyrirtækið segir sjálft að söluerfiðleikarnir nú stafi aðeins af hefðbundinni sölu- tregðu næstu niánuði eftir jóla- annríkið. En ýmsir markaðs- spekúlantar hafa haldið því fram að undanförnu að Apple væri alltof háð heimilisnotkun ■ Norska stórfyrirtækið Elk- em skilaði 530 milljóna norskra króna hagnaði á síð- asta ári, eða þreföldum hagn- aði frá árinu áður. Jafngildir hagnaðurinn 2,3 milljörðum íslenskra króna. Elkem styrkti í fyrra stöðu sína sem stærsti framleiðandi járnblendis í heiminum. Fyrir- tækið keypti í júlí tvær járn- blendiverksntiðjur í Kanada af Union Carbide. Einnig jók Elkem hlut sinn í bandarískum á tölvum, en ekki væri nema lítill hluti fjölskyldna sem hefði brýna þörf fyrir tölvur. Apple hefði hins vegar lítið komist inn á markað fyrirtækjanna. járnblendiiðnaði með kaupum á hlut Jepsen hópsins í Elkem Metals Company. Sölutekjur Elkem jukust í fyrra um 33%. Starfsmenn Elkem um síðustu áramót voru tíu þúsund og fjögur hundruð. Um stöðu markaða segir í uppgjöri Elkem að hin já- kvæða þróun sem átt hafi sér stað á síðasta ári hafi haldið áfram á árinu 1985. Markað- irnir fyrir ál, sílikon og járn- blendi séu nú vel viðunandi. Elkem þrefald- ar hagnaðinn - Ástandið á ál-, silikon- og járnblendimörkuðum viðunandi

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.